Morgunblaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 24
daglegt líf
24 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
sem þeir standa á bíla-
stæðum eða ef mokað
er fyrir innkeyrslur að
bílskúrum.
Víkverji ræddi í gær
við eldri konu, sem átti
ekki auðvelt með að
komast leiðar sinnar
vegna þess að búið var
að koma snjóruðningi
fyrir framan við bíl-
skúr hennar. Kurt-
eisleg hringing hennar
til þeirra, sem stjórna
snjóruðningi í hennar
hverfi bar ekki mikinn
árangur. Henni var
sagt að það væri erfitt
að gera þetta á annan veg.
Er það virkilega svo? Í þessu til-
viki hefði verið auðvelt að koma
snjónum fyrir hinum megin við göt-
una, þar sem engin hús eru. Það var
ekki gert, þótt það blasti við að það
þjónaði betur hagsmunum íbúanna
við þessa götu en að loka aðgangi að
bílskúrum þeirra.
Auðvitað háttar ekki þannig til í
öllum tilvikum en þá er að leita ann-
arra leiða. Víkverji hefur hvað eftir
annað upplifað það að snjóruðnings-
tæki hafa lokað innkeyrslunni að
húsi hans. Það er að vísu gott að
snjónum er mokað af götunum en
það er ekki gott ef það verður enn
erfiðara en ella að komast út á göt-
urnar!
Þetta er áreiðanlega erfitt starf og
Þeir, sem starfa viðsnjóruðning á höf-
uðborgarsvæðinu við
aðstæður eins og þær,
sem skapast hafa síð-
ustu sólarhringa, eru
ekki öfundsverðir af
starfi sínu. Það er auð-
vitað erfitt að komast
með þessi tæki í gegn-
um þröngar íbúða-
götur, að ekki sé talað
um ef bílum er lagt
meðfram götum.
En þótt verkefnið sé
erfitt og stundum snúið
er það til lítils gagns að
hreinsa snjó af götum
ef bílar eru lokaðir inni, ýmist þar
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
Ég fékk þessa tenórrödd ívöggugjöf og er afskap-lega þakklátur fyrirhana. Ég veit ekki hvað-
an þetta kemur því það er enginn
söngvari í minni ætt. Mamma var
reyndar mjög músíkölsk og ég hef
alltaf verið áhugasamur um hvers-
konar tónlist. Ég lærði á hin ýmsu
hljóðfæri þegar ég var krakki en
hélst aldrei lengi við neitt þeirra,“
segir Sveinn Dúa Hjörleifsson, sem
á ættir sínar að rekja norður í land.
Hann er fæddur og uppalinn á Ak-
ureyri sem glöggt má heyra á mæli
hans.
„Ég kom aðeins við í kór barna-
skólans á Akureyri og þar söng ég
mitt fyrsta sóló sennilega átta ára,
á jólaskemmtun á elliheimili og ég
man einna helst hvað mamma var
stolt af mér. En ég hætti í kórnum
af því að mér var strítt svo mikið á
því, það þótti frekar hallærislegt að
vera eini strákurinn í kórnum.“
Sungið yfir kaffibollum
Sveinn fór suður á sjóinn þegar
hann var 17 ára og skellti sér í nám
í Stýrimannaskólanum.
„Ég bjó á heimavistinni með
nokkrum vinum mínum og við hitt-
umst oft yfir kaffibolla og sungum
saman okkur til ánægju. En þegar
ég flutti af heimavistinni þá vantaði
okkur samastað til að syngja á og
þá datt tveimur okkar í hug, mér
og Tyrfingi Sveinssyni, að fara í
karlakór. Inntökuprófin voru búin í
Fóstbræðrum en þau stóðu enn yfir
hjá Karlakór Reykjavíkur og við
komumst báðir inn. Þá var ég 18
ára og yngstur meðlima í kórnum.
Ég hefði því sennilega aldrei byrjað
að læra að syngja ef ég hefði ekki
farið á sjóinn.“
Sveinn er nú á fimmta ári sínu í
Karlakór Reykjavíkur og söng í
fjórða sinn einsöng með þeim á síð-
ustu jólatónleikum. Gerður var sér-
lega góður rómur að söng hans þar
og segja kórfélagar hans að tár hafi
blikað á hvörmum áheyrenda, bæði
í Færeyjum og í Reykjavík. Sveinn
segir hógvær að hann viti svo sem
ekkert um það, hann horfi aldrei á
fólkið úti í salnum þegar hann
syngur einsöng.
Kemst ekki upp með
að fela neitt
Fljótlega eftir að Sveinn byrjaði í
Karlakór Reykjavíkur fór hann að
sækja tíma í leiðsögn í söng hjá
Friðriki kórstjóra. „Ég var í þessu
samhliða náminu í Stýrimannaskól-
anum því ég var ákveðinn í að
verða sjómaður. En áhuginn á
söngnum fór vaxandi og ég fékk
mikla hvatningu og ákvað því að
taka mér frí frá Stýrimannaskól-
anum um óákveðinn tíma og ein-
beita mér alfarið að söngnum.
Ég hef verið í fullu námi í Söng-
skóla Sigurðar Dementz undanfarin
þrjú ár og Gunnar Guðbjörnsson er
minn kennari, en hann er ynd-
islegur maður og góður kennari. Ég
tók framhaldsstig fyrir ári og tek
burtfararpróf í vor,“ segir Sveinn
og bætir við að söngnám sé marg-
þætt. „Það snýst ekki aðeins um
tæknivinnu þó að maður þurfi auð-
vitað að vera góður tæknilega til að
geta framkvæmt vissa hluti í söngn-
um. Þetta snýst kannski fyrst og
fremst um að læra að vera einlæg-
ur og trúr listinni. Maður verður að
vera galopinn þegar maður syngur,
af því að maður kemst ekki upp
með að fela neitt, áheyrendur
skynja strax ef einlægnina skortir.
En auðvitað snýst þetta mikið um
þjálfun og ég er rétt að byrja. Ég
vissi alveg að ég gæti sungið og
haldið lagi en ég bjóst aldrei við að
ég gæti það sem ég get í dag. Það
er ótrúlegt hvað hægt er að gera ef
maður vinnur markvisst að því.“
Syngur Ferrando í vor
Það er nóg að gera hjá Sveini,
hann sækir söngskólann alla daga,
æfir tvisvar í viku hjá karlakórnum
og svo er hann líka á fullu að æfa
fyrir uppfærslu Óperustúdíós Ís-
lensku óperunnar á Cosi fan tutte
sem sýnt verður í apríl, en þar fer
hann með hlutverk Ferrando, sem
er eitt af aðalhlutverkunum.
Sveinn er að taka sín fyrstu skref
á söngsviðinu og horfir bjartsýnn til
framtíðar. Hann stefnir til útlanda
til frekara söngnáms. „Ég þarf að
safna mér reynslu og halda áfram
að læra. Ég hef verið að skoða
óperustúdíó og skóla úti en hef
enga ákvörðun tekið. En ég mun
aldrei að hætta í Karlakór Reykja-
víkur, þó ég eigi kannski eftir að
vera meira eða minna erlendis í
vinnu og námi. Þó ég eigi líklega
ekki eftir að mæta vel á æfingar,
vona ég að strákarnir leyfi mér að
vera með í stöku sólóhlutverkum og
vonandi verð ég velkominn á
skemmtanir hjá þeim. Maður má
ekki gleyma uppruna sínum, ekki
frekar en að ég gleymi aldrei að ég
er Akureyringur.“
Mér liggur ekkert á
Sveinn hefur sótt og sækir enn
tíma hjá Bretanum David Bartleet
sem kemur reglulega til Íslands og
hann segir vera stórkostlegan
kennara og þeir tímar hafi verið
mjög gagnlegir, sérstaklega tækni-
Með Stefánstösku í
hendi á leið út í heim
Stefánstöskur Dóttir Stefáns Íslandi, færði Karlakór Reykjavíkur að gjöf ferðatöskur hans, sem segja mikla sögu
en þær eru þaktar límmiðum frá þeim stöðum sem hann heimsótti á ferðum sínum um heiminn. Stefán gekk í
Karlakór Reykjavíkur árið 1929 og söng strax einsöng með kórnum á sínu fyrsta ári og oft sem gestur seinna.
Ef Sveinn Dúa Hjörleifsson hefði ekki farið á sjóinn, þá hefði hann senni-
lega aldrei farið að læra söng. Kristín Heiða Kristinsdóttir hitti ungan
og efnilegan tenór sem snertir strengi í brjóstum með söng sínum.
Rysjótt tíðarfar hefur sett svip á
bæjarlífið þessar vikurnar, hvass-
viðri, ofankoma og svo fljúgandi
hálka ofan á allt saman, þannig að
varla er stætt úti. Ekkert sjóveður
er í slíkum umhleypingum og sagðist
smábátaeigandi aðeins hafa komist í
tvo róðra allan janúarmánuð, einnig
virðist loðnuvertíð ætla hægt af stað.
Þórshafnarbúar liggja þó ekki undir
feldi í eymd og volæði heldur fara og
skemmta sér saman. Hið árlega
þorrablót var haldið í Þórsveri um
síðustu helgi þar sem jafnt heima-
fólk sem aðkomnir gestir gerðu sér
glaðan dag og létu ekki hrakspár
veðurfrétta á sig fá.
Sparisjóður Þórshafnar og nágrenn-
is, sem verið hefur hornsteinn í
heimabyggð í áratugi, stendur nú
frammi fyrir miklum breytingum.
Samrunaáætlun hans við Sparisjóð
Keflavíkur var samþykkt á fundi
stofnfjáreigenda í janúar en á fyrri
fundi í desember hafði verið felld til-
laga um aukningu stofnfjár, sem var
forsenda þess að sameining gæti
orðið. Stofnfjáreigendur eru ekki á
eitt sáttir varðandi samrunann. Þeir
sem eru fylgjandi töldu sameiningu
vera hið eina rétta þar sem rekstrar-
umhverfið væri óhagstætt litlum
einingum en þeim sem andvígir eru
fannst hins vegar að kynningu máls-
ins hefði verið ábótavant og ámælis-
vert að samrunaáætlunin skyldi vera
unnin án samráðs við stofnfjáreig-
endur. Stofnfjáreigendur, þar með
sveitarstjórn, fréttu fyrst af samein-
ingaráformunum í fjölmiðlum í nóv-
ember.
Óeining var um málið í sveitarstjórn
varðandi atkvæði sveitarfélagsins
sem einnig er eigandi stofnbréfa í
sjóðnum. Andstæðingar samrunans
gagnrýndu að stjórn Sparisjóðsins
skyldi ekki bjóða upp á neina aðra
valkosti í sameiningu en stjórnin
hafnaði því að kanna aðra samein-
ingarmöguleika, þrátt fyrir að hafa
fengið um það óskir frá minnihluta
stofnfjáreigenda. Þeim síðarnefndu
fannst of hratt farið í sameiningar-
mál og betra að vinna málið hægar í
samráði við stofnfjáreigendur og
kynna fleiri möguleika en aðeins
einn. Þeir töldu einnig að með sam-
runa við svo miklu stærri sjóð væri
hætt við að heimamenn hefðu fram-
vegis lítið um rekstur Sparisjóðsins
að segja. Þeir sem fylgjandi voru
sameiningu álitu hins vegar sjóðinn
standa sterkari fótum eftir samein-
ingu og studdu ákvörðun stjórnar;
kynningu töldu þeir vera næga og
frestun málsins því óþarfa. Stjórn
Sparisjóðsins telur sameininguna
nauðsynlega þar sem viðskipta-
umhverfi hafi breyst mikið á síðustu
árum svo minni stofnanir eigi erfitt
uppdráttar. Því hafi stjórnin ekki
séð hagkvæmni í því til lengri tíma
litið að kanna sameiningu við minni
sparisjóði á Norðausturlandi.
Framtíðin leiðir svo í ljós hvernig
fyrirhugaðar breytingar munu reyn-
ast í byggðarlaginu.
ÞÓRSHÖFN
Líney Sigurðardóttir fréttaritari
Árvakur/Líney Sigurðardóttir
Olíuleit Þorrablótsnefndin með listræna útfærslu á olíuleit á Drekasvæðinu.
úr bæjarlífinu
BARNAHREINLÆTISVÖRUR eins
og sjampó, krem og púður eru m.a.
taldar orsök þess að efnasamböndin
þalöt fundust í þvagi allra banda-
rísku ungbarnanna sem tóku þátt í
nýrri rannsókn er febrúarhefti
bandaríska tímaritsins Pediatrics
segir frá.
Magn þalata í þvagi 163 ungbarna
á aldrinum 2 mánaða til 28 mánaða
var athugað og í ljós kom að 81%
sýnanna innihélt a.m.k. sjö gerðir
þalata. Mesta magnið fannst í
yngstu börnunum og þar sem þau
eiga eftir að taka út mikinn þroska
eru þalöt talin sérstaklega hættuleg
þeim.
Þalöt hafa verið notuð í efnaiðn-
aði síðan snemma á 20. öld. Efna-
samböndin hafa þá eiginleika að
mýkja plasthluti og er algengast að
þau séu notuð í PVC-plast. Sumar
gerðir þalata geta dregið úr frjó-
semi fólks og verið skaðleg börnum í
móðurkviði, auk þess sem þau eru
talin geta truflað starfsemi inn-
kirtla.
Samkvæmt reglugerð í samræmd-
um aðgerðum á Evrópska efnahags-
svæðinu voru settar takmarkanir í
fyrra á magn þalata í leikföngum og
vörum fyrir börn en engar slíkar
reglur eru í gildi í Bandaríkjunum,
að Kaliforníu frátalinni.
Þalöt í hrein-
lætisvörum
fyrir börn
Árvakur/Árni Sæberg
Varasöm efni A.m.k. ein gerð þa-
lata fannst í þvagsýni 163 ungbarna
og má það m.a. rekja til hreinlæt-
isvara fyrir börn.
Aðferðirnar er að finna í þessari bók.
Febrúartilboð - 1990 kr.
Virkjaðu
hugann til
góðra verkja