Morgunblaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2007 43 Krossgáta Lárétt | 1 haugur, 4 inn- afbrots, 7 missa marks, 8 vagga, 9 fljót að læra, 11 mjög, 13 röska, 14 lýkur, 15 ástand, 17 gáleysi, 20 ránfugl, 22 tölum, 23 fróð, 24 bunustokkur, 25 bik. Lóðrétt | 1 hlykkur, 2 skilja eftir, 3 straumkast- ið, 4 ytra snið, 5 lest- aropið, 6 valda tjóni, 10 flanaðir, 12 rándýr, 13 af- girt hólf, 15 dimmir, 16 dauðyflið, 18 næða, 19 áma, 20 brauka, 21 slæmt. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 ósnjallur, 8 skatt, 9 gengi, 10 agn, 11 aftur, 13 torga, 15 katta, 18 ámæli, 21 nöf, 22 ærleg, 23 aftra, 24 rifrildið. Lóðrétt: 2 slakt, 3 Jótar, 4 lygnt, 5 Unnur, 6 assa, 7 eira, 12 urt, 14 orm, 15 klær, 16 taldi, 17 angar, 18 áfall, 19 æstri, 20 iðan. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú ert í miðjum klíðum við að kasta út og endurnýja. Ekki sjá aumur á neinu. Ef þér þykir ekki vænt um það, og myndir ekki kaupa það í dag, þá: út með það! (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú hefur sögu að segja og segir hana ótrúlega vel. Vertu þó viss um að hafa réttu hlustendurna áður en þú gerir það. Að þekkja þá mun skipta öllu. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Það er fín lína á milli sam- úðarfullrar gjafmildi og þess að vera gólf- þurrka. Næstu þrjá daga skiluðu að það er ekkert rétt eða rangt. Það sem hentar þér er rétt fyrir þig. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Það gefur orku að finna lausnir í stað þess að kvarta. Í nótt munu draum- arnir kíkja á framtíðina. Ef þér líkar hún ekki skaltu breyta einhverju í lífi þínu. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú ert stórhlessa á þörfum og þrám vina þinna. Tilfinningalegur þroski er að vilja að aðrir séu hamingjusamir, jafnvel þótt maður tengi ekki við það sem veitir þeim hamingjuna. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Bara það að einhver hugmynd er vinsæl þýðir ekki að hún sé rétt. Þú ert efasemdarmaður í augum vina þinna sem allir fíla hugmyndina og trúa henni. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þeir sem standa þér næst eru þeir sem reynast erfiðastir núna. Þegar fjöl- skyldan á hlut að máli getur hitnað í kol- unum. Gerðu það sem er rétt. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú ert algerlega tilgerð- arlaus sem heillar álíka raunsætt fólk. Allskonar manneskjur hafa áhrif á þig og gleðja þig. Þú getur tengt við alla sem er frábært. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Hugrekki er aðlaðandi. Fylgdu þránum þínum. Þegar þú tekur tilfinningalega áhættu færðu það marg- falt til baka. Vá! Það verður eins og ferð á fljúgandi teppi. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Ekki bíða eftir fullkomnum að- stæðum til að halda áfram. Kannski koma þær aldrei. Þegar þú einungis ákveður að láta ekkert aftra þér gengur allt betur. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Breytingar undanfarið hafa gert þér það ómögulegt að halda þínu striki á sama hátt og áður. Þú ert bjart- sýnn og sérð hvarvetna ný tækifæri. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Heilbrigð sambönd koma út úr hegðun sem er samkvæm sjálfri sér. Ger- ið upp lítil deilumál eða gleymið þeim. Ef þið gerið það alltaf verða kannski aldrei stór deilumál. stjörnuspá Holiday Mathis Staðan kom upp á heimsbikarmótinu í skák sem fer fram þessa dagana í Khanty-Mansiysk í Rússlandi. Alexei Shirov (2739) hafði svart gegn Alex- ander Onischuk (2674). 28. …Bxg2! 29. Kxg2 Ha7! sókn svarts að hvíta kóngnum er nú illverjanleg. Fram- haldið varð: 30. Hh1 Dg6+ 31. Kf1 Rg4 32. Be8 Db1+ 33. Kg2 Hxf2+ 34. Dxf2 Dxh1+! 35. Kxh1 Rxf2+ 36. Kg2 Rd1 svartur hefur nú skiptamun yfir og léttunnið tafl. 37. Bc1 b3 38. e4 b2 39. Bxb2 Rxb2 40. Bb5 a4 41. d5 exd5 42. exd5 a3 og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. Sambandslaus blindur. Norður ♠53 ♥ÁK842 ♦D97 ♣D42 Vestur Austur ♠7 ♠42 ♥G75 ♥D10963 ♦G10843 ♦Á5 ♣G1095 ♣8763 Suður ♠ÁKDG10986 ♥-- ♦K62 ♣ÁK Suður spilar 6♠. Nóg er af slögunum, en nokkrir eru utan seilingar í borði, sambandslausir við höfuðstöðvarnar heima. Hvernig á að spila með laufgosa út? Ekki sakar að þrengja að mótherj- unum með nokkrum trompum, en á endanum þarf að reyna að ryðja sér leið inn á blindan á tígul. Það er vanda- laust ef vestur á tígulásinn, en ekki al- veg vonlaust þótt austur sé með ásinn – ef hann er annar. Frekar en að spila strax litlu á drottningu byrjar sagnhafi á tígulkóng sem auðvitað er dúkkaður. Þá er annar laufslagur tekinn og tígli svo spilað á drottningu. Þannig vinnst slemman alltaf ef ás- inn er réttur, en líka þegar austur hef- ur byrjað með ♦Áx, eins og hér er raunin. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1 Erla Dögg Haraldsdóttir bætti 15 ára gamalt Íslands-met í 50 metra bringusundi í 50 metra laug. Hver átti metið áður? 2 Snorri Már Skúlason sjónvarpsmaður hefur ráðið sigí nýtt starf. Hjá hverjum? 3 Bók var slegin á 570 þúsund á uppboði um helgina.Hvaða bók? 4 Robert Mugabe forseti hefur gagnrýnt hroka Evr-ópuríkja á fundi Afríku- og Evrópuríkja. Hvar er hann forseti? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Fyrrverandi söngvari Nýd- anskrar er snúinn aftur til hljómsveitarinnar. Hver er hann? Svar: Daníel Ágúst Haraldsson. 2. Hvaða tvær íslenskar myndir hafa verið valdar í stuttmyndaflokkinn á Sundance-kvikmyndahá- tíðinni? Svar: Bræðrabylta og Hundur. 3. Númer hvað er Ragna Ingólfsdóttir band- mintonkona á Evrópulistanum? Svar: 21 4. Ellý K. Guðmunds- dóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, hefur sótt um sitt fyrra starf aftur. Hvaða starf er það? Svar: Sviðsstjóri umhverfis- og sam- göngusviðs Reykjavíkurborgar. Spurter… ritstjorn@mbl.is dagbók|dægradvöl Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig FRÉTTIR MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Félagi áfengis- og vímuefnaráðgjafa: „Félag áfengis- og vímuefnaráð- gjafa (FÁR) leggst eindregið gegn frumvarpi til laga um sölu áfengis í matvöruverslunum og skorar á al- þingismenn að standa vörð um markmið áfengislaga, sem er að vinna gegn misnotkun áfengis og greiða því atkvæði gegn frumvarp- inu. Áfengisvandinn er vaxandi heil- brigðisvandamál hér á landi sam- hliða mikilli aukningu á neyslu áfengis. Í kjölfarið siglir svo vandi vegna annarra löglegra og ólög- legra vímuefna. Kostnaður sam- félagsins af áfengisneyslu er veru- legur. Í gögnum frá Lýðheilsustöð kemur fram að áætlaður heildar- kostnaður þjóða af völdum áfeng- isneyslu sé á bilinu 1-3% af þjóð- arframleiðslu og ætla má að þessi kostnaður sé ekki undir 30 millj- örðum á Íslandi. Þá er ótalinn sá til- finningalegi skaði sem ofneysla áfengis veldur þeim sem glíma við áfengisvanda, börnum þeirra og öðrum aðstandendum. Á Íslandi hefur um langt árabil verið athugað markvisst, af forvarn- arfulltrúanum í Hafnarfirði, hvort unglingar undir aldri fái keypt tób- ak í verslunum. Niðurstöður þeirra athugana benda til þess að um þriðjungur ungmenna sem ekki eiga að fá keypt tóbak geti keypt það í búðum hér. Bandarísk rannsókn hefur leitt í ljós að auðveldara er fyrir fólk undir lögaldri að fá keypt áfengi í matvöruverslunum og stór- mörkuðum en sérstökum áfengis- verslunum. Ætla má að svipað verði upp á teningnum hér. Rannsóknir hafa sýnt að sam- band er á milli aðgengis að áfengi og neyslu, þannig að aukið aðgengi eykur neyslu. Ennfremur er ljóst að aukinni neyslu fylgir aukinn vandi. Áfengi hefur neikvæð áhrif á fjölda sjúkdóma, er oft orsakaþáttur í slysum og getur haft veruleg nei- kvæð samfélagsleg áhrif. Áfengis- neysla á meðgöngu hefur skaðleg áhrif á þroska barnsins og síðar á fullorðinsárum. Í Heilbrigðisáætlun til ársins 2010, sem samþykkt var samhljóða á Alþingi hinn 20. maí 2001, eru áfengis-, vímuefna- og tóbaksvarnir settar fram sem fyrsta markmið. Þar eru sett fram markmið um að minnka heildarneyslu áfengis hér á landi og ekki síður að vinna gegn neyslu ungs fólks. Að mati fé- lagsfundar FÁR vinnur umrætt frumvarp gegn þessum markmiðum Heilbrigðisáætlunarinnar.“ Leggjast gegn frumvarpi um frjálsa sölu áfengis STJÓRN Aðstoðarmannasjóðs hef- ur úthlutað aðstoðarkenn- arastyrkjum fyrir kennsluárið 2007-2008 til eflingar framhalds- námi við Háskóla Íslands. Sjóðnum bárust alls 35 umsóknir vegna dokt- orsnema. Fjórir doktorsnemar í verk- fræðideild HÍ hlutu styrki úr sjóðn- um að þessu sinni: Georges Guigay í umhverfis- og byggingarverkfræði, Tryggvi Björgvinsson í tölv- unarfræði og Mariam Darai í véla- og iðnaðarverkfræði. Þau hlutu fullan styrk, 1.200 þús. kr. hvert, og Sigurður Fjalar Sigurðsson, dokt- orsnemi í véla- og iðnaðarverk- fræði, hlaut hálfan styrk. Doktorsnemar í verkfræðideild HÍ eru nú 18 talsins og hafa aldrei verið fleiri, segir í fréttatilkynn- ingu. Doktors- nemar í verk- fræðideild HÍ fá styrki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.