Morgunblaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 47 TIL BARCELONA * Innifalið: Flug, gisting í 3 nætur m.v. 2 saman í herbergi á Hótel Albinoni með morgunverði. AUKAKRÓNUTILBOÐ Ógleymanleg helgarferð til einnar vinsælustu borgar Evrópu. – á aðeins 39.995 kr.* fyrir Aukakrónukorthafa Brottfarir eru 15. febrúar, 22. febrúar, 29. febrúar og 7. mars. Kynntu þér málið á www.aukakronur.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L B I 40 99 7 02 /0 8 MY Bloody Underground kallast 13. breiðskífa Íslandsvinarins Jasons Newcombes og hljómsveitar hans The Brian Jonestown Massacre. Plat- an kemur út á vegum a recordings, sem Newcombe sjálfur rekur, og er útgáfudagurinn 15. apríl næstkom- andi. Aðdáendur þessarar alræmdu sveitar hafa beðið í fjögur ár eftir nýrri plötu en síðasta plata kallaðist And This is Our Music og fékk stór- góða dóma víðast hvar. Newcombe er á svipuðum nótum og áður, þ.e.a.s. víruðum hippanótum í bland við indí- tónlist, en ef tónlistin sjálf á eftir að valda vonbrigðum munu heiti laganna væntanlega vega það eitthvað upp, til að mynda heitir fyrsta lagið Bring Me The Head Of Paul McCartney On Heather Mill’s Wooden Peg (Dropp- ing Bombs On The White House). The Brian Jonestown Massacre kom hingað til lands á síðasta ári og lék fyrir fullu húsi á NASA. Ný plata vænt- anleg í apríl Morgunblaðið/Eyþór Anton Newcombe Aðalsprauta The Brian Jonestown Massacre. EITTHVAÐ seg- ir manni að villt- ustu órar leik- stjórans Woodys Allens hafi ræst við upptökur á nýjustu mynd hans, en á meðal atriða í myndinni er lesbískt ást- aratriði með þokkadísunum Penelope Cruz og Scarlett Johansson. Kvikmyndin nýja hefur fengið titilinn Vicky Christina Barcelona og er samkvæmt þeim sem fylgst hafa með upptökum verulega erótísk. Fjallar hún um listmálara, leikinn af Javier Bardem, sem lendir mitt í ástarsambandi tveggja ferða- langa, sem fyrrnefndar þokkadísir leika. Reiknað er með að myndin fari í sýningar síðar á þessu ári. Erótískur Allen Penelope Cruz Reuters Stjörnur Scarlett Johansson, Javier Bardem og Woody Allen við tökur. NAHSHID Sulaiman, sem síð- ar tók sér nafnið OneManArmy og svo One.Be.Lo, sem hann notar í dag kemur fram á Org- an í kvöld ásamt írska skífu- skankaranum DJ Flip, en hann vann ITF plötusnúðakeppnina um árið. Sulaiman stofnaði rapp- tvíeykið Binary Star með Se- nim Silla, en þeir kynntust í fangelsi í Pontiac í Michigan- fylki. One.Be.Lo notaði tímann í fangelsinu vel, lærði á útgáfu- iðnaðinn, kynnti sér höfunda- réttarmál og tilheyrandi og þegar þeir félagar fengu reynslulausn gáfu þeir út skíf- una Waterworld. Vegna reynslulausnarinnar máttu þeir ekki fara út fyrir Michigan sem setti þeim eðlilega nokkrar skorður við kynningu á skíf- unni. Hún var síðan gefin út að nýju, endurunnin að hluta, á út- gáfufyrirtæki sem One.Be.Lo stofnaði, Subterraneous Re- cords, undir nafninu Masters of the Universe og seldist mjög vel. Skammstafanir vinsælar Um það leyti sem Masters of the Universe kom út hafði slest upp á vinskapinn hjá þeim fé- lögum og svo fór að þeir hættu samstarfinu, en héldu þó stöku tónleika saman. Næsta verk- efni One.Be.Lo var svo safn- skífa ýmissa rappara, Water- world Too, en hann hóf líka að vinna að sinni fyrstu sólóskífu með taktsmiðnum Decompoze, en saman kölluðu þeir sig Trac- kezoids. Fyrsti vísir þess sam- starfs var safnskífan F.E.- T.U.S. (For Everybody That Under Stands) sem gefin var út í takmörkuðu upplagi 2002, en fyrsta sólóskífan, S.O.N.O.- G.R.A.M. (Sounds Of Nahshid Originate Good Rhymes And Music) kom út 2005 hjá Fat Beats og fékk frábæra dóma. Á síðasta ári kom svo út skífan The R.E.B.I.R.T.H. (Real Em- cee’s Bring Intelligent Rhymes To Hip-Hop) og L.I.F.E. (Lo Is For Everybody) kemur vænt- anlega út á þessu ári. Sama kvöld kemur einnig fram DJ Flip eins og áður sagði, Larry Mullen yngri, sem sigraði í ITF World Cham- pionship plötusnúðakeppninni 2003/2004 í scratch-flokki. Einnig koma fram Vivid Brain, Brjánsi og Regnskóg. Hiphop-veisla í boði TFA One.Be.Lo. Mikill fengur er að rapparanum hingað til lands. One.Be.Lo, DJ Flip og fleiri troða upp á Organ í kvöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.