Morgunblaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. DÝRMÆTUR MANNAUÐUR Fjallað var um leiðir til að koma íveg fyrir að fatlaðir einangrist ísamfélaginu og tryggja fötluð- um atvinnu á fundi sem haldinn var um félagsleg fyrirtæki og hag íslensks samfélags af rekstri þeirra fyrr í þess- ari viku. Á fundinum lýsti Héðinn Unn- steinsson, sérfræðingur í heilbrigðis- ráðuneytinu, því hvernig Bretar hefðu farið að. Þar væru nú starfandi 15 þús- und félagsleg fyrirtæki, sem ekki væru endilega rekin með gróða að leiðarljósi og gætu hjálpað fólki, sem glímt hefur við geðfatlanir, að komast út í atvinnu- lífið. Fyrir nokkru var hleypt af stokkun- um verkefni, sem heitir Straumhvörf, og kom fram á fundinum að það hefði þegar skilað árangri. Sömuleiðis hefur í félagsmálaráðuneytinu verið mótuð stefna um það hvernig búa eigi að geð- fötluðum og lögð áhersla á að fólk fái íbúð í sérbýlum og stuðning til að kom- ast á almennan vinnumarkað, eins og fram kom í máli Ástu R. Jóhannesdótt- ur, alþingismanns og og formanns verkefnisstjórnar Straumhvarfa. En það er ekki bara hlutverk hins opinbera að tryggja fötluðum sess í samfélaginu. Atvinnulífið hefur þar einnig hlutverki að gegna. Þórólfur Árnason, forstjóri Skýrr, talaði um mannauðinn, sem byggi í geðföltuðum. „Við eigum að efla starfshvatningu til fatlaðra þar sem við á, eftir getu. Við eigum að aðstoða okkar núverandi starfsfólk. Við eigum að sýna skilning á persónulegum aðstæðum. Hverjum líður vel í vinnunni ef honum líður ekki vel heima hjá sér.“ Í máli Páls Ásgeirs Davíðssonar, sérfræðings hjá Háskólanum í Reykja- vík, kom fram sú athyglisverða stað- reynd að á Íslandi séu um níu þúsund fatlaðir einstaklingar, sem hafi getu til að starfa. 20% landsmanna ættu við einhvers konar fötlun að stríða og fyr- irtæki misstu af tækifæri til að fá þennan hluta þjóðarinnar í vinnu hjá sér. „Það er dýrmætur mannauður í fötluðum,“ sagði Páll Ásgeir á fundin- um. Hér er um að ræða málefni, sem varðar bæði hlutskipti einstaklinga og þjóðfélagið allt. Íslenskt þjóðfélag er það lítið og gagnsætt að þar á enginn að geta orðið út undan eða dottið á milli skips og bryggju. Hver einstaklingur á rétt á því að fá tækifæri til að njóta sín að verðleikum. Það getur skipt sköpum fyrir fatlaðan einstakling að fá at- vinnu, umgangast annað fólk og vera hluti af gangverki þjóðfélagsins. Það getur ýtt undir heilbrigði einstaklings- ins og jafnvel leitt til þess að hann verður ekki jafn háður heilbrigðisþjón- ustu og ef hann verður ekki óháður henni. Hér fer því hagur einstaklings- ins og þjóðarhagur saman. Á fundinum kom fram að allir eru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til að bæta stöðu fatlaðra, allt frá Samtökum atvinnu- lífsins til hins opinbera. Nú mun koma í ljós hvernig gengur að yfirfæra hinn góða ásetning í aðgerðir, sem leitt geta til langþráðra umbóta. SKORTUR Á SAMKEPPNI? Er skortur á samkeppni í bókaút-gáfu á Íslandi? Er hætta á einok- un í bókaútgáfu? Svarið við báðum þessum spurningum er að það er hvorki skortur á samkeppni né hætta á einokun. Er níðst á kaupendum bóka með því að setja hátt verð á bækur? Það er ekki hægt að halda því fram. Sennilega er tap á meirihluta þeirra bóka, sem gefnar eru út á hverju ári. Fyrir hver jól eru bækur seldar í stór- mörkuðum á verulega lægra verði en uppsett verð. Á hverju ári eru bóka- markaðir, þar sem fólk getur keypt bækur á ótrúlega lágu verði. Vandamálið í bókaútgáfu er ekki skortur á samkeppni, ekki einokun, ekki verðsamráð, sem þýði að kaup- endur bóka eigi ekki annarra kosta völ en kaupa bækur dýru verði. Vandamálið í bókaútgáfu er þvert á móti að finna viðunandi rekstrar- grundvöll fyrir bókaforlög. Þeir bóka- útgefendur eru ekki margir á Íslandi, sem hafa haft einhvern umtalsverðan hagnað af útgáfu bóka. Vandamál rit- höfunda er að finna forlag, sem er tilbúið til að gefa út bók, sem ekki er alveg örugg söluvara. Svo kemur Samkeppniseftirlitið og telur sig vera að sinna hlutverki sínu með því að setja tuttugu og eitt skil- yrði fyrir sameiningu nokkurra for- laga og gerir kröfu um að nokkrar út- gáfur verði seldar öðrum! Hvers konar vitleysa er þetta? Þetta er örugglega vitlausasti úrskurður, sem nokkur eftirlitsstofnun hefur kveðið upp. Það verður einhver heilbrigð skynsemi að komast að. Samkeppniseftirlitið þyrfti að hafa afskipti af mörgum greinum við- skiptalífsins, þar sem fákeppni veldur því, að níðst er á neytendum. Að halda því fram, að það eigi við um bókaút- gáfu er fáránlegt. Það er rétt, sem Jóhann Páll Valdi- marsson bókaútgefandi segir í samtali við Morgunblaðið í gær, að það er kraftaverk að bókaútgáfa skuli þrífast hér í þessu fámenna samfélagi. Ástæð- an fyrir því hve myndarlega er staðið að útgáfu bóka hér er sú, að það eru nokkrir einstaklingar haldnir þeirri skemmtilegu og gefandi ástríðu að gefa út bækur með myndarlegum hætti í okkar litla landi. Opinberar eftirlitsstofnanir hafa öðrum og þarfari verkefnum að sinna en þvælast fyrir því að bækur séu gefnar út á Íslandi með sæmilegum hætti. Það er ekki mikill skortur á starfsfólki hjá Samkeppniseftirlitinu ef sú stofnun hefur efni á að leggja mikla vinnu í að verða bókaútgáfu fjötur um fót. Það sem hér hefur verið sagt vita allir, sem á annað borð hafa einhvern áhuga á að vita um hvað bókaútgáfan snýst. Það er ástæða til að tryggja, að hver kynslóð Íslendinga hafi alltaf að- gang að bókmenntaverkum ákveðinna sígildra höfunda á Íslandi. Að saga þjóðarinnar og einstaklinga sé færð til bókar og verði aðgengileg öllum kyn- slóðum Íslendinga. En úrskurður Samkeppniseftirlits hlýtur að vera hápunktur einhvers fá- ránleika, sem engum hefur dottið í hug að hér væri hægt að finna. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is Hæstiréttur hefur fallist áþá kröfu embættis rík-islögreglustjóra, aðfram fari húsleit hjá embætti skattrannsóknarstjóra í því skyni að leggja hald á tiltekin gögn vegna rannsóknar á meintum skattalagabrotum Óskars Magn- ússonar, fyrrum stjórnarformanns Baugs. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í janúar á kröfur ríkislög- reglustjóra um húsleit hjá skatt- rannsóknarstjóra. Sá úrskurður var kærður til Hæstaréttar, sem nú hefur kveðið upp dóm sinn. Fimm dómarar fjölluðu um mál- ið og mynduðu þrír meirihluta en tveir dómarar skiluðu séráliti og vildi staðfesta niðurstöðu skatt- rannsóknarstjóra. Í dómi Hæstaréttar er vitnað í greinargerð skattrannsóknar- stjóra þar sem meðal annars kem- ur fram að hann reisi kröfu sína um að fella úrskurð héraðsdóms úr gildi, á því að ríkislögreglu- stjóri eigi ekki lögum samkvæmt aðgang að gögnum um mál [Ósk- ars Magnússonar]. Tekur skatt- rannsóknarstjóri fram að hann hafi jafnframt neitað ríkislög- reglustjóra um gögn varðandi mál átta annarra manna, sem sá síð- arnefndi fór fram á að fá afhent. Kvaðst skattrannsóknarstjóri hafa aflað lögfræðilegrar álitsgerðar, þar sem komi fram sú skoðun að lögregla hafi ekki heimild til refsi- meðferðar hjá skattrannsóknar- stjóra. Rannsókn sé í höndum lögreglu Í dómi segir þá ennfremur að meginregla sé að rannsókn opin- berra mála sé í höndum lögreglu og sé hún háð eftirliti og nánari fyrirmælum ríkissaksóknara. Í lögum um meðferð opinberra mála sé kveðið á um að rannsókn op- inberra mála sé í höndum lögreglu nema öðruvísi sé mælt fyrir í lög- um. Eigi það meðal annars við um rannsókn mála sem varða skatta- lög, tollalög og samkeppnislög. Þessi lög mæli fyrir um rannsókn- arskyldu stjórnvalda, sem hafi lög- mæltu hlutverki að gegna við stjórn þeirra. Hæstiréttur segir að ástæða þessarar tilhögunar sé einkum sú að viðkomandi stjórn- völd búi yfir sérþekkingu, sem rétt hefur þótt að nýta við þessi verk- efni. Í lögum um meðferð opin- berra mála sé kveðið á um að lög- regla skuli hvenær sem þess sé þörf hefja rannsókn út af vitneskju eða grun um að refsivert brot hafi verið framið, hvort sem henni hafi borist kæra eða ekki. Tekið sé fram að ríkissaksóknari geti gefið fyrirmæli í þessum efnum. Hæstiréttur tilgreinir einnig lögreglulög þar sem mælt er fyrir um að ríkislögreglustjóra beri meðal annars að starfrækja lög- reglurannsóknardeild sem rann- saki skatta- og efnahagsbrot. Í 2. gr. reglugerðar nr. 804/2007 um rannsókn og saksókn skatta- og efnahagsbrota segi að ríkislög- reglustjóra beri meðal annars að rannsaka alvarleg brot sem falli undir 262. gr. almennra hegning- arlaga. Saksókn vegna brota á síð- astnefndu ákvæði heyri undir rík- islögreglustjóra sbr. 1. mgr. 28. gr. og 27. gr. laga um meðferð op- inberra mála en í síðari málslið fyrrnefndu greinarinnar sé kveðið á um að ríkissaksóknari geti tekið ákvörðun um saksókn í sínar hendur hvenær sem hann telji þess þörf. Sóknaraðili [ríkislög- reglustjóri], sem fór með rann- sóknar- og ákæruvald vegna skattalagabrota sem geta varðað við nefnda lagagrein, fór þess á leit við varnaraðila [skattrann- sóknarstjóra] að hann fengi að- gang að gögnum sem til hafa orðið við rannsókn skattrannsóknar- stjóra á skattskilum viðkomandi manns, en því hafnaði skattrann- sóknarstjóri ítrekað. Ríkislög- reglustjóri bar ágreininginn undir ríkissaksóknara sem taldi, að virt- um þeim gögnum sem ríkislög- reglustjóri hafði þegar undir höndum, að fullt tilefni væri til frekari rannsóknar og að brýnt væri að hún héldi tafarlaust áfram. Yfirskattanefnd úrskurðar sektir Hæstiréttur segir ennfremur að ríkislögreglustjóri telji að [ÓM] sé undir rökstuddum grun um að hafa framið stórfelld brot gegn lögum um tekjuskatt sem varði við hegningarlög og standi yfir rann- sókn á þeim brotum. Í lögum um tekjuskatt segi að yfirskattanefnd úrskurði sektir samkvæmt 110. gr. laganna en þar segi að skattrann- sóknarstjóri geti vísað máli til op- inberrar rannsóknar af sjálfsdáð- um svo og eftir ósk sökunauts, vilji hann ekki hlíta því að mál sé af- greitt af yfirskattanefnd. Skatt- rannsóknarstjóri hafi heimild til að ljúka tilteknum málum með sekt í stað þess að vísa máli til sektarmeðferðar hjá yfirskatta- nefnd en þeirri sektarákvörðun fylgi ekki vararefsing, gagnstætt því sem á við um sektir samkvæmt almennum hegningarlögum. Hæstiréttur segir að skattrann- sóknarstjóra sé skylt að gera rík- issaksóknara grein fyrir málalok- um í einstökum málum og geti hinn síðarnefndi borið málið undir dómara til ónýtingar telji hann þau fjarstæð. Vararefsing fylgi heldur ekki sektarákvörðun yfir- skattanefndar. Heimild skattayfir- valda til að ljúka málum án sak- sóknar nái þannig aðeins til brota, þar sem fangelsisrefsingu verði ekki beitt. Hæstiréttur telur ljóst af fram- ansögðu að skattrannsóknarstjóra sé heimilt að meta hvort þess eðlis að fallið ge verknaðarlýsingu 262. g ingarlaga. Með tilhögun u sókn brota á ákveðnum s hins vegar ekki hróflað v sérstök stjórnvöld sem brot séu jafnt sem lögr eftirliti og nánari fyrirmæ issaksóknara og annarra h ákæruvalds eftir því sem Verði ákvæði 4. mgr. tekjuskattslaga því ekk þannig að þau girði fyrir sæti opinberri rannsókn tilvikum en þeim þegar ingur eða varnaraðili vís þann farveg. Þannig sé e að líta svo á að lagaákvæ feli í sér bann við því að hefji rannsókn á ætluðu lagabroti, leiki grunur á fang brotsins sé slíkt að 262. gr. hegningarlaga. E mat um það hvort svo k vera eigi ekki undir sk sóknastjóra heldur handh sóknar- og ákæruvalds á andi sviði. Aflað í þágu frumrann Gagna þeirra sem um ræ ir Hæstiréttur, að hafi ver þágu frumrannsóknar sk sóknarstjóra sem hann framkvæmt í samræmi við skyni að afla upplýsinga u brot [ÓM] á tekjuskattslö Þegar Hæstiréttur vir nefndar lagaskyldur h rannsóknar- og ákæruval rannsaka og hafa eftir skattalagabrotum féllst h á með skattrannsóknars ákvæði um þagnarskyld gæti staðið í vegi fyrir afh gagna til ríkislögreglustjó Hæstiréttur undirstri hann fallist á með ríkis stjóra að á þessu stigi ran geti álitaefni um tvöfalt r háttsemi [ÓM] ekki stað vegi að beiðni RLS nái ganga. Þá afstöðu sem að ofa Húsleitarheim Hæstiréttur telur að ríkislögreglustjóri megi gera húsle klofnaði í afstöðu sinni til þessa einstæða máls sem varð Dómur Meirihluti Hæstiréttar féllst ekki á sjónarmið skattranns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.