Morgunblaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 46
Slúðursögur um andlát
leikarans voru komnar
á kreik áður en líkið var
kalt… 49
»
reykjavíkreykjavík
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„VIÐ erum að mestu búin með tök-
ur á Íslandshlutanum, það var tekið
núna fyrir áramótin. Svo stefnum
við að því að fara fljótlega til Rot-
terdam þar sem við verðum svona
viku í tökum. Við stefnum að því að
frumsýna myndina í haust,“ segir
Agnes Johansen hjá Sögn/Blueeyes
Productions sem framleiðir nýjustu
mynd Óskars Jónassonar, Reykja-
vík – Rotterdam. „Við erum að
klippa það sem er búið að taka, það
er stærsti hluti myndarinnar. Við
erum bara mjög ánægð með þetta
og þetta lítur rosalega vel út. Þetta
er svona Sódóma Reykjavík 15 ár-
um síðar, þetta er spennusaga með
grínívafi,“ segir Agnes, en Arnaldur
Indriðason skrifar handritið að
myndinni ásamt Óskari leikstjóra.
Myndin fjallar um mann sem lendir
í klemmu og ætlar að redda fjár-
hagsvandræðum sínum með síðasta
smyglinu.
Að sögn
Agnesar mun
fimm til níu
manna tökulið
fara til Rotter-
dam og vinna
með hollensku
tökuliði. Þá
munu sex leik-
arar fara út, en
með aðal-
hlutverkin í myndinni fara Baltasar
Kormákur, Ingvar E. Sigurðsson,
Þröstur Leó Gunnarsson, Ólafur
Darri Ólafsson og Lilja Nótt Þór-
arinsdóttir. Kostnaður við myndina
nemur að minnsta kosti 200 millj-
ónum.
Í anda Sódómu Reykjavíkur
Glæpon Baltasar Kormákur í hlutverki Kristófers í Reykjavík - Rotterdam.
Agnes
Johansen
Arnaldur
Indriðason
Óskar J
ónasson
Grínspennumyndin Reykjavík – Rotterdam frumsýnd í haust
Ólafur Páll
Gunnarsson, út-
varpsmaður á Rás
2, hefur aldrei farið
í grafgötur með að-
dáun sína á kana-
díska rokkaranum
Neil Young og varla líður sá dagur
að Óli Palli leiki ekki að minnsta
kosti eitt lag með tónlistarmann-
inum.
Óli Palli hlýtur því að hafa stokk-
ið hæð sína af kæti þegar Ice-
landair ákvað að blása til hópferðar
á tónleika Neils Youngs í London í
mars en tónleikarnir fara fram í
Hammersmith Apollo sem tekur
rúmlega 3.600 manns í sæti.
Annað stökk hefur Óli Palli svo
tekið þegar Rás 2 ákvað að koma að
ferðinni með … ja það er ekki
ennþá ljóst með hvaða hætti, en Óli
Palli verður alla vega fararstjóri og
betri fararstjóra á tónleika Neils
Youngs er vart hægt að hugsa sér.
Áhugasamir geta haft samband
með tölvupósti á netfangið: olaf-
urpg@ruv.is.
Hópferð á tónleika
Neils Youngs í London
Hróður Barða í Bang Gang
berst víða en í sumum tilfellum
seint. Og í tilfelli vefsíðunnar Tune-
core (www.tunecore.com) heilum
tíu árum of seint. Þannig er að
plata Bang Gang frá 1998, You, var
valin raftónlistarplata ársins 2007
hjá vefritinu í grein sem var birt nú
fyrir stuttu. Tónlistinni er lýst
fremur yfirborðslega og söng-
konan, Esther Talía Casey, er orðin
nafnlaus. Kannski datt diskurinn á
milli þilja á sínum tíma og ruglaðist
saman við nýja plötubunkann seint
á síðasta ári! Tunecore er a.m.k.
ekki beint með á nótunum. Í öllu
falli hefur Barða þó greinilega tek-
ist að skapa algerlega tímalausa
tónlist á téðri plötu.
Barði tímalausi
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„TVÆR af mínum uppáhalds ís-
lensku hljómsveitum gáfu bara út á
spólu, það er að segja hljómsveit-
irnar Fan Houtens Kókó og Oxzmá,
sem er mjög gaman að geta spilað.
Þessar gömlu spólur er það eina
sem er ennþá til með þessum bönd-
um, fyrir utan eina þriggja laga
plötu með Oxzmá,“ segir Dr. Gunni
sem hefur umsjón með útvarpsþætt-
inum Snælda – íslensk kass-
ettuútgáfa sem verður á dagskrá
Rásar 2 klukkan 14 á morgun. Alls
er um fjóra klukkustundar langa
þætti að ræða, og verða þeir á dag-
skrá næstu sunnudaga. „Þarna mun
ég rekja útgáfusögu á kassettum á
Íslandi. Ég fer hins vegar dálítið af-
markað í þetta, tek bara frum-
samda-, nútíma-, rokk-, popp-, til-
rauna- og neðanjarðartónlist. Svo
tek ég bara það sem kom bara út á
spólu, menn gáfu yfirleitt spólur út
líka með vínilplötunum, en það er
ekki tekið með. Bara það sem kom
bara út á spólum.“
Tímabilið sem Dr. Gunni mun
hafa til umfjöllunar í þáttunum nær
yfir 17 ár. „Þetta byrjaði 1980, þá
komu fyrstu spólurnar sem passa
inn í minn ramma. Svo var þetta
ráðandi útgáfuform fyrir lægst
settu tónlistarmennina, ef við getum
sagt sem svo. Þetta var ódýrasta út-
gáfuformið og upplag gat verið
smátt. En svo stóð þetta yfir til
svona 1997, frá þeim tíma gátu allir
farið að brenna sína eigin geisla-
diska. Og svo komu engar spólur út
þangað til 2005, þá þótti aftur hipp
og kúl að gefa út á spólu.“
Nunnurusl og Snarl
Á meðal þeirra flytjenda sem
teknir verða fyrir í þáttunum eru
Tennurnar hans afa, Graupan, Öpp
Jors, Fyrirbæri, Rotþróin – og
meira að segja Bubbi Morthens.
„Það fyrsta sem kom út með Bubba
var á spólu. Það er einmitt fyrsta
kassettan sem er gjaldgeng í þess-
um þáttum, Vísnavinir sem kom út
1980. Þetta voru svona safnspólur
með upptökum af vísnavina-
kvöldum sem haldin voru á Hótel
Borg. Bubbi var þar á meðal, þetta
eru upptaka frá 1979 þar sem hann
er að taka „Ísbjarnarblús“. Þá var
hann bara eitthvert „nobody“,“ út-
skýrir Dr. Gunni sem var sjálfur
nokkuð stórtækur í spóluútgáfu á
níunda áratugnum. „Ég gaf út mik-
ið af kassettum, ég var og er með
fyrirtæki sem heitir Erðanúmúsík
og er á Netinu. Ég gaf til dæmis út
Nunnurusl árið 1986, það er sem
sagt sólóspóla með mér. Svo gaf ég
líka út safnspólurnar Snarl 1, 2 og
3.“
Flestir landsmenn hafa trúlega
losað sig við gamlar kassettur úr
geymslum sínum, enda ný og betri
tækni löngu tekin við. Dr. Gunni á
hins vegar ennþá fullt af spólum.
„Það var það sem kom mér á sporið.
En svo er þetta líka saga sem hefur
aldrei verið sögð áður. Það er búið
að fjalla um flest annað í íslenskri
tónlistarsögu, og erfitt að koma
auga á hvað maður getur fjallað um
í svona þætti. Þetta var það sem var
eftir, að fjalla um sögu snælduútgáf-
unnar.“
Snælduvitlaus doktor
Snælda – íslensk kassettuútgáfa er nýr útvarpsþáttur í umsjón Dr. Gunna
Árvakur/Golli
Spóluútgefandi „Ég gaf til dæmis út Nunnurusl árið 1986, það er sem sagt sólóspóla með mér,“ segir Dr. Gunni.