Morgunblaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 53 Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „VIÐ erum að fara að fagna fimm ára afmælinu og ætlum að tjalda miklu til,“ segir Halldór Bragason, listrænn stjórnandi Blúshátíðar í Reykjavík, en mikið verður um dýrðir á hátíðinni sem haldin verður dagana 18. til 21. mars næstkom- andi. Eins og áður hefur komið fram mun hinn goðsagnakenndi banda- ríski blúsari Magic Slim koma fram á hátíðinni ásamt hljómsveit sinni, The Teardrops. „En svo er búið að staðfesta að The Yardbirds kemur, og það er nú mikil saga á bak við þá sveit,“ segir Halldór. The Yardbirds var stofnuð í Lundúnum árið 1962, og á fyrstu ár- um sveitarinnar spiluðu kappar á borð við Eric Clapton, Jeff Beck og Jimmy Page með henni. „Ef þessi sveit hefði ekki verið til hefði Led Zeppelin aldrei orðið til, og Eric Clapton hefði bara farið að vinna í verksmiðju,“ útskýrir Halldór. The Yardbirds var starfandi frá 1962 til 1968, en tók sér þá 24 ára hlé og hóf ekki störf að nýju fyrr en árið 1992. Tveir meðlimir sveitarinnar hafa fylgt henni frá upphafi, gítarleik- arinn Chris Dreja og trommarinn Jim McCarty. Á sínum tíma voru The Yardbirds í fararbroddi bresku blúsbylgjunnar ásamt sveitum á borð við Rolling Stones, og öðlaðist sveitin heimsfrægð með lögum á borð við „For Your Love“ og „Heart Full of Soul“. Fleira kræsilegt The Yardbirds mun koma fram á Hilton Nordica-hótelinu mið- vikudagskvöldið 19. mars. „Það verður kvöld goðsagnanna því auk The Yardbirds spila þeir Pétur Östl- und, Þórir Baldursson og Jón Páll Bjarnason það kvöld,“ segir Halldór. Aðspurður segist hann ekki hafa sérstakar áhyggjur af því að færri muni komast að en vilja á tón- leikana, en salurinn á Hilton Nor- dica verður að teljast í minna lagi fyrir sveit á stærð við The Yar- dbirds. „Það verður þá bara að hafa það, menn verða bara að tryggja sér miða um leið og miðasala fer í gang. Blúshátíðin hefur líka verið þarna undanfarin ár, og það er sérstaklega skemmtilegt því þar sjá allir, og það myndar ekta klúbbstemningu.“ Margt fleira kræsilegt má finna í dagskrá hátíðarinnar, og meðal ann- ars má nefna að fimmtudagskvöldið 20. mars munu allir heiðursfélagar Blúsfélags Reykjavíkur koma fram á tónleikum, meðal annarra þeir Deitra Farr, Vinir Dóra, KK, Blús- menn Andreu, Maggi Eiríks og Björgvin Gíslason. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu hátíðarinnar. Flott dagskrá á fimm ára afmæli  Blúshátíð í Reykjavík haldin í fimmta sinn dagana 18.-21. mars  Breska hljómsveitin The Yardbirds á meðal flytjenda Á sínum tíma The Yardbirds á sjö- unda áratug síðustu aldar. www.blues.is JOHNNY DEPP BESTI LEIKARI SIGURVEGARI GOLDEN GLOBE® SÖNGLEIKUR/ GAMANMYND BESTA MYND / SELFOSSI/ KEFLAVÍK/ AKUREYRI MEET THE SPARTANS kl. 4 - 6 - 8 - 10 LEYFÐ ÁSTRÍKUR Á ÓLYMPÍULEIKUM m/ísl tali kl. 2 - 4 LEYFÐ UNTRACEABLE kl. 8 B.i.16 ára CLOVERFIELD kl. 10:10 B.i. 16 ára BRÚÐGUMINN kl. 6 B.i. 7 ára ALVIN OG ÍKORNARNIR m/ísl tali kl. 2 LEYFÐ DIANE LANE Í ÓVÆNTASTA SÁLFRÆÐITRYLLI ÁRSINS. TOM HANKS, JULIA ROBERTS OG PHILIP SEYMOR HOFFMAN FARA Á KOSTUM Í ÞESSARI GAMANSÖMU MYND SEM BYGGÐ ER Á RAUNVERULEGUM ATBURÐUM. TILNEFND TIL ÓSKARSVERÐLAUNA. eeee „ Charlie Wilson’s War er stórskemmtileg og vönduð kvikmynd - V.J.V., TOPP5.IS „Myndin er meinfyndin“ „Philip Seymour Hoffman fer á kostum í frábærri mynd“ - T.S.K. 24 STUNDIR eeee „Sérlega vel heppnað og meinfyndið bandarískt sjálfsháð...“ Ó.H.T., RÚV/Rás 2 SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI eee „Hressandi hryllingur“ „...besta mynd Tim Burton í áraraðir.“ R.E.V. – FBL. eeee „Sweeney Todd er sterkasta mynd þessa ágæta leikstjóra í háa herrans tíð...“ H.J. MBL ÓLAFÍA HRÖNN JÓNSDÓTTIR ÞRÖSTUR LEÓ GUNNARSSON ÓLAFUR DARRI ÓLAFSSON ÓLAFUR EGILL EGILSSON ILMUR KRISTJÁNSDÓTTIR SÝND Á SELFOSSI eeeee -S.M.E., Mannlíf eeee - S.S. , X-ið FM 9.77 eeee - G. H., FBL eee - S.V, MBL eee DÓRI DNA, DV eee - V.I.J., 24 STUNDIR EITTHVAÐ SKELFILEGT ER Á SVEIMI! SÝND Í KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Á AKUREYRI ÓTTINN BREYTIR ÖLLU! T.V. - Kvikmyndir.is O S C A R ® T I L N E F N I N G A R ÞAR Á MEÐAL3BESTI LEIKARI - JOHNNY DEPP SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI eeee „...EIN SKEMMTILEGASTA GAMANMYND SEM ÉG HEF SÉÐ Í LANGAN TÍMA...“ „...HENTAR FÓLKI Á ÖLLUM ALDRI - FRÁBÆR SKEMMTUN!“ HULDA G. GEIRSDÓTTIR – RÚV/RÁS2 eee "VEL SPUNNINN FARSI" "...HIN BESTA SKEMMTUN." HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR SÝND Í ÁLFABAKKA HVERNIG FINNURÐU RAÐMORÐINGJA SEM SKILUR EKKI EFTIR SIG NEINA SLÓÐ? SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK BÍÓUNUM ÁFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI P.S. I LOVE YOU kl. 8 - 10:30 LEYFÐ CHARLIE WILSON'S WAR kl. 8 B.i. 12 ára CLOVERFIELD kl. 10:30 B.i. 14 ára THE GAME PLAN kl. 3:40 - 5:50 LEYFÐ BRÚÐGUMINN kl. 3:40 - 5:50 B.i. 7 ára ALVIN OG ÍKORNARNIR m/ísl tali kl. 1:40 LEYFÐ BÝFLUGUMYNDIN m/ísl tali kl. 1:40 LEYFÐ SÝND Í KRINGLUNNIEFLAVÍKD Í KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND MEÐ ÍSLENSKU T ALI NO COUNTRY FOR OLD MEN kl. 8 - 10:20 - 12:30 B.i.16 ára MEET THE SPARTANS kl. 4 - 6 - 8 B.i.16 ára SWEENEY TODD kl. 6 - 10 B.i.16 ára THE GAME PLAN kl. 2 LEYFÐ TÖFRAPRINSESSAN kl. 2 - 4 LEYFÐ THE MIST MIÐNÆTUR POWER SÝNING kl. 12 B.i.16 ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.