Morgunblaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 43 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Félagsmið- stöðin er opin virka daga frá kl. 9-16.45. Bústaðakirkja | Kvenfélag Bú- staðasóknar heldur aðalfund næstkomandi mánudag, 11. febrúar, kl. 20. í safnaðarheim- ilinu, venjuleg aðalfundarstörf, súpa og brauð. Félag eldri borgara í Kópavogi | Félagsfundur í Félagsheimilinu Gjábakka í dag kl. 14. Á dagskrá er húsnæðismál aldraðra í Kópavogi, framsöguerindi held- ur Aðalsteinn Sigfússon félags- málastjóri og Jóhann Árnason framkvæmdastjóri Sunnuhlíðar. Harmonikuleikur og kaffiveit- ingar. Félag eldri borgara, Reykjavík | Félagsfundur verður haldinn í Stangarhyl 4 í dag kl.14, kynnt- ar verða tillögur um breytingar á lögum Félags eldri borgara í Reykjavík. Félagsheimilið Gjábakki | Krummakaffi kl. 9, og Hana-nú ganga kl. 10. Félagsstarf Gerðubergs | Breiðholtshátíð, menningar og listahátíð eldri borgara, frá kl. 15, er hátíðardagskrá í Ráðhús- inu. Dixelandshljómsveit Árna Ísleifs., danssýning, kynslóðir saman í Breiðholti, DAS bandið, Gerðubergskórinn, sönghópur frá Árskógum, Vinabandið, Raggi Bjarna, ásamt Þorgeiri Ástvaldss. o.m.fl. Grensáskirkja | Kvenfélag Grensássóknar heldur aðalfund sinn mánudaginn 11. feb. kl 14. Stjórnin. Hraunsel | Lokadagur skrán- ingar á Sæludaga á Örkinni 9- 14. mars, er 12. feb., skráning er í Hraunseli, nefndin. Hvassaleiti 56-58 | Sam- verustund fyrir alla fjölskyld- una kl. 16 - 18, félagsvist og söngur, kaffi , kleinur og pönnukökur, afar og ömmur mætið með barnabörnin. Hæðargarður 31 | Fjölbreytt dagskrá. alla daga. T.d. skap- andi skrif, Bör Börsson í Bað- stofunni, bridge, framsögn og upplestur, spjallhópurinn „Þeg- ar amma var ung“, bók- menntahópur í Betri stofunni, söngur, línudans, söngur og Listasmiðjan opin alla daga! Málverkasýningu Stefáns Bjarnasons er að ljúka. S. 568- 3132 Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Snælandsskóla, Víðigrund kl. 9.30. Upplýsingar í símum 564-1490 og 554-5330. Kirkjustarf Hjálpræðisherinn á Akureyri | Laugardagskvöldið kl. 20, verður samkoma á Hjálpræð- ishernum á Akureyri. Yfirmenn Hjálpræðishersins á Íslandi, Noregi og í Færeyjum, Gudrun og Carl Lydholm tala. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Jesú-konur og Jesú-stelpur, hittumst í kaffisal kirkjunnar kl. 10-12 og eigum samfélag sam- an, nánari upplýsingar á www.filadelfia.is Laugarneskirkja | Kvöldvaka í safnaðarheimilinu undir merkj- um Laugarness á ljúfum nótum í tilefni VetrarhátíðarKl. 20, börn og unglingar úr hverfinu okkar leika listir sínar og fulltrúar hinna ýmsu félaga og stofnana leiða samveruna. Vöfflukaffi til styrktar útskrift- arferð 10. bekkinga í Laugalæk. 80ára afmæli. Heið-urshjónin Guðmundur Sigurþórsson og Margrét Magnúsdóttir eru áttræð um þessar mundir. Guðmundur átti afmæli 26. nóvember síð- astliðinn og Margrét í dag 9. febrúar. Þau fagna tímamót- unum með fjölskyldunni og verða að heiman. dagbók Í dag er laugardagur 9. febrúar, 40. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Enginn er þinn líki, Drottinn! Mikill ert þú og mikið er nafn þitt sakir máttar þíns. (Jeramía 10, 6.) Sálfræðiskor HÍ stendur fyrirmálstofu næstkomandi mið-vikudag, 13. febrúar. Þar ætl-ar dr. Valdimar Sigurðsson að flytja erindið Frá tilraunastofunni – út í búð! „Í erindinu fjalla ég um vettvangs- tilraunir í neytendasálfræði sem byggja á rannsóknum í atferlis- sálfræði,“ segir Valdimar, sem er með doktorsgráðu í markaðsfræði með áherslu á neytendasálfræði frá Há- skólanum í Cardiff. „Hefð er fyrir rannsóknum innan atferlisfræðinnar á hegðun ein- staklinga og dýra í stýrðu umhverfi. Minna hefur verið um slíka að- ferðafræði innan neytendasálfræð- innar,“ segir Valdimar, en honum hef- ur tekist að sýna fram á að atferlisgreining er gagnlegt rannsókn- aráhald þegar hegðun neytenda er skoðuð. „Athuganir mínar hafa sýnt að þótt ekki sé hægt að stýra öllum þáttum í atferlistilraun á vettvangi, þá má stýra ýmsum þáttum og fá áreiðan- legar mælingar og réttmætar,“ út- skýrir Valdimar. „Í slíkri tilraun má til dæmis stjórna framboði og verði á vörum í verslun, auglýsingum inni í versluninni og staðsetningu vöru, og mæla áhrif hvers þáttar fyrir sig.“ Neytendasálfræði er lítið rannsökuð fræðigrein á Íslandi, og segir Valdi- mar nokkurs misskilnings gæta um viðfangsefni greinarinnar: „Neyt- endasálfræði skoðar hegðun neytenda innan markaðar og er m.a. ólík fé- lagsvísindum að því leyti að mikið er byggt á tilraunamiðuðum aðferðum,“ segir hann. „Fræðigreinin rannsakar m.a. hvernig neytendur taka ákvarð- anir þegar þeir velja vöru og þjón- ustu, hvernig þeir samsama sig vöru- merkjum og mynda sér viðhorf um mismunandi vörumerki.“ Valdimar segir fræðigreinina bæði geta gagnast neytendum og selj- endum: „Neytendasálfræði getur hjálpað neytendum og samtökum þeirra að skilja betur samband mark- aðsafla og neytenda, og bætt ákvarð- anatöku þeirra. Einnig getur fræði- greinin gagnast seljendum til að ná markmiðum sínum um sölu og hagn- að.“ Málstofan verður haldin miðviku- daginn 13. febrúar í Odda, stofu 101, og hefst kl. 12.10. Sálfræði | Málstofa í Odda á miðvikudag um tilraunir í neytendasálfræði Úr tilraunastofunni út í búð  Valdimar Sig- urðsson fæddist í Reykjavík 1978. Hann lauk BA- prófi í sálfræði og viðskiptafræði frá HÍ 2003, meistara- gráðu í við- skiptafræði frá HÍ 2005 og doktors- prófi í markaðsfræði frá Háskólanum í Cardiff 2007. Valdimar var stunda- kennari við HÍ, en varð aðjúnkt við HR 2007 og lektor 2008. Sambýlis- kona Valdimars er Halla Hjördís Eyj- ólfsdóttir nemi við KHÍ, og eiga þau synina Alexander og Viktor. Tónlist Bústaðakirkja | Biebertríóið frum- flytur Talnabandssónötur í heild eftir H.I.F von Biber (1644-1704) á tón- leikum Kammermúsíkklúbbsins í Bú- staðakirkju sunnudagskvöld kl 20. Sjá kammer.is Gaukur á Stöng | Tónlistin úr kvik- myndinni The Commitments verður flutt af níu manna hljómsveit á Gauki á Stöng. Húsið opnar klukkan 22, og tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 23, miðaverð er einungis 500 kr. Eftir sýninguna leikur hljóm- sveitin Sólon fyrir dansi fram eftir nóttu. Grafarvogskirkja | Einn virtasti fiðlu- snillingur heims, Shlomo Mintz, leikur 24 Caprísur fyrir einleiksfiðlu eftir Niccoló Paganini. Þetta er í fyrsta sinn sem verkin hljóma í heild sinni hér á landi. Tónleikarnir hefjast kl. 17 en húsið opnar kl. 16. Miðar á midi.is og við innganginn. Organ | ONE BE LO (Binary Star) kemur fram ásamt DJ Flip á Organ, í dag, einnig koma fram; Vivid Brain, Brjánsi og dúóið Regnskóg (MC Rain og Byrkir B. DJ Jói kyndir upp salinn þess á milli. Syrpa með O.B.L. lögum á www.hiphop.is. 1500 kr / 20+ / kl.22+ Salurinn, Kópavogi | Blásaraoktett- inn Hnúkaþeyr heldur tónleika kl. 14, á Myrkum músíkdögum. Frumflutt verða tvö verk: Concertino f. 2 fiðlur og litla kammersveit eftir Jónas Tómasson í samstarfi við félaga úr strengjasveitinni Aþenu, og Andar eftir Önnu S. Þorvaldsdóttur. Mannfagnaður Breiðfirðingafélagið | Félagsvist í Breiðfirðingabúð, sunnudaginn 10. febrúar kl. 14. Fjórði dagur í þriggja daga keppni. Sjá nánar heimasíðu Breiðfirðingafélagsins: www.bf.is VIÐ fyrstu sýn virðist sem belgíski tennisleikarinn Steve Darcis hafi sett sig í heldur flóknar stellingar þegar hann gaf upp í leik á móti Tékkanum Radek Stepanek, en þeir áttust við í fyrstu umferð Dav- is-bikarsins í gær. Mótið fer fram í borginni Ostrava í heimalandi Step- aneks. Þegar betur er að gáð sést þó að Darcis er ekki liðamótalaus, heldur er það sjónarhorn ljósmyndarans sem er óvenjulegt og blekkir aug- að. Sjónarhornið skiptir höfuðmáli Tennisleikari í kröppum dansi Rreuters Ármúla 42 · Sími 895 8966 mánudaga - föstudaga 10-18 laugardag 10-17 sunnudag 13-17Opið OPIÐ HÚS Kynning á menningu í Kína Laugardag og sun nudag • Hillur • Vasar • Smáborð • Skilrúm • Diskar • Lampar • Pottar • Myndir o.m.fl. Kínversk áramót Ár rottunnar Sprengiverð Í tilefni áramóta Aðeins í takmark aðan tíma Gleðilegt ár! FRÉTTIR SENDIHERRA Íslands í Kanada, Markús Örn Antonsson, efndi nýlega til athafnar í sendi- herrabústaðnum í höf- uðborginni Ottawa til heiðurs jöklafræðingnum og rithöfundinum dr. Jack Ives í tilefni af út- gáfu bókar hans um Skaftafell hjá bókaútgáf- unni Ormstungu. Bókin er gefin út bæði á ís- lensku og ensku. Jafnframt var því fagnað að í september sl. veitti forseti Íslands Jack Ives riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir rannsóknarstörf á Íslandi og kynningu á Íslandi er- lendis. Viðstaddir athöfnina voru vísindamenn og samstarfsmenn Jack Ives við háskóla í Kanada, er- lendir sendiherrar, stjórn Íslands- vinafélagsins á Ottawasvæðinu og kanadískir embættismenn. Jack Ives á sæti í stjórn Íslandsvina- félagsins í Ottawa. Dr. Jack Ives, sem er breskur að uppruna, hóf rannsóknir á jöklum á svæðinu í nágrenni Skaftafells fyrir rúmum 55 árum, þegar hann kom fyrst til Íslands ásamt sam- stúdentum í landafræði og jökla- fræði við háskólann í Nottingham. Síðan hefur hann komið meira en 20 sinnum til Íslands og unnið við vísindarannsóknir. Hann kynntist fljótlega Ragnari Stefánssyni, bónda í Skaftafelli, og tókst með þeim vinátta. Í bókinni bregður höfundur upp myndum af lífi fjölskyldu Ragnars og annarra í Öræfum meðan íbúar sveit- arinnar voru enn að miklu leyti einangraðir frá öðrum lands- hlutum. Í formála að bókinni um Skafta- fell fjallar Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, um umfangsmiklar rannsóknir Jack Ives á íslensku náttúrufari og seg- ir að þjóðin standi í þakkarskuld við hann fyrir þau störf. Heiðraður Markús Örn Antonsson sendiherra og dr. Jack Ives, höfundur hinnar nýju bókar um Skaftafell, við athöfnina í Ottawa. Jack Ives jökla- fræðingur heiðraður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.