Morgunblaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 32
» ...slökkvi- liðs- og sjúkraflutn- ingamenn eru ávallt viðbúnir að gera sitt besta til að bjarga þér og þínum. 112-dagurinn verður haldinn mánudaginn 11. febrúar. Að honum standa margir aðilar, þar á meðal Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS). Fjöldi félagsmanna í LSS er um 1500 og fer fjölgandi vegna aukinna umsvifa m.a. vegna stofnunar atvinnu- mannaslökkviliðs í Fjarðarbyggð. Á meðal markmiða hjá sambandinu er „að beita sér fyrir aukinni fræðslu almennings í eldvörnum, slysavörn- um og fyrstu hjálp.“ Liður í að upp- fylla það markmið er árleg eld- varnavika í nóvember sem byggist á að fræða nemendur í 3. bekk grunn- skólanna um land allt um eldvarnir á heimilum. Þessari fræðslu lýkur formlega á 112-deginum 11. febrúar með afhendingu verð- launa fyrir rétt svör við eldvarnagetraun LSS. Börnin hafa sýnt þessu mikinn áhuga og miðað við aukningu á sölu reykskynjara í desember hefur fræðslan skilað sér inn á heimilin. Starf félagsmanna LSS er fjölþætt og snýst um meira en að slökkva elda og keyra sjúkrabíl. Starfið getur verið fjölbreytt, allt frá því að aðstoða vegna vatnsleka í húsum, slökkva sinuelda og hreinsa upp eiturefni upp í að bjarga mannslífum og taka á móti börnum. Þegar kallið kemur frá neyðarlínunni er ekki spurt um dag eða tíma, veður eða árstíð, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn eru ávallt viðbúnir að gera sitt besta til að bjarga þér og þínum. Það skyldi engan undra hversu mjög ungviðið lítur upp til þessara manna og á þann draum heitastan að verða slökkviliðsmenn þegar „þau eru orðin stór“. Þetta eru hetjur í þeirra augum. Þetta eru hetjur í augum þeirra sem eru bornir út úr brennandi byggingum eða dregnir fumlaust út úr bíl- flökum. Við þurfum að hlúa vel að þessari starfsstétt. Starfsstétt sem við vonumst til innst inni að hafi ekkert að gera… Notum 112-daginn til að hugsa til þeirra sem sinna neyðarþjónustu og hvernig við getum auðveldað þeim störfin, okkur öllum til heilla. 112-dagurinn Valdimar Leó Friðriksson skrifar í tilefni af 112-deginum Valdimar Leó Friðriksson Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. 32 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ✝ Benedikt Thor-arensen fædd- ist í Reykjavík 1. febrúar 1926. Hann lést á Sjúkrahúsi Suður- lands 26. janúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Egill G. Thorarensen kaup- maður og síðar kaupfélagsstjóri Kaupfélags Árnes- inga á Selfossi, f. 7. janúar 1897, d. 15. jan. 1961 og Kristín Daníels- dóttir Thorarensen, f. 4. ágúst 1900, d. 29. 12. 1994. Benedikt var næstyngstur fjögurra systk- ina sem nú eru öll látin. Þau voru Grímur, f. 7. júní 1920, Erla, f. 29. apríl 1923 og Jónína Guðrún, f. 15. mars 1928. Hinn 14. mars 1953 kvæntist Benedikt Guðbjörgu Magn- úsdóttur Thorarensen, f. 16. apríl 1923. Foreldrar hennar voru hjónin Magnús Stefánsson dyravörður Stjórnarráðsins í Reykjavík, f. 30. apríl 1891, d. 25 maí 1982 og Arnbjörg Jóns- dóttir húsfreyja, f. 14. nóv. 1895, d. 1. maí 1980. Benedikt varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1945 og lauk cand. phil. prófi frá Háskóla Íslands vorið 1946. Hann nam ensku og hagfræði í Oxford í Englandi þrjá vetur 1948-1950 en snemma árs 1950 fór hann til Fleetwood í nokk- urra mánuða verklegt nám hjá stóru útgerðarfyrirtæki þar. Heimkominn í árslok 1950 hóf hann þegar vinnu við útgerð- arfélagið Meitilinn hf. en flutti til Þorlákshafnar í byrjun ver- tíðar 1951 og bjó þar síðan. Hann varð framkvæmdastjóri Meitilsins sumarið 1951, var þar í forystu næstu áratugi og vann þar alla sína starfsævi. Benedikt var í stjórn Lands- hafnarinnar í Þor- lákshöfn árin 1970- 1990 og formaður 1978-1986. Hann var fulltrúi Ölf- ushrepps í sýslu- nefnd Árnessýslu árin 1975-1988 og hreppstjóri 1988- 1996. Benedikt kom víða að ýms- um félagsstörfum, s.s í stjórn Útvegs- mannafélags Þorlákshafnar þar sem hann var lengi formaður, í stjórn Sambands ísl. fisk- framleiðenda, var formaður stjórnar Bóka- og minjasafns Þorlákshafnar frá stofnun þess 1965. Benedikt var í undirbún- ings- og byggingarnefnd Þor- lákskirkju og gegndi þar starfi ritara og lagði verkefninu mik- ið og gott lið. Nefndin var stofnuð 1975 og kirkjan vígð áratug síðar. Þá tók Benedikt að sér starf safnaðarfulltrúa og gegndi því fram á síðasta ár. Safnaðarfulltrúi kemur fram fyrir hönd kirkjunnar á Héraðs- fundum prófastsdæmisins og við margvísleg önnur tækifæri. Þá var Benedikt lengi í sókn- arnefnd Þorláks- og Hjallasókn- ar. Þessu til viðbótar má geta þess að Benedikt Thorarensen söng í kirkjukór í hálfa öld. Hann söng með Söngfélagi Þor- lákshafnar frá upphafi þess og var fyrsti formaður Söngfélags- ins og þegar kirkjukór Þorláks- kirkju var stofnaður var Bene- dikt meðal stofnfélaga. Þá var Benedikt einn af stofnfélögum hestamannafélags- ins Háfeta í Þorlákshöfn. Benedikt verður jarðsunginn frá Þorlákskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Mig langar að minnast föður- bróður míns Benedikts Thoraren- sen með nokkrum orðum. Það er nú ekki svo að ég eigi mikið af minnigum um frænda úr æsku eða frá unglingsárunum og raunar á ég mjög fáar minningar um Benna, en þær sem ég á mun ég varðveita vel. Það var ekki fyrr en eftir að pabbi dó árið 1991 að ég kynntist Benna raunverulega og þá fyrir hans tilstilli. Einn góð- an veðurdag hringdi hann í mig og spurði hvort ég væri ekki til í súpu? Mér þótti þetta ákaflega merkilegt og játti því að sjálfsögðu og þessir súpufundir, sem urðu nokkrir og alltaf haldnir í Skrúð á Hótel Sögu, eru mér ákaflega verðmætir. Á þessum fundum okk- ar ræddum við bæði gamla tíma og nýja en það sem mér fannst skína í gegn var umhyggja hans fyrir líð- an minni og fjölskyldunnar, hann vildi fullvissa sig um að okkur liði vel og gengi vel með það sem við höfðum fyrir stafni hverju sinni. Ég vona og er þess raunar fullviss að Benna hafi líka þótt afar vænt um þessa fundi okkar. Benni hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefnum og lét sig pólitík miklu varða. Eitt af því sem við ræddum oft og var Benna mjög hugleikið var að ekki væri enn búið að reisa Agli föður hans veglegan minn- isvarða á Selfossi. En Jarlinum af Sigtúnum, eins og Guðmundur Daníelsson rithöfundur kaus að kalla afa, bæri að sýna þann sóma vegna hans mikla uppbyggingar- starfs á Suðurlandi. Ef ég ætti að lýsa Benna þá koma mannlýsingar fornkappa úr Íslendingasögunum upp í hugann en rödd hans var þó það fyrsta sem maður tók eftir. Benni hafði gríðarlega djúpa rödd, raunar svo djúpa að í sam- anburði hljómum við hinir eins og við höfum gleypt krítarpakka. Raddar hans fengu safnaðar- gestir Þorlákskirkju að njóta um langt árabil en nú hefur Benni flutt sig um set þar sem mun stærri söfnuður hlustar. Ein af síðustu minningum fjöl- skyldunnar um Benna frænda er frá ættarmóti sem haldið var aust- ur í Fljótshlíð. Þarna voru sam- ankomnir afkomendur Egils Thor- arensen og Kristínar Thorarensen. Það var okkur öllum sem þar vor- um mjög dýrmætt að Benni og Guðbjörg skyldu geta verið með okkur og sérstaklega börnunum sem alltof sjaldan höfðu hitt þenn- an aldna höfðingja. Ég kveð þig nú Benni frændi og þakka fyrir súpuna og ísinn, sem alltaf fylgdi, og bið þig að þenja nú nikkuna þegar þú mætir á næsta ættarmót með foreldrum þínum og systkinum. Guðbjörgu bið ég góðan guð að veita styrk og góða heilsu. Sigurður Thorarensen. Kveðja frá sóknarnefnd Þorlákskirkju Kær vinur okkar og samherji, Benedikt Thorarensen, er látinn. Saga Þorlákskirkju og Benna Thor, eins og við kölluðum hann ávallt, er samofin til margra ára og fyrir það viljum við þakka í dag. Saga Benedikts er fyrir margra hluta sakir merkileg. Hann var heimsmaður, fór á sínum yngri ár- um utan til náms og kynnti sér at- vinnulíf og menningarmál erlendis og flutti þá þekkingu með sér heim til Þorlákshafnar. Hann var til margra ára einn aðal forystumaður atvinnulífsins hér í Þorlákshöfn og lét menningar- og félagsmál mjög til sín taka. Málefni kirkjunnar voru honum mjög hugleikin og var hann því sjálfskipaður í þriggja manna undirbúningsnefnd sem stofnuð var árið 1975 og hafði það að markmiði að sjá til þess að byggð yrði kirkja í Þorlákshöfn. Nefnd þessi vann ötullega að markmiði sínu og með góðra manna hjálp reis innan nokkurra ára hin glæsilega Þorlákskirkja á hrauninu sunnar byggðarinnar í Benedikt Thorarensen UMRÆÐAN UPPLÝSINGASTJÓRI Ice- landair Group (IG) hótar því í að- sendri grein til 24 stunda í vikunni að félagið íhugi nú að byggja og reka flug- stöð á eigin vegum. Kvartar upplýsinga- fulltrúinn yfir því að fé- lagið hafi lítið um reksturinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar (FLE) að segja. Af lestri greinarinnar að dæma er það helsta ástæða þess að menn telja sér betur borgið með eigin flugstöð. Greinin kemur í beinu framhaldi af frétt 24 stunda um að Leifsstöð sé sprungin og anni ekki lengur þeim farþegafjölda sem um stöðina fara. Ég þarf að geta þess sér- staklega hér að Leifsstöð hefur ítrekað skipað sér á bekk með þeim allra bestu þegar ánægja flug- farþega víða um heim er skoðuð. Leifsstöð allra landsmanna FLE er í eigu og rekstri ríkisins. Á undanförnum fimm árum hafa 38.000 fermetrar verið byggðir við stöðina til að anna aukinni flug- umferð með tilheyrandi farþega- fjölda, kröfum um aukna þjónustu og síauknum öryggiskröfum. Núver- andi stærð Leifsstöðvar annar 3,2 milljónum farþega á ári eða 60% meiru en í dag. Farþegaspár gera ráð fyrir að því marki verði náð árið 2015. Fram að þeim tíma telja þar til bærir sérfræðingar aðstöðu í Leifs- stöð mjög ásættanlega. Það eru því enn nokkur ár í að hún springi. Hverju vilja menn stjórna? Upplýsingastjóri IG lætur þess ekki getið í grein sinni hvert um- kvörtunarefnið er varðandi rekstur í Leifsstöð. Ég þykist þó geta lesið á milli lína að þar sé upp komin þekkt krafa um að Leifsstöð með allri til- heyrandi þjónustu geti annað stórum hluta flugumferðar á mjög skömmum tíma. Ef skoðuð er um- ferð um stöðina í einn sólarhring í þessari viku, frá miðjum þriðjudegi og fram á miðjan miðvikudag voru 34 flug áætluð til og frá landinu. 17 þeirra voru afgreidd á 4 klst. Hinar 17 flugvélarnar voru afgreiddar á þeim 20 klst sem eftir standa af sól- arhringnum. Í 6-8 vikur yfir hásum- arið er umframeft- irspurn sem ekki verður annað með góðu móti, fólksfjöldi í stöðinni er mikill og þjónustutími lengist. Það er þekkt staða víða um heim og er tal- ið ásættanlegt, enda um stuttan álagstíma að ræða. Álagið á starfsfólk stöðvarinnar er þar örugglega mest og leyfi ég mér að full- yrða að það vinnur af- rek þar daglega við slíkar kringumstæður. Vilji menn hins vegar fjölga frekar afgreiðslu flugvéla á þessum vin- sælu 4 klst, kallar það ekki eingöngu á fleiri landganga, meira rými fyrir flugfarþega og stækkun tæknirýma sem geta annað farangursflokkun, gegnumlýsingu o.þ.h. heldur jafn- framt á fleiri starfsmenn sem sinna innritun, öryggisgæslu og annarri þjónustu í húsinu með tilheyrandi kostnaðarauka fyrir flugfarþega. Krafan um skamman biðtíma og há- marksöryggi minnkar ekki. Núverandi forgangur N.k. hefðarréttur ræður því hvaða tímasetningum flugfélögum er út- hlutað í Leifsstöð og þar sem upp- lýsingastjóri IG vekur athygli á því að félagið hafi verið að lengi og náð góðum árangri, sem er satt og rétt, er jafnframt rétt að geta þess að önnur flugfélög hafa ekki sama rétt til þess að „velja“ sér tíma til að sækja þá þjónustu sem við á. Sú þjónusta er ekki hrist fram úr erm- inni því hún byggist m.a. á flóknum og stífum kröfum alþjóðasamfélags- ins um öryggi flugfarþega. Ef IG hyggst í alvöru byggja eigin flugstöð er rekstrargrundvelli og til- veru Leifsstöðvar hrundið. Stöðinni verður lokað. Á þeim forsendum eru hótanir lagðar fram. Til að gera langa sögu stutta hefur á und- anförnum árum verið lagt í mikla vinnu, af miklum metnaði, við að gera stöðina að eins góðri sam- göngumiðstöð og hægt er. Það hefur tekist, ef tekið er mið af þjón- ustukönnunum meðal flugfarþega. Samráð og samvinna við flugfélög eru þar meðtalin þó einhverjum finnist ósanngjarnt að geta ekki allt- af fengið allt. Einokun næsta skref? Upplýsingastjórinn segir rekstur eigin stöðvar gera félaginu kleift að lækkað kostnað og bjóða farþegum sínum ódýrari og þægilegri ferða- máta. Öðru nafni heitir þetta einok- unaraðstaða sem fá dæmi eru um að leiði til verðlækkunar og aukinnar þjónustu. Og gleymum því ekki að til er fordæmi. Reykjavíkurflug- völlur. Einokunaraðstaða þar er fullkomin enda engin samkeppni. Slíkt er óásættanlegt fyrir ferða- langa. Það eru örugglega ríkir hags- munir í húfi fyrir IG og best fyrir fé- lagið að geta komið og farið að vild. Það eru hins vegar líka ríkir hags- munir flugfarþega að dreifa umferð um Leifsstöð sem mest á sólarhring- inn til að lágmarka kostnað við þjón- ustuna og nýta aðstöðu og mann- skap sem best. Að ekki sé talað um eðlilega samkeppni. Auðvitað er ekkert annað hvort eða í þessu máli en það gildir um alla sem hlut eiga að máli. Fyrirtækin í landinu kalla á að fá að gera upp í erlendum gjaldmiðlum til að losna við sveiflur hinnar litlu íslensku krónu í rekstri sínum. IG kallar, með kröfum sínum, á slíkar sveiflur í rekstri Leifsstöðvar sem aftur kalla á stóraukinn stofn- og rekstrarkostnað. Hinn kosturinn er birtur í hótun upplýsingastjórans um nýja einokunaraðstöðu. Má bjóða þér einokun? Helga Sigrún Harðardóttir skrifar um flugstöðvarrekstur »Núverandi stærð Leifsstöðvar annar 3,2 milljónum farþega á ári eða 60% meiru en í dag. Farþegaspár gera ráð fyrir að því marki verði náð árið 2015. Helga Sigrún Harðardóttir Höfundur er fyrrverandi stjórn- armaður í FLE hf. Sími 551 3010 Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.