Morgunblaðið - 10.01.2008, Page 2

Morgunblaðið - 10.01.2008, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is SAMKOMULAG hefur náðst á milli Gnúps fjárfestingarfélags og stórra lánardrottna félagsins um fjárhagslega endurskipulagningu þess en eins og fram hefur komið í fréttum var félagið komið í mjög erfiða stöðu í kjölfar lækkunar á hlutabréfamarkaði á undanförnum vikum og mánuðum. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Gnúpi felur endurskipulagning fé- lagsins í sér að stór hluti eigna þess hefur verið seldur, dregið hefur verið úr skuldsetningu þess og rekstur dreginn saman. Þá hefur náðst samkomulag um að eftir- standandi skuldir félagsins hjá við- skiptabönkum verði endurfjár- magnaðar og samið hefur verið um aðrar skuldir. Í fréttatilkynning- unni segir að aðgerðirnar hafi „tryggt félaginu fjárhagslegan stöðugleika til að mæta erfiðum markaðsaðstæðum áfram“. Ein stærsta eign Gnúps var 11,11% hlutur í FL Group en félag- ið seldi í gær stærstan hluta þeirrar eignar, 8,65% hlut – í tveimur skömmtum. Annan skammtinn, 6,08% hlut í FL Group, keypti Fons eignarhaldsfélag – félag Pálma Haraldssonar – og er hlutur þess félags í FL Group þar með orðinn 10,76%, samkvæmt flöggun. Fons er þar með orðið þriðji stærsti hlut- hafi FL Group. Í gær voru ennfremur seldir hlutir í Kaupþingi sem voru í eigu Gnúps en fyrir þau viðskipti átti fé- lagið 0,94% hlut í bankanum eftir að hafa um tíma verið á meðal allra stærstu hluthafa. Umfjöllun í Berlingske Mál þetta hefur vakið athygli ut- an landsteinanna og er m.a. fjallað um það hjá fréttaveitu Dow Jones í gær, sem og á vef Berlingske Ti- dende. Þórður Már Jóhannesson, for- stjóri Gnúps, vildi lítið tjá sig um málið í gær og vísaði til tilkynn- ingar félagsins. „Það er ljóst að erfiðar aðstæður á fjármálamörkuðum hafa haft mik- il áhrif á félagið og lykileignir þess hafa lækkað um tugi prósentna síð- ustu mánuði, sem hefur haft mikil áhrif á okkur, eins og aðra á mark- aðnum,“ sagði Þórður Már. Helstu eignir Gnúps voru seldar í gær Fons keypti megnið af hlut Gnúps í FL Group Í HNOTSKURN » Eigendur Gnúps eru ÞórðurMár Jóhannesson (5,6%), Magnús Kristinsson (47,2%) og Kristinn Björnsson og fjölskylda (47,2%). » Kristinn er formaður stjórn-ar félagsins en Þórður Már forstjóri þess. » Félagið eignaðist hlut sinn íFL Group í kjölfar átaka í hluthafahópi Straums-Burðaráss á sumarmánuðum 2006. AÐALMEÐFERÐ máls Saga Capi- tal fjárfestingabanka gegn Insol- idum ehf., sem er í eigu Daggar Pálsdóttur, lögmanns og varaþing- manns Sjálfstæðisflokksins, og Páls Ágústs Ólafssonar, sonar hennar, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Gerir Saga Capital þá kröfu í málinu að fá félagið Insolidum af- hent með innsetningargerð. Kaupin fjármögnuð með láni Insolidum tók lán hjá bankanum í júlí á síðasta ári, til þess að kaupa stofnfjárbréf í SPRON. Eftir hluta- félagavæðingu SPRON hefur verð bréfanna lækkað mjög. Stafar mál- ið af því að bankinn gjaldfelldi lánið og fór í innheimtu þess, þar eð eig- endur Insolidum veittu ekki frekari tryggingar fyrir láninu eftir að stofnfjárbréfin fóru að falla í verði. Við málflutninginn bar lögmaður Insolidum því við að samningum fé- lagsins við bankann hefði verið rift með lögmætum hætti, enda hefðu lög um verðbréfaviðskipti og verk- lagsreglur Saga Capital verið brot- in í viðskiptunum. Samningarnir veiti ekki heimild til að ganga að eigum félagsins. Málsaðila greindi á um efnis- atriði málsins, hvort komið hefði fram í viðskiptunum hverjir væru að selja bréfin. Tiltók verjandi In- solidum ehf. að ekki hefði verið upplýst hverjir væru að selja, m.a. Sundagarðar, félag sem á hlut í Saga Capital. Hefðu eigendur Insol- idum vitað af þessu hefðu þeir ekki fallist á viðskiptin. Leynd hefði hvílt yfir verðmati SPRON og bréf- in verið seld á of háu verði. Lögmaður Saga Capital hélt því einnig fram að jafnvel þótt ekki hefði verið upplýst um þetta atriði, ætti að fallast á kröfu Saga Capital í málinu. Kaupin gætu ekki gengið til baka eftir marga mánuði, þegar bréfin hefðu fallið í verði um tugi prósenta. Væri ekki hægt að fulln- usta kröfu bankans í þessu máli yrðu afleiðingar þess víðtækar, enda hefðu téðir samningar ekki verið frábrugðnir mörgum öðrum samningum sem gerðir hefðu verið. Fjárfestar segjast beittir blekkingum Bankinn Saga Capital gerir kröfu um yfirráð hlutaskrár Insolidum ehf. KRISTÍN Guð- mundsdóttir, sem var elsti Íslend- ingurinn, lést á Sólvangi í Hafn- arfirði á þriðju- dagskvöldið, 105 ára að aldri. Kristín fæddist 11. maí 1902. Þur- íður Samúelsdótt- ir í Reykjavík, sem fæddist 19. júní 1903, er nú elsti Íslendingurinn, 104 ára að aldri. Um þrír tugir Íslendinga 100 ára og eldri eru nú á lífi. Þær Torfhildur Torfadóttir á Ísafirði og Margrét Hannesdóttir í Reykjavík eru báðar 103 ára. Fjórði elsti Íslendingurinn og elsti karlmaðurinn er Sigsteinn Pálsson í Mosfellsbæ, 102 ára. Elsti Íslending- urinn látinn Kristín Guðmundsdóttir Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „MÉR finnst þetta mjög góð tillaga,“ segir Guðný Gerður Gunnarsdóttir borgarminjavörður, en á fundi skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í gær var lögð fram tillaga Argos að breytingu á deiliskipu- lagi Grjótaþorps vegna flutnings Gröndalshúss, nú á lóð nr. 5B við Vesturgötu, að lóð á mótum Fischersunds og Mjóstrætis fyrir ofan húsið þar sem Hlaðvarpinn var áður til húsa. Skipulagsráð samþykkti á fundi sínum að auglýsa framlagða tillögu og upplýsa hagsmunaaðila á svæðinu sér- staklega um tillöguna með kynningarbréfi. Málið fer væntanlega til afgreiðslu borgarráðs í næstu viku. Að mati Guðnýjar er jákvætt að húsið verði áfram í nágrenni við sinn upphaflega stað, þótt það sé flutt. „Þessi tillaga felur í sér að húsið verður í umhverfi þar sem það nýtur sín, enda eru hús frá svipuðum tíma þarna hjá,“ segir Guðný og tekur fram að hún sé sannfærð um að Gröndalshús, sem sé bæði fallegt og sérstakt hús, geti orðið til þess að bæta þetta umhverfi í Grjótaþorpinu. Húsið bæði gamalt og upprunalegt að gerð Að sögn Guðnýjar voru í vor alls fimm væn- legar staðsetningar í Grjótaþorpinu skoðaðar. Segir hún menningar- og ferðamálaráð borg- arinnar hafa komist að þeirri niðurstöðu að ákjósanlegasti staðurinn fyrir húsið væri á fyrr- greindu horni. Að sögn Guðnýjar verður húsið í vörslu Minjasafnsins, en markmiðið sé að í húsinu verði menningarstarfsemi sem tengist sögu húss- ins og þekktasta íbúa þess, Benedikt Gröndal, skáldi og náttúrufræðingi. Segir hún stefnt að því að húsið verði opið fyrir almenning. Aðspurð segir Guðný varðveislugildi Gröndals- húss felast í því hvað það er bæði gamalt og upp- runalegt að gerð. „Því hefur svo lítið verið breytt og það er mjög sérstakt og sérkennilegt að bygg- ingarlagi,“ segir Guðný og bendir á að saga húss- ins sé mjög tengd Benedikt Gröndal þar sem hann bjó í húsinu um árabil auk sem það hýsti Náttúrugripasafnið, en Benedikt var vörslumað- ur þess. Gröndalshús verði flutt í Grjótaþorp Borgarminjaverði líst vel á tillöguna Morgunblaðið/Golli Upphafið Gröndalshús á Vesturgötu. Í GÆRKVÖLDI var unnið við að steypa sökkul undir þriðja og síð- asta vegginn undir brúna, sem á að tengja saman bílastæðin við Smára- torg og Smáralind í Kópavogi, en stefnt er að því að framkvæmdum við brúna ljúki í byrjun febrúar. Júlíus Finnsson, verkefnisstjóri hjá Jáverki, aðalverktaka verksins, segir að vegna steypuvinnunnar í gærkvöldi hafi þurft að loka Fífu- hvammsvegi við Smáralind til aust- urs. Röskunin stóð þó ekki lengi yf- ir því vinnan hófst um klukkan hálfátta og tók um fjóra tíma. Að sögn Júlíusar fóru um 120 rúmmetrar af steypu í verkið í gær- kvöldi. Uppslátturinn hófst í fyrra- kvöld en byrjað var að grafa strax eftir áramót. Framkvæmdir hafa gengið vel. Næst verður lokið við að steypa vegginn og síðan verður brúin lögð ofan á til að tengja saman Smára- torg og Smáralind. Síðasti sökkullinn Morgunblaðið/Ómar Unnið að tengingu bílastæðanna við Smáratorg og Smáralind í Kópavogi ELDRI karlmaður slasaðist alvar- lega í umferðarslysi við Svertings- staði á Hrútafjarðarhálsi í gærdag. Ók hann á jepplingi inn á þjóðveg- inn í veg fyrir vöruflutningabíl. Skall flutningabíllinn aftan á jepp- linginn, sem fór út af veginum og valt. Flutningabíllinn skemmdist töluvert. Þyrla flutti manninn, sem var meðvitundarlaus við aðkomu, til Reykjavíkur. Líðan hans var stöðug í gær og honum haldið sof- andi í öndunarvél í nótt. Slys á Hrúta- fjarðarhálsi ÞRÖSTUR Óskarsson, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Ísafjarðarbæjar, hefur ritað bæj- aryfirvöldum bréf og krefst þess að tæknideild grípi strax til ráðstaf- ana vegna tíðra flóða í sjúkrahúsi bæjarins, sem slökkvilið hefur ítrekað þurft að eiga við. Tækni- deildinni hafi verið kunnugt um vandamálið árum saman, án viðeig- andi viðbragða. Nær 14 milljóna króna tjón varð í sjúkrahúsinu í lok janúar 2005 og á síðasta ári flæddi vatn fjórum sinnum inn í húsið. Kvartar vegna tíðra flóða

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.