Morgunblaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 36
✝ Bryndís Jóns-dóttir fæddist á Siglufirði 1. febr- úar 1914. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Siglu- fjarðar 30. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðlaug Gísladótt- ir húsfreyja, f. 20.2. 1880, d. 14. 6. 1966 og Jón Jó- hannesson fræði- maður og mála- færslumaður, f. 2.7. 1878, d. 16.10. 1953. Systk- ini Bryndísar, öll fædd á Siglu- firði, eru: Helga Jónsdóttir, bjó í Vestmannaeyjum, f. 18.7. 1902, Dóróthea Sigurlaug, bjó á Siglu- firði, f. 6.5. 1904, d. 24.3. 2001, Klara Valdís, bjó síðast á Akra- nesi, f. 14.6. 1906, d. 12.6. 1969, Jóhannes Guðmundur eldri, f. 1908, d. 1914, Anna, bjó lengst Jarron og eiga þau Adam Jar- ron og Andra Jarron. 2) Bettý, gift Óðni Gústafssyni og eiga þau Örnu Mjöll, Freyju og Emblu Óðinsdætur. Eftir barnaskólanám á Siglu- firði hóf Bryndís þátttöku í hinu iðandi atvinnulífi Siglufjarðar við silfur hafsins. Hún fór einnig á vertíðir til Grindavíkur og Vestmannaeyja og inn á milli gætti hún barna. Þegar síldin hvarf vann hún við salt- fiskverkun og í frystihúsum bæj- arins, auk þess að gera hreinar samtímis þrjár fjölmennar skrif- stofur. Bryndís var létt í lund og létt á fæti, hvers manns hugljúfi og barnagæla hin mesta. Hún hlaut í vöggugjöf ágæta teikni- og leikhæfileika sem ekki síst börn og vinkonur fengu að njóta í ríkum mæli. Bryndís starfaði lengi með Kvenfélaginu Von á Siglufirði og á 75 ára afmæli þess var hún kjörinn heið- urfélagi. Útför Bryndísar fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. af í Vestmanna- eyjum, f. 1.12. 1909, d. 2.8. 1983, Ófeigur Trausti, f. 7.3. 1912, d. 8.1. 1938, Jó- hannes Guðmundur yngri, bjó síðast í Reykjavík, f. 20.7. 1916, d. 14.12. 2004, Ingibjörg, bjó á Siglufirði, f. 22.11. 1918, d. 20.10. 1973 og Finnborgi, f. 29.3. 1928, d. 1930. Einkasonur Bryn- dísar og Guðbjörns Helgasonar, kjötiðnaðarmanns í Reykjavík, f. 26.8. 1909, d. 4.1. 1977 er Gunnar Trausti Guð- björnsson, prentari og skilta- gerðarmaður í Garðabæ. Gunnar kvæntist á Siglufirði Halldóru Jónasdóttur, áfengisráðgjafa hjá SÁÁ, f. 2.5. 1955. Dætur Gunn- ars og Dóru eru tvær: 1) Edda Rósa, f. 24. 10. 1972 gift David Oft var ég búinn að kveðja móður mína í huganum þar sem hún stóð á gangi Skálarhlíðar og veifaði til okkar með góðum kveðjum og krossbless- un. Ég var búinn að búa mig undir að sjá hana ekki aftur. En alltaf reis hún á fætur þrátt fyrir lærbrot og blóð- tappa svo fátt eitt sé nefnt. En þegar kallið kemur er maður alltaf jafn óviðbúinn. Binna Jóns var sjötta í röðinni í stórum systkinahópi sem fæddust má segja á tveggja ára fresti á árunum 1902-1918. Af sögnum má draga þá ályktun að Binna hafi alltaf verið hvers manns hugljúfi og vildi hvers manns bón leysa. Hún hlaut í vöggu- gjöf rífan skerf af teikni- og leikhæfi- leikum og sína einstöku léttu lund. Börnin bókstaflega soguðust að henni. Og þá er ég ekki að tala um mín börn og barnabörn heldur öll börn. Ég er ekki frá því að í æsku hafi vottað fyrir örlítilli afbrýðissemi hjá mér að þurfa að deila henni með vin- um og fjarskyldum ættingjum. Binna frænka er elsta barnagælan en hennar nutu börn systkina hennar og margar eru sögurnar af jóla- sveinaleik Binnu. Og svo vel var leikið að einn frændinn skellti hurð á andlit jólasveinsins. Binna Jóns er svo þjóð- sagnapersóna í hugum vina minna og kunningja og annarar kynslóðar frændfólks. Og síðast en ekki síst er hún Amma Binna. Öllum þessum kynslóðum barna hefur hún gefið af tíma sínum. Hrósað þeim og hælt. Huggað og hresst. Leikið við og lesið fyrir. Örlætið takmarkalaust. Henni fannst mest gaman að gefa. Úr einni togarasiglingunni kom sonurinn með mun meiri ávexti og sælgæti en hann var vanur og þá var veisla hjá Binnu Jóns. Þegar ég var að rakna úr bjór- rotinu þá sá ég að hún var búin að skipta jarðarberjadósum og cocktail- ávöxtum í nokkra poka sem stóðu á eldhúsborðinu og sjá mátti Binnu þjóta um hverfið til vinkvenna sinna. Eitt sinn gaf hún af mér skyrtu sem ég hafði keypt dýrum dómum í Grimsby og var alveg rasandi þegar hún fannst ekki. Hana grunaði nú lík- lega ekki að ég myndi nokkurn tíma nota þetta! Móðir mín var alla tíð verkakona. Hún vann við síldarsölt- un, fiskverkun, skúringar og var fé- lagsskapur og hjálpahella eldri kvenna á síðustu starfsárum sínum. Eftir langan vinnudag skúraði hún á kvöldin á þremur stöðum í bænum; Rafveitunni, Sparisjóðnum og Síldar- útvegsnefnd. Ég man aldrei eftir því að mig hafi skort nokkurn skapaðan hlut á uppvaxtarárunum þó að okkur greindi stundum á í tískustraumum. Móðir mín var krati af gamla skól- anum. Hennar menn voru Stjáni á Eyri, Jóhann Möller og Sigurjón prentsmiðjustjóri. Hún var verka- kona og studdi sína menn. Binna Jóns notaði oft orðið tryggðartröll um vini sína; sjálf var hún mikið tryggðartröll af svona lítill konu að vera. Nú er Binna Jóns á himnabrautum þar sem hún breiðir úr pilsinu sínu fyrir Pétur og þá himnafeðga. Ég trúi að þeir séu búnir að bíða lengi eftir því að fá svona gjöfula sál í himna- ranninn og setji hana strax yfir út- deilingu nauðþurfta í heiminum! Vil ég að leiðarlokum þakka starfsfólki Skálarhlíðar og Heilbrigðisstofnun- inni á Siglufirði fyrir frábæra að- hlynningu. Gunnar Trausti. Yndislega Binna frænka mín var pínulítil kona í kápu með hatt og veski. Svolítið eins og Mary Poppins, bara aldrei ströng og allt var leyfi- legt. Allir Siglfirðingar þekktu hana og dáðu. Hún fór ekki í manngreinarálit. Hún var í fullri vinnu við að hlúa að Siglfirðingum og mátti ekkert aumt sjá. Það gustaði af henni frænku minni þegar hún labbaði um Siglu- fjörð hnarreist með hatt og veski og gaukaði að öllum sem á vegi hennar urðu einhverju og ávallt var það akk- úrat það sem viðkomandi vanhagaði um. Hún frænka mín var dýrkuð og dáð þar sem hún fór og allir þekktu Binnu Jóns. Hún átti fullt af vinum og enga óvini. Hún var alltaf raulandi í góðu skapi, alltaf brosandi og alltaf gef- andi. Hennar hús stóð mér ávallt opið. Ég þurfti ekki að boða komu mína. Þegar ég birtist tók hún mér eins og um konunglega heimsókn væri að ræða. Mér fannst ég svo mikils metin þegar frænka var annars vegar. Veitingar voru borðnar á borð og við settumst og við ræddum málin yf- ir vínarbrauði og kakói. Mikið var gott að fá að tala og Binna hlustaði og sagði sögur sem oft á tíðum voru hreint ótrúlegar. Veit ekki hvort þær voru allar sannar en Binnu tókst að setja þvílíkan ævíntýraljóma á þær allar að ef einhver drungi eða leiði var í mér við komu þá afmáðist hann um leið og frænka fór á söguflug. Svo var farið í leiðangur niður í kjallara og þá var nú oft gott að halda í höndina á frænku þegar hjartað var við það að stoppa og myrkrið umlék. Svo var farið upp á loft í öll lokuðu herbergin þar sem enginn hafði farið um í langan tíma. Og þar var eins og tíminn hefði staðið í stað. Þar skynj- aði maður lífið sem einu sinni hafði geislað í herbergjunum en nú réð þögnin ein ríkjum þar. Inn í þessi her- bergi fór ég aldrei nema að hafa Binnu hönd nálægt. Þarna fór ímynd- unaraflið á flug og innan um allar bækurnar skynjaði maður nærveru afa. Binnu veröld var ævintýraveröld en nú er henni lokið. Hvíl í friði, elsku frænka, og takk fyrir allt. Hanna Birna Jóhannesdóttir. Elsku besta amma Binna, nú þegar þú ert farin fór ég að hugsa um allar frábæru minningarnar okkar, allt sem við gerðum saman. Þú varst engri lík, algjör ævintýra- kona. Það var alltaf svo gaman að vera í kring um þig, þú hafðir alltaf nóg fyrir mig að gera í Kotinu, að láta sér leiðast var ekki til. Það var alltaf svo gaman að vera í kotinu hjá þér. Skó- og fatadellan sem ég er með er örugglega komin frá því að í kotinu voru stórir staflar af skóm, enn í köss- um sem ég mátti leika mér með eins mikið og ég vildi. Öll fötin sem ég mátti hafa, kjólar, pils og jakkar. Ég skipti um föt eins oft og ég vildi. Það mátti sko hjá þér. Í Kotinu giltu aðrar reglur en í öllum öðrum húsum, al- gjört ævintýraland fyrir litla stelpu. Yfir þér var glæsileiki, alltaf í fal- legum kjólum og kápum og með hatt, glæsileg lítil kona. Þú vast líka pínu galdrakerling bjóst til allskonar smyrsl út jurtum og grösum sem við tíndum saman uppi í fjalli. Þú áttir smyrsl við öllu og þau virkuðu líka mjög vel. Það var líka gaman að láta þig spá fyrir sér, oftar en ekki sástu í spilunum sigl- ingu, myndarlegan mann, peninga og bjarta tíma – ekki slæmt það! Við náðum alltaf vel saman og vor- um miklar vinkonur, ég var ekki göm- ul þegar ég byrjaði að þekkja röddina þína og spenntist öll upp við komu þína, ég var alltaf svo kát og glöð í kringum þig, það var ekkert annað hægt, þú með öll þín skemmtilegheit. Ég var ótrúlega heppin að eiga þig að, þú passaðir mig þegar ég var lítil, það var svo gaman að vera hjá þér að ég fór ekki strax á leikskólann, því mig langaði bara vera hjá þér og ömmu Hrefnu, þið voruð bestar. Hversdagslegir hlutir urðu að æv- intýrum með þér, eins og gönguleiðin frá ömmu og afa sem við löbbuðum mörgum sinnum á dag og kölluðum tröllaskarð. Þar voru tröll sem maður þurfti að passa sig á, þú gast búið til spennandi sögur úr öllu. Það verður skrítið að fara á Sigló og hafa enga ömmu Binnu til að heim- sækja, en ég á þó allar skemmtilegu minningarnar um Binnu Jóns. Elsku amma Binna, þú munt alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu. Takk fyrir allt, ég mun aldrei gleyma þér. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Þín, Jóna Hrefna. Nú er lífshlaupi Binnu Jóns frænku okkar lokið. Það er með sanni hægt að segja að hún hafi spilað vel úr sín- um spilum. Binna er öllum sem henni kynntust minnisstæð og kær. Hún vann sér alls staðar vináttu og vænt- umþykju. Öllum mætti hún með opn- um örmum og gaf til kynna að henni væri ánægja af að hittast. Tók upp spjall og skjall ef svo má að orði kom- ast. Litlum frændum hældi hún þegar þeir urðu á vegi hennar með þeim hætti sem við átti. Framan af undraði hún sig á því hvað þeir hefðu stækkað mikið og væru myndarlegir. Síðar fyrir það hversu glæsilegir þeir væru orðnir og fulltíða menn. Seinna hversu konur þeirra væru myndar- legir og þeir heppnir, sem þó í því til- viki hefði ekki getað farið öðruvísi. Þá sá hún á löngu færi hver átti þessi myndarlegu börn sem safnast hafa í kringum okkur. Loks að engin leið væri að gera sér grein fyrir því að við hefðum elst nokkurn skapaðan hlut. Það var ekki bara í þessum samskipt- um sem hún var gefandi og veitandi því þrátt fyrir að vera einstæð móðir sem stundaði láglaunastörf var hún á þönum að hjálpa og hlaupa undir bagga með öðrum, með opið hús fyrir gesti og gangandi. Skaut oft skjóls- húsi yfir þá sem ekki lánaðist að út- vega sér húsnæði í húsnæðisleysi sem oft var þegar þúsundir flykktust til þess að taka þátt í síldarsöltun á Siglufirði. Aldrei þraut hana úrræði til þess að gera öðrum til góða. Binna ætlaðist alls ekki til þess að vera sá miðdepill sem hún var alls staðar. Það kom af sjálfu sér. Hún var einstök sögumanneskja. Var minnug og sagði skemmtilega frá og hafði þann einstaka hæfileika að geta hald- ið þræði og athygli hlustenda þótt saga sprytti út úr frásögninni og síð- an fleiri þannig að hún var gjarna með lifandi í frásögninni nokkrar í einu. Jafnframt því að halda uppi skemmtan með góðum sögum spáði hún gjarna í spil. Sú spámennska, sem var mjög vinsæl, gekk aðallega út á að segja viðkomandi frá því sem hann hafði gott af og gagn að heyra, þótt með slæddist gjarna forspá um endurgreiðslu frá skattinum, óvænta gestakomu og ferðalag. Allt mjög uppbyggjandi. Þrátt fyrir að vera komin vel á tí- ræðisaldur hélt Binna Jóns reisn sinni og sínu striki. Í haust fór að halla verulega undan fæti. Hún var flutt í skyndingu á sjúkrahúsið og tal- ið tvísýnt með hana. Við vorum stadd- ir á Siglufirði og skunduðum í heim- sókn. Daufir. Binna var þegar við komum að sjúkrabeði hennar sest upp til hálfs og farin að spá í spil fyrir vinkonu sína í næsta rúmi. Sem fyrr tók hún okkur fagnandi, brosmild, handtakið hlýtt og hún hélt því eins og jafna áður, á meðan á samtalinu stóð. Við vottum frænda okkar og vinum þeim Gunnari og Dóru og fjölskyldu þeirra samúð og virðingu. Birgir A. Ingimarsson og Jón H. B. Snorrason. Við andlát Bryndísar Jónsdóttur frá Siglufirði hrannast upp minningar Bryndís Jónsdóttir 36 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Hjartans þakklæti fyrir okk- ar góðu kynni og samveruna í gamla daga. Kveðja Unnur Marinósdóttir HINSTA KVEÐJA ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elskulegu KRISTÍNAR ÞÓRLINDSDÓTTUR, Sigtúni, Fáskrúðsfirði. Skafti Þóroddsson, Högni Skaftason, Ingeborg Eide, Arnþór Atli Skaftason, Jóna Bára Jakobsdóttir, Gunnþóra Arndís Skaftadóttir, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Erla Skaftadóttir, Sveinn Sigurjónsson, Magnús Hafsteinn Skaftason, Sigríður Jónína Garðarsdóttir, Kristján Birgir Skaftason, Hafrún Traustadóttir, ömmu- og langömmubörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, ÞÓRIR SIGURÐUR JÓNSSON, Unufelli 29, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 6. febrúar. Jóna Guðnadóttir og börn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim er heiðruðu minningu okkar ástkæra SIGMUNDAR SIGURGEIRSSONAR, Þorragötu 9, og sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát hans og útför. Ásdís Sigurðardóttir, Sigurgeir Ó. Sigmundsson, Ingunn Mai Friðleifsdóttir, Margrét Sigmundsdóttir, Bjarni Ólafur Ólafsson og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur vinsemd og samúð vegna andláts og útfarar SIGRÍÐAR BEINTEINSDÓTTUR, Hávarsstöðum. Aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.