Morgunblaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ALÞINGI
!
"
#
$#
%& '
()
*
+,(
()
*
+,(
()
*
+,(
-
-
-
-
.&
(&
##
/# 0 1
#0(
!
2
*
.
.
!/
!/
!
.
.
.
34
!
!
"
.&
(& /#
1
,. /
%
#.&(&
#
/ !
&!(&
#
/ !
(
!
!
!
"
!
ÚR VERINU
Vestmannaeyjar | Oft vilja hinar
ýmsu kynjaskepnur lenda í veið-
arfærum skipa á Íslandsmiðum.
Hefur þeim farið fjölgandi á undan-
förnum árum. Dæmi um þetta er
tindakrabbinn sem Gandí VE frá
Vestmannaeyjum fékk í skötusels-
net suður af Surtsey.
Hann veiddist á 50 metra dýpi en
venjulega heldur hann sig á mun
meira dýpi. Hann er með stærri
kröbbum og nú á hann heimili í
Náttúrugripasafninu í Eyjum þar
sem Kristján Egilsson forstöðu-
maður hefur safnað saman fjölda
fiska og sjávardýra.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Tindakrabbi Kristján Egilsson forstöðumaður með tindakrabbann stóra.
Úr djúpinu á nýtt heimili
Sjávarútvegsráðherra hefur skipað
tvær nýjar nefndir um fiskeldi. Önn-
ur nefndin skal móta tillögur og
framkvæmdaáætlun um uppbygg-
ingu þorskeldis. Hin á að kanna
stöðu og möguleika til kræklinga-
ræktar á Íslandi.
Kristinn Hugason úr sjávarút-
vegsráðuneytinu er formaður nefnd-
ar um eflingu þorskeldis. Með hon-
um í nefndinni eru Eggert B.
Guðmundsson, HB Granda, Jónas
Jónasson, Stofnfiski, Kristján G.
Jóakimsson, Hraðfrystihúsinu
Gunnvöru, og Ólafur Halldórsson
fiskifræðingur.
Nefndin hefur meðal annars það
verkefni að skapa samstöðu um upp-
byggingu seiðaeldisstöðvar með um-
talsverða framleiðslugetu. Henni er
ætlað að skila áfangaskýrslu í mars.
Haukur Oddsson verkfræðingur
er formaður kræklinganefndarinnar
og með honum í nefndinni eru Ásta
Ásmundsdóttir, Matís, Guðrún Þór-
arinsdóttir, Hafrannsóknastofnun-
inni, Jón Baldvinsson, Skelrækt, og
Kristinn Hugason, sjávarútvegs-
ráðuneytinu. Nefndin á að skila
greinargerð og koma með tillögur að
aðgerðum hjá hinu opinbera til að
treysta vaxtarforsendur greinarinn-
ar.
Nefndir
um fiskeldi
ÞAÐ VORU mistök að sameina
Heilsugæsluna á höfuðborgarsvæð-
inu undir einn hatt, sagði Ásta Möll-
er, þingmaður Sjálfstæðisflokks, á
Alþingi í gær og sagði miðstýringu
of mikla sem og yfirbyggingu.
„Starfsfólk heilsugæslunnar er vel
menntað og vinnur mjög mikilvæg
störf. Það þarf að gera því kleift að
reka heilsugæslustöðvarnar með
sjálfstæðari hætti,“ sagði Ásta og
tók Heilsugæslustöðina í Salahverfi
sem dæmi sem líta mætti til.
Of miðstýrð
Mest losun ef
olía er notuð
LOSUN gróðurhúsalofttegunda við
framleiðslu á áli er mjög misjöfn
eftir því hvaðan orkan er fengin og
mest sé hún framleidd með kolum.
Þetta kemur fram í svari umhverf-
isráðherra við fyrirspurn Magn-
úsar Stefánssonar, þingmanns
Framsóknarflokks, en hann óskaði
eftir svörum um losunina eftir því
hvort raforkan er framleidd með
olíu, kolum, jarðgasi eða endurnýj-
anlegum orkugjöfum.
Í svarinu kemur fram að yfir 57%
orku til álframleiðslu á heimsvísu
sé framleidd með vatnsafli, um 28%
með kolum og 9% með jarðgasi, 5%
með kjarnorku og undir 1% með ol-
íu. Orkunýting sé mjög mismunandi
frá einu orkuveri til annars og að
það eigi líka við um rafmagn fram-
leitt með endurnýjanlegum orku-
gjöfum. Þannig sé t.d. áætluð losun
frá Bitruvirkjun 11 g af koldíoxíði á
hverja kílóvattstund en 150 g frá
Kröflu.
Sé gert ráð fyrir að meðallosun
frá jarðhitavirkjun á Íslandi sé um
60g/kWh sé losun af hverju fram-
leiddu tonni af áli um 2,5 tonn af
koldíoxíði en um 14,1 tonn væri raf-
magnið framleitt með kolum.
ÍSLENSKA geitin getur andað ró-
lega ef þingsályktunaritillaga Jóns
Björns Hákonarsonar og sjö ann-
arra þingmanna úr öllum flokkum
verður samþykkt. Lagt er til að
landbúnaðarráðherra beiti sér fyrir
eflingu íslenska geitafjárstofnsins.
Í því skyni þurfi að aðstoða bændur
sem halda geitur og kanna hvernig
fjölga megi stöðum á landinu þar
sem geitfjárrækt fer fram.
Að því er fram kemur í grein-
argerð er stofninn í útrýming-
arhættu þar sem aðeins 400 vetrar-
fóðraðar geitur séu hér á landi.
Stofninn sé einstakur þar sem hann
hafi haldið sér allt frá landnámi og
ullin sé í ætt við kasmírull. „Hefur
geitum fækkað mjög á síðustu ár-
um, einkum vegna þess að þær hafa
verið skornar niður á svæðum þar
sem greinst hefur riða í sauðfé,
þrátt fyrir að aldrei hafist greinst
riða í geitfé,“ segir í greinargerð-
inni en á vefsíðu Húsdýragarðsins
kemur fram að geitur hafi verið í
kringum 3.000 hér á landi um 1930
og enn fleiri á árum áður. Þær hafi
oft verið kallaðar kýr fátæka fólks-
ins þar sem þær gátu lifað á afar
rýru landi og kjarnlitlu heyi.
Kýr fátæka
fólksins í
útrýming-
arhættu?
Morgunblaðið/Jim Smart
Aðeins 400 eftir Geitur komu samferða nautgripum, hrossum og sauðfé
við landnám Íslands og voru á árum áður kallaðar kýr fátæka fólksins.
Eftir Höllu Gunnarsdóttur
halla@mbl.is
„NÚ Á AÐ svelta allt heilbrigðis-
kerfið til að skapa andrúmsloft fyrir
einkarekstur,“ sagði Siv Friðleifs-
dóttir, þingmaður Framsóknar-
flokksins, á Alþingi í gær og hafði
þungar áhyggjur af að of litlu fjár-
magni yrði varið til reksturs Land-
spítalans og Heilsugæslunnar í
Reykjavík. Heilsugæslan hefur þeg-
ar boðað 550 milljóna króna niður-
skurð og Siv sagði fyrirséð að stór-
skerða þyrfti þjónustuna. Guðlaugur
Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra
sagði hins vegar fráleitt af Siv að
leggja út frá hugmyndum um sparn-
að sem ekki standi til og þótti jafn-
framt undarlegt að Siv skyldi hefja
máls á þessu þar sem aðeins væru
sex mánuðir síðan hún var sjálf heil-
brigðisráðherra. Nú þegar væri
einkarekstur í heilbrigðiskerfinu,
s.s. Læknavaktin sem hefði verið
komið á fót í tíð ráðherra Framsókn-
arflokksins.
Undir þetta tók Ágúst Ólafur
Ágústsson, þingmaður Samfylking-
arinnar, og sagði vanda Heilsugæsl-
unnar liggja í uppsöfnuðum halla
fyrri ára, þ.e. frá tíð Framsóknar.
Ögmundi Jónassyni, þingmanni VG,
var líka lítt um það gefið að Siv
skyldi hefja máls á vandanum en tók
engu að síður undir með henni og
sagði niðurskurðinn vera af pólitísk-
um rótum runninn. „Það er verið að
skerða framlög til heilbrigðisþjón-
ustunnar, til heilsugæslunnar, til
sjúkrahúsanna í landinu til að greiða
götu einkareksturs, sagði hann.
Heilbrigðiskerfið svelt
fyrir einkavæðingu
Ráðherra segir 550 milljóna kr. niðurskurð ekki standa til
Áfellisdómur
Áfellisdómur yfir stjórnsýslu ráð-
herranna sem undir samkomulagið
skrifuðu, sagði Álf-
heiður Ingadóttir,
VG, í utan-
dagskrár-
umræðum um
greinargerð Rík-
isendurskoðunar
hvað varðar samn-
ing íslenska rík-
isins og Lands-
virkjunar um yfirtöku vatnsréttinda í
neðri hluta Þjórsár á Alþingi í gær.
Samkomulagið var gert 9. maí sl. en
Ríkisendurskoðun hefur komist að
þeirri niðurstöðu að það sé ekki bind-
andi fyrir ríkissjóð og að það hefði átt
að gera með fyrirvara um samþykki Al-
þingis.
Samið um ekkert
Vinstri græn voru ein um að gagnrýna
samkomulagið harðlega en Árni M.
Mathiesen fjármálaráðherra sagði
aldrei hafa staðið til að afsala vatns-
réttindunum í Þjórsá til Landsvirkj-
unar. „Mér sýnist að það vanti einfald-
lega glæpinn,“ sagði Árni um
málflutning VG og í sama streng tók
Guðni Ágústsson, sem var einn ráð-
herranna sem undirritaði sam-
komulagið á sínum tíma. Samning-
urinn hefði því ekki falið í sér neinar
skuldbindingar og í umræðunum kom
fram að í raun hefði þarna verið samið
um ekki neitt.
Atli Gíslason, VG, sagði hins vegar að
Landsvirkjun hefði farið fram eins og
hún ætti vatnsréttindin. „Er þá allt
sem Landsvirkjun hefur gert síðan í
vor ógilt?“ spurði Atli.
Ekki án samþykkis
Össur Skarphéðinsson iðnaðarráð-
herra sagðist sam-
mála niðurstöðu
Ríkisendurskoð-
unar í meg-
inatriðum. Fengi
Landsvirkjun virkj-
analeyfi væri óvar-
legt að afhenda
vatnsréttindin án
samþykkis Alþing-
is enda væri í besta falli óvissa um
hvort framkvæmdavaldið gæti gert
það en í versta falli væri það óheimilt.
Dagskrá þingsins
Þingfundur hefst kl. 10.30 í dag og
m.a. á að klára aðra umræðu um til-
færslu verkefna innan Stjórnarráðs-
ins.
ÞETTA HELST …
Árni á ekki hlut
Greint var frá því á þessari síðu sl.
föstudag að Bjarni Harðarson hefði
sagt á Alþingi að Árni Sigfússon ætti
persónulega hlut í Þróunarfélagi
Keflavíkurflugvallar og Keili. Bjarni
leiðrétti mál sitt hins vegar síðar í
ræðustóli Alþingis og sagði að fallið
hefði út orðið „ekki“. Því miður kom
það ekki fram í Morgunblaðinu og
beðist er velvirðingar á mistökunum.
LEIÐRÉTT