Morgunblaðið - 09.02.2008, Síða 43

Morgunblaðið - 09.02.2008, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 43 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Félagsmið- stöðin er opin virka daga frá kl. 9-16.45. Bústaðakirkja | Kvenfélag Bú- staðasóknar heldur aðalfund næstkomandi mánudag, 11. febrúar, kl. 20. í safnaðarheim- ilinu, venjuleg aðalfundarstörf, súpa og brauð. Félag eldri borgara í Kópavogi | Félagsfundur í Félagsheimilinu Gjábakka í dag kl. 14. Á dagskrá er húsnæðismál aldraðra í Kópavogi, framsöguerindi held- ur Aðalsteinn Sigfússon félags- málastjóri og Jóhann Árnason framkvæmdastjóri Sunnuhlíðar. Harmonikuleikur og kaffiveit- ingar. Félag eldri borgara, Reykjavík | Félagsfundur verður haldinn í Stangarhyl 4 í dag kl.14, kynnt- ar verða tillögur um breytingar á lögum Félags eldri borgara í Reykjavík. Félagsheimilið Gjábakki | Krummakaffi kl. 9, og Hana-nú ganga kl. 10. Félagsstarf Gerðubergs | Breiðholtshátíð, menningar og listahátíð eldri borgara, frá kl. 15, er hátíðardagskrá í Ráðhús- inu. Dixelandshljómsveit Árna Ísleifs., danssýning, kynslóðir saman í Breiðholti, DAS bandið, Gerðubergskórinn, sönghópur frá Árskógum, Vinabandið, Raggi Bjarna, ásamt Þorgeiri Ástvaldss. o.m.fl. Grensáskirkja | Kvenfélag Grensássóknar heldur aðalfund sinn mánudaginn 11. feb. kl 14. Stjórnin. Hraunsel | Lokadagur skrán- ingar á Sæludaga á Örkinni 9- 14. mars, er 12. feb., skráning er í Hraunseli, nefndin. Hvassaleiti 56-58 | Sam- verustund fyrir alla fjölskyld- una kl. 16 - 18, félagsvist og söngur, kaffi , kleinur og pönnukökur, afar og ömmur mætið með barnabörnin. Hæðargarður 31 | Fjölbreytt dagskrá. alla daga. T.d. skap- andi skrif, Bör Börsson í Bað- stofunni, bridge, framsögn og upplestur, spjallhópurinn „Þeg- ar amma var ung“, bók- menntahópur í Betri stofunni, söngur, línudans, söngur og Listasmiðjan opin alla daga! Málverkasýningu Stefáns Bjarnasons er að ljúka. S. 568- 3132 Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Snælandsskóla, Víðigrund kl. 9.30. Upplýsingar í símum 564-1490 og 554-5330. Kirkjustarf Hjálpræðisherinn á Akureyri | Laugardagskvöldið kl. 20, verður samkoma á Hjálpræð- ishernum á Akureyri. Yfirmenn Hjálpræðishersins á Íslandi, Noregi og í Færeyjum, Gudrun og Carl Lydholm tala. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Jesú-konur og Jesú-stelpur, hittumst í kaffisal kirkjunnar kl. 10-12 og eigum samfélag sam- an, nánari upplýsingar á www.filadelfia.is Laugarneskirkja | Kvöldvaka í safnaðarheimilinu undir merkj- um Laugarness á ljúfum nótum í tilefni VetrarhátíðarKl. 20, börn og unglingar úr hverfinu okkar leika listir sínar og fulltrúar hinna ýmsu félaga og stofnana leiða samveruna. Vöfflukaffi til styrktar útskrift- arferð 10. bekkinga í Laugalæk. 80ára afmæli. Heið-urshjónin Guðmundur Sigurþórsson og Margrét Magnúsdóttir eru áttræð um þessar mundir. Guðmundur átti afmæli 26. nóvember síð- astliðinn og Margrét í dag 9. febrúar. Þau fagna tímamót- unum með fjölskyldunni og verða að heiman. dagbók Í dag er laugardagur 9. febrúar, 40. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Enginn er þinn líki, Drottinn! Mikill ert þú og mikið er nafn þitt sakir máttar þíns. (Jeramía 10, 6.) Sálfræðiskor HÍ stendur fyrirmálstofu næstkomandi mið-vikudag, 13. febrúar. Þar ætl-ar dr. Valdimar Sigurðsson að flytja erindið Frá tilraunastofunni – út í búð! „Í erindinu fjalla ég um vettvangs- tilraunir í neytendasálfræði sem byggja á rannsóknum í atferlis- sálfræði,“ segir Valdimar, sem er með doktorsgráðu í markaðsfræði með áherslu á neytendasálfræði frá Há- skólanum í Cardiff. „Hefð er fyrir rannsóknum innan atferlisfræðinnar á hegðun ein- staklinga og dýra í stýrðu umhverfi. Minna hefur verið um slíka að- ferðafræði innan neytendasálfræð- innar,“ segir Valdimar, en honum hef- ur tekist að sýna fram á að atferlisgreining er gagnlegt rannsókn- aráhald þegar hegðun neytenda er skoðuð. „Athuganir mínar hafa sýnt að þótt ekki sé hægt að stýra öllum þáttum í atferlistilraun á vettvangi, þá má stýra ýmsum þáttum og fá áreiðan- legar mælingar og réttmætar,“ út- skýrir Valdimar. „Í slíkri tilraun má til dæmis stjórna framboði og verði á vörum í verslun, auglýsingum inni í versluninni og staðsetningu vöru, og mæla áhrif hvers þáttar fyrir sig.“ Neytendasálfræði er lítið rannsökuð fræðigrein á Íslandi, og segir Valdi- mar nokkurs misskilnings gæta um viðfangsefni greinarinnar: „Neyt- endasálfræði skoðar hegðun neytenda innan markaðar og er m.a. ólík fé- lagsvísindum að því leyti að mikið er byggt á tilraunamiðuðum aðferðum,“ segir hann. „Fræðigreinin rannsakar m.a. hvernig neytendur taka ákvarð- anir þegar þeir velja vöru og þjón- ustu, hvernig þeir samsama sig vöru- merkjum og mynda sér viðhorf um mismunandi vörumerki.“ Valdimar segir fræðigreinina bæði geta gagnast neytendum og selj- endum: „Neytendasálfræði getur hjálpað neytendum og samtökum þeirra að skilja betur samband mark- aðsafla og neytenda, og bætt ákvarð- anatöku þeirra. Einnig getur fræði- greinin gagnast seljendum til að ná markmiðum sínum um sölu og hagn- að.“ Málstofan verður haldin miðviku- daginn 13. febrúar í Odda, stofu 101, og hefst kl. 12.10. Sálfræði | Málstofa í Odda á miðvikudag um tilraunir í neytendasálfræði Úr tilraunastofunni út í búð  Valdimar Sig- urðsson fæddist í Reykjavík 1978. Hann lauk BA- prófi í sálfræði og viðskiptafræði frá HÍ 2003, meistara- gráðu í við- skiptafræði frá HÍ 2005 og doktors- prófi í markaðsfræði frá Háskólanum í Cardiff 2007. Valdimar var stunda- kennari við HÍ, en varð aðjúnkt við HR 2007 og lektor 2008. Sambýlis- kona Valdimars er Halla Hjördís Eyj- ólfsdóttir nemi við KHÍ, og eiga þau synina Alexander og Viktor. Tónlist Bústaðakirkja | Biebertríóið frum- flytur Talnabandssónötur í heild eftir H.I.F von Biber (1644-1704) á tón- leikum Kammermúsíkklúbbsins í Bú- staðakirkju sunnudagskvöld kl 20. Sjá kammer.is Gaukur á Stöng | Tónlistin úr kvik- myndinni The Commitments verður flutt af níu manna hljómsveit á Gauki á Stöng. Húsið opnar klukkan 22, og tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 23, miðaverð er einungis 500 kr. Eftir sýninguna leikur hljóm- sveitin Sólon fyrir dansi fram eftir nóttu. Grafarvogskirkja | Einn virtasti fiðlu- snillingur heims, Shlomo Mintz, leikur 24 Caprísur fyrir einleiksfiðlu eftir Niccoló Paganini. Þetta er í fyrsta sinn sem verkin hljóma í heild sinni hér á landi. Tónleikarnir hefjast kl. 17 en húsið opnar kl. 16. Miðar á midi.is og við innganginn. Organ | ONE BE LO (Binary Star) kemur fram ásamt DJ Flip á Organ, í dag, einnig koma fram; Vivid Brain, Brjánsi og dúóið Regnskóg (MC Rain og Byrkir B. DJ Jói kyndir upp salinn þess á milli. Syrpa með O.B.L. lögum á www.hiphop.is. 1500 kr / 20+ / kl.22+ Salurinn, Kópavogi | Blásaraoktett- inn Hnúkaþeyr heldur tónleika kl. 14, á Myrkum músíkdögum. Frumflutt verða tvö verk: Concertino f. 2 fiðlur og litla kammersveit eftir Jónas Tómasson í samstarfi við félaga úr strengjasveitinni Aþenu, og Andar eftir Önnu S. Þorvaldsdóttur. Mannfagnaður Breiðfirðingafélagið | Félagsvist í Breiðfirðingabúð, sunnudaginn 10. febrúar kl. 14. Fjórði dagur í þriggja daga keppni. Sjá nánar heimasíðu Breiðfirðingafélagsins: www.bf.is VIÐ fyrstu sýn virðist sem belgíski tennisleikarinn Steve Darcis hafi sett sig í heldur flóknar stellingar þegar hann gaf upp í leik á móti Tékkanum Radek Stepanek, en þeir áttust við í fyrstu umferð Dav- is-bikarsins í gær. Mótið fer fram í borginni Ostrava í heimalandi Step- aneks. Þegar betur er að gáð sést þó að Darcis er ekki liðamótalaus, heldur er það sjónarhorn ljósmyndarans sem er óvenjulegt og blekkir aug- að. Sjónarhornið skiptir höfuðmáli Tennisleikari í kröppum dansi Rreuters Ármúla 42 · Sími 895 8966 mánudaga - föstudaga 10-18 laugardag 10-17 sunnudag 13-17Opið OPIÐ HÚS Kynning á menningu í Kína Laugardag og sun nudag • Hillur • Vasar • Smáborð • Skilrúm • Diskar • Lampar • Pottar • Myndir o.m.fl. Kínversk áramót Ár rottunnar Sprengiverð Í tilefni áramóta Aðeins í takmark aðan tíma Gleðilegt ár! FRÉTTIR SENDIHERRA Íslands í Kanada, Markús Örn Antonsson, efndi nýlega til athafnar í sendi- herrabústaðnum í höf- uðborginni Ottawa til heiðurs jöklafræðingnum og rithöfundinum dr. Jack Ives í tilefni af út- gáfu bókar hans um Skaftafell hjá bókaútgáf- unni Ormstungu. Bókin er gefin út bæði á ís- lensku og ensku. Jafnframt var því fagnað að í september sl. veitti forseti Íslands Jack Ives riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir rannsóknarstörf á Íslandi og kynningu á Íslandi er- lendis. Viðstaddir athöfnina voru vísindamenn og samstarfsmenn Jack Ives við háskóla í Kanada, er- lendir sendiherrar, stjórn Íslands- vinafélagsins á Ottawasvæðinu og kanadískir embættismenn. Jack Ives á sæti í stjórn Íslandsvina- félagsins í Ottawa. Dr. Jack Ives, sem er breskur að uppruna, hóf rannsóknir á jöklum á svæðinu í nágrenni Skaftafells fyrir rúmum 55 árum, þegar hann kom fyrst til Íslands ásamt sam- stúdentum í landafræði og jökla- fræði við háskólann í Nottingham. Síðan hefur hann komið meira en 20 sinnum til Íslands og unnið við vísindarannsóknir. Hann kynntist fljótlega Ragnari Stefánssyni, bónda í Skaftafelli, og tókst með þeim vinátta. Í bókinni bregður höfundur upp myndum af lífi fjölskyldu Ragnars og annarra í Öræfum meðan íbúar sveit- arinnar voru enn að miklu leyti einangraðir frá öðrum lands- hlutum. Í formála að bókinni um Skafta- fell fjallar Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, um umfangsmiklar rannsóknir Jack Ives á íslensku náttúrufari og seg- ir að þjóðin standi í þakkarskuld við hann fyrir þau störf. Heiðraður Markús Örn Antonsson sendiherra og dr. Jack Ives, höfundur hinnar nýju bókar um Skaftafell, við athöfnina í Ottawa. Jack Ives jökla- fræðingur heiðraður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.