Morgunblaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
SAMSTARFSSAMNINGUR til
þriggja ára milli Íslands, Færeyja og
Grænlands um mennta-, menningar-
og vísindamál var undirritaður í
Hafnarborg nýlega. Þorgerður Katr-
ín Gunnarsdóttir menntamálaráð-
herra, Jógvan á Lækjuni, mennta-
málaráðherra Færeyja, og Tommy
Marø, menntamálaráðherra Græn-
lands, undirrituðu samninginn.
Markmiðið með samningnum er
að styrkja og þróa menningarsam-
skipti milli landanna þriggja í út-
norðri.
Árið 2008 verður helgað verkefn-
um á sviði handverks og hönnunar.
Árið 2009 verður áherslan á óform-
legar menntunarleiðir í sjálfbærri
þróun. Nýting auðlinda verður að
byggjast á sjálfbærum grundvelli,
bæði með tilliti til þjóða og alþjóða-
samfélagsins, segir í fréttatilkynn-
ingu. Árið 2010 verður efnt til sum-
arnámskeiða fyrir ungt fólk í
útnorðri. Með verkefninu verður
ungmennum frá Íslandi, Grænlandi
og Færeyjum gert kleift að kynnast
hvert öðru og öðlast meiri þekkingu
á löndum hvert annars.
Samstarfssamningur milli Fær-
eyja, Grænlands og Íslands á þessu
sviði hefur verið í gildi allt frá árinu
1996 og á þeim tíma hefur verið ýtt
úr vör verkefnum á borð við samstarf
tónlistarskóla, markaðssetningu list-
sköpunar, samstarf háskóla, stjórn-
endamenntun í frjálsu félagsstarfi,
rithöfundanámskeið og ritun nú-
tímasögu Vestur-Norðurlanda. Að
þessum verkefnum hefur komið
fjöldi fólks og með þessu móti hefur
samvinna og samstarf Færeyja,
Grænlands og Íslands eflst til muna.
Samstarf
þjóðanna í
útnorðri
Nafn
misritaðist
Í inngangi minningargreina um
Guðmund Braga í Morgunblaðinu 7.
desember sl. misritaðist nafn dóttur
hans og var hún sögð heita Árný
Rósa en rétt er Árný Rós.
LEIÐRÉTT
PAKKAJÓL Bylgjunnar hafa verið
haldin í desember á hverju ári frá
árinu 2000. Yfirskrift verkefnisins
er „Gefum eina aukagjöf“ og er
áskorun til allra sem eru að kaupa
jólagjafir í desember um að kaupa
eina gjöf í viðbót og koma henni
fyrir undir jólatrénu á neðri hæð
Smáralindar.
Allir pakkar sem eru settir þar
eru sendir til Hjálparstarfs kirkj-
unnar, Fjölskylduhjálpar Íslands.
Pakkajól
Bylgjunnar
TEKIÐ verður á móti umsóknum
hjá Mæðrastyrksnefnd Kópavogs
Fannborg 5, jarðhæð – sem hér seg-
ir:
Þriðjudaginn 11. desember kl.
16-18, fimmtudaginn 13. desember
kl. 17-19 og föstudaginn 14. desem-
ber kl. 16-18.
Einnig má sækja um hjá Rauða
krossi Íslands Kópavogsdeild,
Hamraborg 11, II. hæð, á skrif-
stofutíma. Úthlutun fer fram mið-
vikudaginn 19. desember að Fann-
borg 5 kl. 18-20.
Nefndin hvetur skjólstæðinga
sína sem lögheimili eiga í Kópavogi
að sækja um á ofanskráðum tímum.
Nefndin þakkar stuðningsaðilum
sínum fyrir dygga aðstoð á liðnum
árum, segir í tilkynningu frá nefnd-
inni.
Úthlutun
Mæðrastyrks-
nefndar
Kópavogs
AÐALSTJÓRN Öryrkjabandalags
Íslands hefur sent frá sér eftirfar-
andi ályktun:
„Aðalstjórn Öryrkjabandalags
Íslands mótmælir og lýsir eindreg-
inni andstöðu við yfirstandandi að-
gerðir lífeyrissjóða gegn öryrkj-
um.
Með aðgerðum sínum hafa
stjórnir lífeyrissjóðanna sett kjör
og réttindi öryrkja aftast í for-
gangsröðina og vegið harkalega að
því samtryggingarhlutverki sem
lífeyrissjóðunum er ætlað og er
grundvöllur skylduaðildar lands-
manna að lífeyrissjóðum. Fleiri líf-
eyrissjóðir hafa tilkynnt aðgerðir
og að óbreyttu munu aðgerðir
sjóðanna rústa afkomu þúsunda
Íslendinga á næstu 2-3 árum.
ÖBÍ skorar á Alþingi og rík-
isstjórn að tryggja þeim sjúkum
og fötluðum, sem verða fyrir
skerðingum og niðurfellingum af
hálfu lífeyrissjóða, þegar í stað
fullan lífeyri á móti.
ÖBÍ skorar jafnframt á aðild-
arfélög Alþýðusambands Íslands,
sem eiga fulltrúa í stjórnum lífeyr-
issjóðanna að beita sér nú af heil-
indum og réttsýni í þágu þeirra fé-
lagsmanna sinna sem mest þurfa á
stuðningi heildarsamtaka launa-
fólks að halda nú fyrir jólin.“
Lýsa and-
stöðu við
aðgerðir
lífeyrissjóða
♦♦♦
FIMM einstaklingar voru heiðr-
aðir fyrir að hafa markað djúp
spor í sögu barnaverndar á hátíð
í tilefni 75 ára afmælis fyrstu
barnaverndarlaga á Íslandi sem
haldin var í Hátíðarsal Háskóla
Íslands nýlega.
Þessir einstaklingar eru dr.
Sigurjón Björnsson prófessor, dr.
Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi,
Kristján Sigurðsson, fv. for-
stöðumaður, dr. Björn Björnsson
prófessor og Sveinn Ragnarsson,
fv. félagsmálastjóri í Reykjavík.
Félagsmálaráðherra afhenti
þeim sem heiðraðir voru af þessu
tilefni listaverk, sem hönnuð voru
af Sigrúnu O. Einarsdóttur, gler-
listamanni í Bergvík.
Í máli Braga Guðbrandssonar,
forstjóra Barnaverndarstofu, kom
m.a. fram að framlag dr. Sig-
urjóns Björnssonar m.a. til rann-
sókna á sálarlífi barna á Reykja-
vík og athuganir hans á börnum,
sem dvalið höfðu á vöggustofum í
frumbernsku, hafi haft mikil áhrif
á breytt viðhorf til stofnanavist-
unar barna. Dr. Guðrún Jóns-
dóttir hafi átt verulegan þátt í því
að skapa samfélagsvitund um út-
breiðslu kynferðisofbeldis gegn
börnum á Íslandi. Þá eigi Kristján
Sigurðsson langan og farsælan
starfaldur að baki og leitt Ung-
lingaheimili ríkisins í gegnum
mikilvægar breytingar, einkum á
áttunda áratugnum. Dr. Björn
Björnsson var m.a. fram-
kvæmdastjóri barnavernd-
arnefndar Reykjavíkur og form.
nefndarinnar og beitti sér ásamt
Sveini Ragnarssyni félagsmála-
stjóra fyrir breyttum viðhorfum
til vistunar barna utan foreldra-
húsa og fagvæðing félagsþjónust-
unnar í höfuðborginni í lok sjö-
unda áratugarins. Þá hafi farsæl
störf Sveins Ragnarssonar sem fé-
lagsmálastjóri Reykjavíkurborgar
spannað rúm 30 ár og að framlag
hans til að miðla af reynslu sinni
til stjórnenda sem og starfsmanna
í félagsþjónustu og barnavernd á
Íslandi hafi verið ómetanlegt.
Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra flutti ávarp við
opnun hátíðarinnar og þá flutti
Bragi Guðbrandsson ítarlegt er-
indi um sögu barnaverndar á Ís-
landi, einkum m.t.t. stofnanadvala
barna á ólíkum tímaskeiðum. Þá
var sýnd leikin heimildarmynd frá
árinu 1963, Úr dagbók lífsins, en
hún fjallar m.a. um þær aðstæður
sem þá kölluðu á afskipti barna-
verndaryfirvalda.
Heiðruð fyrir störf að barnavernd
Ljómynd/Jón Svavarsson
Afhending Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra, Guðrún Jónsdóttir, Sigurjón Björnsson, Sveinn Ragn-
arsson, Kristján Sigurðsson, Björn Björnsson og Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu.
Fréttir á SMS