Morgunblaðið - 10.02.2008, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 10.02.2008, Qupperneq 2
2 SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Árlegur Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda verður Í Perlunni 27. febrúar til 9. mars næstkomandi. Útgefendur sem vilja bjóða bækur sínar á markaðinum er bent á að hafa samband við Félag íslenskra bókaútgefenda sem fyrst í síma 511-8020 eða á netfangið baekur@simnet.is Aðeins verður tekið á móti bókum sem komu út 2006 eða fyrr. F É L A G Í S L E N S K R A B Ó K A Ú TG E F E N D A BÓKAMARKAÐUR 2008 „ÉG sat með barnabarnið mitt í fanginu fyrir innan gluggann og við urðum dauðskelkaðar,“ segir Petrína Rós Karlsdóttir, íbúi að Snorrabraut 65. „Þetta var stærsta og elsta tréð í garðinum. Það var margir metrar á hæð og mikið um sig. Tréð rifnaði hrein- lega upp með rótum og lætin voru skelfileg.“ Petrínu og ömmustelpunni Ísold Thoroddsen var heldur brugðið á föstudags- kvöldið þegar þær sáu rúmlega 60 ára gamla öspina stefna á sig. Aðeins nokkrum sentímetrum munaði að tréð færi inn um stofu- gluggann. „Þetta er ótrúlegt fer- líki og mildi að ekki fór illa,“ segir Petrína. Tréð á sér langa sögu því Há- kon Bjarnason, fyrrum skógrækt- arstjóri, flutti asparfræ inn frá Alaska í kringum 1945 og er tréð eitt af mörgum sem hann gróð- ursetti víða um borgina. Tréð sem rifnaði upp í gærkvöldi var gróðursett árið 1959 og var eina aspartréð sem Hákon setti niður sem ekki drapst í miklu apríl- hreti árið 1963. „Lætin voru skelfileg“ Árvakur/Kristinn ♦♦♦ ÓVEÐRIÐ olli engu meiri háttar tjóni á Akranesi en þar þurfti að hefta svolítið fok á nokkrum stöðum. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar þar fékk björgunarsveitin 22 útköll og lögreglan 16 útköll vegna óveðursins. Fólksbíll sem skilinn hafði verið eftir síðdegis á föstudag undir Hafn- arfjalli fauk niður fyrir veg og valt á föstudagskvöld. Hann skemmdist nokkuð mikið, að sögn lögreglunnar í Borgarnesi. Að öðru leyti var nóttin róleg, enda fáir á ferli. Mjög hvasst var í Húnavatns- sýslum fram eftir nóttu. Lítilsháttar foktjón varð á stóru verksmiðjuhúsi á Blönduósi þar sem járnplötur fuku af eldvarnarvegg. Lögreglan á Akureyri fékk fá út- köll vegna óveðursins í fyrrinótt. Að- stoða þurfti fólk sem hafði farið útaf veginum á bíl undir miðnætti og var veðrið þá mjög vont, að sögn lög- reglu. Á Húsavík var mjög hvasst og fuku vörubretti við höfnina hjá af- greiðslu Eimskips. Þau ollu tals- verðu tjóni á tveimur flutningabílum sem stóðu þar. Þá flæddi vatn inn í geymslu í Hvalasafninu en þar tókst að koma í veg fyrir alvarlegt tjón. Í Vestmannaeyjum var mikið hvassviðri en aðeins lítils háttar fok- tjón á nokkrum stöðum. Björgunar- félag Vestmannaeyja sinnti útköllum fram eftir nóttu ásamt lögreglunni. Þrír ökumenn voru teknir í Reykjanesbæ aðfaranótt laugardags vegna gruns um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Ekki varð þar um- talsvert tjón vegna óveðursins að sögn lögreglunnar. Víða varð tjón vegna foks en flest minni háttar DÆLUBÍLAR Slökkviliðs höfuð- borgarsvæðisins (SHS) fóru í 51 út- kall á föstudag og aðfaranótt laug- ardags. Útköllin voru langflest vegna leysingavatns sem flæddi inn í hús, að sögn aðstoðarvarðstjóra hjá SHS. Dagvaktin, sem var frá klukkan 7.30 til kl. 19.30 á föstu- dag, fór í 21 slíkt útkall og næt- urvaktin sem stóð til kl. 7.30 á laugardagsmorgun sinnti 30 útköll- um dælubíla. Langstærstu verkefnin voru að dæla burt vatni sem flætt hafði inn í Egilshöll og Korpúlfsstaði. Sam- kvæmt upplýsingum Almannavarna höfðu myndast stíflur í frárennsl- iskerfi Egilshallar. Þar safnaðist mikið vatn sem flæddi inn í húsið. Slökkvilið og björgunarsveitir lögðu áherslu á að finna og losa stífl- urnar, auk þess sem dælubílar voru notaðir við að koma vatninu úr húsinu. Slökkviliðið fór aftur í Egilshöll og á Korpúlfsstaði í gærmorgun til að kanna ástandið og sækja ýmsan búnað sem skilinn var eftir aðfara- nótt laugardags. Almannavarnadeild ríkislög- reglustjórans og landsstjórn björg- unarsveita voru með vakt í Sam- hæfingarstöðinni fram eftir nóttu. Upp úr miðnætti hafði veðrið lægt verulega á suðvesturhorni landsins en hvasst var á Norðurlandi. Nokk- uð var um foktjón í Eyjafirði og fengu lögregla og björgunarsveitir útköll vegna þess. Dælubílar sinntu 51 útkalli VIÐBÚNAÐARSTIGI vegna snjóflóðahættu á Vestfjörðum, sunnan- og norðanverðum, var aflétt í gærmorgun. Vegir sem lokaðir höfðu verið í Ós- hlíð, Eyrarhlíð, Súðavíkurhlíð og í Súgandafirði vegna snjóflóðahættu voru allir opnaðir en Vegagerðin bað vegfarendur að sýna aðgát. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar var víða hálka, hálkublettir, skafrenningur og éljagangur um landið. Sérstaklega var varað við flug- hálku á Jökuldal og í Vatnsskarði eystra. Báðar ferðir Herjólfs milli Vestmannaeyja og lands féllu niður í gær. Viðbúnaðarstigi afléttEftir Guðna Einarssongudni@mbl.is MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Degi B. Eggertssyni borgarfulltrúa. „Stóru tíðindin í REI-skýrslunni eru þau að fulltrúar allra flokka skrifuðu undir áfellisdóm yfir þeim vinnubrögðum sem viðhöfð voru í haust. Fulltrúar allra flokka skrif- uðu líka undir að framganga Vil- hjálms Þ. Vilhjálmssonar fyrrv. borgarstjóra væri óverjandi. Þess- um meginstaðreyndum var reynd- ar valið penna orðalag. Umræður um orðalag skýrslunnar mega hins vegar ekki yfirskyggja þennan meginkjarna málsins. Þessi niður- staða er Svandísi Svavarsdóttur formanni hópsins til hróss. Fyrstu viðbrögð Vilhjálms og borgarstjórnarflokks Sjálfstæðis- flokksins vekja hins vegar áleitnar spurningar. Þar ætlar enginn að axla ábyrgð. Í mínum huga segir það minnst um skýrsluna en miklu meira um plagsið í íslenskri póli- tík. Ef sambærileg skýrsla hefði birst í einhverju nágrannalanda okkar hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum. Jafnvel þegar ekki þarf lengur að deila um stað- reyndir hvarflar ekki að Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni eða borgarstjórn- arflokki Sjálfstæðisflokksins að það eigi að hafa nokkrar pólitískar afleiðingar. Ég skil vel að borg- arbúar standi eftir furðu lostnir. Það er engin leið að henda reiður á eftiráskýringum og eft- irá-eftirá-leiðréttingum sem Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson sendir frá sér á hröðum flótta í veikri máls- vörn. Það sem ruglar mig þó ekki minna í ríminu er að tveir þeirra sem skrifa undir skýrsluna eru nýbúnir að klappa þennan sama Vilhjálm Þ. upp sem næsta borg- arstjóra í Reykjavík. Hvernig í veröldinni getur það staðist eftir það sem á undan er gengið og hef- ur nú verið fest á blað? Ég get einfaldlega ekki komið þessu heim og saman. Og af hverju tekur eng- inn borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins símann frá fréttamönn- um. Ég held að það sé vegna þess að þeir geta ekki svarað þessari spurningu: Er verjandi að hefja höfuðpaurinn í REI-málinu til æðstu virðingarstöðu í borgarpóli- tíkinni? Er það lærdómurinn sem Vilhjálmur, Ólafur F. Magnússon og borgarstjórnarflokkur Sjálf- stæðisflokksins telja rétt að draga af málinu? Fyrir utan leyndina, pukrið og offorsið sem dregið er fram í skýrslunni er ljóst að borgarstjóri fór fram án umboðs, misfór með vald og umgekkst eigur almenn- ings af ábyrgðarleysi. Umboðsleys- ið snýst ekki aðeins um hið laga- lega, sem mest hefur verið til umræðu, heldur ekki síður póli- tískt umboð. Vilhjálmur hafði eng- an í eigin flokki með sér í þessu máli. Þar varð alger trúnaðar- brestur. Erfitt er að sjá hvernig í þá bresti verður barið. Sjálfstæð- isflokkurinn í borginni og Vil- hjálmur sjálfur verða hins vegar að eiga það við sína samvisku og borgarbúa hvernig þeir axla sín skinn.“ Yfirlýsing frá Degi B. Eggertssyni MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi yfirlýsing frá Krist- björgu Stephensen borgarlögmanni: „Forsíðufyrirsögn Fréttablaðsins í dag [í gær] gefur ekki rétta mynd af samskiptum okkar Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar um ummæli hans í Kastljósi. Við Vilhjálmur vorum sammála um að það væri ekki hlut- verk embættismanna að tjá sig um samskipti sín við kjörna fulltrúa heldur væri eðlilegra að hann tjáði sig um málið sem hann og síðan gerði. Ég mun ekki tjá mig frekar um málið.“ Yfirlýsing frá Kristbjörgu Stephensen
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.