Morgunblaðið - 10.02.2008, Síða 18

Morgunblaðið - 10.02.2008, Síða 18
18 SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Gufuneshöfða. Þverun Elliðaárvogs er um 100 metra landfylling út frá Gelgjutanga, 60-70 metra brú yfir á 500 metra langa manngerða eyju í miðjum Elliðaárvogi. Þar tekur við 170-200 metra löng brú yfir á land- fyllingu við vestanverðan Gufunes- höfða. Vegurinn liggur svo meðfram norðurströnd höfðans að fyrirhug- uðum gatnamótum við Hallsveg, sem tengist Sundabraut. Vegagerð ríkisins mælir með eyjalausn og segir hana tæknilega og fjárhagslega betri kost en göngin og einnig sé hún heppilegri hvað umferð varðar. Það hefur alltaf leg- ið fyrir, að þetta væri ódýrasta leið- in, en af hálfu Reykjavíkurborgar er litið svo á að skipulagslega uppfylli hún ekki markmið borgarinnar. Nú þegar Reykjavíkurborg hefur tekið afstöðu er málið á borði samgöngu- ráðherra, sem vill ekki segja hug sinn varðandi kostina tvo fyrr en umhverfismatið liggur fyrir. Níu milljarðar á milli Sundabrautarframkvæmdinni hefur verið skipt í tvo áfanga. Sá fyrri er frá Laugarnesi í Gufunes og hinn frá Gufunesi og norður fyrir Kollafjörð að Vesturlandsvegi. Mat á umhverfisáhrifum beggja áfanganna með síðustu breytingum mun fara saman. Áður hefur farið fram umhverfismat fyrir þrjá val- kosti fyrri áfanga; hábrú og botn- göng á leið I, og leið III; eyjalausn. Skipulagsstofnun féllst á fram- kvæmdirnar 19. nóvember 2004, en sá úrskurður var kærður og stað- festi umhverfisráðherra hann með viðbótarskilyrðum 8. nóvember 2005. Tillögur að matsáætlun á þeirri lausn sem nú er fram komin eru nýfarnar til Skipulagsstofnunar, en framundan hjá Reykjavíkurborg er að breyta aðalskipulaginu til samræmis við þann kost, sem borg- arráð hefur valið. Vegagerð ríkisins lét í fyrra fara fram könnunarboranir á þeirri leið, sem Sundagöng verða boruð, og gáfu niðurstöður grænt ljós fyrir framkvæmdir. Einnig fór Vegagerð- in yfir kostnaðaráætlanir vegna Sundabrautar og eyjalausnar og eru niðurstöðurnar þær, að göngin myndu kosta um 24 milljarða króna með vegtengingum, sem er um níu milljörðum meira en eyjalausnin myndi kosta. (Í skýrslu um Sunda- göng í nóvember 2006 er kostnaður- inn við jarðgöng með öllum teng- ingum talinn 15,9 milljarðar, en eyjalausn 12,3 milljarðar.) Jónas Snæbjörnsson, svæðisstjóri hjá Vegagerðinni, segir að hluta hækkunarinnar megi rekja til ný- samþykkts staðals Evrópuráðsins, þar sem settar eru fram auknar kröfur um lágmarks öryggis- og umferðarbúnað, sem m.a. eru til- komnar vegna slysa í göngum milli Ítalíu og Sviss. Stærsti þátturinn varðar þó innréttingu ganganna; bergstyrkingu og aukin vatnsvarn- arlög, sem voru á þriðjungi leið- arinnar áður, en eru nú samfelld alla leið. Þá er þriðja leiðréttingin varðandi tækni- og öryggisbúnað, en Jónas segir tækninni fleygja stöðugt fram, t.d. varðandi fjarstýrð skilti. Annar áfangi ofanjarðar Annar áfangi Sundabrautar verð- ur frá Gufunesi og norður fyrir Kollafjörð að Vesturlandsvegi; átta kílómetra langur vegur frá Gufunesi um Eiðsvík, Geldinganes, Leiruvog, Gunnunes, Álfsnes og Kollafjörð. Skipulagsstofnun féllst á tillögu að matsáætlun 27. september 2007, en í umhverfismat voru lagðir þrír val- kostir; tveir með vegum á yfirborði alla leið og einn með jarðgöngum undir Eiðsvík. Jónas Snæbjörnsson segir að nú séu menn fallnir frá göngum undir Eiðsvík eina og ef menn hugsi í göngum á annað borð, sé heppilegra að fara líka undir Leiruvog og koma þá upp á Álfs- nesi. Valkostur, sem nefndur er Ytri leið á Geldinganesi og yfir Leiru- vog, er inni á aðalskipulagi Reykja- víkur 2001-2024 og staðfestu; 20. desember 2002, svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Þar er farið yfir Eiðsvík, Leiruvog og Kollafjörð á fyllingum og brúm, en í Geld- inganesi verði brautin lögð að hluta til í jarðgöngum um mitt nes og frá Leiruvogi liggi hún með vest- anverðu Gunnunesi, um Álfsnes að Kollafirði. Innri leiðin er eins nema hvað brautin liggur mun austar um Geldinganes, Leiruvog og Gunn- unes. Á Geldinganesi verður brautin að nokkru leyti niðurgrafin. Gert er ráð fyrir vegtengingum í Gufunesi, Geldinganesi og á Álfs- nesi. Kostnaður við annan áfanga er metinn í júlí 2007 á bilinu 10,4 millj- arðar innri leiðin, 12,4 milljarðar ytri leiðin á Geldinganesi og yfir Leiruvog og 19,7 milljarðar jarð- göng undir Eiðsvík og Leiruvog. Kostnaðarmunur á innri og ytri leið er að mestu fólginn í jarðgöngum í gegnum Geldinganes. Fjármagn til upphafs Sunda- brautar hefur verið tryggt, fjárveit- ingar hafa verið í samgönguáætlun og í ráðstöfun andvirðis af sölu Sím- ans. Af símapeningunum eiga átta milljarðar að fara í Sundabraut; frá Sæbraut að Geldinganesi, helming- urinn 2008 og síðan tveir milljarðar 2009 og aðrir tveir 2010. Búast má við að framkvæmdir geti hafizt í síð- asta lagi um það bil ári eftir að um- hverfismat liggur fyrir. Lagning 2. áfanga Sundabrautar; frá Gufunesi og norður fyrir Kollafjörð, hefur verið áfangaskipt. Stjórn Faxaflóahafna bauðst í bréfi til forsætisráðherra og sam- gönguráðherra í marz 2007 til að leggja Sundabraut í einum áfanga og var starfshópur um Sundabraut settur í að kanna málið, sem komst að þeirri niðurstöðu að skylt væri að bjóða verkið út. Júlíus Vífill Ingv- arsson, formaður stjórnar Faxaflóa- hafna, segir, að stjórnin hafi nú lýst sig fylgjandi gangaleiðinni og standi við tilboðið frá í marz 2007. Fimm kostir Í fyrstu áfangaskýrslu um Sundabraut var rætt um fimm mismunandi leiðir undir og yfir Elliðaárvog. » Sundabraut,frá Laugarnesi norður fyrir Kollafjörð verð- ur um 12 km; í göng- um 4 og ofanjarðar 8 km. Göngin tengjast gatnakerfi Reykjavík- ur á tveimur stöðum á leiðinni; til suðurs inn á Sæbraut og inn á hafnarsvæðið við Klettagarða og síðan tengist Sundabrautin gatnakerfum í Gufu- nesi, Geldinganesi og Álfsnesi.. BORG Í DEIGLU          ! "##$%&  ! '& ()* +  *, % )"# &+  -. -/ & & ) ,   ,01&1)!. )  ,01 2 ), &,3'  4   3! "/ ,%4," ,) 56 )  7(), "8-99:,  ; 2()*,& 7 &1),* 71), ,<  3' )& *   ,3'  *&(<) &, )* ==>) ,  *(3' (*,&*&1 <)  3!&)72 ) ?! &)==> , ), ; &)%  &% =  <) ,&==  2 )*&, <)   &,&) ,& &-#@ 72 ) <,&,  ,3' &)&    3' %&) 0&  ==>) ; )3  )) ,, 3!  <3'         > 3' , &,  ! "##B C< &)   1! "##B A%( ,)&   <),& &  ) !!"##B ()&1) ! ,01,2 ) -/  ) 3' , 3  &   <)3'  <)&<  2 ) A%( ,0'3' 14 3(7,   ) , , )7D&) 3'    ) , &,3'  = !&) ,7     E,! %4 &  <) )(),  ,%&   &  (,& ,< ,(,0& !  ! -6F-.! &)  &) )(), <) %4 &  %&  4 -.  ,< &3' &+, % )-6 &+ "##$*  -.  ,< ,  &) <3' *3  "/  )! *& &) ()*!&)2 )*> 3'  <)> &< & ))3  ,,  (,>!3 "* :  4 *%1   , ?&)()%& &) )&)&) !GGG )  3'    

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.