Morgunblaðið - 10.01.2008, Page 43

Morgunblaðið - 10.01.2008, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2008 43 Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA lag verður allavega að vera tilbúið fyrir mánaðamótin, við ætlum samt að reyna að klára það svona tveimur vikum fyrir frumsýningu sem er 8. febrúar,“ segir Bergur Ebbi Benediktsson, forsprakki Sprengjuhallarinnar, en sveitin hef- ur verið fengin til þess að sjá um tón- list fyrir leikritið Fló á skinni hjá Leikfélagi Akureyrar. Sveitin mun semja eitt nýtt lag fyrir sýninguna, auk nokkurra stefja sem munu hljóma í sýningunni. Aðspurður segir Bergur ekki ólík- legt að nýja lagið verði samnefnt sýningunni. „Við vinnum þetta með leikstjóranum og leikhópnum, og textinn verður að vera í samræmi við sýninguna. Við erum með plottið, vitum margt um persónurnar og okkur líst rosalega vel á þetta leik- rit,“ segir hann. „Þeim hjá leikfélag- inu fannst okkar stíll passa vel við leikritið, svona svolítið gáskafullur stíll. Þannig að þau báðu okkur bara að gera það sem við erum vanir að gera.“ Sprengjuhöllin mun ekki koma fram á sýningunum á Akureyri, heldur verður um upptöku að ræða. Hins vegar stefna þeir félagar að því að fara norður og spila í kringum frumsýninguna. Hvað útgáfu varðar segir Bergur allavega stefnt að því að gefa nýja lagið út, með einum eða öðrum hætti. „Það eru endalausir möguleikar í netútgáfu í dag og lítið mál að koma þessu lagi til dæmis út á Tónlist.is. Svo er ekki útilokað að það komi út á einhverri safnplötu,“ segir hann. Fló á skinni er farsi eftir George Feydeau í nýrri leikgerð Gísla Rún- ars Jónssonar, en leikstjóri er María Sigurðardóttir. Miðasala hófst í gær og seldust þá hátt í 3000 miðar. Upp- selt er því á fyrstu fimmtán sýning- arnar sem er met hjá leikfélaginu. Keyra yfir Dani Annars er það að frétta af Sprengjuhöllinni að hún mun halda út fyrir landsteinana og keyra yfir Danmörku í byrjun mars. „Við mun- um spila í Kaupmannahöfn 1. mars, það er Vestnorræna félagið sem stendur fyrir því,“ segir Bergur. „Eins og félagi minn sagði, þetta er svona félag sem er starfrækt til þess að Danir geti fylgst með því sem er að gerast í gömlu nýlendunum,“ seg- ir hann og hlær. „En tónleikarnir verða annars í sama húsi og sendiráðið á Norður- bryggju. Þetta verður örugglega svolítið flott.“ Miðasala á tónleikana er þegar hafin og nánari upplýsingar má finna á www.bryggen.dk, undir liðnum „program“. Morgunblaðið/Sverrir Sprengjó „Þeim hjá leikfélaginu fannst okkar stíll passa vel við leikritið, svona svolítið gáskafullur stíll.“ Enn einn slagari frá Sprengjuhöllinni? Farsi Fló á skinni verður frumsýnt fyrir norðan hinn 8. febrúar. Semja tónlist fyrir Fló á skinni hjá Leikfélagi Akureyrar DÍVUSTÆLANA vantar ekki í söng- dívuna Mariuh Carey. Carey lýsti því nýlega yfir að hún vildi frekar koma fram með svíni en syngja dúett með Jennifer Lopez. Sá orðrómur hefur gengið að Carey og hin þungaða J.Lo ætluðu að koma fram saman. En Carey sló á þann róm með því að segja í sjónvarpsþættinum Inside Hollywood: „Ég myndi frekar kjósa að koma fram með svíni. Dúett með mér og Jennifer Lopez mun aldr- ei eiga sér stað.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slær í brýnu milli söngkvennanna tveggja. Vill svín frekar en J.Lo Jennifer Lopez Mariah Carey - kemur þér við Erfitt að vera edrú á Hrauninu Paris Hilton drakk íslenskt vatn í steininum Fátæktargildra í skattatillögum ASÍ? Gagnrýnandi velferðarkerfisins fær tækifæri til að breyta Rýnt í heimilisbókhald í Sparibauknum Bílastæði verslunar- miðstöðva slysagildra Hvað ætlar þú að lesa í dag? FASTEIGNAMI‹STÖ‹IN Stofnsett 1958 jardir.is 550 3000 Magnús Leópoldsson, lögg. fasteignasali

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.