Morgunblaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Áfengi er engin venjuleg sölu- vara. Á þetta hafa aðildarsamtök um forvarnir lagt áherzlu og í þessu samhengi er rétt að skoða upplýsingar WHO – Alþjóðaheil- brigðismálastofnunar- innar, en samkvæmt þeim má árlega rekja 1,8 milljónir dauðsfalla í heiminum til áfeng- isneyzlu, sem er um 3,2% af öllum dauðs- föllum samkvæmt Glo- bal Status on Alcohol 2004, sem WHO gefur út. WHO telur t.d. áfengisneyzlu helzta áhrifaþátt ótímabærra dauðsfalla í þróunarríkjum með lága dánartíðni og bendir á að í Evrópu einni megi rekja dauðsföll meira en 55 þús. manna á aldrinum 15 – 29 ára til áfengisneyzlu. Tak- markanir á eða bann við áfeng- isauglýsingum felur í sér viðurkenn- ingu á þessari sérstöðu áfengis sem markaðsvöru er réttlæti slíkar að- gerðir. Í framkvæmdaáætlun Evr- ópudeildar WHO fyrir árin 2000 – 2005 er sett fram það markmið að á árinu 2005 hafi öll aðildarlönd í Evr- ópu hafið aðgerðir til að vernda börn og ungmenni fyrir markaðs- setningu á áfengi. Þar er m.a. mælt með því að lögleiða bann við áfeng- isauglýsingum eða a.m.k. einhvers konar takmarkanir við áfeng- isauglýsingum. Hvers vegna mælir svo virt stofnun með banni á áfeng- is-auglýsingum? Einfaldlega vegna þess að við síendurteknar áfeng- isauglýsingar myndast jákvæð áhrif til áfengis og um leið aukast lík- urnar á að áfengisneyzla aukizt. Áfengisauglýsingar gjöra ungt fólk móttækilegt fyrir áfengi löngu áður en það hefur aldur til neyzlu þess, ýta undir það að neyzla áfengis sé jákvæð, flott og um- fram allt hættulaus, og það er auðvitað mark- mið áfengisauðvalds- ins. Í þessu augnamiði hefur þetta sama auð- vald eytt ómældum fjármunum og ekkert til sparað að gjöra áfengisauglýsingarnar sem allra flottastar, aldrei talað um afleið- ingar, enda þessum auglýsendum hjartanlega sama um þær. En m.a.o.: eru ekki áfeng- isauglýsingar bannaðar hérlendis með lögum? En hvernig hefir þeim lögum verið framfylgt? Ég sé ekki betur en áfengi sé óspart auglýst og lofsungið í tímaritum og blöðum og í raun öllum fjölmiðlum – beint og óbeint – án þess nokkuð sé aðhafst. En ætti það ekki að vera okkar æðsta mið að sporna við slíkri neyzlu hjá börnum og ungmennum allra hluta vegna? Í samþykktri heilbrigðisáætlun frá Alþingi árið 2001 segir orðrétt: Áfengisneyzla verði ekki meiri en 5 lítrar á ári af hreinu alkóhóli á hvern íbúa 15 ára og eldri og nánast engin hjá þeim yngri eru. Svo og segir: Dregið verði úr áfengis- og vímuefnaneyzlu fólks undir lögaldri. Opinber stefna er sem sagt sú að draga úr heild- arneyzlu áfengis. En hvernig kemur það heim við þessa yfirlýstu stefnu, ef heimilt verður að auglýsa og selja bjór og létt vín í matvöruverzlunum, því ef þetta verður heimilað er um leið 80% alls selds áfengis komið í matvöruverzlanir. Skyldi það draga úr áfengisneyzlunni? Hún hefir reyndar aukist um 50% á síðustu 10 árum og vilja menn enn meira eða hvað? Aukin og almenn neyzla ungs fólks á áfengi og öðrum vímuefnum á síðustu áratugum hefir tekið sinn hörmulega toll. Fjöldi ungs fólks hefir misst fótanna í lífinu, hrökkl- ast frá námi og orðið fyrir ýmsum áföllum sem rekja má til neyzl- unnar. Það er bitur reynsla foreldra og annarra aðstandenda að sjá barn sitt lenda í fjötrum vímuefnaneyzlu og villast inn á brautir glæpa og of- beldis. Það er átakanleg fórn. Er ástæða til þess að auka á þessa bitru reynslu? Ærið umhugsunar- efni er þetta fyrir þá sem vilja heimila áfengisauglýsingar og hleypa áfenginu í matvöruverzlanir – eða hvað? Er þeim kannski alveg sama? Áfengi er engin venjuleg söluvara Björn G. Eiríksson skrifar um vandann sem fylgir áfengisneyslu » Takmarkanir á eðabann við áfeng- isauglýsingum felur í sér viðurkenningu á þessari sérstöðu áfengis sem markaðsvöru er réttlæti slíkar aðgerðir. Björn G. Eiríksson Höfundur er sérkennari og situr í fjölmiðlanefnd IOGT. MEÐ stjórnarskránni 1874 var trúfrelsi innleitt hér á landi. Var þá hverjum og einum heimilað að til- biðja guð á þann hátt sem sam- ræmdist best sannfæringu hvers og eins og stofna félög um átrúnað sinn. 1915 var trúfrels- isákvæðum stjórn- arskrárinnar breytt þannig að ljóst varð að einnig var heimilt að standa utan allra trú- félaga. Má þar með segja að fullu trúfrelsi hafi verið náð. 80 árum síðar var trúfrelsi tryggt enn betur með endurskoðun á mann- réttindakafla stjórn- arskrárinnar. Þá var lagt bann við mis- munun fólks m.a. á grundvelli trúarskoðana. Þar er fyrst og fremst átt við neikvæða mis- munun. Ýmislegt hefur hins vegar þótt réttlæta jákvæða mismunun. Til dæmis hafa mannréttinda- dómstólar komist að þeirri nið- urstöðu að þjóðkirkjuskipan í lík- ingu við þá sem hér tíðkast brjóti ekki gegn jafnræðisreglu sé fyrir því söguleg hefð, sem og að mikill meiri- hluti landsmanna tilheyri þjóðkirkj- unni og skipanin skerði ekki frelsi annarra trúfélaga. Allt frá því trúfrelsi var komið á í landinu hefur verið byggt á svokall- aðri jákvæðri útfærslu þess. Með því er átt við að öll trúariðkun er leyfð sem ekki brýtur í bága við gott siðferði og allsherjarreglu. Hugmyndin sem að baki býr er að hið op- inbera eigi að hafa sem minnst afskipti af trúarlífi fólks sem líta beri á sem einkamál hvers og eins, sem og að hinar ólíkustu birt- ingarmyndir trúar en einnig trúleysis eigi að fá þrifist hlið við hlið. Upp á síðkastið hefur hins vegar borið nokkuð á þrýstingi í þá veru að réttur trúarlegra minnihlutahópa skuli tryggður með breyttri túlkun á trúfrelsinu og farið inn á braut þess sem nefnt hefur verið neikvætt trú- frelsi. Þá er ekki gengið út frá því að trúariðkun sé almennt heimil heldur þrengt að henni á ýmsa lund með boðum og bönnum. Slíkt kallar aug- ljóslega á að yfirvöld setji skarpari leikreglur í trúmálum en tíðkast hafa. Af þessum sökum er full ástæða til að staldra við og spyrja hverjum gagnist neikvætt trúfrelsi best. Af nýlegum dæmum víða að úr Evrópu er ljóst að það eru ekki trúarlegir minnihlutahópar til að mynda meðal innflytjenda. Þvert á móti hafa þeir orðið hvað harðast úti þar sem nei- kvætt trúfrelsi hefur verið tíðkað, einfaldlega vegna þess að trú þeirra er oftast sýnilegri en okkar hinna og kallar því frekar á bönn. Hér á landi virðist neikvætt trúfrelsi raunar ekki standa vörð um frelsi neinna nema þess örsmáa minnihluta sem vill hafna trú og trúariðkun í hvaða mynd sem er. Í ljósi umræðu síðustu vikna um samstarf kirkju og skóla og ýmis mál sem því tengjast má spyrja hvort aðstæður séu raunverulega slíkar í íslensku samfélagi að ástæða sé til að hverfa frá hefð hins jákvæða trúfrelsis. Það virðist alls ekki aug- ljóst. Það skal þó játað að trúfrelsi kallar þá sem þess njóta til ábyrgðar og leggur þeim þær skyldur á herðar að neyta þess ekki til að hefta frelsi annarra eða gera lítið úr skoð- unum þeirra. Þetta er vert að hafa í huga þar sem samfélög eru mjög einsleit trúarlega líkt og gerist hér á landi þar sem allur þorri þjóðarinnar tilheyrir evangelísk-lútherskum kirkjum. Þar verður að gæta þess að þrengja ekki um of að trúarlegum eða trúlausum minnihlutahópum. Þá skiptir stærð þeirra raunar ekki máli nema hugsanlega í þá veru að því minni sem minnihlutinn er því mikilvægara sé að réttindi hans séu tryggð. Það má gera með ýmsu móti en mest ríður þar á almennri tillit- semi og gagnkvæmri virðingu. Nei- kvætt trúfrelsi þarf hins vegar ekki að vera nærtækasta lausnin þótt hún virðist skilvirk. Jákvætt eða neikvætt trúfrelsi Hjalti Hugason skrifar um trú- frelsi » Fjallað er um þrýst-ing sem gætt hefur síðustu mánuði þess efnis að horfið verði frá svokölluðu jákvæðu trú- frelsi sem tíðkast hefur hér frá 1874 Hjalti Hugason Höfundur er prófessor í guðfræði. Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík - kemur þér við Jólin á yfirdrætti Neytendasamtökin hvetja fólk til að prútta við bílaumboðin Gunnar Nelson rotar menn í Bretlandi Femínistar kæra klám- kaup með kreditkortum Sérpantaður bíll í jólapakkann Helmingi minna af ofvirknilyfjum áVestfjörðum Hvað ætlar þú að lesa í dag?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.