Morgunblaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 35 inn ásamt Jóhannesi skáldi úr Kötl- um. Haustið 1959 urðu Húnavatns- sýslur, Skagafjörður og Siglufjörður að einu kjördæmi, Norðurlandi vestra, og var þá Haukur í öðru sæti á lista Alþýðubandalagsins en Gunn- ar Jóhannsson, verkalýðsleiðtogi frá Siglufirði, í því fyrsta. Þegar svo Gunnar hætti þingmennsku í lok þess kjörtímabils kom að sjálfsögðu til álita að Haukur veldist í efsta sætið í komandi kosningum sumarið 1963. Haukur taldi þó heppilegra að Siglfirðingar gerðu tillögu um vænt- anlegan frambjóðanda í forystusæt- ið. Siglufjörður var þá langfjölmenn- asta byggðin í kjördæminu, t.d. tvöfalt mannfleiri byggð en Sauðár- krókur og meðal Siglfirðinga naut Alþýðubandalagið stuðnings þriðja hvers kjósanda. Í víðlendum land- búnaðarkjördæmum Skagafjarðar og Húnaþings var hins vegar sú staða áratugum saman að oddvitar sjálfstæðis- og framsóknarmanna háðu tvísýn einvígi sín í milli og skyggðu á frambjóðendur annarra flokka. Á þessum tíma voru engar sam- göngur á landi við Siglufjörð frá vetrarbyrjun og fram í maí. Þar var iðandi mannlíf að sumrinu í kringum bræðslu og söltun síldar en að vetr- inum var þar atvinnuleysi og ein- angrun. Sigling úr Skagafirði eða Eyjafirði tók hálfan dag. Tillaga Siglfirðinga til kjördæmisþings var að fá ungan mann sem óbundinn væri af öðru veraldarvafstri til að setjast að í Siglufirði og plægja hinn pólitíska akur í kjördæminu öllu. Það er skemmst frá að segja að Haukur tók mér opnum örmum og var sjálfur í öðru sæti listans í þrennum kosningum. Haukur var því samfellt í rúma tvo áratugi í fremstu víglínu stjórnmálabarátt- unnar fyrir norðan og sat um skeið á Alþingi sem varaþingmaður. Það var gott að koma til þeirra Hauks og Áslaugar í Vík og hjá þeim var ég oft daglegur gestur á ferða- lögum um kjördæmið, á árunum áð- ur en við Hallveig settumst að í Varmahlíð 1970 og tókum þar við skólastjórn. Áslaug gerði okkur þá þann mikla greiða að annast heima- vist skólans. Hún var mikill happa- fengur fyrir skólastarfið og sam- skipti okkar við þau hjónin urðu nánari en nokkru sinni fyrr. Við Hallveig minnumst Hauks og Ás- laugar með söknuði og þakklæti og sendum afkomendum þeirra og öðr- um aðstandendum samúðarkveðjur. Ragnar Arnalds. Það var glæsilegur skagfirskur baráttumaður sem tók til máls á Al- þingi 6. apríl 1972. Viðreisnarstjórn- in var fallin og ríkisstjórn Ólafs Jó- hannessonar og Lúðvíks Jósefssonar tekin við: „Sú stjórn sem hér tók við völdum á sl. sumri hefur heitið þjóðinni nýrri stefnu. Nú skal taka upp sjálfstæða utanríkispólitík og efnahagsmála- pólitík, endurskoða varnarsamning- inn og herinn látinn fara úr landi á kjörtímabilinu. Landhelgin verði færð út 1. sept á þessu ári. Í staðinn fyrir stóriðjuáætlanir viðreisnar- stjórnar er að hefjast stórfelld um- bylting í íslensku atvinnulífi. Allt eru þetta verkefni sem þjóðin er reiðubúin til að styðja og vinna að. Þetta er stefna sem þjóðin vill sam- einast um.“ Hér talar Haukur Hafstað frá Vík í Skagafirði, kominn á þing sem varamaður Ragnars Arnalds. Þótt Haukur skipaði aldrei 1. sæti á fram- boðslista til Alþingis var hann um áratugi hinn sókndjarfi og vígfimi leiðtogi vinstrimanna í Skagafirði. Fór hann í framboð fyrir Sósíalista- flokkinn árið 1949, þá í 2. sætið á eft- ir Jóhannesi úr Kötlum og skipaði síðan það sæti til 1971 er hann gaf Siglfirðingum það eftir. Við kosning- arnar 1974 skipaði hann heiðursæti listans. Haukur sóttist ekki eftir persónu- legum metorðum en lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir málstað sem hann unni. Naut hann mikillar virðingar samtíðarmanna bæði í héraði og á landsvísu. Samtvinnuð pólitískri sýn Hauks var umhyggja hans fyrir náttúru- vernd og mannkærleik. Hann var framkvæmdastjóri Landverndar um áratug frá 1972. Bóndinn frá Vík í Skagafirði var uppalinn í „faðmi blárra fjalla“ við eina mestu náttúru- fegurð landsins og fjölskrúðugt líf- ríki á votlendi Héraðsvatna fyrir fót- um. Haukur var svo sannarlega kjör- inn til að leiða hin ungu landssamtök náttúrverndarfólks fram til nýrra tíma. Skagfirsku friðlöndin, lundur- inn í Hávík, skógræktin á Hólum og í Reykjarhólnum bera grænum fingr- um hans í heimahéraði ævarandi vitni. Hið merka hús Villa Nova á Sauðárkróki á mikið honum að þakka. Fyrst og síðast er það þó heimili þeirra Hauks og Áslaugar sem okkur er efst í huga. Gestrisnin og einlæg hlýjan sem var þeim svo eðlileg yljar okkur enn heitar en áð- ur, núna þegar þau heiðurshjón eru horfin á braut. Það er eins og tónar móðurbróður hans, Péturs Sigurðs- sonar tónskálds og ljóðlínur Friðriks Hansens fylgi okkur er þau veifa til gesta sinna af hlaðinu í Hávík: Ég vildi geta vafið öllum vorylnum að hjarta þínu. Við hjónin þökkum þeim Hauki og Áslaugu fyrir vináttu og góðar stundir á liðnum árum. Haukur var gleðigjafi og hrókur alls fagnaðar hvar sem hann fór. Hann var leiðtog- inn sem hreif aðra með sér jafnt í leik, söng, trjáplöntun eða fjall- göngu. Víst er að Hauki Hafstað verður vel fagnað á iðagrænum völl- um handan móðunnar miklu. Við heyrum í fjarska óminn af söng og gleði við kæra endurfundi: Og svo dönsum við dátt þá er gaman meðan dagur í austrinu rís, og svo leiðumst við syngjandi saman út í sumarsins paradís. (Magnús Gíslason.) Blessuð sé minning Hauks Haf- stað. Ingibjörg S. Kolka og Jón Bjarnason. Genginn er náinn vinur og sam- starfsmaður til fjölda ára, Haukur Hafstað, fyrrum bóndi í Vík í Skaga- firði og síðar framkvæmdastjóri Landgræðslu- og náttúruverndar- samtakanna Landverndar. Fráfall Hauks kom ekki með öllu á óvart; hann var kominn langt á níræðisald- ur og hafði orðið fyrir ýmsum lík- amlegum skakkaföllum á síðari ár- um. Aldur og elli eru að vísu afstæð hugtök og langt fram á aldur hélt hann sér ótrúlega vel til orðs og æðis og lét sem aldurshugtakið kæmi sér ekki við; hafði einstaklega létta og glaða lund og var kvikur í hreyfing- um. En svo brast þráður í lífi hans þegar Áslaug kona hans lést árið 2005. Eftir það var eins og hann væri í biðstöðu, og hann var eflaust albú- inn til farar þegar kallið kom. Haukur skilaði af sér miklu og góðu ævistarfi. Hann var bóndi á stórbýlinu Vík fram yfir 1970, en þá ákvað hann að hætta búskap og lét jörðina í hendur dóttur og tengda- sonar. Um svipað leyti vildi svo til að laus var staða framkvæmdastjóra Landverndar sem hafði verið stofn- uð tveimur til þremur árum áður. Hauki var boðið starfið, ekki síst í ljósi þess að hann hafði verið bóndi, tekið virkan þátt í landgræðslu- og skógræktarstarfi heima í héraði og alla tíð verið áhugasamur og virkur í félagsmálum. Eftir nokkrar vanga- veltur afréð Haukur að taka starfið að sér og flytja suður til Reykjavík- ur. Þetta var stór ákvörðun og mikið heillaspor bæði fyrir Landvernd og fyrir þau Hauk og Áslaugu, fyrrum Reykjavíkurmærina. Fyrir tiltölu- lega nýstofnuð, félítil áhugamanna- samtök, sem byggðu tilvist sína á velvilja almennings og frjálsum fjár- framlögum, var afar mikilvægt að skipa í stöðuna mann með reynslu Hauks. Hann bjó yfir þeim eiginleik- um að eiga auðvelt með að ná til fólks og stjórnvalda með ljúfmann- legri og jákvæðri framkomu. Í starfi sínu lagði Haukur mikla áherslu á beina þátttöku almennings í uppgræðslu á vegum Landverndar, og verður gagnsemi þeirrar vinnu ekki aðeins metin í flatarmáli þeirra auðna sem græddar voru upp heldur einnig – og ekki síður – í þeim fjölda fólks á öllum aldri sem tók þátt og hefur síðan stutt málstað land- græðslu og gróðurverndar. Haukur sinnti stöðu fram- kvæmdastjóra Landverndar um fjórtán ára skeið. Á þeim tíma ferð- aðist hann um landið þvert og endi- langt og boðaði erindi og markmið Landverndar um gróðursælla, vist- vænna og betra Ísland. Honum varð mikið ágengt í þeirri viðleitni sinni og hann lagði ómældan grunn að til- vist Landverndar sem í dag stendur öruggum fótum. Þessa þáttar í ævi- starfi Hauks verður lengi minnst. Við, sem þessar línur skrifum, nutum þeirra forréttinda að geta tal- ið þau hjónin Áslaugu og Hauk með- al nánustu vina okkar um áratuga skeið. Við áttum saman ógleyman- legar stundir í starfi, á ferðalögum og á heimilum hvert annars. Þau eru svo samtengd í huga okkar að ann- ars verður nánast ekki minnst án hins. Við kveðjum Hauk og söknum hans en gleðjumst samtímis yfir endurfundum þeirra. Ættingjum þeirra hjóna sendum við innilegar samúðarkveðjur. Inga Lára og Ingvi Þorsteinsson. Þá er Haukur frændi í Vík fallinn frá. Hann var mér reyndar miklu meira en bara frændi. Þegar ég var að alast upp var faðir minn langtím- um á sjó og mál æxluðust þannig að Haukur var sá fullorðni maður sem ég umgekkst mest. Ég kom fyrst norður í Vík til Hauks og Áslaugar þegar ég var fjögurra ára sumarið 1954. Svo hélt ég áfram að koma þangað á sumrin til 1965. Því hef ég getað litið á Hauk frænda sem eins konar fósturföður. Það var gott að dvelja hjá fólkinu í Vík. Ég hef heyrt það síðar á ævinni að ekki hafi allir góða reynslu af vist í sveit. Ég hef undrast það því mér fannst frábært að vera í Vík. Í minningunni finnst mér Haukur alltaf hafa verið léttur í lund og honum var einstaklega lagið að umgangast börn. Eitt vorið er ég kom fann hann að því að ég væri orð- inn stærri en hann. Ég sagði honum að ég myndi samt halda áfram að líta upp til hans. Hann virtist ánægður með það. Haukur predikaði ekkert yfir okkur en af umgengni við hann lærði ég að elska og virða landið okk- ar og íslenska tungu. Og svo kenndi hann okkur fjölda af vísum. Ég man enn fyrstu vísuna sem ég lærði hjá honum, sem var reyndar fremur óhefðbundin, en mér finnst hún lýsa ágætlega þeim grallaraskap sem hann átti oft erfitt með að bæla nið- ur. „Vísan“ var svona: Hundrað þúsund svertingjar unnu af mikl- um móð, og kolareykur svartur steig upp til him- inblárra fjalla. Þessu stjórnar risinn ægilegi. Enginn honum rura kann frá settu marki. Ég er afar þakklátur fyrir þann tíma sem ég dvaldi í Vík hjá þeim Hauki og Áslaugu og þaðan á ég minar bestu æskuminningar. Hvíl í friði frændi sæll og blessuð sé minn- ingin um góðan „fósturföður“. Árni Indriðason. Með nokkrum orðum langar mig að minnast öndvegismanns, sem nú er fallinn frá eftir langa og farsæla ævi. Þegar ég var strákur var ég eins og margir krakkar sendur í sveit. Atvikin höguðu því þannig að í fjög- ur sumur fram til ársins 1960 dvaldi ég í Vík í Skagafirði hjá þeim sæmd- arhjónum Áslaugu og Hauki. Í Vík var á þessum árum rekið barnaheim- ili þar sem við aðkomukrakkarnir dvöldum í rúma tvo mánuði á sumri og fengum að spreyta okkur við ýmis léttari bústörf. Ég er nú efins um að við höfum nýst mikið til verka, en gott var að kynnast sveitinni og þessi reynsla var dýrmætt innlegg í uppeldi til framtíðar. Hjá Hauki og Áslaugu leið mér einstaklega vel og þar kynntist ég líka þeirra eigin börnum, frænd- systkinum og mörgu venslafólki sem oft kom í heimsókn. Alltaf er indælt að hitta þetta góða fólk á förnum vegi og rifja upp skemmtilegar minningar. Í Vík var líf og fjör og margt brallað. Á laugardögum var rússajeppinn fylltur af krökkum og Haukur keyrði í kaupstað og skellti sér svo með krakkaskarann í sund- laugina á Króknum. Á þessum sumrum vann systir Hauks, Erla Hafstað, á heimilinu og var hún einstaklega elskuleg og um- hyggjusöm við okkur krakkana. Hún átti í okkur hvert bein og var eins og mamma okkar allra. Löngu síðar, á níunda áratugnum, lágu leiðir okkar Hauks saman á ný. Þá skrifaði ég blaðagreinar um nátt- úruvernd og gekk í smiðju til Hauks, sem þá var forstöðumaður Land- verndar. Báðum þótti okkur gott að hittast að nýju og ræða hugðarefni okkar. Á síðari árum var gaman að koma í heimsókn til þeirra hjóna í Hávík, yndislegt athvarf sem þau höfðu reist sér vestan þjóðvegarins gegnt þeirra fyrra heimili. Ekki þykir mér minna um vert að hafa nú í desem- ber heimsótt Hauk þar sem hann bjó á hjúkrunarheimilinu við Heilbrigð- isstofnunina á Sauðárkróki. Þar átt- um við góða stund saman og er mér eftirminnilegt svar Hauks við spurn- ingu minni um hvernig það hafi sam- ræmst bústörfunum að hafa óstýr- láta krakkagemsa í kring um sig meira og minna um háannatímann. „Þið voruð ungir og sjálfstæðir ein- staklingar, mörg svo skynug og skemmtileg að það var alveg óborg- anlegt. Það voru mín verðlaun.“ Ég þakka af hlýhug fyrir þær góðu og dýrmætu minningar sem ég á af kynnum við Hauk og Áslaugu. Blessuð sé minning þeirra. Björn Rúriksson. Sennilega lágu leiðir okkar Hauks Hafstað saman á vettvangi Alþýðu- bandalagsins á sjöunda áratug síð- ustu aldar, en hann var alla tíð vinstrimaður í stjórnmálum og í for- svari fyrir Sósíalistaflokk og síðar Alþýðubandalag í heimasveit sinni, Skagafirði. Það var þó fyrst í árdaga frjálsra náttúruverndarfélaga upp úr 1970 sem við kynntumst að ráði, en þá hafði Haukur flutt suður og gerst framkvæmdastjóri Land- verndar. Oft leit ég við á kontórnum hjá honum á Skólavörðustíg 25, bæði til að fá fréttir og ræða náttúru- verndarmál. Það var hlýlegt um- hverfi á þessari skrifstofu og húsráð- andinn fyllti hana af glaðværð sinni og eðlislægri reisn. Hákon Guð- mundsson var þá formaður félagsins og þeir náðu vel saman, skagfirski bóndinn og ritari Hæstaréttar. Á þessum árum eins og löngum síðar einbeitti Landvernd sér að fræðslustarfi fyrir almenning með ráðstefnum og útgáfu rita. Þrjú þau fyrstu báru heitin Mengun, Gróður- vernd og Landnýting þar sem marg- ir brautryðjendur miðluðu sinni sýn á mál. Verkefni Hauks í samráði við félagsstjórnina var að leiða þessa krafta saman og sjá um fundi og út- gáfu. Þetta tókst honum vel þótt bú- skaparbasl hafi verið hlutskipti hans lengst af. Vegarnesti úr Flensborg- arskóla kom sér eflaust vel og sú þjálfun sem fæst af félagsmálastörf- um. Þá var Eysteinn Jónsson formað- ur Náttúruverndarráðs og kunni vel til verka. Í árlegar sumarferðir ráðs- ins sem farnar voru til að kynnast verkefnum víða um land var oft boð- ið áhugamönnum. Ég minnist sam- fylgdar Hauks í nokkrum þessara ferða og þar var líka í liði systir hans Sigríður, húsfreyja á Tjörn, en eig- inmaður hennar, Hjörtur Eldjárn, átti þá sæti í ráðinu. Ættfræði er ekki mín sterkasta hlið en smám saman varð mér ljós skyldleikinn með frændgarðinum frá Vík og Tjörn með óvenjusterku ívafi af rétt- lætiskennd og glettni sem auðveldar glímuna við hversdaginn. Náttúruvernd kveikti elda í hug- um margra á öldinni sem leið. Land- græðsla og skógrækt fór þar fyrir, studd af ungmennafélögum og heil- brigðum metnaði þjóðar í sókn. Síð- ar breikkaði sviðið með náttúru- og umhverfisvernd sem smám saman er að öðlast þann sess sem hæfir stærstu viðfangsefnum samtímans. Á þessu sviði stóð Haukur Hafstað í fjölradda kór og lagði sitt af mörkum á meðan kraftar entust. Fráfall hans minnir á góðan málstað og hugsjónir sem nú eiga erindi til okkar sem aldrei fyrr. Hjörleifur Guttormsson Hjörleifur Guttormsson Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Elskuleg móðir mín og tengdamamma, amma og langamma, BRYNDÍS JÓNSDÓTTIR frá Siglufirði, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Siglufirði miðviku- daginn 30. janúar. Útför hennar fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugar- daginn 9. febrúar kl. 14.00. Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Halldóra Jónasdóttir, Edda Rósa Gunnarsdóttir, David Jarron, Bettý Gunnarsdóttir, Óðinn Gústavsson, Adam Jarron, Andri Jarron, Arna Mjöll Óðinsdóttir, Freyja Óðinsdóttir, Embla Óðinsdóttir. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, FJÓLA BJARNADÓTTIR, Hlíðarhúsum 3, áður Grundarvegi 17, Ytri-Njarðvík, lést á St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, 3. febrúar sl. Útför hennar fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju mánudaginn 11. febrúar kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Oddbergur Eiríksson, Kolbrún Oddbergsdóttir, Guðmundur Oddbergsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.