Morgunblaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 21 ÁRBORGARSVÆÐIÐ Selfoss | Þrjú öflug bókasöfn eru rekin í Sveitarfélaginu Árborg, Bæj- ar- og héraðsbókasafnið á Selfossi, Bókasafn Umf. Eyrarbakka og bóka- safnið á Stokkseyri. Margrét I. Ás- geirsdóttir, bókasafns- og upplýs- ingafræðingur, veitir söfnunum forstöðu en hún tók við stöðu for- stöðumanns Bæjar- og héraðsbóka- safnsins 1986 og við bókasöfnunum á ströndinni þegar Árborg varð til 1998. Í safninu á Selfossi er einnig rekin upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn í Árborg. Miðstöðin er svæðismiðstöð sem veitir upplýsingar til innlendra og erlendra ferðamanna um ferða- þjónustu og afþreyingu í Sveitarfé- laginu Árborg og á Suðurlandi. Móðursafn fyrir pólsku Bæjar- og héraðsbókasafnið á Sel- fossi er almenningsbókasafn og upp- lýsingamiðstöð sem þjónar íbúum Árnessýslu og bókasöfnum þar. Safnið fær ákveðið rekstrarframlag ár hvert frá Héraðsnefnd Árnesinga en Sveitarfélagið Árborg greiðir þó stærstan hluta rekstursins. Bóka- safnið er menningar- og fræðslu- stofnun sem býður fjölþætta þjón- ustu; aðgang að interneti, þráðlaust netsamband, þjónar fræðimönnum, námsmönnum, þeim sem leita að af- þreyingu og hugmyndum s.s. um handiðnir, listir og híbýli. Fjöldi tímarita, hljóðbóka, mikið tónlistar- og myndefni er einnig í boði. Í bóka- safninu er sýningarsalur, Listagjáin. Þar er sett upp ný sýning í hverjum mánuði í samvinnu við listamenn og handverksfólk. Bókasafnið tekur þátt í og stendur fyrir viðburðum og er í góðu sam- starfi við stofnanir í sýslunni. Bóka- safnið er fjölþjóðlegt og opið, enda er safnkostur þess fjölþjóðlegur þótt stærstur hluti hans sé á íslensku. „Mikið af innflytjendum, sem búa á svæðinu til lengri eða skemmri tíma, leitar til safnsins eftir ýmiskonar þjónustu. Safnið hefur það hlutverk meðal almenningsbókasafna á Ís- landi að vera móðursafn fyrir tungu- málið pólsku og hefur nýlega fengið styrk frá Þróunarsjóði félagsmála- ráðuneytisins til að skrá nokkur hundruð pólskar bækur í gegni.is sem er landskerfi bókasafna og öllum landsmönnum aðgengilegt,“ sagði Margrét þegar hún var beðin um að segja frá starfsemi safnsins á Sel- fossi. Áttatíu ár á Eyrarbakka Bókasafn Umf. Eyrarbakka varð 80 ára á síðasta ári og starfar af krafti sem aldrei fyrr. Almennings- bókasafnið á Stokkseyri er einnig skólabókasafn og nýtist því mjög vel. Millisafnalán eru tíð milli bókasafn- anna í Árborg og þannig nýtist bóka- kosturinn. Bókasafnskortið gildir jafnt í bókasafnið á Selfossi, Stokks- eyri og á Eyrarbakka. „Almenningsbókasöfn eru mikil- væg í samfélagi nútímans varðandi aðgengi að menningu, fræðslu, af- þreyingu og ekki síður til stuðnings við lestraruppeldi. Breiður hópur notenda með mjög misjafnar þarfir sækir bókasöfnin. Mikilvægt er að vera vakandi yfir því hverjar þarf- irnar eru í samfélaginu til að geta þjónustað vel og hafa gott starfsfólk sem er lipurt og þjónustufúst.“ Útlán bókasafnanna í Árborg eru um 96.000 á ári og gestir að meðaltali um 270 til 300 á dag í Bæjar- og héraðs- bókasafninu á Selfossi. Þegar Margrét er spurð að því hvort fólk sé duglegt að lesa stendur ekki á svarinu. „Já, fólk les almennt mikið, þ.e. blöð og tímarit og efni á netinu þannig að lestur hefur trúlega ekki minnkað heldur frekar að af- þreyingarlestur sé ekki eins mikill. Þeir sem hafa uppgötvað þann fjöl- breytta heim sem býr í bókasöfnum eru duglegir að nýta sér þau og þeim sem þurfa skyndilega á einhverju efni að halda dettur yfirleitt fyrst í hug bókasafnið sitt. Mikilvægt er að foreldrar séu fræddir um mikilvægi lesturs fyrir börnin sem leiðir til betri orðaforða og málskilnings fyrir utan ánægjulegar samverustundir.“ Ljóð og örsögur Bæjar- og héraðsbókasafnið á Sel- fossi auglýsti nýlega eftir ljóðum og örsögum, skálda, skúffuskálda og ljóðskálda í Árnessýslu sem vilja deila hugverkum sínum með almenn- ingi um páskana í sundlaugunum á Selfossi og Stokkseyri. Frekari upp- lýsingar um þennan viðburð og fleira tengt bókasafninu er að fá á heimsíðu safnsins, www.arborg.is/bokasafn. „Samvinna milli bókasafna á Suð- urlandi er einstaklega góð. Millisafnalán eru milli allra safnanna með góðum stuðningi Þingvallaleiðar sem flytur pakkana. Margar hug- myndir eru ræddar og verkefni kom- in af stað, eins og t.d. útgáfa lestr- ardagbókar sem nú er stefnt á að gefa út í annað sinn,“ sagði Margrét Ásgeirsdóttir. Fjölbreyttur heimur er í bókasöfnunum Bókavörður Margrét I. Ásgeirsdóttir er forstöðumaður almennings- bókasafnanna í Árborg. Hún segir að bókasöfnin séu mikið notuð. Margrét Ásgeirs- dóttir veitir bóka- söfnunum forstöðu -hágæðaheimilistæki Kraftmiklar ryksugur fyrir öll heimili Verð frá kr.: 16.900 Miele ryksugurnar eru traustar og kraftmiklar. Þær eru með stillanlegu röri og mikið úrval fylgihluta er fáanlegt með vélini. Verið velkomin í glæsilegar verslanir Eirvíkur á Akureyri og í Reykjavík og kynnið ykkur Miele ryksugurnar. vi lb or ga @ ce nt ru m .is Suðurlandsbraut 20 Reykjavík | Baldursnes 6 Akureyri | Sími 588 0200 Miele ryksugur www.eirvik.is vi lb or ga @ ce nt ru m .is ⓦ Upplýsingar í síma 461 6011/ 840 6011 Helgamagrastræti Oddeyrargötu Huldugil Innbæ Eyrarlandsveg Blaðburður verður að hefjast um leið og blöðin koma í bæinn. Á AKUREYRI Eftir Andrés Skúlason Djúpivogur | Nýr vegur um Öxi er nú í hönnunar- og matsferli. Mikil ánægja er með þetta verkefni og stuðning samgönguráðherra við það, á opnum fundi sem Kristján Möller efndi til á Djúpavogi. Ráðherra fór yfir stöðu vegamála á svæðinu og framkvæmdir næstu árin, ásamt Guðmundi Heiðreks- syni frá Vegagerðinni. Athygli heimamanna beindist mest að nýrri stórframkvæmd á veginum um Öxi sem ráðherra sagðist afar stoltur að geta tilkynnt heimamönnum að væri ákveðin. Vegurinn um Öxi hef- ur lengi verið baráttumál íbúa Djúpavogs. Stefnt er á að útboð á veginum geti farið fram á haustdögum 2009 og eru verklok áætluð síðla árs 2011. Á fundinum var einnig farið yfir stöðu fjarskiptamála, en mikil þörf er m.a. á átaki í háhraðanetteng- ingum í dreifbýli á svæðinu svo bæði bændum og ferðaþjónustunni séu sköpuð heilbrigð samkeppn- isskilyrði á þessu sviði. Ráðherra greindi frá því að útboð væru að fara í gang vegna háhraðanetteng- inga í dreifbýli víða um land og vænta mætti byltingar á þessu sviði á næstu misserum. Fundurinn var vel sóttur og fóru gestir hinir ánægðustu af honum. Segja má að í Djúpavogshreppi ríki meiri bjartsýni meðal heimamanna í málefnum samgöngu- og fjar- skiptamála eftir heimsókn ráð- herra. Fagna nýjum vegi um Öxi Morgunblaðið/Andrés Skúlason Samgöngur Fundur samgönguráðherra og samstarfsmanna hans með íbúum á Djúpavogi var vel sóttur. LANDIÐ Fáðu úrslitin send í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.