Morgunblaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2007 19 VERÐ, GÆÐI OG PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA Vinnufatabúðin Laugavegi s: 551 5425 Á UMRÆDDUM tónleikum var mikill glæsileiki í fyrirrúmi, stundin þar sem margar flottar jólatónlist- argjafir voru teknar upp við frábær- ar undirtektir þéttsetinnar Íþrótta- hallarinnar í viðhafnarbúningi. Í samræmi við sjónvarpsauglýsinguna um að jólin séu þegar komin í nokkr- ar stórverslanir. Mér fannst ekki viðeigandi að allir helstu jólasálm- arnir hljómuðu í hátölurum á meðan áheyrendur voru að koma sér fyrir í sætunum. Þau voru einstök hvort á sínu sviði Garðar Thór og Lára Sóley. Það er ekki viðeigandi að raða tónlistarfólki á heimslistann, eins og hverjum öðr- um stökkvurum. Garðar Thór er ein- stakur og hreif mann með glæsilegri framgöngu og hrífandi söng. Það komu þó stundum fyrir tæpir tónar, ekki lausir við þreytu. „Ingimisco“ úr Sálumessu Verdis söng Garðar á heimsvísu og ekki síður „Panis An- gelicus“ sem aukalag. Lára Sóley og hljómsveit mögnuðu upp veturinn í samnefndum þætti úr árstíðum Vi- valdis. Hljómsveitarverk Respighi byggt á gamla laginu „Kom þú Imm- anuel …“ hæfði vel stund og stað og gerði ítrekun sama lags flutt af við- bættum kórnum áhrifin enn magn- aðri. Glæsileg útsetning Óskars á am- erískum jólalögum naut sín ágæt- lega, sem og nýjar og eldri útsetn- ingar stjórnandans. Hljómsveit og kór skiluðu sínu hlutverki yfirleitt með prýði, mér fannst þó stundum að stjórnandi keyrði um of upp hraða og styrk á kostnað gæða. Þetta var mjög áhrifarík stund sem vonandi eykur áhuga á að sækja sinfóníska tónleika. Aðventutónleikar Sinfóníu- hljómsveitar Norðurlands Tónleikar Íþróttahöllin á Akureyri Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Söng- félagið Sálubót, Garðar Thór Cortes, Lára Sóley Jóhannsdóttir og fleiri fluttu tónlist eftir Leroy Anderson, Jórunni Viðar, Frið- rik Bjarnason, Jón Sigurðsson, Sigvalda Kaldalóns, Vivaldi, Mozart og fleiri. Guð- mundur Óli Gunnarsson stjórnaði. Laugardaginn 8.12. 2007 kl. 18. Aðventutónleikar  Jón Hlöðver Áskelsson VINIR og lesendur Guðjóns Sveinssonar standa fyrir útgáfu þessari. Tabúlan fyllir fimm síður. Helgi Hallgrímsson skrifar eins konar eftirmála þar sem hann minnir á hversu erfiðlega Austfirðingum hafi gengið að halda í skáld sín og fræði- menn. Um orsakir þess er Helgi fáorður. En skýringarinnar er vafalaust að leita í fá- menni, höfuðstað- arleysi og fjarlægð frá fjölmiðlum. Þar sem andlit Guðjóns birtist ekki oft á skjánum og ætla má að hann sé sjaldséður í síðdegisdrykkjum elítunnar í hundrað og eitt Reykja- vík liggur í hlutarins eðli að bók- menntasamfélagið hefur verið tregt til að meðtaka hann í sinn hóp. Allir vita af þessum vinsæla höfundi þarna fyrir austan. En hann er of langt í burtu. Hann er ekki sýnilegur. Eitt leikrit, ellefu smásögur og fjögur ljóð hafa verið tekin upp í bók þessa. Þar sem Guðjón er fyrst og fremst skáldsagnahöf- undur – aðallega barnabóka – má að sönnu kalla þetta fábreytt sýn- ishorn. Allt um það gefa þau, eink- um smásögurnar, allgóða mynd af stíl Guðjóns en einkum af um- hverfi því sem hann lifir og hrær- ist í og þar með af viðfangsefnum hans og ævistarfi. Sjávarþorpið er staðurinn. Lífsbaráttan er mest- megnis sjónum háð. Sægarpar og aflamenn – æðrulausir frammi fyr- ir hvers konar háska – verða hetjur strákanna. Aðalsöguhetjan er gjarnan barn eða unglingur sem horfir til fyrirmynd- anna, karlanna, reynir að líkja eftir þeim og standa sig. Þar með getur hann borið sig mannalega í viðurvist jafnaldra sem stefna að sama marki og hafa sams konar sjónhring fyrir augum. Lífið í þorpinu var löngum einfalt en eng- an veginn fábreytt innan sinna þröngu marka. Koma strand- ferðaskips hristi upp í hversdagsleikanum svo dæmi sé tekið. Hafskipabryggja var engin. Allt kvikt og dautt varð því að flytja að og frá skipi með bátum. Það jók erfiði þorpsbúa en spennuna með strákunum. Þegar upp er staðið með afmæl- isrit þetta í höndum getur Guðjón Sveinsson verið sáttur við hlut- skipti sitt og velt fyrir sér með orðum Cesars hvort eftirsókn- arverðara sé að vera næstæðsti maður í Róm eða æðsti maður í þorpi þessu. Við saltan mar BÆKUR Afmælisrit Tileinkað Guðjóni Sveinssyni sjötugum. Mánabergsútgáfan. Breiðdalsvík, 2007. SALTKEIMUR Erlendur Jónsson Guðjón Sveinsson VAXANDI nánd eru stuttir prós- ar þar sem verið er að fikra sig áfram í heimi skáldskapar og stig- ið er varlega til jarðar. Þetta er tilraun í efnistökum og staðsetn- ingu ljóðmælanda, sem er ýmist kona, karl, stúlka, drengur og oft- ar en ekki barn. Stef úr veru- leikanum birtast, ofin úr skáld- skap. Í sumum prósanna skapast fallegt andrúmsloft sem svipar til og vísar jafnvel óbeint í skáldskap Gyrðis Elíassonar, þar má nefna prósana „Bráðum eyðidalur“, „Nálgun“ og „Næturvaka“. Ljóð- mælandi stendur í fjarlægð frá efninu, fylgist með og skrásetur. Fuglar maula mylsnu, vekj- araklukka tifar, ekkja spilar á pí- anó í nóttinni og ferðataskan er full af sorgum, svo dæmi séu tek- in. Stíllinn er vandaður en efnið nær ekki nægjanlegu dýpi og verður dauflegt fyrir vikið. Styrk- ur bókarinnar felst í nostri við einfaldleika og smáatriði en helsti galli er sundurleitni prósanna og skortur á stefnu í skrifunum. Í þessu samansafni orðhviða hefði mátt vinna betur úr einstaka brot- um og sleppa öðrum. Fallegur tit- illinn býr yfir aðdráttarafli, en ljóðmælandi heldur lesandanum hins vegar í fjarlægð frá vaxandi nánd við skáldskapinn. Fyrsta tilraun Guðmundar Ósk- arssonar er falleg og virðing- arverð þar sem vandað er til stíls, en að þessu sinni markar sú til- raun ekki nægilega sterk spor í vitund lesanda. Óljósar útlínur BÆKUR Prósar Vaxandi nánd, orðhviður eftir Guðmund Óskarsson. Nykur, 2007, 135 bls. Vaxandi nánd, orðhviður Soffía Bjarnadóttir DAVÍÐ Stefánsson var þjóðskáld, hvað sem það merkti. Hann talaði rödd kynslóðar sinnar og var elskaður og dáður. Ljóðlist hans var sprottin upp úr íslenskri þjóð- kvæðahefð. Menn hafa skilgreint ljóð hans sem nýróm- antísk en ég hygg að þau hafi fyrst og fremst verið frels- issöngur þjóðar sem var að losna úr álög- um og áttaði sig á því að í henni blunduðu tilfinningar og þrár sem bældar höfðu verið niður öldum saman. Það er því löngu tímabært að ævi- saga hans skuli skráð. Snert hörpu mína, ævisaga Davíðs Stefánssonar sem Friðrik G. Olgeirsson hefur tek- ið saman, er vandað rit. Friðriki er augljóslega skáldið og skáldskapur þess afar kær. Eigi að síður sér hann ekki bara ljómann af skáldinu mikla heldur einnig manninn Davíð með kostum hans og göllum. Þetta er heiðarlegt rit og það er styrkur þess. Það hefur líka sína veikleika en þeir rýra ekki það sem vel er gert. Umfjöllun Friðriks er hefðbundin hvað varðar byggingu, efnisval og efnistök. Hann rekur æviferil skáldsins frá því að Davíð var ungur drengur, fjallar um frændgarð hans og líf í æsku. Við fylgjumst með mót- unarárum skáldsins, hvernig það slær í gegn og kemur sér fyrir á Ak- ureyri. Í ritinu er nákvæm útgáfu- saga og móttökusaga verka Davíðs, víða eru rakin tilefni ljóða skáldsins og svona mætti lengi telja. Þá er fjallað um tilfinningamál hans, ást úr fjarlægð til huldukonunnar í ævi hans og samband hans við tvær aðrar konur. Það er stígandi í frá- sögninni og hún heldur lesanda föngnum fram í miðja bók. En eftir það dvínar áhuginn á bók- inni. Einkum er því um að kenna að höfundur tekur til við að rekja þær ófáu veislur sem skáldinu er boðið til og tíunda hverjir mættu í þær. Þetta er miður því margt annað er gott í sögunni. Minna rými er því fyrir skáldskapinn sjálf- an sem ætti að vera að- alveisla bókarinnar. Ef til vill er þetta ósanngjörn gagnrýni. Höf- undur er varfærinn sagnfræðingur en ekki túlkandi bókmenntafræð- ingur. Hann fjallar að vísu um skáld- skapinn og birtir umsagnir fjölda gagnrýnenda um verk Davíðs. En hann túlkar ekki líf hans í ljósi skáldskaparins nema að takmörk- uðu leyti, hvað þá að hann leggi fram heildstæða sýn á hann. Þetta finnst mér bitna einkum og sér í lagi á síð- ari hluta bókarinnar. Í honum lýsir Friðrik frekar döprum og einmana manni sem á við áfengisvandamál að stríða og lítið fer fyrir glæsileik- anum milli veislnanna. Vissulega er hér heiðarlega sagt frá en hvað hugsaði skáldið og hvað hafði það fram að færa sem gerði það mik- ilvægt? Mér finnst vanta í svarið við þeirri spurningu. Mikil vinna er á bak við þetta verk. M.a. hefur Friðrik komist yfir áður óbirt bréf Davíðs til Önnu Z. Osterman, vinkonu skáldsins, og sankað að sér fjölda erlendra heim- ilda sem innlendra. Öll heim- ildavinna sýnist mér vönduð að öðru leyti en því að mér þykja tilvitnanir í bréf og greinar stundum fulllangar. Í heild sinni er Snert hörpu mína góð bók. Veikleikar hennar rýra ekki gildi þess sem vel er gert. Með henni höfum við eignast gott yfirlit yfir æviferil Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Harpa skáldsins BÆKUR Ævisaga Eftir Friðrik G. Olgeirsson, Forlagið JPV, 512 bls. Snert hörpu mína. Ævisaga Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi Skafti Þ. Halldórsson Friðrik G. Olgeirsson ÉG undrast æ meir áhuga Íslend- inga á sakamálum og saka- málasögum. Ætla mætti miðað við hann að hér væru morðingjar á annarri hverri þúfu. Það er því ekki að undra þótt menn fjalli einnig um raunverulegar morðsögur. Líkt og nú þóttu morð stórtíðindi á Íslandi fyrir 40 árum en þau voru sjaldgæf og kunnátta löggæslumanna og réttarkerfis til að takast á við þau kannski ekki upp á marga fiska miðað við þær kröfur sem menn gera í amerískum glæparannsókn- arþáttum í sjónvarpi. Eigi að síður eru flest morð á Íslandi upplýst og morðingjarnir dæmdir. Í bók sinni Morðið á Laugalæk fjallar Þorsteinn B. Einarsson um morð sem framið var 1968 þegar Gunnar Tryggvason leigubílstjóri var myrtur í bíl sínum við Lauga- læk. Aldrei hefur fengist niðurstaða í því máli og sá eini, sem borinn var sökum, sýknaður. Þorsteinn fjallar ítarlega um framgang málsins á vettvangi og um yfirheyrslur og dóm. Hann er vandvirkur, ræðir um rannsóknaraðferð og ýmislegt ann- að varðandi rannsóknina, persónur sem koma við sögu og morðvopnið sjálft. Hann telur hins vegar að að- stæður allar hafi verið erfiðar lög- reglunni, vettvangur og sönn- unargögn verið eyðilögð og lögreglan og saksóknari því í raun og veru aldrei haft fullgildar sann- anir. Hann telur ýmis mistök hafa verið gerð, jafnt í rannsókn málsins sem í dómsmeðferð. Sjálfur hefur hann mjög sterkar skoðanir í mál- inu og telur nokkuð augljóst hver glæpinn framdi. Vandi Þorsteins líkt og þeirra sem um málið fjölluðu á sínum tíma er hins vegar sá að allt of lítið er til af handföstum sönnunargögnum í þessu sakamáli. Því er mikið um endurteknar fullyrðingar í bókinni um þennan skort á sönnunum og hversu óljóst málið var allt í reynd- inni. Ég velti því þess vegna fyrir mér hvort Þorsteinn hafi í raun og veru haft nægilegt efni í höndunum til að smíða úr því heila bók. Hvað sem því líður er hér vandað til verks og bókin er lipurlega skrif- uð. Morðsaga BÆKUR Frásögn Eftir Þorstein B. Einarsson. Skrudda 2007 – 156 bls. Morðið á Laugalæk Skafti Þ. Halldórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.