Morgunblaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 39. TBL. 96. ÁRG. LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is JÓKERINN LIFIR MYND AF ÞÝSKUM LEIKARA, LÖNGU LÁTNUM, BIRTIST SEM ANDLÁTSMYND HEATH LEDGER >> 49 FRÉTTASKÝRING Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is MIKILL fjöldi lægða við Íslandsstrendur á umliðn- um vikum og mánuðum hefur tæpast farið framhjá neinum. Samkvæmt upplýsingum frá Einari Svein- björnssyni veðurfræðingi skýrist þetta af því að svo- nefndur kuldapollur, þ.e. staðurinn þar sem mesti háloftakuldinn ríkir hverju sinni, liggur óvenju- nálægt landinu um þessar mundir. Að sögn Einars hefur háloftakuldinn yfir Grænlandi verið meiri og nær Íslandi síðustu mánuði en mörg undanfarin ár. Hins vegar sé tíðarfarið nú ekki ósvipað því sem var nokkra vetur í kringum 1990. Aðspurður segir Einar það nánast tilviljun hvar þessi átakapunktur í háloftunum lendi hverju sinni. Bendir hann á að sum árin sé mesti háloftakuldinn yfir miðju Kanada, önnur ár lendi hann yfir Síberíu eða nálægt Alaska og stundum sé hann yfir Sval- barða. Kuldapollurinn hafi hins vegar ráðandi áhrif á vetrarveðráttuna á stóru svæði í kringum hann. Spurður hvort hægt sé að segja fyrir um stað- setningu kuldapollsins ár hvert segir Einar menn vissulega reyna það, en með misjöfnum árangri þó. Bendir hann á að oft raði stóru línurnar á norður- hveli sér upp snemma vetrar, í nóvember og desem- ber, í ákveðið kerfi sem síðan haldist út veturinn. Stundum brotni þetta hins vegar upp og raði sér upp á nýtt um miðjan vetur og þá oft með skömmum fyrirvara. Aðspurður hvernig langtímaútlitið sé bendir Ein- ar á að Evrópska reiknimiðstöðin (ECMWF) hafi í þriggja mánaða spá sinni fyrir janúar til mars spáð því að hérlendis yrði lægðagangur með úrkomu ofan meðallags og hita um eða yfir meðallagi. „Ef veðr- áttan tekur ekki miklum breytingum það sem eftir er tímabilsins þá er þetta nú alveg í áttina.“ Er landinn orðinn góðu vanur? Að sögn Trausta Jónssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, hafa Íslendingar búið við óvenjuhægviðrasamt veðurfar á síðustu sex til sjö árum og því sé ekki skrýtið að landanum bregði við þegar komi umhleypingasamari vetur en hann eigi að venjast. Trausti tekur þó fram að veðurfarið það sem af er vetri sé ekki verra en oft áður á sama árs- tíma á síðustu áratugum. „Þetta er bara hluti af al- mennu tíðarfari á þessum slóðum á jörðinni.“ Árvakur/Árni Sæberg Ótíð Umhleypingasamt hefur verið undanfarið. Lægðir og úrkoma út mars? STÓRTJÓN varð í aðstöðu sjö lista- manna á Korpúlfsstöðum í gær- kvöldi vegna vatnsleka og skemmd- ust þar tugir listaverka af ólíkum toga. Mittisdjúpt vatn komst inn í kjallarann þar sem auk listaverk- anna eru brennsluofnar, rennibekkir og óunnið efni til listmunagerðar. „Það er allt á floti hér og tjónið er gífurlegt,“ sagði Laufey Jensdóttir, Allt á floti og tjónið gífurlegt Árvakur/Kristinn Kerran fest Björgunarsveitarmenn lögðu hart að sér við að bjarga eignum fólks og festa niður lausa muni í gærkvöldi. Þeir festu m.a. þennan tengivagn tryggilega í borginni.  Samgöngur úr skorðum í veðurham  Tugir listaverka fóru undir vatn hins vegar að bæta í vind á Norður- landi vestra og Vestfjörðum. Óveðrið setti allar samgöngur úr skorðum í gær. Flugsamgöngur inn- anlands og milli landa lömuðust. Þjóðvegum á Vestfjörðum, undir Hafnarfjalli og um Kjalarnes var lokað sem og Hvalfjarðargöngum og þá urðu rafmagnstruflanir víða um land. | 2 ein listamannanna. „Þetta er í annað sinn sem þetta gerist, en fyrra skipt- ið var um áramótin, þótt það hafi ekki verið eins rosalegt og nú. Reykjavíkurborg hefur ekki fundið lausn á þessum vanda,“ segir hún, en borgin leigir SÍM aðstöðuna. Óveðrið var að byrja að ganga nið- ur á Suðurnesjum og á höfuðborg- arsvæðinu seint í gærkvöldi en þá fór Í HNOTSKURN »Undir miðnætti höfðu við-bragðsaðilar sinnt meira en 300 verkefnum á SV-horninu frá því óveðrið skall á síðdegis í gær. »Um 400 manns voru þar viðbjörgunarstörf vegna óveð- ursins. Skilaboðaskjóðan >> 48 Magnaðar stundir í leikhúsinu Leikhúsin í landinu ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 09 96 0 2 /0 8 TILBOÐ 7.–15. FEBRÚAR + Nánari upplýsingar á www.icelandair.is * Innifalið í verði: Flug, flugvallarskattar og gjöld. Ferðatímabil: 21. apríl–31. desember. H A LI FA X V e rð fr á 19 .1 2 0 kr .*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.