Morgunblaðið - 09.02.2008, Side 6
6 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Í
siðuðu samfélagi fá látnir að
hvíla í friði. Með hófsemd og
kyrrð sýnir maður hinum
látna tilhlýðilega virðingu og
með kærleiksorðum sýnir
maður nánustu aðstandendum skilning
og samúð á erfiðustu stund lífsins.
Miklu moldviðri hefur verið þyrlað
upp í kringum útför Bobbys heitins
Fischers þar sem þetta siðalögmál er
ekki virt. Stóryrtar yfirlýsingar hafa
fallið og ýmsir gert tilkall til minn-
ingar hins látna. Vegið hefur verið að
syrgjandi unnustu Fischers, sem og
þeim vini sem Fischer hélt nánu sam-
bandi við fram í andlátið. Nú get ég
ekki lengur orða bundist, í þeirri von
að fólki finnist mál að linni og hætti að
fara fram með meiðandi gífuryrðum á
opinberum vettvangi.
Bobby Fischer og hin japanska
Miyoko Watai þekktust í áratugi. Allir
sem einhverja innsýn hafa fengið í líf
Fischers síðustu árin hljóta í hjarta
sínu að vita að Miyoko var miklu meira
en hver annar óskilgreindur „vinur“.
Fischer treysti engum sem henni. Hún
var hans allra nánasti ástvinur og unn-
usta og í dag er hún kona í sorg. Sá
sem leyfir sér að gera lítið úr því og
draga í efa að hún sé „ekkja“ Fischers
tekur sér mikið vald. Það hefur hingað
til ekki verið dregið í efa á Íslandi að
unnusta látins manns, hvort heldur um
giftingu er að ræða eða ekki, ráði útför
síns heittelskaða.
Garðar Sverrisson og fjölskylda
hans hjúkruðu Bobby Fischer vikum
og mánuðum saman í veikindum og
voru honum stoð og stytta allan þann
tíma sem hann dvaldi hér á Íslandi síð-
ustu æviárin. Garðar og hans fjöl-
skylda eiga þakkir skildar fyrir að hafa
lagt svo mikið á sig sem raun ber vitni
til að hlúa að Fischer og halda yfir
honum hlífiskildi með ráðum og dáð,
þar sem engan skugga bar á.
Þeim sem annt er um minningu
Bobbys Fischers ætti að misbjóða að
vegið sé að fólkinu sem að honum hlúði
fram í andlátið og sýndi honum tryggð
og drengskap í lifanda lífi fram á síð-
ustu stund. Fischer hefði þótt óbæri-
legt að vita af þeim grófu ásökunum,
rangfærslum og meiðandi ummælum
sem nú hafa herjað á eftirlifandi unn-
ustu hans jafnt sem trúnaðarvini.
Mörgum þótti vænt um goðsögnina
Fischer á mismunandi skeiðum lífs
síns og ýmsir eiga þakkir skildar fyrir
að rétta honum hjálparhönd þegar að
var sótt. En allir sem eitthvað vissu
um Fischer hljóta að vita að hann
hefði viljað að útför sín færi fram í al-
gjörri kyrrþey og ró, með fjölmiðla og
umstang víðs fjarri og bara örfáa sér
við hlið á kveðjustund. Það þarf ekki
að vita mikið um Fischer til að vita
það.
Margir vilja minnast afreka Fisch-
ers og það verður án efa gert þegar
fram í sækir og þegar við á. Erfðamál
og önnur munu verða leidd til lykta
með lögformlegum hætti og stað-
reyndir mismunandi þátta munu koma
upp á yfirborðið innan réttarkerfisins.
Slíkt tekur tíma og verður ekki til
lykta leitt með ásökunum á vígvelli
kastljóssins. Minning nýlátins manns
svertist hins vegar með áframhaldandi
gífuryrðum í fjölmiðlum. Hvað svo sem
kemur upp úr krafsinu í framhaldi
þessa máls alls, hvort heldur hvað
varðar jarðsetningu, giftingu, erfðamál
eða minnisvarða, þá er alveg ljóst
hvers Fischer hefði óskað. Hann hefði
óskað að unnustu sinni og traustum
vini – þeim sem hafa lagt sig í líma við
að framfylgja hans óskum í lífi sem
dauða – væri sýnd virðing og sam-
kennd og hlíft við meiðandi gíf-
uryrðum, og hann hefði óskað þess að
fá að hvíla í friði. Það er vart til of
mikils mælst að hann fái einmitt það,
eins og hver önnur manneskja sem
deyr í okkar samfélagi.
Um Bobby Fischer hljóta að gilda
sömu lögmál og aðrar manneskjur:
Það er þeirra nánustu að bera fram
PISTILL »Minning nýlátins
manns svertist hins
vegar með áframhaldandi
gífuryrðum í fjölmiðlum.
Hvað svo sem kemur upp
úr krafsinu í framhaldi
þessa máls alls, hvort
heldur hvað varðar jarð-
setningu, giftingu, erfða-
mál eða minnisvarða, þá
er alveg ljóst hvers
Fischer hefði óskað.
Guðfríður Lilja
Grétarsdóttir
Að hvíla í friði
hinstu kveðju í anda hins látna. Það er
allra annarra að votta syrgjendum
hans samúð og slá um þau skjaldborg,
og sýna um leið hinum látna þá virð-
ingu að halda ró og kyrrð á tímum
sorgar. Það er ekki til of mikils mælst.
Hljóðpistlar Morgunblaðsins,
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
les pistilinn
HLJÓÐVARP mbl.is
LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu rannsakar
nokkur þjófnaðarmál, þar sem grunur leikur á að
erlend glæpagengi sendi mikið af þýfi úr landi.
Rannsókn á nýlegu máli er langt komin, að sögn
lögreglu, en verðmæti þýfis í því máli er talið vera
nokkrar milljónir króna. Ljóst þykir að um skipu-
lagða glæpastarfsemi sé að ræða.
Rannsóknarlögreglumenn frá svæðisstöðinni í
Hafnarfirði fundu um 130 kg af fatnaði, skóm og
snyrtivörum við húsleit í byrjun vikunnar, og í
kjölfarið í póstsendingum á Keflavíkurflugvelli.
Fimm karlmenn voru handteknir í tengslum við
rannsókn málsins og er ljóst að varningurinn átti
að fara til Póllands. Mennirnir eru allir útlend-
ingar.
Ekki er langt síðan upp kom sambærilegt mál
en það var tengt hópi litháískra karlmanna. Fjór-
tán manns voru handteknir í tengslum við rann-
sókn þess máls, en aðeins nokkrir ákærðir. Lög-
regla segir þessi þjófnaðarmál vera nýbreytni hér
á landi, þau séu frábrugðin hefðbundnum þjófn-
aðarmálum þar sem brotist er inn á heimili eða í
fyrirtæki til að stela vörum sem svo eru seldar á
götunni.
„Þetta eru einstaklingar sem koma, að því er
virðist, hingað til lands gagngert til að ná í varning
og senda út,“ segir Helgi Gunnarsson, rannsókn-
arlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgar-
svæðinu. Hann tekur jafnframt fram að lögreglan
sé með fleiri slík mál til rannsóknar.
Lögreglan reynir eftir fremsta megni að kort-
leggja aðferðir og tengsl gengjanna. Að sögn
Helga er ekkert sem bendir til að málin tengist
innbyrðis. Þau eru þó öll keimlík, þ.e. reynt er að
ná í samskonar vörur og senda þær úr landi.
Koma hingað til lands ein-
göngu til að stela smávöru
Erlend glæpagengi senda stolnar vörur úr landi Nokkur mál á borði lögreglu
SVEITARSTJÓRN Grímseyjar-
hrepps hefur ákveðið að kæra á
næstunni Brynjólf Árnason, fyrrver-
andi sveitarstjóra, til lögreglu fyrir
meint auðgunarbrot í starfi. Lög-
maður sveitarfélagsins, Ingvar Þór-
oddsson, staðfesti það í samtali við
Morgunblaðið. Um er að ræða veru-
legar fjárhæðir.
Málið komst í hámæli þegar skrif-
stofa Grímseyjarhrepps var innsigl-
uð í lok nóvember sl. Nokkrum dög-
um áður var Brynjólfur dæmdur í
skilorðsbundið fangelsi vegna 12.900
lítra af olíu sem hann dró sér sem
umboðsmaður Olíudreifingar.
Fjárdráttur og skjalafals
Í kjölfarið fóru sveitarstjórnar-
menn ásamt sérfræðingum í gegnum
gögn hreppsins. Við þá skoðun kom
margt misjafnt í ljós, m.a. fjárdrátt-
ur og skjalafals. Ekki hafa þó fengist
nákvæmar upplýsingar um meint
brot fv. sveitarstjórans.
Þegar kæra sveitarstjórnar berst
lögreglunni á Akureyri mun fara
fram formleg rannsókn á bókhaldinu
og þeim gögnum sem lögð verða
fram. Í kjölfarið er það sýslumanns
að taka ákvörðun um hvort Brynj-
ólfur verður ákærður.
Kæran
brátt send
Lögregla rannsaki
meint fjársvik
LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ mun
taka til umfjöllunar mál fanga sem
lést í klefa sínum á Litla-Hrauni úr
meþadoneitrun í
september sl.
Í samtali við
Morgunblaðið
segir Matthías
Halldórsson að-
stoðarlandlæknir
ekki útilokað að
rannsóknin geti
leitt til breyttra
verklagsreglna
við meðhöndlun
og lyfjagjöf einstaklinga í afeitrun
innan veggja fangelsisins.
Að sögn Matthíasar eru lyfjamálin
innan Litla-Hrauns í tiltölulega góðu
horfi, enda gildi þar mjög strangar
verklagsreglur varðandi meðhöndl-
un lyfja. Þannig séu sterk verkjalyf
og ávanabindandi lyf ekki leyfð í
fangelsum. Spurður um notkun
meþadons segir hann lyfið ekki not-
að sem verkjalyf heldur einvörðungu
sem lyf við fráhvarfseinkennum hjá
ópíumfíklum. Að sögn Matthíasar
vantar hins vegar tilfinnnanlega
afeitrunardeild á Litla-Hrauni þar
sem meðferðaraðstæður séu betri og
eftirlitið meira en þekkist í dag.
Landlækn-
ir skoðar
dauðsfall
Matthías
Halldórsson
ÞÓRHALLUR Arason, skrifstofu-
stjóri í fjármálaráðuneytinu, segir
engan ágreining milli fjármálaráðu-
neytisins og stjórnar Þróunarfélags
Keflavíkurflugvallar um það hve
miklu sala eigna á varnarsvæðinu
skili í ríkissjóð. Það verði að öllum
líkindum 8-9 milljarðar.
Í bréfi sem fjármálaráðuneytið
sendi fjárlaganefnd Alþingis er talan
12,8 milljarðar nefnd. Þórhallur seg-
ir að sú tala sé brúttótala og eftir eigi
að draga frá ýmsan kostnað líkt og
Magnús Gunnarsson, formaður
stjórnar Þróunarfélagsins, nefndi í
samtali við Morgunblaðið í gær. Þar
er um að ræða kostnað við hreinsun
á menguðum svæðum, breytingar á
rafmagni í fasteignunum, rekstur
samfélagsins og fleira.
Eignasala
skilar 8-9
milljörðum
♦♦♦
FJÖLMÖRG norsk loðnuveiðiskip voru í höfn á Eskifirði
í gær vegna veðurs. Alls mega 25 norsk skip stunda hér
loðnuveiðar í einu og í gær voru 25 skip skráð innan
landhelginnar og 10 skip biðu eftir því að komast inn.
Norðmenn eru með 39.125 tonna kvóta hér við land,
en í gær höfðu þeir veitt 4.750 tonn. Þeir mega ekki
stunda veiðarnar lengur en til 15. febrúar og ekki fara
sunnar við veiðarnar en að Hvalbaksgrunni. Veiði hefur
verið afar dræm og veður sett strik í reikninginn. Því er
afar ólíklegt að Norðmenn nái kvóta sínum þetta árið.
Norsku skipin ýmist frysta loðnuna um borð eða landa
henni í Noregi. Fjöldi skipanna svarar til þess að hvert
skip fær nálægt einni veiðiferð.
Kvóti íslenzkra skipa er 121.745 tonn og aðeins 23.739
tonn hafa verið veidd. Veiðarnar hafa staðið yfir með
hléum og lítilli sókn í um það bil mánuð.
Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
Norski loðnuflotinn á Eskifirði
Erlend þjófagengi í sókn
mbl.is | Sjónvarp