Morgunblaðið - 10.02.2008, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 10.02.2008, Qupperneq 23
LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ Sóttvarnalæknir Austurströnd 5 • 170 Seltjarnarnes • Sími 5101900 • www.influensa.is • www.landlaeknir.is 1. Þvoðu þér reglulega um hendurnar –(einkum fyrir máltíðir) Handþvottur verndar gegn beinni og óbeinni snertingu við inflúensuveiruna. Bein snerting er m.a. að taka í höndina á sýktum einstaklingi sem hefur snert munn sinn eða nef eða haldið fyrir vitin til að hósta eða hnerra. Óbein snerting felst í að snerta hluti sem smitaður einstaklingur hefur handleikið, t.d. hurðarhún eða notaða bréfþurrku. 2. Notaðu bréfþurrkur til að hylja munn og nef þegar þú hnerrar og hóstar Úðadropar úr vitum berast aðeins stutta leið, innan við einn metra. Þeir sem standa næst einstaklingi sem hnerrar eða hóstar án þess að halda fyrir vitin eru í hvað mestri smithættu. Að halda fyrir munn og nef dregur úr líkum á smiti. 3. Hentu notuðum bréfþurrkum beint í ruslið Inflúensuveirur geta lifað tímabundið utan líkamans og hægt er að smitast með því að snerta hluti sem nýlega hafa mengast, s.s. vasaklúta eða bréfþurrkur, eða með því taka í hönd smitaðs einstaklings. Bein eða óbein snerting, t.d. við bréfþurrku, sem smitaður ein- staklingur hefur nýlega notað til að snýta sér með eða hnerra á, getur skapað smithættu. 4. Haltu fyrir vitin ef bréfþurrkur eru ekki til taks Þegar bréfþurrkur eru ekki við hendina skaltu halda fyrir munn og nef og þvo hendurnar strax á eftir eða hnerra á handlegginn eða í olnbogabótina til að hindra dreifingu veiranna. 5. Vertu heima meðan veikindi vara Inflúensa er mest smitandi fljótlega eftir að sjúkdómseinkenni byrja. Enda þótt veirurnar haldi áfram að dreifast í allt að fimm daga frá upphafi veikinda (sjö daga hjá börnum) dregur smám saman úr fjölda þeirra og þar með minnkar smithættan. Ráðlegt er að vera heima frá því að einkenna verður vart. Ef þér versnar skaltu leita læknis. Hvað er inflúensa? Inflúensa – í daglegu tali kölluð flensa – er árlegur faraldur. Hún stafar af inflúensuveirum sem sýkja öndunarfærin (nef, háls, berkjur og stundum lungun). Flensa smitast frá manni til manns með úðadropum sem berast úr öndunarfærum smitaðra þegar þeir hósta og hnerra eða með snertingu þegar veirurnar eru á höndunum. Sjúkdómurinn getur staðið yfir í meir en viku með tiltölulega vægum einkennum en hann getur líka valdið alvarlegum veikindum. Einkenni: Skyndilegur sótthiti, beinverkir, höfuðverkur og almenn vanlíðan. Einnig geta komið fram einkenni eins og þreyta, hósti, hnerri, nefstífla og erting í nefi, augum, hálsi og eyrum. Forðumst flensuna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.