Morgunblaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Fljótsdalur | Sunnudaginn 16. des- ember nk. verður Aðventa Gunnars Gunnarssonar lesin í heild sinni á skrifstofu skáldsins á Skriðu- klaustri. Árið 2005 var tekinn upp sá siður að lesa söguna í heild sinni og er það fastur hópur sem sækir þessa kyrrðarstund fjarri ys og þys jóla- undirbúningsins. Vala Þórsdóttir leikkona, dóttir fyrrverandi bús- stjóra á Skriðuklaustri, las söguna árið 2005. Í fyrra var það Birgitta Birgisdóttir, leikkona og barna- barnabarn skáldsins, sem las. Í ár er það rithöfundurinn Þórarinn Eldjárn sem les. Lesturinn fer fram við kertaljós og arineld á Skriðu- klaustri og hefst lesturinn kl. 13.30 og tekur um það bil þrjár klukku- stundir með hléum. Kaffi og jólasmákökur eru í boði Klaust- urkaffis og aðgangur er ókeypis. Þórarinn Eldjárn les Aðventu á Skriðuklaustri AUSTURLAND Fáskrúðsfjörður | Fjörugt var á jólamarkaði sem haldinn var í fé- lagsheimilinu Skrúð á Fáskrúðs- firði nú á dögunum. Handverksfólk af Suðurfjörðum bauð upp á margs konar varning sem það hefur unnið á undanförnum mánuðum. Þarna var að finna nytsamlega hluti og allskyns kökur og tertur til að kæta bragðlaukana fyrir jólin. Sungin voru jólalög og kveikt á fyrsta að- ventukertinu. Konur úr handverks- hópnum seldu svo kaffi, súkkulaði og vöfflur með rjóma og rennur ágóðinn af kaffisölunni til Rauða krossins, sem einnig naut ágóða af sölubás sem ungir Fáskrúðsfirð- ingar voru með á staðnum. Höndlað með jólavarning á Fáskrúðsfirði Eftir Albert Kemp Fáskrúðsfjörður | Dvalarheimilið Uppsalir á Fáskrúðsfirði er tuttugu ára um þessar mundir. Hreppsnefnd Búðahrepps fór að huga að byggingu íbúða fyrir eldri borgara sveitarfé- lagsins árið 1981. Þá var samstarf á milli Alþýðubandalagsins og sjálf- stæðismanna í hreppsnefnd og í odd- vitastól sat Þorsteinn Bjarnason. Var nýtt dvalarheimili tekið í notkun 1987. Forstöðukona var ráðin Pálína Ósk Bragadóttir, sem enn veitir heimilinu forstöðu. Það hefur nú ver- ið stækkað um helming með tilkomu hjúkrunarrýmis. Boðið var til afmæl- isveislu þar sem flutt voru ávörp og sungin jólalög. Forstöðukonan þakk- aði veglegar gjafir sem heimilinu hafa verið færðar gegnum árin. Í tilefni af- mælisins færðu íbúar heimilisins því 42 tommu sjónvarpsskjá. Þá hefur Lionsklúbbur Fáskrúðsfjarðar gefið hundruð þúsunda króna og peningum frá bæjarbúum hefur verið vel varið. Uppsalir hafa ætíð verið reknir sem sjálfeignarstofnun af sveitarfélög- unum sem að dvalarheimilinu hafa staðið. Morgunblaðið/Albert Kemp Uppábúnir Hluti íbúa á Uppsölum, dvalarheimili aldraðra á Fáskrúðsfirði, sem fagnaði 20 ára starfsemi um helgina með myndarlegri afmælisveislu. 20 ára afmæli Uppsala fagnað Morgunblaðið/Albert Kemp Fagnað Pálína Ósk Bragadóttir, forstöðumaður frá upphafi. CHIROMBO, ljós- myndasýning, fræðsla og fjáröflun, er yfirskrift sýn- ingar sem opnar í Nýsishúsinu við Reykjavíkurveg 74 þann 9. desember nk. Þar sýnir Skarp- héðinn G. Þórisson ljósmyndir og muni úr þorpinu Chi- rombo við Apaflóa í Malaví, en hann dvaldist þar ásamt fjölskyldu sinni árin 2004 og 2006. Ragn- hildur Rós Indr- iðadóttir, kona Skarphéðins, vann þar fyrir Þróunarsamvinnustofnun við sjúkrahúsið í Monkey Bay. Myndir og munir verða til sölu og ágóða verður varið til að styrkja þorpsbúa í Chirombo og þá einkum til að styrkja skólagöngu ungmenna. Skarphéðinn mun einnig kynna drög að ríkulega myndskreyttri bók, sem þorpsbúar í Chirombo eru að skrifa um lífið á ströndum Malavívatns. Skarphéðinn hélt svipaða sýningu í gamla sláturhúsinu á Egilsstöðum fyrir ári og fékk hún miklar og góðar viðtökur. Sýningin í Nýsishúsinu verður opin 9. til 14. desember milli kl. 9 og 22 og 15. og 16. desember frá kl. 14 til 19. Aðgangur er ókeypis. Nýstárleg söfnun fyrir unga Malava Ljósmynd/Skarphéðinn Þórisson Framtíðin Ung stúlka með tómata í þorpinu Cho- rombo í Malaví. Þorpsbúar rita nú bók um líf sitt. Neskaupstaður | Síldarvinnslan í Neskaupstað, SVN, fagnar í dag hálfrar aldar starfsemi og hefur und- anfarið staðið fyrir ýmsum viðburð- um í tilefni afmælisins, m.a. boðið starfsfólki og mökum í skemmtiferð út fyrir landsteinana, stofnað 10 milljóna króna afmælissjóð sem úr verða veittir styrkir til góðra mál- efna, látið rita sögu fyrirtækisins, og sl. laugardag var opnuð ljósmynda- sýning með yfirlitsmyndum úr sögu SVN í fiskiðjuverinu á Norðfirði. Sýningin verður opin fram á föstu- dag milli kl. 10 og 15. Í dag frá kl. 13 verður opið hús í loðnuverksmiðjunni og móttaka verður í Safnahúsinu milli kl. 17 og 19 þar sem fram fer afhending á bók um sögu fyrirtækisins í hálfa öld, en hana hefur Smári Geirsson ritað, og veitt verður úr afmælissjóðnum. Síldarvinnslan í Neskaup- stað starfrækt í hálfa öld Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir utanrík- isráðherra segir Íslendinga enga sérstöðu hafa sem komi í veg fyrir skyldur þjóðarinnar í sam- félagi þjóðanna. Samstöðu og framlags Íslands sé vænst innan alþjóðasamfélagsins, það sé augljós staðreynd en ekki háleitt hugsjónatal. Hún segir goðsagnir fortíðar um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu sumar hverjar enn á lífi í íslenskri umræðu, en þær séu úreltar. Háskólinn á Akureyri hélt í gær málþing um mannréttindi í utanríkisstefnu Íslands þar sem Ingibjörg Sólrún var meðal ræðumanna. Þar sagði hún mannréttindi eiga að vera óaðskilj- anlegan þátt í utanríkisstefnu Íslands „og sam- ofin öllu okkar atferli á alþjóðavettvangi“. Ráð- herra sagði að mannréttindamál væru nú forgangsmál í utanríkisstefnu Íslands. Jakob Þ. Möller, fyrrverandi starfsmaður Sameinuðu þjóðanna, sagði á málþinginu í gær að lengst af hefði þátttaka Íslands í mannrétt- indastarfi Sameinuðu þjóðanna hvorki verið fugl né fiskur en nú sé komið að vatnaskilum. „Segja má að við höfum að mestu staðið ut- angarðs. Hin Norðurlöndin; Danmörk, Finn- land, Noregur og Svíþjóð, hafa alla tíð tekið öflugan þátt í starfinu, hafa notið álits og orðið vel ágengt. Við létum okkur oftast lynda að liggja í túninu heima og horfa upp í himininn,“ sagði Jakob en nú væri breyting að verða þar á. Hann kvaðst telja að ítarlegt skjal á vegum utanríkisráðuneytisins um mannréttindi í ís- lenskri utanríkisstefnu, frá því í vor, vera vel samið og áherslur og forgangsröðun trúverð- uga. „Afstaða Íslands til fjölmargra sviða mannréttinda eru skýrð og litið til framtíðar, eins og segir í formála þáverandi utanrík- isráðherra, Valgerðar Sverrisdóttur.“ Ingibjörg Sólrún sagði í gær að Ísland stæði á tímamótum í alþjóðasamskiptum. „Framboð Íslands til öryggisráðsins er alvöruframboð öflugs smærra ríkis sem sækir stuðning til Norðurlanda og þeirra sem telja að minni ríki séu einmitt vel til þess fallin að gæta þjóðarétt- ar og mannöryggis í störfum öryggisráðsins.“ Ingibjörg Sólrún kveðst hafa rætt persónu- lega við meira en tvo þriðju starfssystkina sinna í Afríku frá því hún tók við embætti utan- ríkisráðherra og geta borið því vitni hér að það sé horft til Íslands. „Árangur Íslands á ýmsum sviðum, svo sem í sjálfbærri nýtingu auðlinda sjávar og jarðvarma og einstæð atvinnuþátt- taka kvenna, er þeim áhugaefni og getur verið lifandi fordæmi.“ Hún sagði þróunarsamvinnu viðfangsefni sem væri heimsmál og heimamál í senn: „Nú stendur yfir ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál á Balí þar sem Íslendingar skipa sér í hóp þeirra þjóða sem reiðubúnar eru til að ganga lengst til að stöðva hina hættulegu hlýnun. Lítil eyríki í Karíbahafi og Kyrrahafi standa veikast allra gagnvart lofts- lagsvánni og nú er í undirbúningi sérstök áhersla á þau í þróunarsamvinnu okkar Ís- lendinga.“ Hún sagði: „Íslendingar hafa enga þá sér- stöðu sem skilur okkur frá skyldum í sam- félagi þjóðanna. Það er vænst samstöðu og framlags Íslands innan alþjóðasamfélagsins. Þetta er augljós staðreynd en ekki háleitt hug- sjónatal. Goðsagnir fortíðar um stöðu Íslands í al- þjóðasamfélaginu eru sumar hverjar enn á lífi í íslenskri umræðu, þótt úreltar séu með öllu í raun. Ein slík er goðsögnin um einstaka sér- stöðu Íslands í samfélagi þjóða sem réttlæti að við getum alltaf ferðast frítt sjálf en notið samt góðs af fargjöldum allra annarra. Orðstír landsins og hagsmunir þola ekki að þannig sé gengið fram.“ Ráðherra hélt áfram: „Ég hygg að á fyrri árum og fram til þessa dags hafi viðtekið við- horf margra verið á þá leið að skýr rödd Ís- lendinga í mannréttindamálum í samfélagi þjóða væri ekki nauðsynleg og jafnvel óþörf. Við værum hvort eð er svo mjóróma. Nú er orðin viðhorfsbreyting.“ Goðsagnir fortíðar úreltar með öllu Ljósmynd/Þórir Tryggvason Mannréttindi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra talar á málþinginu á Akureyri. Mannréttindamál nú forgangsmál í utan- ríkisstefnu Íslendinga ÁRNI Snævarr, fulltrúi á upplýsingaskrif- stofu Sameinuðu þjóðanna í Evrópu, flutti er- indi á málþinginu í Ketilhúsinu á Akureyri í gær þar sem hann lagði til að Reykvíkingar hættu að rífast um það hversu marga millj- arða þeir gætu grætt á tækniþekkingu Orku- veitu Reykjavíkur og gæfu þróunarríkjunum þess í stað þekkinguna. Árni sagði því spáð að ef hitastig hækkaði í heiminum yrðu hinir fátæku enn fátækari og fólk mundi flosna upp í tugmilljónavís og leita norður og vestur á bóginn, til Evrópu. „Viljum við reisa nýjan Berlínarmúr á miðju Miðjarðarhafi til að hindra að sveltandi íbúar Afríku leit á náðir okkar? Eða viljum við hjálpa fólkinu til þess að geta búið í sínum heimahögum?“ spurði Árni. Hann sagði um umræður síðustu vikna þess efnis að íslenskir stjórnmálamenn teldu sig hafa fundið aðferð til þess að græða tugi milljarða með því að selja tækniþekkingu Hitaveitu Reykjavíkur til þróunarlandanna. „Það var rætt um allar hliðar á þessu máli en eina skoðunin sem ég heyrði ekki var sú að kannski ættum við að snúa þessu við og í stað þess að græða tugi milljarða á ógæfu blá- snauðra þjóða þriðja heimsins ættum við að láta eitthvað af hendi rakna og aðstoða þró- unarríkin. Að gefa þróunarríkjunum þá þekkingu sem við höfum öðlast.“ Árni lagði til að Reykvíkingar hættu að ríf- ast um hversu marga milljarða þeir gætu grætt á þróunarríkjunum og gæfu þeim þekkinguna. Hann sagði Íslendinga geta sleg- ið margar flugur í einu höggi; barist gegn hlýnun jarðar með því að dreifa þekkingu á notkun endurnýjanlegrar orku, aukið þróun- araðstoð sína og lagt fram sinn skerf til þess að uppræta hungur í heiminum og með því stutt mesta mannréttindamál samtímans. Vill að Íslendingar gefi þróun- arríkjunum tækniþekkinguna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.