Morgunblaðið - 10.01.2008, Síða 6

Morgunblaðið - 10.01.2008, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „ÞETTA hefur verið mjög áhuga- vert,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, utanríkisráðherra, sem lauk í gær tveggja daga opinberri heim- sókn til Egyptalands. Að sögn Ingibjargar Sólrúnar bauð utanríkisráðherra Egypta- lands, Ahmed Abdoul Gheit, henni að sækja Egyptaland heim á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í haust . „Honum fannst ástæða til þess að ég kynntist sjón- armiðum Egypta varðandi stöðu mála í Mið-Austurlöndum, hvort sem það varðaði deilur Palest- ínumanna og Ísraela eða málefni Íraks og Írans. Egyptaland er mjög mikilvægt ríki hér á þessu svæði,“ segir Ingibjörg Sólrún. Ingibjörg Sólrún hitti jafnframt að máli Amra Moussa, aðalritara Arababandalagsins. Grannt fylgst með komu Bush Hún segir greinilegt að í Egypta- landi sé fylgst grannt með komu Bush Bandaríkjaforseta á svæðið, en hann kom til Ísraels í gær. „Það verður að segjast eins og er að mér fannst þeir ekki bjartsýnir á frið- arferlið. Þeir benda á að Ísr- aelsmenn hafi haldið áfram upp- byggingu landnemabyggða og það sé algjör mælikvarði á það hvort þeim sé alvara í friðarferlinu hvort þeir hætta slíkri uppbyggingu.“ Hún segir að í Kaíró sé mjög mikla deigla þessa dagana. Um helgina hafi t.d. Arababandalagið fundað um málefni Líbanon og lagt fram tillögur um hvernig sé hægt að standa að samningum á því svæði. Kynntist sjónarmiðum Egypta til stöðunnar í Mið-Austurlöndum Viðræður Utanríkisráðherra og Rashid Mohamed Rashid, viðskipta- og iðnaðarráðherra Egypta, ræða saman. „Egyptaland mjög mikilvægt ríki á þessu svæði“ BJARNI Jónsson list- málari lést á heimili sínu þriðjudaginn 8. janúar sl., 73 ára að aldri. Bjarni fæddist 15. september 1934. Foreldrar hans voru Sigríður Bjarnadóttir húsmóðir og Jón Magnússon húsgagna- smiður. Bjarni lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Aust- urbæjar 1951, námi frá Handíðaskóla Íslands 1954 og frá Kennara- skóla Íslands 1955. Hann naut til- sagnar margra af þekktustu listmál- urum Íslands, m.a. Ásgeirs Bjarnþórssonar, Ásgríms Jónsson- ar, Valtýs Péturssonar, Hjörleifs Sigurðssonar og Jóhannesar Kjar- vals. Auk þess stundaði hann nám í píanóleik hjá Guðmundi Matthías- syni og Páli Kr. Pálssyni og söngnám hjá Sigurði Birkis. Bjarni var kennari í Vestmanneyjum 1955 til 1957 og við Flens- borgarskóla í Hafnar- firði og Iðnskólann í Hafnarfirði 1957 til 1973. Síðan vann hann eingöngu að myndlist, hélt fjölda sýninga á ís- landi og tók þátt í sam- sýningum erlendis. Teiknigáfu sína nýtti Bjarni í ríkum mæli til verndar þjóðlegum heimildum og þjóðlífi. Má þar nefna 60 mál- verk sem varðveita sögu áraskip- anna og eru í eigu Þjóðminjasafns Íslands. Viðamesta verk hans eru skýringarteikningar í Íslenskum sjávarháttum, alls fimm bindi. Fyrri eiginkona Bjarna var Ragna Halldórsdóttir og seinni eiginkona hans Astrid Ellingsen, sem lést 2006. Hann átti fjögur börn og fjögur stjúpbörn. Bjarni Jónsson Andlát FRIÐBERT Traustason, formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyr- irtækja (SSF), kveðst ekki hafa orð- ið var við að upp- sagnir séu yfirvofandi hjá fjármálafyr- irtækjum. Í Morgunblaðinu í gær var greint frá því að ráðn- ingarstöðvun ríkti nú hjá flest- um fjár- málastofnunum. Á liðnu ári hafi störfum fjölgað um nálægt 650 stöðugildi en nú blasi við að fækkun starfsmanna á þessu ári muni a.m.k. nema þeirri tölu. „Það hefur ekkert komið inn á okkar borð í þessa veru enn sem komið er. Ég heyri reglulega í þeim sem fara með starfsmannamálin og hef ekki heyrt þetta hjá þeim en hreyfingin á þessum markaði er mikil. Ég hugsa að gegnumstreym- ið á ári sé í kringum 10% […],“ seg- ir Friðbert. Hann bendir á að reynslan hafi verið sú að í nið- ursveiflu fari flest fjármálafyr- irtæki, þar sem félagsmenn SSF eru, mjög varlega í uppsagnir og fremur sé gripið til þess að ráða ekki í stöður sem losna. Ekkert í þessa veru komið á okkar borð Friðbert Traustason VEL á annan tug tilboða barst í svo- nefnt Slysavarnafélagshús við Grandagarð 14 í Reykjavík. Húsið er í eigu Faxaflóahafna sf. Tilboðs- frestur rann út 8. janúar síðastlið- inn. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxa- flóahafna, sagði að tilboðin yrðu lögð fyrir fund hafnarstjórnar á þriðjudaginn kemur. Eftir það yrði greint frá því hvaða tilboði yrði tek- ið. Gísli sagði að fjöldi tilboða hefði verið svipaður og hann bjóst við fyrirfram. Aðspurður sagði Gísli að ekki stæði til að rífa húsið. Það er þriggja hæða og byggt 1961 úr steinsteypu. Mörg tilboð í hús SVFÍ Til sölu Hús SVFÍ á Grandagarði. Eftir Andra Karl andri@mbl.is UNDANFARNIR mánuðir hafa verið bjórframleiðendum erfiðir. Hráefni til bjórgerðar hefur hækkað gríðarlega í verði og birgjar hér á landi hafa sumir hverjir þegar hækk- að verð sitt en aðrir boðað verð- hækkanir á næstu mánuðum. Hækk- unin mun þó hafa minni áhrif á neytendur en verðhækkun birgja gefur til kynna, sökum gjaldtöku á áfengi. „Verðhækkun er óumflýjanleg á þessum tímapunkti,“ segir á vef Víf- ilfells en þar er jafnframt tilkynnt að 4. febrúar nk. muni bjór hækka að meðaltali um 9,5%. Árni Stefánsson forstjóri segir að það sé undir því sem þyrfti. Verð á humlum hafi hækkað um 90%, malti 33% og byggi um 50% – og búast má við frekari hækkunum. „Ég heyrði að Bretar spái allt að 50% hækkun á bjór á Bretlandseyjum í ár,“ segir Árni en bendir jafnframt á að það verði ekki 9,5% hækkun á útsöluverði. „Það á eftir að reikna út skatta og gjöld, þannig að hækkun úr ÁTVR er sára- lítil því meginuppistaðan er skattar.“ Ölgerðin hækkaði verð á bjór um áramót og nam hún að meðaltali 6%. Ekki skiptir máli hvort um er að ræða innlendan eða innfluttan bjór. „Við hefðum þurft að hækka meira, en það er erfitt að hreyfa sig í sam- keppnisumhverfi,“ segir Friðjón Hólmbertsson, framkvæmdastjóri hjá Ölgerðinni. Rolf Johansen & Company hefur þegar hækkað verð á einni tegund og gert er ráð fyrir að aðrar muni hækka, í síðasta lagi 1. mars. Gert er ráð fyrir að hækkunin verði um eða yfir 8%. Ætla að bíða og sjá Hjá bæði Karli K. Karlssyni og HOB-vínum hefur ekki verið tekin ákvörðun um verðhækkanir enn sem komið er, en vel er fylgst með mörk- uðum. Hjá HOB fengust þær upplýs- ingar að ekki yrði hækkað á næstu sex mánuðum en Karli K. að minnsta kosti ekki þennan mánuðinn. Þá hafa engar ákvarðanir verið teknar hjá Vínkaupum. Hækkandi verð á bjór  Hráefni til bjórgerðar hefur hækkað gríðarlega í verði  Innflytjendur og framleiðendur bjórs bregðast flestir við Morgunblaðið/Brynjar Gauti Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is LÍFEYRISSJÓÐIRNIR eru langtímafjárfestar og viðbrögð þeirra við niðursveiflu á hlutabréfa- mörkuðum eru að bíða eftir að jafnvægi komist á markaði á ný. Sjóðirnir nota hins vegar það fjár- magn sem kemur nýtt inn í sjóðina til fjárfest- inga í skuldabréfum sem eru mun áhættuminni fjárfesting en hlutabréf. Vilhjálmur Þorsteinsson fjárfestir benti á það á bloggsíðu sinni að lífeyrissjóðunum hafi um skeið boðist 14-15% vextir í krónu, algjörlega áhættulaust. Þessir háu vextir hafi hlotið á end- anum að valda lækkun hlutabréfa, enda þurfi þau að keppa við vextina. „Þá er ekki nema von að spurt sé: af hverju fóru sjóðirnir ekki af krafti yfir í verðtryggð skuldabréf t.d. á síðasta árs- fjórðungi 2007? Hlutabréf á niðurleið, skamm- tímavextir mjög háir, en ótrúlega góð örugg raunávöxtun í boði til langs tíma.“ Kristján Örn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sameinaða lífeyrissjóðsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri erfitt fyrir lífeyr- issjóðina að færa stórar upphæðir milli eigna- flokka með skömmum fyrirvara. „Ef lífeyrissjóð- irnir myndu allir sem einn fara að selja hlutabréf væru þeir um leið að skjóta sig í fótinn. Eðlileg viðbrögð við niðursveiflu er að snúa sér að skuldabréfum varðandir nýjar fjárfestingar. Það má líka ekki gleyma því að hjá lífeyr- issjóðunum skiptir áhættudreifing og langtíma- hugsun meginmáli. Við getum í reynd ekki verið að sveiflast mikið á milli eignaflokka því að þar með værum við að fara frá þeirri hugsun. Hluta- bréf, bæði innlend og erlend, hafa gefið mjög góða ávöxtun undafarin ár, en við vitum jafn- framt að þar eru sveiflurnar mjög miklar,“ sagði Kristján. Aðrir viðmælendur blaðsins tóku undir það sjónarmið að langtímahugsun og áhættudreifing skiptu meginmáli. Mönnum bar hins vegar sam- an um að eftir að hlutabréf fóru að lækka í verði hafi lífeyrissjóðirnir einbeitt sér að því að kaupa innlend skuldabréf fyrir allt það nýja fjármagn sem kemur inn í sjóðina. Þeir bentu jafnframt á að ein ástæðan fyrir lækkun hlutabréfa væri að stórir aðilar eins og lífeyrissjóðir væru mjög lítið að kaupa hlutabréf. Á einhverju stigi væri hins vegar botninum náð og þá sköpuðust kauptæki- færi fyrir lífeyrissjóðina. Byggjast á langtímahugsun  Eðlileg viðbrögð við niðursveiflu að snúa sér að skuldabréfum vegna nýrra fjárfest- inga  Ein ástæðan fyrir lækkun hlutabréfa er að lífeyrissjóðir kaupa lítið af þeim nú

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.