Morgunblaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR/KIRKJUSTARF AKUREYRARKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Óskar H. Óskarsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja, organisti Ágúst Ingi Ágústsson. Sunnudagaskóli kl. 11. Steini P. lögregluþjónn kemur og ræðir við börnin. Afmælishátíð æðru- leysismessunnar kl. 20. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir og prestar kirkjunnar þjóna saman. Létt tónlist, söngur o.fl. Stúlknakór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Arnórs B. Vilbergssonar. ÁRBÆJARKIRKJA | Sameiginleg barna- starfshátíð fyrir alla sunnudagaskólana í prófastsdæminu. Hátíðin verður í Graf- arvogskirkju kl. 11 en farið verður með rútum frá Árbæjarkirkju kl. 10.20. Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11 í Árbæj- arkirkju. Kaffiveitingar á eftir. ÁSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Elíasar og Hildar Bjargar. Messa kl. 14. Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. Kaffisopi í boði sóknarnefndar að messu lokinni. BESSASTAÐASÓKN | Messa kl. 11. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir predikar og þjón- ar fyrir altari, Álftaneskórinn leiðir safn- aðarsöng undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar organista. Á sama tíma er sunnudagaskóli í hátíðarsal Álftanes- skóla undir stjórn Matthildar, Sunnu Dóru og Bolla Más. BRAUTARHOLTSKIRKJA Kjalarnesi | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir héraðsprestur annast messuna. BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Gísli Jónasson. Vetrarhátíð Breiðholts. Senjórítur Kvennakórs Reykjavíkur syngja. Léttur málsverður í safnaðarsal efitr messu. Rútuferð á sunnudagaskólahátið í Grfarvogskirkju, brottför frá Breiðholtskirkju kl. 10.40. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11. Samvera fyrir alla fjölskylduna. Ung- mennahljómsveit spilar undir stjórn Skarphéðins Hjartarsonar. Guðsþjón- usta kl. 14. Sr. Petrína Mjöll Jóhann- esdóttir messar. Kór Bústaðakirkju syng- ur undir stjórn Gunnars Gunnarssonar. Molasopi eftir messu. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prest- ur sr. Yrsa Þórðardóttir, organisti Bjarni Þ. Jónatansson, Kór Digraneskirkju B hópur. Rútuferð sunnudagaskóla á barnastarfshátíð í Grafarvogskirkju kl. 10.30. Léttar veitingar eftir messu. Kvöldmessa á vegum æskulýðsfélags Digraneskirkju kl. 20. www. digra- neskirkja.is DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr. Hjálm- ar Jónsson prédikar, Dómkórinn syngur, organisti er Marteinn Friðriksson. Barna- starf á kirkjuloftinu. FELLA- og hólakirkja | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Guðmundur K. Ágústs- son. Í tilefni af Breiðholtshátíðinni syng- ur kór Gerðubergs undir stjórn Kára Frið- rikssonar, organisti Guðný Einarsdóttir. Sunnudagaskólinn fer frá kirkjunni kl. 10.30 á barnastarfshátíð í Grafarvogs- kirkju. fellaogholakirkja.is FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnudaga- skóli kl. 11. Umsjón hafa Sigríður Kristín og Erna. Kvöldvaka kl. 20. Gestur kvöld- vökunnar verður sr. Bernharður Guð- mundsson, fyrrv. prestur safnaðarins. Kór og hljómsveit Fríkirkjunnar leiðir sönginn. Kaffi í safnaðarheimilinu á eftir kvöldvöku. FRÍKIRKJAN Kefas | Sunnudagaskóli kl. 11. Kennsla, söngur, leikir o.fl. Almenn samkoma kl. 14 þar sem Hreimur H. Garðarsson prédikar. Á samkomunni verður lofgjörð, barnastarf og fyrirbænir. Að samkomu lokinni verður kaffi og sam- félag. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta fyrir alla fjölskylduna kl. 14. Barn verður borið til skírnar. Anna Sigga sér um söng og Carl leikur undir, Hjörtur Magni Jó- hannsson predikar og þjónar fyrir altari. Nanda María Maack fer með börnin í safnaðarheimilið þar sem verður lesið og sungið. FÆREYSKA sjómannaheimilið | Sam- koma kl. 17. Hópur unga manna frá Bandaríkjunum, „24-7 prayer“ Eric og Katie St.Clair og Mark og Magdelana Da- ley predika og syngja. Kaffi og spjall eftir samkomu. GRAFARVOGSKIRKJA | Árleg barna- messuhátíð Reykjavíkurprófastsdæmis eystra verður haldin í Grafarvogskirkju kl. 11. Stígur og Snæfríður úr Stundinni okkar koma í heimsókn. Einnig verður Skessa á svæðinu. Unglinga-, barna- og krakkakór Grafarvogskirkju syngur. GLERÁRKIRKJA | Barnastarf og messa kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjón- ar, félagar úr Kór Glerárkirkju syngja, org- anisti er Hjörtur Steinbergsson. Fimm ára börnum (f. 2003) er boðið sér- staklega ásamt foreldrum til að fá að gjöf bókina Kata og Óli fara í kirkju. Létt- ar kaffiveitingar og svali í safnaðarsal. GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10- 10.40. Bænastund kl. 10.15. Barna- starf kl. 11 í umsjá Lellu, Lilju Irenu o.fl. Messa kl. 11. Altarisganga, samskot til Hjálparstarfs kirkjunnar. Messuhópur þjónar. Kirkjukór Grensáskirkju leiðir söng, organisti Árni Arinbjarnarson, prestur sr. Ólafur Jóhannsson. Molasopi eftir messu. Tómasarmessa kl. 20. Orð guðs, fyrirbæn, tónlist, altarisganga. Samskot til kristinboðsins. Molasopi eft- ir messu. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Barnakórinn syngur og Gleðigjafarnir leika. Allir leiðtogar sunnudagaskólanna taka þátt. Sr. Þór- hallur Heimisson sýnir glærusögur. Boð- ið er upp á hressingu í safnaðarheimilinu eftir stundina. HALLGRÍMSKIRKJA | Fræðslumorgunn kl. 10. Benedikt Jóhannesson sálfræð- ingur flytur erindi. Messa og barnastarf kl. 11. Sr. María Ágústsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Þorvaldi Víð- issyni og messuþjónum. Drengjakórinn syngur undir stjórn Friðriks S. Krist- inssonar, organisti er Hörður Áskelsson. HÁTEIGSKIRKJA | Messa og barnaguðs- þjónusta kl. 11. Sr. Guðbjörg Jóhann- esdóttir þjónar, kór kirkjunnar leiðir safn- aðarsöng, organisti Douglas A. Brotchie. Erla Guðrún og Páll Ágúst leiða barna- stundina. Léttur hádegisverður í safn- aðarheimilinu eftir messu. HEILSUSTOFNUN NLFÍ | Guðsþjónusta kl. 11. HJALLAKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar, félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng, organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Sunnu- dagaskóli fellur niður eftir hádegi vegna barnastarfshátíðar í Grafarvogi kl. 11. Rúta fer frá Hjallakirkju kl. 10.45. www.hjallakirkja.is HJÁLPRÆÐISHERINN Akureyri | Fjöl- skyldusamkoma kl. 11. Krakkarnir taka þátt. HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Sam- koma kl. 20. Þema: „Orðið í öndvegi.“ Gestir: Kommandörshjónin Guðrún og Carl Lydholm. Heimilasamband fyrir kon- ur verður mánudag kl. 15. Námskeiðið „Góð spurning“ er þriðjudag kl. 19. Sam- koma fimmtudag kl. 20. Opið hús dag- lega kl. 16-17.30, nema mánudaga HVERAGERÐISKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Engl- ish service kl. 12.30. Entrance from the main door. Everyone welcome. Almenn samkoma 16.30. Ræðumaður Jón Þór Eyjólfsson, Gospelkór Fíladelfíu leiðir söng. Aldursskipt barnakirkja, börn 1-13 ára velkomin. www.filadelfia.is INNRRA-Hólmskirkja | Messa kl. 14. Barn borið til skírnar, kirkjukór Saurbæjarprestakalls leiðir söng, organisti Örn Magnússon, prestur sr. Skírnir Garðarsson. ÍSLENSKA kirkjan í Lundúnum | Guðs- þjónusta verður í Sænsku kirkjunni (6 Harcourt St.,London W1H 4AG) kl. 15. Íslenski kórinn í London syngur undir stjórn Þóru Hallgrímsdóttur. Sunnudaga- skólinn að venju. Kaffihlaðborð eftir guðsþjónustu og þau sem, hafa tækifæri til eru beðin um að koma með meðlæti. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Barnastarf kl. 11. Fræðsla fyrir fulloðna, Kristleifur Kristjánsson læknir talar um: Trúvörn, hvernig færum við rök fyrir trú okkar? Samkoma kl. 20 með lofgjörð og fyr- irbænum. Friðrik Schram predikar. KAÞÓLSKA kirkjan: Péturskirkja, Akureyri | Messa kl. 11 og laugardag kl. 18. Kapúsínaklaustrið á Kollaleiru Reyðarf. | Messa kl. 11. Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa kl. 10.30 og virka daga kl. 18.30. Karmelklaustur, Hafnarfirði | Messa kl. 8.30 og virka daga kl. 8. Barbörukapella, Keflavík | Messa kl. 14. Kristskirkja, Landakoti | Messa kl. 10.30 og á ensku kl. 18. Virka daga er messa kl. 18. Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga er messa á latínu kl. 8.10. Laugardaga er barnamessa kl. 14 að trú- fræðslu lokinni. Stykkishólmur | Messa kl. 10 og virka daga kl. 18.30. Ísafjörður | Messa kl. 11. Flateyri | Messa 2. og 3. sunnudag í mánuði kl. 16. Suðureyri | Messa 1. og 4. sunnudag í mánuði kl. 16. Maríukirkja við Raufarsel, Rvk. | Messa kl. 11 og virka daga kl. 18.30. Laug- ardaga er messa á ensku kl. 18.30. Riftún í Ölfusi | Messa kl. 16, miðviku- daga kl. 20. KÁLFATJARNARKIRKJA | Messað kl. 14. Nýr hökull verður tekinn í notkun. Dr. Gunnar Kristjánsson prófastur þjónar fyr- ir altari ásamt sr. Báru Friðriksdóttur, Frank Herlufsen organisti stýrir kór kirkj- unnar. Hátíðarmessukaffi verður í þjón- Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Kálfatjarnarkirkja ORÐ DAGSINS: Freisting Jesú. (Matt. 4) Sunnudagaskólahátíð kirkjunnar Í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra er barnastarf í kirkjunum á hverj- um sunnudegi. 10. febrúar munu sunnudagaskólarnir í prófasts- dæminu sameinast í hátíð sem hald- in verður í Grafarvogskirkju kl. 11. Þar verður boðið upp á allt það besta sem börnin þekkja úr barna- starfinu. Sérstakir gestir kirkj- unnar þennan dag verða Snæfríður og Stígur úr Stundinni okkar auk þess sem Skessan úr fjallinu mun fræðast um sunnudagaskólann. Þá munu barnakórar Grafarvogs- kirkju syngja og tónlistarfólk kirkjunnar stjórna söng. Síðast lið- in þrjú ár hafa verið haldnar sams- konar hátíðir í kirkjum prófasts- dæmisins með þátttöku fjölda barna. Öll sunnudagaskólabörn eru velkomin ásamt fjölskyldum sínum. Fyrirlestur í safn- aðarheimili Landakotskirkju Fyrirlestur undir yfirskriftinni „Iðrun og yfirbót í lífi kristins manns“ verður mánudaginn 11. febrúar, kl. 20, í safnaðarheimili kaþólskra á Hávallagötu 16. Að- gangur er ókeypis. Fjallað er um Maríu frá Egyptalandi sem er flest- um frekar ókunnugur dýrlingur. En á miðöldum var hún mikils met- in sem fyrirmynd iðrunar og yf- irbótar og naut þess vegna vin- sælda meðal kristins almennings. Sr. Jürgen Jamin ætlar að segja sögu hennar í máli og myndum. Helgihald í Seljakirkju Sunnudagaskólinn tekur þátt í barnastarfshátíð prófastsdæmisins, sem haldin verður í Grafarvogs- kirkju. Rúta verður frá Seljakirkju og leggur hún af stað kl. 10.50. Al- menna guðsþjónustan verður á sín- um stað kl. 14. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson prédikar, Hlín Ólafs- dóttir leikur á þverflautu og fé- lagar úr kór Árskóga syngja, kirkjukórinn leiðir almennan safn- aðarsöng undir stjórn Jóns Bjarna- sonar. Freyja Haraldsdóttir talar í Laugarneskirkju Kvöldmessa verður kl. 20 þar sem guðsorð og bænir fléttast saman við djass og gospelsöng. Freyja Haraldsdóttir verður ræðumaður kvöldsins að þessu sinni en hún hef- ur vakið þjóðarathygli þar sem hún hefur varpað ljósi á gátu hamingj- unnar og gefið fötluðu fólki og ást- vinum þeirra nýja von. Sr. Bjarni Karlsson mun einnig flytja ávarp og kór Laugarneskirkju syngja við undirleik djasskvartetts Gunnars Gunnarssonar, en í messukaffi munu börnin í Harðjaxlahópnum selja vöfflur til styrktar starfi sínu í þágu fatlaðra og fullfrískra barna. Djassinn mun óma í kirkjuskipi nokkru fyrir messu, svo hægt er að koma snemma. Tómasarmessa í Grensáskirkju Tómasarmessa kl. 20. Tóm- asarmessa er kennd við Tómas postula sem leitaði áþreifanlegrar staðfestingar á trú sinni. Jesús mætti honum og styrkti trú hans. Jesús mætir okkur í orði sínu og altarissakramentinu. Hvort tveggja skipar stóran sess í Tóm- asarmessunni. Auk þess er gefið svigrúm til bænar og íhugunar. Lifandi tón- list. Lok Breiðholtshátíðar í Breiðholtskirkju Messan kl. 11 sem er hluti af dag- skrá lokadags „Breiðholtshátíð- arinnar – menningarhátíðar eldri borgara í Breiðholti“. Af þessu til- efni koma Senjórítur Kvennakórs Reykjavíkur í heimsókn og syngja í messunni undir stjórn Ágotu Joó. Að messu lokinni verður boðið upp á léttan málsverð í safnaðarheim- ilinu. Næsta samverustund aldraðra verður miðvikudag, 13. febrúar kl. 13.30 að lokinni kyrrðarstundinni sem hefst kl. 12. Eftir kyrrð- arstundirnar er boðið upp á léttar veitingar, súpu og brauð. Föstumessa í Digraneskirkju Föstumessa verður kl. 11. Á sama tíma verður barnastarfshátíð Reykjavíkurprófastsdæmis eystra í Grafarvogskirkju. Rútan fer frá Digraneskirkju kl. 10.30. Kvöld- messa verður í Digraneskirkju kl. 20 í umsjá æskulýðsfélagsins. Alla þriðjudaga er kirkjustarf aldraðra í kirkjunni og næsta þriðjudag, kl. 13, sjá bræðurnir Kristján og Bern- harður Guðmundssynir um alla dagskrá, helgistund, tónlist og kaffibrauð ásamt fleirum úr fjöl- skyldunni. Fræðslumorgunn og messa í Hallgrímskirkju Á Fræðslumorgni í suðursal kl. 10- 11, flytur Benedikt Jóhannesson, sálfræðingur hjá Fjölskylduþjón- ustu kirkjunnar, erindi um for- eldra og börn. Benedikt gerði rannsókn árið 2006 um líðan barna eftir fjölskylduaðstæðum og mun í erindi sínu skoða farsæld barna í því ljósi. Messa hefst kl. 11 í kirkjuskipinu. Sr. María Ágústs- dóttir héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Þor- valdi Víðissyni miðborgarpresti og messuþjónum. Drengjakór Reykja- víkur syngur í messunni undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar, organisti er Hörður Áskelsson kantor. Sunnudagaskólinn er á sínum stað og börnin eru hvött til Árvakur/Árni Sæberg Neskirkja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.