Morgunblaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 9
ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti
Íslands, tók þátt í mörgum fundum
og viðburðum í Nýju Delí, höfuðborg
Indlands, 6. og 7. febrúar. Hann var
meðal ræðumanna á setningarathöfn
Delíráðstefnunnar um sjálfbæra
þróun þar sem aðaláhersla var lögð á
baráttuna gegn loftslagsbreyting-
um. Framsögu á setningarathöfninni
flutti forsætisráðherra Indlands, dr.
Manmohan Singh, en fundinn sækja
mörg hundruð áhrifamanna á sviði
vísinda, tækni og viðskipta víða að úr
veröldinni.
Í ávarpi sínu og umræðum sem
fylgdu í kjölfarið lagði forseti Íslands
áherslu á árangur Íslendinga við
nýtingu hreinnar orku og nauðsyn
þess að aðrar þjóðir grípi tafarlaust
til raunhæfra aðgerða við umbreyt-
ingu orkukerfa heimsins.
Delíráðstefnan er þegar orðin
mikilvægur alþjóðlegur vettvangur
fyrir samráð og stefnumótun á þessu
sviði en helsti hvatamaður fundarins
og stjórnandi hans er dr. Rajendra
K. Pachauri, forseti TERI-rann-
sóknarstofnunarinnar. Í vetur tók
dr. Pachauri við friðarverðlaunum
Nóbels sem formaður Loftslags-
nefndar Sameinuðu þjóðanna, IPCC.
Vísindamenn funduðu
um bráðnun jökla
Ólafur Ragnar var viðstaddur
undirritun samkomulags milli Há-
skóla Íslands og TERI um samvinnu
í rannsóknum á sjálfbærri þróun og
fleiri sviðum og um gagnkvæm skipti
á nemendum og kennurum. Kristín
Ingólfsdóttir háskólarektor undirrit-
aði samkomulagið fyrir hönd HÍ en
ásamt henni voru viðstaddar Guðrún
Pétursdóttir, forstöðumaður Stofn-
unar Sæmundar fróða um sjálfbæra
þróun, og Árný Erla Sveinbjörns-
dóttir, stjórnarformaður stofnunar-
innar, en þær sækja Delíráðstefnuna
ásamt rektor.
Forseti sat einnig fundi vísinda-
manna um bráðnun jökla af völdum
hlýnunar jarðar. Helgi Björnsson,
prófessor við HÍ, tók þátt í þessum
fundum forseta og flutti erindi um
rannsóknir íslenskra jöklafræðinga.
Samningur um samvinnu
við nýtingu jarðhita
Forsetinn sat í ferðinni kvöldverð-
arboð sem Gunnar Pálsson, sendi-
herra Íslands á Indlandi, og Glitnir
buðu til í tilefni af því að bankinn hef-
ur hafið starfsemi á Indlandi. Þar
flutti forseti ávarp ásamt P. Chid-
ambaram, fjármálaráðherra Ind-
lands, og Lárusi Welding, forstjóra
Glitnis. Við það tækifæri undirritaði
Glitnir samning við LNJ Bhilwara
Group um samvinnu við nýtingu
jarðhita á Indlandi.
Skömmu áður undirritaði Glitnir
samkomulag við TERI og dr. Pach-
auri um stuðning Glitnis og Geysis
Green Energy við kynningarátak
sem dr. Pachauri hyggst efna til um
allan heim til að vekja athygli á nið-
urstöðum rannsókna á loftslags-
breytingum.
Einnig átti forseti fund með ind-
verskum flugmálayfirvöldum um
þau tækifæri sem gefast í flugsam-
göngum milli Íslands og Indlands.
Þá bauð Manmohan Singh for-
sætisráðherra Indlands forseta til
viðræðna um margvísleg sameigin-
leg áhugamál en indverski forsætis-
ráðherrann kom, áður en hann tók
við embætti, ásamt Soniu Gandhi
leiðtoga Kongressflokksins til Ís-
lands í boði forseta. Forsætisráð-
herra Indlands ítrekaði stuðning
Indverja við framboð Íslands til setu
í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna
og lýsti mikilli ánægju með vaxandi
samvinnu þjóðanna.
Lagði áherslu á árangur
við nýtingu hreinnar orku
Hittust Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ásamt forsætisráðherra
Indlands, dr. Manmohan Singh, á fundi þeirra í Indlandi í vikunni.
NÓBELSVERÐLAUNAHAFINN
Rajendra K. Pachauri bauð Kristínu
Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Ís-
lands, sérstaklega til alþjóðlegrar
loftslagsráð-
stefnu á vegum
vísindastofnun-
arinnar TERI.
Kristín mun
flytja erindi um
loftslagsmál á
vegum stofnunar-
innar í Indlandi.
Pachauri veitir
stofnuninni for-
stöðu, en hann
tók við friðar-
verðlaunum Nóbels á síðasta ári sem
forseti vísindanefndar Sameinuðu
þjóðanna um loftslagsbreytingar
(IPCC). Vísindanefndin hlaut sem
kunnugt er friðarverðlaun Nóbels,
ásamt Al Gore, fyrrverandi varafor-
seta Bandaríkjanna, fyrir baráttuna
gegn loftslagsbreytingum af völdum
manna.
Pachauri hefur verið á Íslandi í
tvígang og veitti því þá sérstaka at-
hygli hversu framarlega Háskóli Ís-
lands er í rannsóknum sem tengjast
nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa.
Pachauri hefur unnið með íslenskum
stjórnvöldum í þeim málaflokki og
flutt fyrirlestra hér, m.a. við vígslu
Stofnunar Sæmundar fróða um
sjálfbæra þróun.
Pachauri bauð rektor Háskóla Ís-
lands sérstaklega til ráðstefnunnar
en með því er rektor sýndur mikill
heiður, ekki síst fyrir þær sakir að
fjölmargir þjóðarleiðtogar og póli-
tískir áhrifamenn víða um heim
munu flytja erindi á ráðstefnunni. Á
meðal þeirra eru Anders Fogh
Rasmussen, forsætisráðherra Dan-
merkur, Manmohan Singh, forsætis-
ráðherra Indlands, Jens Stolten-
berg, forsætisráðherra Noregs,
Matti Vanhanen, forsætisráðherra
Finnlands, Moritz Leuenberger,
fyrrverandi forseti Sviss, og Ólafur
Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar hefur þegið boð um
að taka sæti í þróunarráði Indlands,
ásamt Pachauri, sem móta mun til-
lögur um aðferðir til að styrkja efna-
hagslíf Indverja og velferð ind-
versku þjóðarinnar án þess að skaða
umhverfið.
Utanríkisráðherra Íslands, Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir, hefur lýst
yfir sérstakri ánægju með að Pach-
auri hafi hreppt friðarverðlaunin í
fyrra. Í því hafi falist mikil hvatning
fyrir Íslendinga því Pachauri hafi lit-
ið mjög til Íslands og talið að Íslend-
ingar gætu orðið leiðandi í loftslags-
málum. Heimsókn háskólarektors til
Indlands rennir stoðum undir þessa
skoðun utanríkisráðherra.
Rektor boðið að flytja erindi
Kristín
Ingólfsdóttir
Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• Sími 581 2141
Verðhrun
Vandaður fatnaður
á ótrúlega lágu verði
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
sími 557 1730 sími 554 7030
Opið virka daga 10.00-18.00
Laugard. Bæjarlind 10.00-16.00 og Eddufell 10.00-14.00
Gallabuxur í 3 síddum
Laugavegi 51, sími 552 2201
Strákar
Fermingarfötin
eru komin
Útsölulok í dag
Klappastíg 44 - sími 562 3614
Innleggsnótur og gjafakort í fullu gildi á útsölunni
ÚTSALA
Heimsferðir bjóða frábær tilboð á allra síðustu sætunum á skíðin í
Austurríki í febrúar. Bjóðum einnig frábærar vikuferðir 16. og 23.
febrúar á sértilboði, flug og gistingu. Tryggðu þér skíðafrí á besta
verðinu og bókaðu strax. Ath. mjög takmarkað framboð!
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Skíðaveisla
í Austurríki
16. og 23. febrúar
frá kr. 29.990
Allra síðustu sætin
Verð kr. 29.990
Flugsæti með sköttum. Sértilboð 16. og
23. febrúar. Netverð á mann.
Verð kr. 49.990
Flug og gisting í viku.
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á
gististað „án nafns“ í Lungau (sjá
skilmála „stökktu tilboðs“) með morgun-
verði í 7 nætur. Sértilboð 16. og 23.
febrúar.
Verð kr. 64.990
Vikuferð með hálfu fæði.
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á
Hotel Stranachwirt *** í Lungau með
hálfu fæði í 7 nætur. Sértilboð 16. febrúar.
Verð kr. 84.990
Frábært **** hótel með hálfu fæði
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á
Hotel Unterberghof í Flachau með hálfu
fæði í viku. Sértilboð 1. mars.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.