Morgunblaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 22
Allt er vænt Grænu litirnir voru áberandi hjá Badgley Mischka. Ef Sveinn Dúa Hjörleifsson hefði ekki farið á sjóinn, þá hefði hann sennilega aldrei farið að læra söng. »24 daglegt Þegar Hugrún Haraldsdóttir og Ottó Eiríksson fluttu úr Sala- hverfinu tæmdist gatan eig- inlega af börnum. »26 innlit Kristján Bersi Ólafsson skrifarhugleiðingu í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá fæðingu Sverris Kristjánssonar: „Sverrir var einn þeirra manna sem settu mark á samtíð sína. Hann var virkur í þjóðmálaumræðunni og fékk iðulega á sig dembur frá and- stæðingum sínum. Einna þekktust urðu mjög rætin skrif í Tímanum árið 1942 en þar var m.a. sagt um hann, að hann hefði lengi legið eins og glerbrot á mannfélagsins haug í Kaupmannahöfn en væri nú kom- inn heim til Íslands og þættist vera heil flaska. Þegar Jónas Jónsson frá Hriflu varð sjötugur skrifaði Sverrir langa og beinskeytta afmælisgrein um hann og rakti í henni ítarlega stjórnmálaferil Jónasar. Jónasi líkaði greinin vel og í framhaldi af henni tókst vinátta með Sverri og Jónasi. Á sextugsafmæli Sverris þakkaði Jónas fyrir sig og skrifaði lofsam- lega afmælisgrein um Sverri. En fleiri sendu honum góðar kveðjur, þar á meðal Jóhannes úr Kötlum sem sendi honum þessa vísu: Þér munið það glerbrot á mannfélagshaug. Hvort mundi það grafið í dufti og ösku? – Nei, land vort átti einn lifandi draug sem loks hefur gert úr því heila flösku. Ég er ekki viss um að þessi vísa hafi nokkru sinni komist á prent, en Sverrir var hrifinn af henni og óspar á að fara með hana á mann- fundum og hann kenndi mér vísuna á hádegisbarnum á Borginni þegar við rákumst þar saman einu sinni sem oftar. P.S. Tilvísunin um lifandi draug er tekin frá Halldóri Laxness, en ein af greinum hans um uppistand- ið við útför Einars Benediktssonar hafði sem fyrirsögn: Lifandi draugur ofsækir dauðan mann.“ Ólafur Stefánsson bendir á að samlíkingin sé úr Betlikerlingunni eftir Gest Pálsson: Hún var kannske perla, sem týnd í tímans haf var töpuð og glötuð, svo enginn vissi af, eða gimsteinn,sem forðum var greyptur láns í baug. – en glerbrot var hún orðin á mannfélagsins haug. Þegar Sverrir var ræðumaður á prestastefnu fylgdist hann með prosessíu til kirkju, prestum í hempum með kraga, og orti: Góðir hlutir gerast enn, gleður sérhvert auga að líta 100 helga menn og hundrað geislabauga. VÍSNAHORNIÐ Glerbrotið og flaskan pebl@mbl.is Skotveiðistíll Fjaðraskraut og flauel hjá Carolina Herrera. Reuters Haustlitir Ryðrauðir litatónar fyrir komandi haust frá Max Axria. Hippastíll Blómabarn í svörtu frá Önnu Sui. Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Íslendingar kunna að vera orðnir fullsaddir á kynnum sínum afVetri konungi þetta árið – enda takmarkað sem það getur tal-ist góð skemmtun að moka snjó. Fatahönnuðir í New Yorkeru hins vegar þegar komnir með hugann við veturinn 2008/ 2009 þannig að þeir sem ekki hafa fengið nóg í bili af vetrinum geta látið sig dreyma um komandi kuldatíð. Það kenndi ýmissa strauma á sýningarpöllunum að venju. Þannig gerði fjórði áratugurinn sig heimakominn í hönnun Diane von Furstenberg, sem aldrei þessu vant lét „wrap“- kjólinn eiga sig og leitaði þess í stað innblásturs hjá þýsku dív- unni Marlene Dietrich. Sjöundi áratugurinn var hins vegar rauði þráðurinn í Marc-línu Marcs Jacobs og andi „banda- rísku prinsessunnar“ og Hollywood-gyðjunnar Grace Kelly sveif yfir vötnum í flíkunum sem Michael Kors sýndi. Ennþá meiri aðalsblær og fortíðarþrá einkenndi síðan skotveiðistílinn sem blasti við á pöllum Carolina Herrera. Fjaðurskreyttir hattarnir, sléttflauelið, tvíd- efnin og leðurstígvélin hefðu enda sómt sér vel í veiðikofum evrópska aðalsins á öldum áður. Oscar de la Renta sýndi sig hins vegar með fingurinn á púlsinum er kom að samtímaaðlinum og bauð upp á rúss- neskan glamúr í fjólubláum, sterkbleikum og purpuralitum tónum í bland við ólífugræna og rúbínrauða litasinfóníu. Notagildið setti svo að sjálfsögðu einnig svip sinn á margar þær flíkur sem pallana prýddu, enda New York-tískuvikan þekkt fyrir að vera staður þar sem notagildið er haft í hávegum. Rússaprinsessa Oscar De La Renta leit- aði innblásturs fyrir sína línu í Rússlandi. Tvíd Klár í skrifstofuslaginn í fötum frá Badgley Mischka. Hvítur sem snjór Pífuríkur vetrarkjóll frá Bill Blass. Skotveiðistíll og rússneskur glamúr Uppreisnarandinn Hönnuðir Sass & Bide fara sínar eigin leiðir. daglegtlíf |laugardagur|9. 2. 2008| mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.