Morgunblaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 26
Árvakur/Árni Sæberg
Samstarf Arkitektinn Steffan og húsbyggjandinn Ottó í eldhúsinu, hjarta heimilisins. Eikarviðurinn gengur beint út frá matarborðinu í gegn um hvíta innréttinguna.
Húsið er stórt, tæpir 350fermetrar, enda ekkertsmárými sem þarf und-ir sjö manna fjölskyldu
með öllu því sem nútímamaðurinn
getur ekki verið án. Þau hafa kom-
ið sér fyrir í Þingunum, nýjasta
hverfi Kópavogs sem nú rís óðfluga
upp vestan Elliðavatns, hjónin
Hugrún Haraldsdóttir og Ottó Ei-
ríksson ásamt börnunum Haraldi
Kára, Breka Hrafni, Hildi Hlín,
Óttari Atla og Brynhildi Ýri sem
eru á aldrinum 3ja til 17 ára.
Raunar er elsta dóttirin skiptinemi
í Bandaríkjunum um þessar mund-
ir en hennar í stað er á heimilinu
tyrkneski skiptineminn Bilge, sem
er 18 ára gömul.
Ekki er nema rúmt ár síðan
fyrsta skóflustungan að drauma-
húsi fjölskyldunnar var tekin að
undangengnum byrjunarerf-
iðleikum á hönnunarstiginu. „Við
erum mjög ánægð með húsið eins
og það er í dag,“ segir Ottó og
kona hans kinkar kolli.
Af því hafa þau rúmlega mánað-
arreynslu því fjölskyldan flutti inn
15. desember síðastliðinn. Vinnu-
fataklæddir gestir bera því enda
vitni að ekki sé langt síðan húsið
reis – hamarshögg og vélahljóð
heyrast öðru hvoru innan úr her-
bergjum þar sem smiðir frá Smiðs-
högginu eru að leggja lokahönd á
frágang innréttinga.
Arkitektarnir Steffan Iwersen og
Kristín Brynja Gunnarsdóttir hjá
Einrúm arkitektum teiknuðu húsið
og hönnuðu innréttingar. „Aðal-
atriðið hjá okkur var að gengið
væri inn á aðalhæðina, þar sem
eldhúsið, borðstofa og stofan væru
og að þessi rými væru svolítið op-
in. Svo vildum við að öll barna-
herbergin væru stór,“ segir Hug-
rún en tvö „unglingaherbergi“ eru
á neðri hæðinni á meðan gert er
ráð fyrir þremur barnaherbergjum
á efri hæðinni auk hjónaherbergis.
Raunar eru barnaherbergin á
efri hæðinni ekki nema tvö því þar
sem þriðja herberginu er ætlað að
vera er nú opið fjölskyldurými með
sjónvarpi og leikaðstöðu fyrir yngri
börnin. „Hér var ætlunin að setja
upp millivegg sem síðar mætti taka
þegar fyrsta barnið færi að heiman
en til þess að svo mætti verða urð-
um við fyrst að leggja parket undir
vegginn,“ segir Hugrún. „Svo varð
aldrei úr því að við settum vegginn
upp því okkur finnst plássið svo
frábært svona. Yngstu strákarnir
tveir, þriggja og fimm ára sofa því
saman í herbergi sem stendur.“
Fjósainngangur
og útifataherbergi
Eldri krakkarnir á neðri hæðinni
hafa sturtu og salerni, sem nýtist
sem gestasalerni, til yfirráða og
eins er fullbúið baðherbergi á efri
hæðinni sem fyrst og fremst er
hugsað fyrir yngstu börnin. Inn af
rúmgóðu hjónaherberginu, sem
stendur svolítið sér á efri hæðinni,
er nefnilega bæði stórt fata-
herbergi og baðherbergi.
Eins og gefur að skilja er mikil
áhersla lögð á notagildi í húsinu
enda bera ýmsar lausnir fjöl-
skyldustærðinni vitni. Það fyrsta
Nýting Opið er til hálfs milli borðstofu og eldhúss. „Skrifstofa“ heimilisins er í hvíta skápnum sem er til vinstri á
myndinni en stutt er þaðan með fartölvuna í fyrirtaks vinnupláss við stofuborðið sem allir í fjölskyldunni nýta sér.
Við fyrsta
hanagal
Þegar Hugrún Haraldsdóttir og Ottó Eiríksson
fluttu úr Salahverfinu tæmdist gatan eiginlega af
börnum. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir sá
hvernig sjö manna fjölskylda hefur hreiðrað um
sig í nýjasta hverfi Kópavogs.
lifun
26 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Björk 1
801 Selfoss
33 hektara jörð í Grímsnesi
Stærð: 493,7 fm
Fjöldi herbergja: 0
Byggingarár: 0
Brunabótamat: 0
Bílskúr: Nei
Verð: 99.000.000
Til sölu er jörðin Björk 1 í Grímsnesi - 33 ha. að stærð. Bærinn stendur á brekkubrún mót suðri og er þaðan víðsýnt yfir Suðurland. Gróin tún eru
samtals 17 ha. en annað land um 16 ha. Á jörðinni er steinsteypt, 190 fermetra íbúðarhús auk rúmlega 300 fermetra útihúsa. Jörðin er á einu
vinsælasta sumarhúsasvæði landsins, aðeins um 70 km frá Reykjavík. Stutt er í alla helstu þjónustu, s.s. verslun, skóla, sundlaug og golf. Áhugaverð
eign á einstökum stað.
Lind
Þórarinn Jónsson
Lögg. fast. hdl.
Kristján K.
Sölufulltrúi
thorarinn@remax.is
kk@remax.is
Gunnar Valsson
Sölufulltrúi
gv@remax.is
Allar upplýsingar í síma 899 5300
RE/MAX Lind - Bæjarlind 14-16 - 201 Kópavogur - Sími: 5209500 - www.remax.is
899 5300
822 3702