Morgunblaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 41
FEIF eru alþjóðasamtök um ís- lenska hestinn og sameina lands- sambönd 18 landa. Hin árlega ráð- stefna FEIF verður að þessu sinni haldin í Reykjavík dagana 15.-16. febrúar. Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig á ráðstefnuna geri það fyrir miðvikudaginn 13. febrúar hjá Sigrúnu Ögmundsdóttur á tölvupóstfangi lh@isi.is. FEIF stendur að heimsmeist- aramótum í hestaíþróttum, al- þjóðaleikum fyrir unglinga, nám- skeiðum, ráðstefnum og kynningum á íslenska hestinum. FEIF heldur utan um reglur bæði í hestíþróttum og kynbótadómum og halda úti heimasíðu: www.feif.org. Innan FEIF starfa 6 fasta- nefndir og eiga Íslendingar full- trúa í þeim flestum, auk þess að varaforseti FEIF er Jón Albert Sigurbjörnsson, fyrrum formaður Landssambands hestamanna- félaga. Ráðstefna FEIF um ís- lenska hestinn Árvakur/Ómar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 41 FRÉTTIR BRIDGEHÁTÍÐ 2008, Icelandair Open, verður haldin á Hótel Loft- leiðum dagana 13.-17. febrúar. Gera má ráð fyrir að þúsundir inn- lendra sem erlendra bridgeáhuga- manna fylgist með í gegnum netið. Nú þegar hafa á annað hundrað pör og tæplega sextíu lið skráð sig til þátttöku í tvímenningi og sveita- keppni. Stjörnutvímenningur verð- ur haldinn næstkomandi mið- vikudagskvöld, þar sem sterkustu þátttakendur mótsins keppa meðal annars við þekkta menn úr þjóðlíf- inu. Landsliðakeppni er einnig á dagskrá mótsins. Þrír úr hópi norsku heimsmeist- aranna og handhafa Bermúdaskál- arinnar verða meðal gesta á Bridge-hátíð í ár. Fleiri spilarar frá Norðurlöndunum hafa einnig boðað komu sína, þeirra á meðal tveir frá Svíþjóð sem bera kunnugleg nöfn enda íslenskir að uppruna, segir í tilkynningu. Þetta eru Sveinn Bjarman, eðlisfræðingur í Upp- sölum, og Úlfur Árnason, erfða- fræðingur í Lundi, sem hefur skrif- að fræðigreinar um erfðamengi geirfuglsins og hefur einnig rann- sakað hvali. Fjöldi spilara á bridgehátíð RAUÐI krossinn, í samstarfi við N1, gefur öllum leik-, grunn-, fram- halds- og háskólum landsins skyndi- hjálparveggspjaldið Getur þú hjálp- að, þegar á reynir? Þetta er gert í tilefni af 112-deginum sem haldinn verður á vegum viðbragðsaðila í björgun og almannavörnum um allt land mánudaginn 11. febrúar. Fjölmargar deildir félagsins um land allt heimsækja skólana í sinni heimabyggð af þessu tilefni, af- henda veggspjöldin og vekja sér- staka athygli á mikilvægi þess að allir kunni skyndihjálp, jafnt starfs- fólk sem nemendur, segir í frétta- tilkynningu. Á veggspjaldinu eru upplýsingar um hvernig bregðast má við í neyð. Framsetningin er bæði einföld og skýr svo allir geta lært eitthvað af því eða rifjað upp helstu aðferðir skyndihjálpar. Veggspjaldið var fyrst gefið skólum árið 2005 en hef- ur nú verið uppfært samkvæmt nýj- um alþjóðlegum leiðbeiningum um skyndihjálp og endurlífgun. Börn hafa bjargað mannslífum Hjá íslenskum börnum á aldrinum 5- 14 ára eru slys í skólum nokkuð al- geng og er áætlaður fjöldi slysa um 2.500-3.200 á ári. Skyndihjálp- arkunnátta þeirra sem gæta barnanna í skólunum getur því aug- ljóslega reynst dýrmæt. Mörg dæmi eru um að jafnvel börn hafi bjargað mannslífum með því að þekkja til grunnþátta í skyndihjálp og oftar en ekki hafa þau lært skyndihjálp í grunn- eða framhaldskóla. Rauði krossinn hefur í áratugi unnið að útbreiðslu skyndihjálpar með því að halda námskeið fyrir ýmsa hópa, þar á meðal starfsmenn leik- og grunnskóla, og bjóða upp á vandað fræðsluefni í skyndihjálp í samræmi við nýjustu kröfur. N1 hef- ur styrkt skyndihjálparverkefni Rauða krossins síðastliðin þrjú ár, segir í fréttatilkynningu. Hjálp Rauði krossinn gefur öllum leik-, grunn-, framhalds- og háskólum í landinu skyndihjálparveggspjaldið Getur þú hjálpað, þegar á reynir? í samstarfi við N1. Gunnhildur Sveinsdóttir, verkefnisstjóri í skyndihjálp hjá Rauða krossi Íslands, afhenti Guðrúnu Ingimundardóttur, skólastjóra Breiðagerðisskóla, og nemendum skólans veggspjald. Skólar fá skyndihjálparveggspjald
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.