Morgunblaðið - 10.02.2008, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 10.02.2008, Qupperneq 22
22 SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Ian Buruma Amsterdam | Þegar orðið „umburð- arlyndi“ verður að skammaryrði í landi eins Hollandi er ljóst að eitt- hvað hefur farið verulega úrskeið- is. Hollendingar hreyktu sér alltaf af því að vera umburðarlyndasta þjóð í heimi. Á minni æsingatímum en þessum hefði enginn mögulega getað haft neitt að athuga við það þegar Beatrix drottning kallaði í jólaræðu sinni eftir umburðarlyndi og „virðingu fyrir minnihlutahóp- um“. En Geert Wilders, leiðtoga Frelsisflokksins, sem er til hægri og andvígur múslímum, ofbauð svo „fjölmenningarkjaftæði“ drottn- ingarinnar að hann vildi svipta hana stjórnarskrárbundnu hlut- verki sínu í stjórnkerfinu. Wilders er vinsæll lýðskrumari og flokkur hans er með níu sæti á hollenska þinginu. Hann líkir Kór- aninum við Mein Kampf eftir Hit- ler, vill koma í veg fyrir að fleiri múslímar flytji til Hollands og þrumar að þeir sem þegar búi í landinu eigi að rífa hálfan Kór- aninn vilji þeir fá að vera áfram. Umburðarlyndi gagnvart íslam er í hans huga huglaus eftirgjöf. Hann telur að hætta sé á að Evr- ópa „íslamiserist“. „Brátt verða fleiri moskur en kirkjur,“ segir hann, ef sannir Evrópubúar hafi ekki kjark til að rísa á fætur og bjarga vestrænni siðmenningu. Rétturinn til að ögra Þrátt fyrir kröfur um að Kór- aninn verði bannaður kveðast Wil- der og aðdáendur hans trúa að óheft málfrelsi sé vestrænn fæð- ingarréttur. Beatrix sagði að mál- frelsi veitti ekki sjálfkrafa rétt til að móðga. Wilders er ósammála. Enga gagnrýni á íslam, sama hversu móðgandi, ætti að hefta með pólitískri rétthugsun. Wilders notar hvert tækifæri til að leggja prófstein á (oft mjög tak- markað) umburðarlyndi múslíma. Síðasta ögrunin er stutt mynd þar sem íslam er fordæmt. Hún hefur enn ekki verið sýnd, en þegar vak- ið allsherjarskelfingu. Það er ekki oft sem hollenskir stjórnmálamenn rata í heimspressuna, hvað þá þeg- ar þeir eru minniháttar, en Wild- ers hefur tekist það með uppá- tækjum sínum. Því er nú sérstakur viðbúnaður í hollenskum sendiráð- um vegna ótta við ofbeldisfull mót- mæli og stjórnvöld íhuga sérstakar öryggisráðstafanir. Sumir álitsgjafar hafa gefið til kynna að Wilders, sem var alinn upp við katólska trú í hollenskum sveitabæ, sé eins og múslímskir óvinir hans sanntrúaður, knúinn áfram af þeirri hugsjón að við- halda kristni í Evrópu. Það kann að vera, en ekki er allt sem sýnist. Stríð hans gegn íslam er einnig og jafnvel einkum stríð gegn hinni menningarlegu og pólitísku yfir- stétt, evrókrötunum í Brussel og hinni frjálslyndu drottningu. Ráðist á elíturnar Ræður hans eru uppfullar af vís- unum til hrokafullra yfirstétta, sem hafa misst sambandið við til- finningar almúgamannsins. Litið er á „umburðarlyndi“ sem veik- leika og merki um yfirstéttar- hroka, sem sé dæmigerður fyrir fólk, sem lifi fjarri hörðum veru- leikanum á götunni, þar sem of- beldisgjarnir og stjórnlausir út- lendingar ógni heiðvirðum Hollendingum. Hugmyndin um elítuna, sem lætur undan, er ekki bundin við Holland. Í Ísrael eru menntaðir gyðingar, sem gagnrýna brot Ísr- aela gegn Palestínumönnum, frið- arsinnarnir, sem telja að samn- ingar séu betri en ofbeldi og jafnvel arabar hafi réttindi í háði kallaðir „fallegar sálir“. En al- múgamaðurinn, sem er með báða fætur á jörðinni, er sagður vita betur: óbilandi harka, harðlínu- stefnan, er eina leiðin til að ná ár- angri. Í Bandaríkjunum er orðið „frjálslyndur“ í munni lýðskrum- ara í útvarpi og stjórnmálamanna á hægri vængnum nánast orðið samheiti við að vera „Austur- strandar-snobbhani“ eða „gáfu- menni frá New York“ sem er jafn- vel verra. Samkvæmt þessari skoðun eru þeir sem eru frjáls- lyndir ekki aðeins linir, heldur ein- hvern vegin sérdeildis óamerískir. Það er ekkert nýtt að tengja elítur við umburðarlyndi, stór- borgir og það sem er framandi. Elítur tala oft erlend tungumál og í stórborgum er fólk oft umburð- arlyndara og opnara gagnvart fólki úr öllum áttum. Lýðskrum- arar okkar tíma – bandarískir stjórnmálamenn, sem bjóða sig fram eða þykjast bjóða sig fram „gegn stjórnvaldinu í Washington“ eða franskir lýðskrumarar, sem tala í nafni „franskrar þjóðarsálar“ – eru óhjákvæmilega fjandsamleg- ir höfuðborgum. Brussel er sam- nefnari alls þess sem lýðskrum- arar, hvort sem þeir eru til hægri eða vinstri, hata. Og múslímskir innflytjendur búa í Amsterdam, London eða Marseille, ekki litlu bæjunum þar sem lýðskrumararn- ir á hægri vængnum finna mest- allan sinn stuðning. Stjórnmál andúðarinnar Stjórnmál andúðarinnar eru hins vegar áhrifaríkust þegar þau virkja raunverulegan ótta. Fólk hefur ástæðu til þess að hafa áhyggjur af efnahagslegri hnatt- væðingu, al-evrópsku skrifræði, hinu gríðarlega flæði innflytjenda, sem ekki er alltaf vel stjórnað, og árásargirninni á bak við róttæka pólitíska hreyfingu íslams. Þessar áhyggjur hafa of oft verið virtar vettugi. Sú tilfinning hefur ekki bara bú- ið um sig hjá Hollendingum heldur einnig meðal margra Evrópubúa að þeir hafi verið yfirgefnir í heimi, sem tekur hröðum breyt- ingum, að alþjóðafyrirtæki séu valdameiri en þjóðríkin, að ríka og menntaða fólkinu í þéttbýlinu vegni vel og venjulega fólkið í strjálbýlinu sitji eftir á meðan lýð- ræðislega kjörnir stjórnmálamenn séu ekki bara áhrifalausir heldur hafi gefist upp gagnvart þessum voldugri öflum, sem ógni hinum venjulega manni. Ekki er bara litið á umburðarlyndi sem veikleika- merki, heldur sem svik. Múslímaógnin er vitaskuld ekki bara ímyndun. Lítill hópur hug- myndafræðilegra öfgamanna hefur framið raunveruleg ódæðisverk í nafni íslams og mun halda því áfram. En hin almenna andúð á íslam ristir dýpra og nær lengra. Wilders og hans líkar ráðast ekki bara að íslömskum öfgamönn- um. Velgengni hans er byggð á til- finningunni að umburðarlyndi jafngildi svikum. Þannig hefur hatrið á elítunum eins og svo oft áður fengið útrás í hatri á útlend- ingum, þeim sem líta öðru vísi út og iðka undarlega siði. Við verðum að berjast gegn íslömskum öfga- sinnum, en ekki með því að magna upp myrkustu kenndir hugsunar- lauss múgs. Það hefur aldrei neitt gott hlotist af því. Stríð gegn umburðarlyndi  Hvað er á seyði í Hollandi þegar „umburðarlyndi“ er orðið að skammaryrði?  Ótti við íslamska öfgasinna á rétt á sér, en eitthvað er að þegar hann er notaður til að ráðast gegn öllum múslímum AP Endalok umburðarlyndisins? Múslímar á bæn á ráðhústorginu í Kaupmannahöfn. ÖFGAR» Í HNOTSKURN»Múslímum hefur fjölgaðjafnt og þétt í Evrópu á undanförnum árum og áratug- um. »Óeirðir í innflytjenda-hverfum og -borgum hafa valdið miklu róti í Frakklandi. »Tvö pólitísk morð í Hol-landi á undanförnum árum hafa kynt undir umræðu um að hugmyndin um fjölmenn- ingarþjóðfélagið hafi beðið skipbrot og komið óorði á um- burðarlyndið, sem Hollend- ingar hafa verið þekktir fyrir. »Málflutningurinn beinistekki aðeins gegn múslím- um heldur elítum, sem eru sakaðar um að láta undan of- ríki innflytjendanna. Höfundur er prófessor í mannrétt- indum við Bard College. Nýjasta bók hans heitir Murder in Amsterdam: The Death of Theo Van Gogh and the Limits of Tolerance. ©Project Syndi- cate. » Síðan er ég með nafnið mitttattúverað á magann. Skilríkjalaus ökumaður í annarlegu ástandi vildi ekki segja lögreglunni í Borgarnesi nafn sitt. Það upplýstist þó þegar lögreglan dáðist að húðflúri á hönd- um og hálsi hins nafnlausa manns, sem beraði á sér magann til að sýna meira húð- flúr að því er RÚV greindi frá. » Ég hef aldrei útilokað það aðSjálfstæðisflokkurinn og þeir sem voru í Alþýðubandalag- inu eða eru núna Vinstri grænir gætu átt saman. Björn Bjarnason , dómsmálaráðherra, í Silfri Egils í Sjónvarpinu. » Menn verða að geta strokiðum frjálst höfuð meðal al- mennings úti í bæ án þess að hafa alltaf þennan stimpil á sér. Jakob Baldursson , formaður Kraftlyft- ingasambands Íslands, skírskotaði til lyfjamála, en á þingi sambandsins var samþykkt að ganga til viðræðna við Íþrótta- og ólympíusamband Íslands um aðild að ÍSÍ, þar sem lög um slíkt eru skýr. » Það sem hefur bjargað mér ílífinu er að ég hef tekið öllu með ískaldri ró. Ég gerði það besta sem ég gat. Ef það dugði ekki þá varð bara Guð að taka við. Jóhannes Sólbjartur Sigurbjörnsson , fyrrverandi skipstjóri og stýrimaður, á 100 ára afmælisdegi sínum. » Ég gat ekki svarað öðru enað Jesús hlyti að vera gott og gilt nafn. Baldur Sigurðsson , dósent hjá Kenn- araháskóla Íslands, sem eftir fyrirlestur sinn, Nöfn og ónefni samkvæmt íslenskum mannanafnalögum, var spurður hvort mannanafnanefnd, sem hann á sæti í, myndi samþykkja nafnið Jesús. » Ég held að það séu munbrýnni mál framundan. Höskuldur Þór Þórhallsson, þingmaður Framsóknar, þegar Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, mælti fyrir þingsályktunartillögu um nýtt starfsheiti ráðherra. » Mér fannst þetta aðallegasýna fram á allt það versta í börnum því það var aldrei neitt skemmtilegt eða ánægja í þessu heldur bara vinna, meiri en ég bjóst við. Sindri Jónsson , nemandi í Mennta- skólanum í Kópavogi, um HUB 102, Hugs- Ummæli vikunnar Árvakur/Kristinn Ingvarsson Hátíð í borg Vetrarhátíð var sett í Reykjavík og þrátt fyrir mikla snjókomu og ófærð var glatt á hjalla hjá borgarbúum á öllum aldri. að um barn, valfag sem hann tók og fólst í að nemendur fengu brúðu, sem að mörgu leyti er gædd eiginleikum ungabarns, með sér heim yfir helgi. » Maður er svona eins oggangandi varahlutaverk- smiðja. Siv Friðleifsdóttir , þingmaður Fram- sóknar, þegar hún mælti fyrir þingsálykt- unartillögu um að gerð yrði úttekt á stöðu og réttindum líffæragjafa. » Græðgisvæðingin fékkkjaftshögg og það kom hökt í þessa taumlausu ágengni græðginnar í íslensku samfélagi. Svandís Svavarsdóttir , borgarfulltrúi og formaður stýrihóps borgarráðs um mál- efni REI og Orkuveitu Reykjavíkur, á fé- lagsfundi vinstri grænna þar sem hún kynnti lokaskýrslu stýrihópsins um mál- efni Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy. » Við þurftum nú heldur beturað axla ábyrgð með því að sá meirihluti sem við vorum í gliðn- aði meðal annars út af þessu máli. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson , borg- arfulltrúi, sem var borgarstjóri og stjórn- armaður í Orkuveitu Reykjavíkur þegar REI-málið kom upp, þegar hann var spurður hvort enginn ætlaði að axla ábyrgð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.