Morgunblaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 24
daglegt líf 24 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ LESTARFERÐIR gætu verið að vakna til lífsins á ný sem ferðamáti í sumarfríinu að því er greint var frá á vefmiðli danska dagblaðsins Jyl- lands-Posten á dögunum. Býður ferðaskrifstofan Star Tour nú upp á skipulagðar lestarferðir undir heitinu Blue Train og eru í anda þeirra sumarleyfa sem tíðkuð- ust í Evrópu fyrir 30-40 árum. Hefur áhuginn að þeirra sögn ekki látið á sér standa meðal norrænna ferða- langa. „Skipulagðar lestarferðir eru ferðamáti sem ég tel að henti vel pörum sem komin eru yfir sextugt. Það eru margir af minni kynslóð sem hafa áhuga og tíma til að ferðast á þennan máta,“ hefur blaðið eftir Stig Elling, sölustjóra Star Tour. „Þetta er auk þess umhverfisvænni ferðamáti og það höfðar líka til margra í dag.“ Til að byrja með er boðið upp á ferðir til Veróna á Ítalíu. Lestarferðir vinsælar Reuters Í fríið Lestarferðir henta vel þeim sem hafa góðan tíma til að ferðast. Ímörgum löndum hefur fólk ekki ráð á fleiri en einum jólasveini. Vesa-lings fólkið. En á Íslandi erum við þrettán.“ Þannig hefst frásögn Kertasníkis í bókinni Kertasníkir leysir frá skjóðunni, sem kemur út hjá Skruddu nú fyrir jólin. Textinn er eftir Markus Kislich og myndirnar eft- ir Önju Kislich og byggja þau á íslenskri jólaþjóðsögu. Í bókinni segir Kertasníkir frá sér og bræðrum sínum: „Á hverju ári komum við ofan úr fjöllunum – þar sem við búum – og niður í þorp og bæi. ekki allir í einu, nei, það væri nú of einfalt. Við göngum aleinir til byggða, einn á dag, síðustu dagana fyrir jólin.“ Morgunblaðið mun birta frásögn Kertasníkis og myndirnar úr bókinni af honum og bræðrum hans eftir því sem þeir koma til byggða frá morgundeginum og fram að jólum. Kertasníkir leysir frá skjóðunni Þrettándi jólasveinninn segir frá sér og bræðrum sínum Holtasóley er hið íslenskaþjóðarblóm, hin blóminsem komu næst í at-kvæðagreiðslu lands- manna voru gleymmérei, fífa og blóðberg. Hugmynd Helgu Maríu Bragadóttur, stofnanda Lín Design, er snjöll, skýr og einföld; íslensku blómin þrykkt á vandað lín, og eru vörurnar seldar í Danmörku, Fær- eyjum og á Íslandi þar sem LínDe- sign opnaði nýlega verslun í gamla sjónvarpshúsinu efst á Laugavegi. Helga María kemur þó ekki ein að fyrirtækinu því að tengdadóttir hennar, Hildur Edda Jónsdóttir, á einnig sinn þátt í rekstrinum. „Við höfum fengið íslenskan textílhönnuð til að hanna mynstur sem eru inn- blásin af náttúrunni. Markmið okk- ar er að flytja smáatriði innblásin af íslenskri náttúru yfir á lín til að Blómlegt Fífa og holtasóley sjást hér á sængurverasetti sem umvafið er íslenskum gróðri. Hani, krummi, hundur, svín, holtasóley, fífa og blóðberg Fyrsta heimilislína LínDesign var hönnuð út frá íslensku blómunum holtasóley, gleymmérei, fífu og blóðbergi. Barnalínan er hins vegar hönnuð út frá íslensku dýrunum. Soffía Guðrún Jóhanns- dóttir kynnti sér málið. Morgunblaðið/Ómar Þjóðleg hönnun Helga María Bragadóttir og Hildur Edda Jónsdóttir segja innblásturinn að hönnuninni koma frá íslenskri náttúru. Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins Kertakveikur á ekki að vera lengri en 1 cm. Klippið af kveiknum svo að ekki sé hætta á að logandi kveikur detti af og brenni út frá sér. Munið að slökkva á kertunum i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.