Morgunblaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 9 ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tók þátt í mörgum fundum og viðburðum í Nýju Delí, höfuðborg Indlands, 6. og 7. febrúar. Hann var meðal ræðumanna á setningarathöfn Delíráðstefnunnar um sjálfbæra þróun þar sem aðaláhersla var lögð á baráttuna gegn loftslagsbreyting- um. Framsögu á setningarathöfninni flutti forsætisráðherra Indlands, dr. Manmohan Singh, en fundinn sækja mörg hundruð áhrifamanna á sviði vísinda, tækni og viðskipta víða að úr veröldinni. Í ávarpi sínu og umræðum sem fylgdu í kjölfarið lagði forseti Íslands áherslu á árangur Íslendinga við nýtingu hreinnar orku og nauðsyn þess að aðrar þjóðir grípi tafarlaust til raunhæfra aðgerða við umbreyt- ingu orkukerfa heimsins. Delíráðstefnan er þegar orðin mikilvægur alþjóðlegur vettvangur fyrir samráð og stefnumótun á þessu sviði en helsti hvatamaður fundarins og stjórnandi hans er dr. Rajendra K. Pachauri, forseti TERI-rann- sóknarstofnunarinnar. Í vetur tók dr. Pachauri við friðarverðlaunum Nóbels sem formaður Loftslags- nefndar Sameinuðu þjóðanna, IPCC. Vísindamenn funduðu um bráðnun jökla Ólafur Ragnar var viðstaddur undirritun samkomulags milli Há- skóla Íslands og TERI um samvinnu í rannsóknum á sjálfbærri þróun og fleiri sviðum og um gagnkvæm skipti á nemendum og kennurum. Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor undirrit- aði samkomulagið fyrir hönd HÍ en ásamt henni voru viðstaddar Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Stofn- unar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun, og Árný Erla Sveinbjörns- dóttir, stjórnarformaður stofnunar- innar, en þær sækja Delíráðstefnuna ásamt rektor. Forseti sat einnig fundi vísinda- manna um bráðnun jökla af völdum hlýnunar jarðar. Helgi Björnsson, prófessor við HÍ, tók þátt í þessum fundum forseta og flutti erindi um rannsóknir íslenskra jöklafræðinga. Samningur um samvinnu við nýtingu jarðhita Forsetinn sat í ferðinni kvöldverð- arboð sem Gunnar Pálsson, sendi- herra Íslands á Indlandi, og Glitnir buðu til í tilefni af því að bankinn hef- ur hafið starfsemi á Indlandi. Þar flutti forseti ávarp ásamt P. Chid- ambaram, fjármálaráðherra Ind- lands, og Lárusi Welding, forstjóra Glitnis. Við það tækifæri undirritaði Glitnir samning við LNJ Bhilwara Group um samvinnu við nýtingu jarðhita á Indlandi. Skömmu áður undirritaði Glitnir samkomulag við TERI og dr. Pach- auri um stuðning Glitnis og Geysis Green Energy við kynningarátak sem dr. Pachauri hyggst efna til um allan heim til að vekja athygli á nið- urstöðum rannsókna á loftslags- breytingum. Einnig átti forseti fund með ind- verskum flugmálayfirvöldum um þau tækifæri sem gefast í flugsam- göngum milli Íslands og Indlands. Þá bauð Manmohan Singh for- sætisráðherra Indlands forseta til viðræðna um margvísleg sameigin- leg áhugamál en indverski forsætis- ráðherrann kom, áður en hann tók við embætti, ásamt Soniu Gandhi leiðtoga Kongressflokksins til Ís- lands í boði forseta. Forsætisráð- herra Indlands ítrekaði stuðning Indverja við framboð Íslands til setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og lýsti mikilli ánægju með vaxandi samvinnu þjóðanna. Lagði áherslu á árangur við nýtingu hreinnar orku Hittust Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ásamt forsætisráðherra Indlands, dr. Manmohan Singh, á fundi þeirra í Indlandi í vikunni. NÓBELSVERÐLAUNAHAFINN Rajendra K. Pachauri bauð Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Ís- lands, sérstaklega til alþjóðlegrar loftslagsráð- stefnu á vegum vísindastofnun- arinnar TERI. Kristín mun flytja erindi um loftslagsmál á vegum stofnunar- innar í Indlandi. Pachauri veitir stofnuninni for- stöðu, en hann tók við friðar- verðlaunum Nóbels á síðasta ári sem forseti vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC). Vísindanefndin hlaut sem kunnugt er friðarverðlaun Nóbels, ásamt Al Gore, fyrrverandi varafor- seta Bandaríkjanna, fyrir baráttuna gegn loftslagsbreytingum af völdum manna. Pachauri hefur verið á Íslandi í tvígang og veitti því þá sérstaka at- hygli hversu framarlega Háskóli Ís- lands er í rannsóknum sem tengjast nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa. Pachauri hefur unnið með íslenskum stjórnvöldum í þeim málaflokki og flutt fyrirlestra hér, m.a. við vígslu Stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun. Pachauri bauð rektor Háskóla Ís- lands sérstaklega til ráðstefnunnar en með því er rektor sýndur mikill heiður, ekki síst fyrir þær sakir að fjölmargir þjóðarleiðtogar og póli- tískir áhrifamenn víða um heim munu flytja erindi á ráðstefnunni. Á meðal þeirra eru Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dan- merkur, Manmohan Singh, forsætis- ráðherra Indlands, Jens Stolten- berg, forsætisráðherra Noregs, Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands, Moritz Leuenberger, fyrrverandi forseti Sviss, og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Ólafur Ragnar hefur þegið boð um að taka sæti í þróunarráði Indlands, ásamt Pachauri, sem móta mun til- lögur um aðferðir til að styrkja efna- hagslíf Indverja og velferð ind- versku þjóðarinnar án þess að skaða umhverfið. Utanríkisráðherra Íslands, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, hefur lýst yfir sérstakri ánægju með að Pach- auri hafi hreppt friðarverðlaunin í fyrra. Í því hafi falist mikil hvatning fyrir Íslendinga því Pachauri hafi lit- ið mjög til Íslands og talið að Íslend- ingar gætu orðið leiðandi í loftslags- málum. Heimsókn háskólarektors til Indlands rennir stoðum undir þessa skoðun utanríkisráðherra. Rektor boðið að flytja erindi Kristín Ingólfsdóttir Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Verðhrun Vandaður fatnaður á ótrúlega lágu verði Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið virka daga 10.00-18.00 Laugard. Bæjarlind 10.00-16.00 og Eddufell 10.00-14.00 Gallabuxur í 3 síddum Laugavegi 51, sími 552 2201 Strákar Fermingarfötin eru komin Útsölulok í dag Klappastíg 44 - sími 562 3614 Innleggsnótur og gjafakort í fullu gildi á útsölunni ÚTSALA Heimsferðir bjóða frábær tilboð á allra síðustu sætunum á skíðin í Austurríki í febrúar. Bjóðum einnig frábærar vikuferðir 16. og 23. febrúar á sértilboði, flug og gistingu. Tryggðu þér skíðafrí á besta verðinu og bókaðu strax. Ath. mjög takmarkað framboð! Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Skíðaveisla í Austurríki 16. og 23. febrúar frá kr. 29.990 Allra síðustu sætin Verð kr. 29.990 Flugsæti með sköttum. Sértilboð 16. og 23. febrúar. Netverð á mann. Verð kr. 49.990 Flug og gisting í viku. Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á gististað „án nafns“ í Lungau (sjá skilmála „stökktu tilboðs“) með morgun- verði í 7 nætur. Sértilboð 16. og 23. febrúar. Verð kr. 64.990 Vikuferð með hálfu fæði. Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel Stranachwirt *** í Lungau með hálfu fæði í 7 nætur. Sértilboð 16. febrúar. Verð kr. 84.990 Frábært **** hótel með hálfu fæði Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel Unterberghof í Flachau með hálfu fæði í viku. Sértilboð 1. mars. Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.