Morgunblaðið - 09.02.2008, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 09.02.2008, Qupperneq 22
Allt er vænt Grænu litirnir voru áberandi hjá Badgley Mischka. Ef Sveinn Dúa Hjörleifsson hefði ekki farið á sjóinn, þá hefði hann sennilega aldrei farið að læra söng. »24 daglegt Þegar Hugrún Haraldsdóttir og Ottó Eiríksson fluttu úr Sala- hverfinu tæmdist gatan eig- inlega af börnum. »26 innlit Kristján Bersi Ólafsson skrifarhugleiðingu í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá fæðingu Sverris Kristjánssonar: „Sverrir var einn þeirra manna sem settu mark á samtíð sína. Hann var virkur í þjóðmálaumræðunni og fékk iðulega á sig dembur frá and- stæðingum sínum. Einna þekktust urðu mjög rætin skrif í Tímanum árið 1942 en þar var m.a. sagt um hann, að hann hefði lengi legið eins og glerbrot á mannfélagsins haug í Kaupmannahöfn en væri nú kom- inn heim til Íslands og þættist vera heil flaska. Þegar Jónas Jónsson frá Hriflu varð sjötugur skrifaði Sverrir langa og beinskeytta afmælisgrein um hann og rakti í henni ítarlega stjórnmálaferil Jónasar. Jónasi líkaði greinin vel og í framhaldi af henni tókst vinátta með Sverri og Jónasi. Á sextugsafmæli Sverris þakkaði Jónas fyrir sig og skrifaði lofsam- lega afmælisgrein um Sverri. En fleiri sendu honum góðar kveðjur, þar á meðal Jóhannes úr Kötlum sem sendi honum þessa vísu: Þér munið það glerbrot á mannfélagshaug. Hvort mundi það grafið í dufti og ösku? – Nei, land vort átti einn lifandi draug sem loks hefur gert úr því heila flösku. Ég er ekki viss um að þessi vísa hafi nokkru sinni komist á prent, en Sverrir var hrifinn af henni og óspar á að fara með hana á mann- fundum og hann kenndi mér vísuna á hádegisbarnum á Borginni þegar við rákumst þar saman einu sinni sem oftar. P.S. Tilvísunin um lifandi draug er tekin frá Halldóri Laxness, en ein af greinum hans um uppistand- ið við útför Einars Benediktssonar hafði sem fyrirsögn: Lifandi draugur ofsækir dauðan mann.“ Ólafur Stefánsson bendir á að samlíkingin sé úr Betlikerlingunni eftir Gest Pálsson: Hún var kannske perla, sem týnd í tímans haf var töpuð og glötuð, svo enginn vissi af, eða gimsteinn,sem forðum var greyptur láns í baug. – en glerbrot var hún orðin á mannfélagsins haug. Þegar Sverrir var ræðumaður á prestastefnu fylgdist hann með prosessíu til kirkju, prestum í hempum með kraga, og orti: Góðir hlutir gerast enn, gleður sérhvert auga að líta 100 helga menn og hundrað geislabauga. VÍSNAHORNIÐ Glerbrotið og flaskan pebl@mbl.is Skotveiðistíll Fjaðraskraut og flauel hjá Carolina Herrera. Reuters Haustlitir Ryðrauðir litatónar fyrir komandi haust frá Max Axria. Hippastíll Blómabarn í svörtu frá Önnu Sui. Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Íslendingar kunna að vera orðnir fullsaddir á kynnum sínum afVetri konungi þetta árið – enda takmarkað sem það getur tal-ist góð skemmtun að moka snjó. Fatahönnuðir í New Yorkeru hins vegar þegar komnir með hugann við veturinn 2008/ 2009 þannig að þeir sem ekki hafa fengið nóg í bili af vetrinum geta látið sig dreyma um komandi kuldatíð. Það kenndi ýmissa strauma á sýningarpöllunum að venju. Þannig gerði fjórði áratugurinn sig heimakominn í hönnun Diane von Furstenberg, sem aldrei þessu vant lét „wrap“- kjólinn eiga sig og leitaði þess í stað innblásturs hjá þýsku dív- unni Marlene Dietrich. Sjöundi áratugurinn var hins vegar rauði þráðurinn í Marc-línu Marcs Jacobs og andi „banda- rísku prinsessunnar“ og Hollywood-gyðjunnar Grace Kelly sveif yfir vötnum í flíkunum sem Michael Kors sýndi. Ennþá meiri aðalsblær og fortíðarþrá einkenndi síðan skotveiðistílinn sem blasti við á pöllum Carolina Herrera. Fjaðurskreyttir hattarnir, sléttflauelið, tvíd- efnin og leðurstígvélin hefðu enda sómt sér vel í veiðikofum evrópska aðalsins á öldum áður. Oscar de la Renta sýndi sig hins vegar með fingurinn á púlsinum er kom að samtímaaðlinum og bauð upp á rúss- neskan glamúr í fjólubláum, sterkbleikum og purpuralitum tónum í bland við ólífugræna og rúbínrauða litasinfóníu. Notagildið setti svo að sjálfsögðu einnig svip sinn á margar þær flíkur sem pallana prýddu, enda New York-tískuvikan þekkt fyrir að vera staður þar sem notagildið er haft í hávegum. Rússaprinsessa Oscar De La Renta leit- aði innblásturs fyrir sína línu í Rússlandi. Tvíd Klár í skrifstofuslaginn í fötum frá Badgley Mischka. Hvítur sem snjór Pífuríkur vetrarkjóll frá Bill Blass. Skotveiðistíll og rússneskur glamúr Uppreisnarandinn Hönnuðir Sass & Bide fara sínar eigin leiðir. daglegtlíf |laugardagur|9. 2. 2008| mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.