Morgunblaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 27
sem fangar augað er heilt fata- herbergi inn af anddyri hússins þar sem innfelldar skóhillur eru frá gólfi og upp í loft. „Í húsinu sem við fluttum úr var innangengt úr bílskúrnum og í anddyri og hann virkaði í raun sem risastórt útifata- herbergi,“ útskýrir húsfrúin. „Það er líka gífurlega mikið magn af skóm og yfirhöfnum sem fylgir sjö manna fjölskyldu.“ Þá er ætlunin að nota geymslu sem hægt er að ganga út í gegn um í „hálfgerðan fjósainngang“ þar sem krakkarnir geta komið inn þegar þeir eru blautir og skítugir. Ekkert skrifstofu- eða vinnu- herbergi er að finna í húsinu. „Í staðinn setti ég upp skrifstofuskáp þar sem til stendur að hafa út- dregið borð, skúffur og annað sem tilheyrir,“ segir Ottó. „Við ákváðum að fjölga ekki herbergj- unum því það endar með því að börnin fara að heiman og þá verða herbergin ansi mörg fyrir okkur tvö.“ Allar lausnirnar hafa verið unnar í samvinnu við arkitektana enda segir Steffan slíkt samspil mikil- vægt. „Í þessu tilfelli var mikil samvinna, bæði í uppbyggingu hússins og að skipuleggja hlutina innanhúss.“ Hann segir fyrst og fremst hafa verið gengið út frá út- sýninu, enda snýr húsið að Elliða- parhúsi í Salahverfi og í hinum hluta hússins var vinafólk okkar, Sigga Rut og Hólmar sem eru líka með fimm börn,“ útskýrir Hugrún og bendir á hús út um eldhús- gluggann hjá sér. „Þau fluttu þangað, í næstu götu við okkur og byggðu á sama tíma og við. Það hurfu því nánast öll börn úr gömlu götunni okkar þegar við fluttum enda munaði um þá tíu krakka sem bjuggu í þessu eina parhúsi.“ Þau segja hafa verið frábært að hafa „samherja í baráttunni“ við húsbyggingarnar eins og Ottó lýs- ir: „Við hjálpuðum hvor öðrum við allt mögulegt og settumst gjarnan á kvöldin með rauðvínsglas yfir teikningunum og stúderuðum þær út og suður.“ Hugrún grípur orðið hlæjandi. „Já, og við konurnar gát- um þusað saman yfir því að menn- irnir okkar væru alltaf „í húsinu“ meðan við vorum heima að sjá um börnin og að pakka niður. Við vor- um miklar þjáningarsystur í þessu!“ Báðar fjölskyldurnar eru með fyrstu íbúum hverfisins og við- brigðin frá því að flytja úr grónu hverfi voru því mikil. „Þetta er ótrúlega mikið uppi í sveit,“ segir Hugrún. „Fyrsta morguninn sem við vöknuðum hérna fannst okkur við heyra barn að öskra fyrir utan en svo kom í ljós að það var hani að gala. Sem betur fer var það á skynsamlegum tíma eða um hálf tíu leytið. Raunar vorum við eig- inlega líka frumbyggjar á hinum staðnum en það var allt öðruvísi því hér heyrirðu ekki í neinu, rétt eins og maður sé einn í heiminum.“ ben@mbl.is Eldhús „Við vildum hafa þetta sem allra hráast og ákváðum því að prófa þetta svona,“ segja húsráðendur um sjónsteypuna yfir eldhúsbekknum. Stílhreint Baðherbergið á efri hæð hússins er fyrst og fremst fyrir krakk- ana því foreldrarnir hafa eigið bað inn af hjónaherberginu. Efri hæðin Hjónaherbergið er nánast í sérálmu sem gengið er í á bak við stigann en herbergisgangur yngri barnanna er hægra megin við myndina. „Við ákváðum að fjölga ekki herbergjunum því það endar með því að börnin fara að heiman...“ vatni og er þar að auki efst í botn- langa svo lítið skyggir á. Hvítt er ríkjandi í innréttingum til mótvægis við eikarparkett á gólfum. „Með því að velja ljósa liti á veggi og innréttingar verður það sem maður setur inn í rýmið meira áberandi – hvort sem það er blóm, málverk eða eitthvað annað,“ segir Steffan. Fluttu nágrannana með sér Eins og gefur að skilja er ekki auðhlaupið að því að koma upp stóru einbýlishúsi á einu ári en Hugrún og Ottó voru ekki ein á báti í því ferli. „Við bjuggum áður í MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 27                                                   !!"                                   #                 $ $ %                         !""#$      % &     ' '    '   %  !    & %         &          '                  '"   ' % & !                                                       '   (             $  '  & )%            ((())   *+,-.,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.