Morgunblaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ skal gera ráðstafanir til að kynna stjórn- endum ríkisstofnana þá afstöðu sína að forstöðumenn geti ekki án sér- stakrar lagaheimildar gert starfs- lokasamninga við ríkisstarfsmenn. Telji ráðuneytið sig ekki hafa vald til þess að koma á samræmi í fram- kvæmd ríkisins um starfslok, er ástæða til að leita eftir afstöðu Al- þingis. Þetta er meðal þess sem kemur fram í áliti umboðsmanns Alþingis um starfslokasamninga starfsmanna ríkisins. Sendiherrar í einn dag Umboðsmaður tók heimildir for- stöðumanna ríkisstofnanna til að gera slíka samninga til athugunar að eigin frumkvæði, og í kjölfar mála sem hann hafði fengið til um- fjöllunar. Í álitinu er vísað í slík mál, m.a. hvað varðar starfsloka- samninga við tvo sendifulltrúa, gerða í utanríkisráðherratíð Davíðs Oddssonar. „[Á] árinu 2005 voru af hálfu ut- anríkisráðuneytisins gerðir, eins og það er orðað í gögnum frá ráðu- neytinu, starfslokasamningar, við tvo sendifulltrúa. Í báðum tilvikum var um að ræða starfsmenn sem að óbreyttu hefðu átt eftir nær fimm og sjö ára starfstíma í ráðuneytinu miðað við aldur þeirra. Starfsloka- samningarnir fólu í sér að báðir fengu sendifulltrúarnir skipun sem sendiherrar frá 1. júní 2005 að telja en í staðinn óskuðu báðir, með bréf- um, dagsettum 2. júní 2005, eftir lausn úr embætti frá og með 31. desember 2005 sem á var fallist. Af þessari breytingu leiddi að starfs- mennirnir fluttust á milli launa- flokka og lífeyrir þeirra eftir starfs- lok varð því hærri en orðið hefði ef þeir hefðu lokið störfum í starfi sendifulltrúa.“ Umboðsmaður ritaði bréf til fjár- málaráðuneytis og óskaði eftir svör- um. Í svarinu kom fram sú afstaða að ekki væri unnt að gera starfs- lokasamninga án sérstakrar laga- heimildar og forsvarsmönnum væri ekki heimilt að taka ákvörðun um gerð starfslokasamninga, eins og hugtakið væri skilgreint í fyrir- spurninni. Þurfa lagaheimild fyrir starfslokasamningum Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is NÝ rannsókn á vegum Landlæknisembættisins á notkun lyfsins metýlfenídats, en þekktasta lyfið í þeim flokki er ritalín, sýnir að notkun lyfsins meðal barna hér á landi hefur aukist mikið á síðustu árum. Skýrt er frá rannsókninni í nýj- asta hefti Læknablaðsins og eru höfundar Helga Zoëga aðferða- fræðingur, Gísli Baldursson, barna- og unglingageðlæknir, og Matthías Halldórsson að- stoðarlandlæknir. Þrátt fyrir aukna notkun me- týlfenídats virðist hins vegar sem ákveðnu jafnvægi hafi verið náð um árið 2004 og notkunin haldist nokkuð stöðug í kjölfar- ið. Að sögn Helgu, sem er fyrsti höfundur grein- arinnar, komu á markað nokkur ný metýlfenídatlyf árið 2003 og öll eru þau langverkandi. Hvatinn að rannsókninni var m.a. sú mikla um- ræða sem hefur verið um ritalín og þær áleitnu spurningar hvort börnum séu gefin þessi lyf í of miklum mæli – eða of litlum. „Okkur fannst vanta í umræðuna „svarthvíta“ mynd af því hvernig þessi mál standa á Íslandi,“ bendir Helga á. „Sögusagnir hafa verið um notkun lyfsins en tölfræði skorti. Þessari rannsókn var ekki ætlað að svara því hvort of mikið eða lítið væri notað af lyfinu, heldur að lýsa myndinni hlutlægt. Næsta skref yrði að finna út hvort lyfið er rétt notað. Við viljum sjá að rétt lyf sé notað í réttu magni fyrir rétt börn á réttum tíma og þetta er fyrsta skrefið í að svara mörgum spurn- ingum.“ Markmið rannsóknarinnar var að greina algengi og þróun metýlfenídatnotkunar meðal barna á Ís- landi frá árinu 1989 til 2006. Notkun metýlfenídats jókst frá 1989 til 2004 en hefur staðið í stað síðan. Helga bendir á að aukningin sé þó meiri á hinum Norðurlöndunum allra síðustu árin. Greinarhöfundar komust að því að algengi metýlfenídatnotkunar meðal barna upp að 18 ára aldri jókst úr 0,2%0 árið 1989 í 25,1%0 árið 2006. Notkun var að jafnaði þrisvar sinnum algengari meðal drengja en stúlkna. Var hún algengust árið 2006 við 10 ára aldur, 77,4%0 hjá drengjum og 24,3%0 hjá stúlkum. Algengi metýlfenídatnotkunar (%0) var skilgreint sem fjöldi einstaklinga á hverja 1000 íbúa sem innleysti eina eða fleiri lyfjaávísanir á metýlfenídat ár hvert. Að sögn Helgu er þörf á framhaldsrannsóknum þar sem tengja þyrfti niðurstöður þessarar rann- sóknar útkomubreytum, s.s. skólaárangri barna. Mjög ört vaxandi notkun örvandi lyfja fyrir börn Í HNOTSKURN »Rannsókn hópsins var lýsandi áhorfs-rannsókn sem byggir á gögnum úr lyfjagagnagrunni Landlæknisembættisins, tölfræðigrunni Tryggingastofnunar rík- isins og eftirlitsgögnum Landlæknisemb- ættisins um lyf undir sérstöku eftirliti. »Rannsóknin er sú fyrsta sem byggir ályfjagagnagrunni Landlæknisembættis. »Rannsóknartímabilið náði frá 1. janúar1989 til og með 31. desember 2006. Þýði rannsóknar var íslensk börn á aldrinum 0- 18 ára á rannsóknartímabilinu. Helga Zoëga að- ferðafræðingur.  Rannsókn á metýlfenídatnotkun barna  Ritalín er þekktasta lyfið í lyfjaflokknum ICELANDAIR mun hætta flugi til Baltimore í Bandaríkjunum eftir áramót og jafnframt hefja reglu- legt áætlunarflug til Toronto í Kanada á vori komanda. Guðjón Arngrímsson, upplýs- ingafulltrúi Icelandair, segir að fé- lagið sé að breyta áherslum í flug- inu vestur um haf. Afkoman af flugleiðinni til Baltimore hafi ver- ið þannig að ekki hafi verið talið rétt að halda áfram. Jafnframt hafi verið ákveðið að leggja meiri áherslu á flug til Kanada og opna nýja flugleið til Toronto. Fram kemur einnig í frétta- tilkynningu af þessu tilefni að morgunflugi til Boston og New York, sem tekið var upp á síðasta sumri, verður haldið áfram í sum- ar. Þá verður lítillega bætt við framboð til London á árinu og flogið þangað tvisvar á dag alla daga vikunnar, auk þess sem áfram verður flogið til Manchester og Glasgow í Bretlandi. Þá verður framboð til Kaupmannahafnar svipað og áður. Hefja áætl- unarflug til Toronto þessum málum. Hann segir að sam- ráðshópurinn muni fara yfir ýmis mál tengd mansali. Skoðað verði hvernig hægt sé að efla aðila sem tengist málaflokknum, svo sem heilsugæsluna, lögregluna, toll- gæsluna og fleiri, til þess að bera kennsl á þolendur mansals. „Annar þáttur og sennilega sá viðamesti er að skoða hvernig eigi að aðstoða AÐGERÐAÁÆTLUN gegn mansali verður unnin á næstunni en rík- isstjórnin hefur samþykkt tillögu félags- og dómsmálaráðherra þess efnis. Um er að ræða fyrstu áætl- unina af þessu tagi hér á landi, en hin Norð- urlöndin hafa öll útbúið slíkar áætlanir. Að sögn Hrannars B. Arnarssonar, aðstoðarmanns Jóhönnu Sigurð- ardóttur félags- málaráðherra, sér sérstakur sam- ráðshópur um gerð áætlunarinnar, en gert er ráð fyrir að hún verði tilbúin í apríl í vor. Félagsmála- ráðuneytið muni halda utan um málaflokkinn sem hafi verið hjá dómsmálaráðuneytinu undanfarið. Þar hafi verið unnið að því að yf- irfara lög og alþjóðlega samninga sem Ísland eigi aðild að og tengjast þolendur mansals,“ segir Hrannar Björn. Hjálpa verði þeim svo þeir treysti sér út úr þeim vítahring sem mansal sé, hvort sem viðkomandi óskar eftir því að setjast að hér á landi eða snúa aftur heim. Fulltrúar 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi, sem lauk í gær, afhentu félags- og dómsmálaráð- herra tillögur sem hópurinn hefur sett fram gegn mansali og undir- skriftir um 1.700 manna, þar sem farið er fram á að aðgerðaáætlun verði gerð. Guðrún Dögg Guð- mundsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, segir aðstandendur átaksins mjög ánægða með að ráðast eigi í gerð áætlunarinnar. „Við höfum kallað eftir þessu lengi,“ segir hún. Þolendur mansals fái hjálp Ríkisstjórnin hefur samþykkt að láta gera aðgerðaráætlun gegn mansali Jóhanna Sigurðardóttir Fékk blóm Sandra Lyngdorf hjá Mannréttindaskrifstofu, Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslands- deildar Amnesty, Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfs, og Guðrún Dögg Guðmunds- dóttir afhentu Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra blóm og undirskriftir í gær. Morgunblaðið/Ómar EKKERT lát er á jarðskjálftahrin- unni við Upptyppinga, norðan Vatna- jökuls, og frá gærmorgni til kvölds höfðu á annað hundrað skjálftar mælst. Páll Einarsson, jarðeðlisfræð- ingur, segir að möguleiki á eldgosi sé fyrir hendi en mestar líkur eru á að hrinan hætti bara. „En eins og virkn- in er núna, þá er ekkert sem bendir til að þetta sé að hætta, og við verðum að reikna með þeim möguleika að kviku- hreyfingar haldi áfram og komi upp á yfirborð.“ Verði af gosi segir Páll að um nýja tegund að aðraganda sé að ræða, en um er að ræða hegðun sem ekkert hefur sést hér á landi áður. „Þetta kemur í undirhrinum og hver hrina virðist vera á nýjum stað. Þessi hrina er þannig austar en áður.“ Sprækara en nokkru sinni Skjálftahrinan við Upptyppinga hefur verið viðvarandi frá því í lok febrúar. Páll segir atburðarrásina mjög áhugaverða en ekki hafi sést mikil virkni í neðri hluta jarðskorp- unnar. Hrinan nú er sú stærsta hing- að til. „Það var talsvert í júlí og ágúst, en svo hægði um. Núna er þetta sprækara en nokkru sinni fyrr.“ Ekkert lát á jarðskjálftum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.