Morgunblaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand MÉR ÞYKIR LEITT HVERNIG FÓR MEÐ STEFNUMÓTIÐ, LÍSA ÞAÐ VAR FREKAR SKRÍTIÐ ÉG HEF ALDREI HEYRT UM AÐ VEITINGAHÚS VERÐI UPPISKROPPA MEÐ MAT ÞAÐ KEMUR SAMT STUNDUM FYRIR MÉR HEFUR HELDUR ALDREI VERIÐ HENT ÚT ÚR SÆDÝRASAFNI ÁÐUR ÞAÐ LÍKA... ALLT Í LAGI! ÉG SKAL SENDA BRÉF TIL GRASKERS- INS OG SEGJA HVAÐ ÉG VIL HVERT Á ÉG AÐ SENDA ÞAÐ? EN EKKI HVAÐ?...GRASKERIÐ MIKLA BÝR AÐ SJÁLFSÖGÐU ÚTI Á AKRI... HVAR ANNARS STAÐAR? HVERNIG VIRKA LJÓSAPERUR? GALDRAR EN ÞÚ SAGÐIR ÞAÐ SAMA ÞEGAR ÉG SPURÐI UM RYK- SUGUNA! ÞETTA ERU ALLT GALDRAR ÞÚ VEIST BARA EKKI HVERNIG NEITT VIRKAR! FÍNT! EF ÞÚ VILT EKKI TRÚA PABBA ÞÍNUM, SEM VEIT MEIRA EN ÞÚ, ÞÁ MÁTTU ÞAÐ SJÁÐU! GALDRAR! ÞETTA ERU EKKI GALDRAR EF ÞÚ ÞYRFTIR AÐ GERA ÞETTA ALLT AFTUR, HVERNIG MANN MUNDIR ÞÚ VELJA ÞÉR? ÉG MUNDI VELJA MANN SEM ELSKAÐI AÐ VINNA HÚSVERKIN OG HANN ÞYRFTI HELST AÐ VERA MEÐ OFNÆMI FYRIR BJÓR ÞETTA ER ALLT Í LAGI! LÆKNIRINN ÞINN HEFUR SJÁLFUR FARIÐ Í MARGAR LÝTA- AÐGERÐIR ÞAÐ ER ENGINN SKÓLI Í DAG, KRAKKAR. KENNARAR- NIR FÓRU Í VERKFALL HVAÐ ÞÝÐIR ÞAÐ EIGINLEGA? ÞAÐ ÞÝÐIR AÐ KENNARARNIR ERU EKKI ÁNÆGÐIR MEÐ ÝMSA HLUTI OG ÞEIR NEITA AÐ KENNA YKKUR FYRR EN ÞEIM ER KIPPT Í LIÐINN ER ÞETTA ÚT AF ÞVÍ AÐ ÉG VAR ÓÞEKK SÍÐASTA VETUR? NEI, ÞETTA KEMUR YKKUR KRÖKKUNUM EKKERT VIÐ GERA KENNARAR EITTHVAÐ ANNAÐ? ERTU SORGMÆDD YFIR DAUÐA HÚGÓ? EN HANN REYNDI AÐ DREPA ÞIG! EN HANN ELSKAÐI MIG! ÞETTA VAR LEIKSIGUR LÍFS MÍNS... EN ÞAÐ SÁ MIG ENGINN REYNDAR... ER ÞAÐ EKKI ALVEG SATT MYNDATÖKUVÉLIN VAR Í GANGI dagbók|velvakandi Takk fyrir stoppið! ÞAÐ er ekki með öllu þrautalaust að ferðast á hjólinu sínu um borgina eins og snjóalögin hrannast upp. Ruðningar liggja þvers og kruss og saltið berst ótæpilega á stígana svo erfiðara verður að fá grip undir reiðhjóladekkin. Hugsanir þjóta út og suður og stundum ekki allt jafn fallegt sem flýgur í gegn. Því er svo ljúft þegar aðdáun- arvert viðmót verður á vegi manns í umferðinni. Ég þarf að fá að þakka bílstjór- anum sem stöðvaði bifreið sína aft- an við gangbraut í hægri beygju á gatnamótum Háaleitisbrautar og Kringlumýrarbrautar. Hann stöðv- aði bifreiðina tímanlega og það var alveg ljóst að hann bauð mér hjól- andi hreinan forgang. Án þess að almenningur geri sér grein fyrir því, þá er hönnun um- ferðarmannvirkja óvart unnin á skjön við umhverfisvænan ferða- máta. Biðskyldan er höfð „hinum megin“ við gangbrautina og því eðlileg hugsun bílstjóra að vera stopp þvert á gönguæðar gatna- móta. Auk þess eru götuljósin líka „hinum megin“ svo þú sérð mjög vel til ljósanna þrátt fyrir að vera kominn langt fram yfir stöðv- unarlínu. Þetta hljóta að vera „slysabörn“ verkfræðinga, frekar en hugmynd um að flýta umferð. Þessi hvatning að vera nánast kominn yfir gatna- mót áður en þú stöðvar bílinn þinn er varla neitt sem átti að gerast. Þegar samgönguráðuneytið snýr sér að því að laga þetta verður það svolítill peningur en ekki nema brotabrot af því sem t.d. jarðgöng á afskekktum landshornum kosta. Eða pínulitlir bátar sem óvart kosta voða mikið. Á mörkuðum heimsins eru græn- ar fjárfestingar í uppsveiflu. Þegar íslenska þjóðin ákveður að verða græn, þá tileinkar hún sér það líka í einum grænum eins og hvert annað fiskeldi eða minkarækt. Ég óska þess eins að stjórnvöld séu viðbúin sveiflunni og taki henni opnum örmum. Það er eitthvað gott handa börnunum okkar og ég held að það gleðji líka ömmu og afa. Þau vilja líka gera vel við barnabörnin. Konan í gula stakknum. Henry Birgir og ofurskálin ÉG, ásamt nokkrum kunningjum, ákvað að gefa mér tíma til að horfa á Super Bowl aðfaranótt mánu- dagsins síðasta. Misdjúpt var á vitneskju um amerískan fótbolta í hópnum en öll skemmtum við okkur konunglega, enda frábær leikur. Eitt af því sem stuðlaði að því að þessi nótt verður ógleymanleg, a.m.k. næsta hálfa árið, var lýsing Henrys Birgis. Hún var lífleg og skemmtileg og ég veit að ég tala fyrir hönd fimm manns þegar ég segi: Takk fyrir, Henry! Já, hann Henry er viðbjóðslega mælskur. Kári. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is EINS og nú er ástatt á götum borgarinnar þarf bæði mikinn vilja og ekki síður áræði til að fara ferða sinna á reiðhjóli. Ökumenn bifreiða ættu að sýna þessum hvunndagshetjum fyllstu tillitssemi. Morgunblaðið/Jim Smart Hvunndagshetjur FRÉTTIR GARÐBÆINGAR náðu í lok jan- úar þeim áfanga að verða í fyrsta sinn fleiri en tíu þúsund. Garðbæ- ingur númer tíu þúsund er, sam- kvæmt upplýsingum frá þjóðskrá, stúlka sem fæddist 30. janúar sl., dóttir hjónanna Hrannar Sigríðar Steinsdóttur og Jóns Vilbergs Magnússonar. Fyrirtækin í Kauptúni, nýja viðskiptahverfinu í Garðabæ, Bónus, BYKO, IKEA og Max, buðu tíu þúsundasta Garðbæing- inn velkominn í heiminn með því að gefa fjölskyldu hennar 10 þús- und króna gjafabréf hvert. Páll Hilmarsson, forseti bæjarstjórnar Garðabæjar, fagnaði þessum áfanga með því að afhenda fjöl- skyldunni gjafabréfin ásamt blómvendi frá Blómabúðinni á Garðatorgi. Í fréttatilkynningu kemur fram að í heimsókn sinni til fjölskyld- unnar minnti Páll Hilmarsson á að rúm þrjú ár eru síðan níu þús- undasti íbúinn var boðinn vel- kominn í bæinn. Fjölgar í Garðabæ Páll Hilmarsson heldur á tíu þúsundasta íbúanum. Með á myndinni eru foreldrarnir, Hrönn Sigríður og Jón Vilberg. Tíu þúsundasti Garðbæingurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.