Morgunblaðið - 10.01.2008, Page 30

Morgunblaðið - 10.01.2008, Page 30
30 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Helgi S. Jó-hannsson skip- stjóri fæddist í Nes- kaupstað 6. júní 1948. Hann lést af slysförum við störf sín í Marokkó að kvöldi jóladags síð- astliðins. Foreldrar hans voru Jóhann Jónsson verkamað- ur, f. 5. júní 1918, d. 1996, og Soffía Helgadóttir mat- ráðskona, f. 23. jan. 1925, d. 2001. Börn þeirra voru sex og var Helgi fjórði í röðinni. Systkini Helga eru Jón Einar sjómaður, f. 1. nóv. 1942, Guðmundur smiður, f. 27. ág. 1944, Bergþóra sjúkraliði, f. 9. nóv. 1945, Rúnar hafnarvörður, f. 23. jan. 1950, og Hjálmfríður, f. 27. feb. 1952. Þau Jóhann og Soffía bjuggu lengst af á Blómsturvöllum í Neskaupstað. Hinn 25. des. 1966 kvæntist Helgi Kristínu S. Þórhallsdóttur félagsliða, f. 24. september 1946. Foreldrar hennar eru hjónin Þór- ág. 1998, Karl Kristján, f. 22. sept. 2002, og Sigurbjörn Víðir, f. 11. jan. 2007. 4) Sunna Björg B.Sc. í verkfræði, f. 21. júní 1983, sam- býlismaður Geir Birgisson sál- fræðinemi, f. 18. sept. 1981. Helgi fæddist og ólst upp á Blómsturvöllum 16 í Neskaupstað, en eftir að hann hóf búskap með eftirlifandi eiginkonu sinni bjuggu þau þar til ársins 1987, en eftir það í Hafnarfirði. Helgi hóf snemma sjómennsku, en á sjöunda áratugnum settist hann á skóla- bekk og lauk námi til skipstjórn- arréttinda á vegum Stýrimanna- skóla Íslands. Hann hóf um leið störf sem stýrimaður á skipum Síldarvinnslunnar Hf. í Neskaup- stað. Eftir að hann flutti suður vann Helgi sem stýrimaður og skipstjóri á ýmsum skipum. Í ágúst sl. hóf hann störf við strend- ur Marokkós á skipi í eigu ís- lenskrar útgerðar og var þar við störf er hann lést. Helstu áhuga- mál Helga voru fjölskyldan sem hann sinnti af ástúð, mannrækt, sund og ferðalög. Síðastliðin ár beindist áhugi hans að andlegum málefnum. Helgi verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. hallur Einarsson bóndi, d. 1985, og Agnes Árnadóttir húsfreyja. Helgi og Kristín eignuðust fjögur börn: 1) Soffía ferðaráðgjafi hjá Straumi fjárfesting- arbanka, f. 21. ág. 1966, maki Reynir Kristjánsson kerf- isfræðingur hjá Kaupþingi, f. 29. des. 1964, börn þeirra eru Kristín Fjóla nemi, f. 15. feb. 1990, Sigrún Elva, f. 24. des. 1996, og Helga Soffía, f. 20. sept. 2004. 2) Þórhall- ur smiður, f. 8. apr. 1968, maki Pálína Hildur Ísaksdóttir hár- greiðslumeistari, f. 7. sept. 1969, börn þeirra eru Kristín Salín nemi, f. 16. apr. 1990, Jóhanna Rannveig, f. 8. nóv. 1994, og Þór- hildur Ösp, f. 23. apr. 1996. 3) Elva Rut ljósmóðir og hjúkrunarfræð- ingur, f. 1. júlí 1972, börn hennar og Karls Georgs Sigurbjörnssonar hæstaréttarlögmanns, f. 22. des. 1969, eru Katrín Kristjana, f. 9. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. (Bubbi Morthens) Elsku pabbi minn, ég þakka þér fyrir góðar stundir og allan þann stuðning og hvatningu sem þú hefur veitt mér í gegnum tíðina. Minning um skemmtilegan og traustan föður mun lifa í hjarta mínu að eilífu. Þú ert hetjan mín. Þín dóttir Soffía. Elsku pabbi minn. Þú sagðir oft við mig: „Hvar vær- um við mamma þín, ef við hefðum ekki eignast þig?“ Þessi setning er mér ofarlega í huga núna og ég hugsa til þess hversu lánsöm ég var að eiga þig sem föður. Föður sem hrósaði manni í hvívetna hvort sem afrekin voru stór eða smá. Hann faðir minn var einn af þessum einstöku sjómönn- um, hann unni starfi sínu og elskaði sjóinn. Hann hafði mikið sjálfstraust, andlegan og líkamlegan styrk og hvar sem hann var staddur í heiminum, alltaf gat hann fiskað. Þegar hann var í landi var hann mikill pabbi, eyddi öll- um sína frítíma með okkur og vildi allt fyrir okkur gera. Svona maður var hann pabbi. Ég minnist þess þegar ég var lítil og eldri systkini mín flutt að heiman, þá eyddi hann miklum tíma með mér. Á tímabili fórum við á hverjum ein- asta degi í sund í Laugardalslaugina og fengum okkur ís á eftir. Þú varst nógu þrjóskur til að kenna mér á skíði fimm ára gamalli þrátt fyrir mína ákveðni að bruna bara niður brekk- urnar. Þessa ákveðni hef ég frá þér. Við vorum lík, enda bæði í tvíbura- stjörnumerkinu. Þér leið best þegar þú hafðir nóg fyrir stafni, enda minn- ist ég þess þegar þú varst í landi þá varstu alltaf að skreppa. Aldrei viss- um við mamma hvað þú værir að gera. Úrið á hendi þér var frekar skraut en eitthvað sem þú notaðir til að vita hvað tímanum leið, enda kom það fyrir að ég mætti eða var sótt seint á sundæfingar. Þú pældir mikið í andlegum málefnum og sagðir oft við mig að óttast ekki dauðann, því þú óttaðist hann ekki. Við ræddum þessi málefni oft og stundum vorum við sammála en stundum ekki. Þú sagðir við mig að ég væri ekki nógu þroskuð til að skilja. Ég hef þroskast nú. Þú varst forvitinn og örlítið óþol- inmóður eða kannski bara hvatvís, ef það átti að gera eitthvað þá var því rubbað af. Ekkert hangs. Orkan sem þú hafðir að gefa var mér dýrmæt og nýtti ég mér hana þegar á reyndi og sérstaklega núna síðastliðið vor þegar ég kláraði lokapróf mín við Háskóla Íslands. Þú hafðir óbilandi trú á mér. Þú hafðir mikla ást að gefa og stór- an faðm. Ást þín á mömmu var ein- stök, enda mamma einstök kona. Þú gleymdir aldrei að senda henni blóm- vönd á konudaginn þrátt fyrir að vera staddur hinum megin á hnettinum og alltaf var lítil rós handa mér, Lillunni þinni. Pabbi valdi sér fallegan dag til að kveðja þennan heim. Daginn sem þið mamma voruð búin að vera gift í 41 ár. Það er sárt að þurfa að kveðja þig svona óvænt, elsku pabbi. Mikið á ég eftir að sakna þín, það var svo margt sem við áttum eftir að gera. Ég var búin að bjóðast til að fara með þér og mömmu til Parísar þar sem mitt hlut- verk átti að vera leiðsögumaður. Elsku pabbi, ekki hafa áhyggjur af Parísarferðinni, hún stendur enn og við mamma hittum þig á toppi Eiffelt- urnsins. Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást þín var. Ó, pabbi minn, þú ávallt tókst mitt svar. Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást þín var. Æskunnar ómar ylja mér í dag. (Þorsteinn Sveinsson) Ég kveð þig, elsku pabbi, með sár í hjarta, tár í auga og bros á vör. Þín dóttir, Sunna Björg. Helgi var maður sem hafði lifað. Þó ég hafi ekki þekkt hann á árum áður þá bar hann það með sér að vera mað- ur sem hafði séð og reynt margt. Með djúpa og eilítið ráma rödd sem minnti mig alltaf einhvern veginn á gömlu rokkgoðin eins og Johnny Cash. En í hálfgerðri þversögn við hið harða skipstjórahlutverk sem hann var svo góður í var hann síst verri í öðrum og sýndi það í verki hversu góður fjöl- skyldufaðir hann var. Hann hafði mikinn áhuga á andlegum málefnum, og var alltaf tilbúinn að ræða við mig um sálfræði og sálarrannsóknir. Það er ekki laust við að því fylgi huggun að alveg eins og Helgi var óhræddur við lífið var hann einnig óhræddur við dauðann. Fáir hafa gert jafnmikið fyrir mig og hann gerði, og mun ég alltaf minn- ast þess. Ekki stóð á hjálpseminni þegar við Sunna keyptum okkar fyrstu íbúð fyrir stuttu, hann var mættur til aðstoðar á allan þann hátt sem hann gat boðið. Þegar málning- arvinnan gekk hægt skellti hann sér í gallann og íbúðin var kláruð. Þótt gemsinn dytti á bólakaf í málninguna og mér fyndist hann fara heldur hratt yfir kippti hann sér lítið upp við það, skellti honum bara undir kranann og skolaði af. Hlutirnir gengu hratt fyrir sig þegar hann tók málin í sínar hend- ur. Helgi var maður sem hægt er að taka til fyrirmyndar. Ekki fullkom- inn. En maður sem tekur galla sína og nýtir til góðs og ég er þess fullviss að margir hafa fengið hjá honum stuðn- ing við að fóta sig í lífinu. Það er sárt að sjá á eftir þér svo fljótt, en ég minnist þín að góðu einu og er stoltur af því að fá að vera með- limur í þeirri sterku og góðu fjöl- skyldu sem þú skilur eftir þig. Þín verður sárt saknað. Geir Birgisson. Það varð slys um borð í Que Sera Sera núna rétt áðan og tveir eða þrír skipverjar eru meðvitundarlausir um og borð og skipstjórinn, hann Helgi, er einn þeirra. Svona byrjaði símtal sem ég fékk síðdegis á jóladag frá ein- um starfsmanni okkar í Marokkó. Nokkru síðar var hringt aftur og mér tjáð að Helgi Jóhannsson væri látinn. Við svona fréttir setur mann hljóð- an og minningarnar hrannast upp. Minningar um mann sem ég kynntist í ágúst sl. og ég hafði hitt kannski 10- 20 sinnum sl. mánuði, hér heima og í Marokkó, þar sem hann var við störf þegar þessi skelfilegi atburður átti sér stað á jóladag. Helga hitti ég fyrst í Leifsstöð þar sem hann var á leið í frí með eiginkonu sinni til Tenerife. Helgi hafði skömmu áður lýst yfir áhuga á að koma til starfa hjá okkur og atvinnuviðtalið fór í raun fram í Leifsstöð og í flugvélinni á leiðinni til Kanaríeyja. Helgi virkaði vel á mig og ég ákvað strax í flugvélinni að leita til hans þegar tækifærið kæmi og það gerðist einum 10 dögum síðar og Helgi var orðinn skipstjóri á Que Sera Sera, hann náði ekki einu sinni að klára fríið. Helgi kom mér fyrir sjónir sem áreiðanlegur og heiðarlegur maður með metnað í starfi sínu og fyrir fyr- irtækið sem hann starfaði hjá. Hann var góður húmoristi og á þessum stutta tíma sagði hann mér margar skemmtilegar sögur af sjónum og það var gaman að heimsækja hann í brúna á Que Sera Sera þegar hann kom í land. Kynni mín af Helga voru stutt, allt of stutt, og við söknum hans sárt, samstarfsmenn hans í Marokkó. Missir fjölskyldunnar er þó mestur, eiginkonunnar, barnanna, tengda- barnanna og barnabarnanna sem fá ekki notið samvista eiginmanns, föð- ur, tengdaföður og afa lengur. Ég vil fyrir hönd allra starfsmanna Fleur De Mer senda eiginkonu, börn- um og öðrum aðstandendum Helga Jóhannssonar mínar innilegustu sam- úðarkveðjur við ótímabært fráfall hans. Ég bið að minningin um þennan góða mann verði ykkur styrkur í sorginni og bið ykkur öllum blessunar Guðs. Magnús Guðjónsson. Elsku afi minn, nú ertu farinn yfir móðuna miklu. Ég er svo þakklát fyr- ir þann tíma og samveru sem við átt- um núna í haust. Við áttum mörg samtöl um lífið og tilveruna og hafðir þú ákveðna sýn á lífið. Ég hef lært margt af þér. Við rifjuðum fortíðina upp saman og fannst mér einkum gaman að hlusta á þig rifja upp þín fyrstu kynni við ömmu, þú ljómaðir allur. Kvennagullið sem sá enga aðra en sveitastúlkuna Stínu, sem ég skil reyndar mjög vel. Ást ykkar hefur borið margan ávöxt og lætur þú eftir þig fjögur börn og níu barnabörn. Öll berum við brot af þínum persónu- leika, hvort sem það er þrjóska, ákveðni eða sá eiginleiki að horfa á líf- ið með þeim augum að aldrei sé ástandið það svart að ekki sé hægt að gera eitthvað gott úr hlutunum. Þú hefur ávallt verið mikill dugn- aðarmaður og aldrei tekið að þér hluti og gert þá af hálfum hug. Þegar þú hafðir verið langan tíma í senn í landi varstu orðinn óþolinmóður og vildir fara að drífa þig á sjóinn. Þar varst þú stjórinn og líkaðir það vel. Þú hefur alla tíð verið forystuhrúturinn og ég býst við að ég hafi þann eiginleika frá þér. Þú sagðir mér að aðeins tvennt væri til í heiminum; kærleikurinn og óttinn. Þú varst fullur af kærleika og orku og hikaðir ekki við að lána okkur alla þína orku ef þú vissir að við þyrft- um á henni að halda. Þú trúðir ekki á tilviljanir, heldur að lífið væri ákveðið fyrirfram en gerðir okkar hefðu viss- ar afleiðingar, og þar er ég sammála þér. Oft ætlaðir þú að fara að predika yfir mér um lífið og tilveruna en hætt- ir snarlega við og sagðir að ég væri ekki nógu gömul til að skilja að ég myndi komast að þessu öllu seinna og ég yrði bara að treysta því. Þú trúðir á líf eftir dauðann. Lýsing þín á himnaríki var hálfgert ævintýraland, þú sagðist oft hafa farið í heimsókn þangað. Þú kallaðir það besta stað í heimi. Mér er það mjög minnisstætt þegar þú sagðir: Kristín, þegar afi þinn fer til himnaríkis þá skaltu ekki vera döpur heldur fagna því að hann sé kominn heim. Þú sagðir mér að sem barn hefði brosið aldrei dottið af andlitinu á mér og alls staðar í kring verið gleði. Svo ég segi með bros á vör og söknuð í hjarta: Velkominn heim afi og fyrir þig mun ég aldrei hætta að brosa. Þín afastelpa, Kristín Salín Þórhallsdóttir. Helgi S. Jóhannsson  Fleiri minningargreinar um Helga S. Jóhannsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Arndís Theódórsfæddist í Stór- holti í Saurbæj- arhreppi í Dalasýslu 5. maí 1918. Hún lést á hjartadeild Land- spítalans við Hring- braut 30. desember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Guðmundur Theódórs, f. 11. des- ember 1880, d. 20. ágúst 1972, og El- ínborg Pálsdóttir, f. 22. nóvember 1881, d. 21. nóvember 1929. Arndís á einn eftirlifandi bróður af níu systk- inum, Pál Theódórs f. 18. maí 1919. Í apríl 1952 giftist Arndís Guð- mundi Maríasi Guðmundssyni, f. 23. júní 1922. d. 21. ágúst 1982. Börn þeirra eru: 1) Borgar, f. 3.4. 1949, maki Sess- elja Svavarsdóttir, börn þeirra: Hrólfur Árni, Sólveig og Berg- lind, barnabörnin eru sjö. 2) Guðmar, f. 28.10. 1952, maki Kar- itas Sigurðardóttir, börn þeirra: Arndís Hrund og Elvar Þór. 3) Hólmfríður, f. 2.10. 1954, maki Sveinn Ingi Sigurðsson, börn þeirra: María Ósk, Arnar Ingi og Rakel Rut, barnabörnin eru fimm. Útför Arndísar fer fram frá Há- teigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Elsku mamma mín er farin. Ég á engin orð til að lýsa því hversu sárt ég sakna þín, þrátt fyrir að þú værir „komin af léttasta skeiði“ eins og sagt er. Þú varst svo ótrúlega hraust, dug- leg og sjálfstæð kona. Eftir að það kom í ljós nú í haust hversu veik þú varst varð ég að horf- ast í augu við þá staðreynd að við myndum ekki gera allt það sem við ætluðum að gera saman. Ég er ekki að fara að skrifa ein- hverja upprifjun hér, né æviágrip (þess þarf ekki), einungis að setja nokkur þakkarorð á blað. Ég vil þakka þér fyrir allt, ekki bara fyrir að hafa verið besta mamman, heldur einnig fyrir að hafa alltaf verið besti vinur minn. Allt sem þú varst mér og ekki síður börnunum mínum og barnabönum. Ég bið og treysti því að þér líði betur og að pabbi minn hafi tekið á móti þér. Guð blessi þig elsku mamma mín. Þín dóttir Fríða. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Elsku amma mín. Hér sit ég og hugsa til þín og yfir mig hellist bæði sorg og gleði, sorgin að þú sért farin, en gleði yfir öllum þeim yndislegu stundum sem við átt- um saman og ég er svo þakklát fyrir. Ég hugsa um góðu stundirnar okkar yfir kaffibollanum og öll sam- tölin sem við áttum um lífið og til- veruna, það var alltaf svo hlýlegt og notalegt að koma í heimsókn til þín í Dalselið. Amma mín var ekta amma, bæði í útliti og framkomu. Ég er svo þakk- lát fyrir að bæði ég og dætur mínar áttum með þér margar yndislegar stundir, þú varst alltaf svo góð og yndisleg við okkur og alltaf tókstu á móti okkur brosandi og með opnum örmum. Allar fallegu minningarnar um þig geymi ég og gleymi aldrei. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elska þig elsku amma mín. Kveðja, þín Rakel Rut. Elsku amma, mikið sakna ég þín. Alls konar hlutir koma upp í hugann, hlutir sem ég allt í einu mun ekki upplifa aftur, hlutir sem ég upplifði með þér. Ég mun ekki fá heima- prjónaða sokka, ekki hringja í þig þegar ég sit föst í umferð, ekki skoða með þér myndirnar þínar, sem við skoðuðum í hvert skipti sem við kom- um til þín, ekki finna „ömmulyktina“. Með mér hef ég allar mínar minn- ingarnar sem ég mun geyma í hjarta mínu, mínar fyrstu minningar um að baka kleinur, um að læra að prjóna, um að sitja og kjafta yfir glasi af mjólk og kleinum. Þegar þú komst til að heimsækja mig fyrst allra í Dan- mörku, þá vissi ég ekki enn að ég ætlaði mér að flytja til að vera. Gönguferðirnar okkar í kringum vötnin, að prófa nýja veitingastaði, skoða fólkið og menninguna. Ég sakna þín. Ég kem til með að sakna þín. Ég var svo heppin að geta komið og verið hjá þér í þínum stuttu veik- indum, ég sat hjá þér og við töluðum um heima og geima. Isak sat og teiknaði handa þér, og knúsaði þig og kyssti, ég mun hjálpa honum að muna það og hjálpa honum og Gabr- iel að muna þig. Elsku amma mín, ég vona að þér líði vel og að þú sért á stað þar sem þú allra helst vilt vera. Ég bið að heilsa afa. Ég elska þig, þín María. Arndís Theódórs

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.