Morgunblaðið - 10.02.2008, Page 36

Morgunblaðið - 10.02.2008, Page 36
sjónspegill 36 SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Það er margt sem togast á ílistinni í dag og sumumfinnst sem hin fræga setn-ing Christians Krogh frá því fyrir eða eftir aldamótin 1900: „öll þjóðleg list er léleg, öll alþjóðleg list er góð …“ þarfnist endurnýjunar. Nú skuli það vera: Öll þjóðleg list er fullkomlega úr leik en öll mikilsverð list alþjóðleg. Þetta er orðaleikur við- hafður af Preben Michael Hornung, einum virtasta listrýni Politiken, og Danmerkur um leið. Hann leggur út af honum í rýni sinni á fyrstu sýningu nýopnaðrar Listhallar Charlotten- borgar, í sígildu rými gömlu bygging- arinnar, birtist 23 janúar. En svo undarlega vill til að sýningarsalir listahallanna og heimslistasafnanna fyllast þá innan þeirra eru stórsýn- ingar á eldri og jarðbundinni list. Hins vegar er meinlætið ólíkt meira varðandi aðsókn á framkvæmdir undir merki alþjóðlegra núlista, jafn- vel þótt hávaðinn hafi aldrei verið meiri í fjölmiðlum þeim til lofs og vegsemdar. Mætti jafnvel ætla að skrifin væru framkölluð að undirlagi þotuliðs viðskiptaheimsins og snob- bliðs listarinnar. En hér eru engir spámenn og það sem var hrópað nið- ur í gær er hafið upp í dag, heimurinn jafnt og listirnar á stöðugri hreyfingu eins og sagan hermir, og það er eitt af órjúfanlegum lögmálum sem menn fá ekki hnikað og skulu síður leitast við að miðstýra. Nú vita menn meira um hlutina en fyrir sex áratugum þá deilurnar á milli áhangenda hins hlutlæga og óhlutlæga risu hæst. Meðtaka að al- heimurinn er abstrakt og háður ótal tilviljunum, og um leið að vægi skyn- færanna er ekki minna en hins áþreifanlega. Á bak við hið ósýnilega og óhöndlanlega eru svo reginöfl sem enginn í mannheimi skilur til fulls. Þannig mjög eðlilegt að þeir sem eru í forgrunni í dag hrökkvi í baklás á morgun eins og heimsveldi hafa liðið undir lok allt frá því sögur hófust og þetta sjáum við í smækkaðri mynd innan listgeiranna. Lífið lætur ekki að sér hæða, fag- urfræðin risin úr öskustó, málverkið líka, en hvorugt leið undir lok nema í hugarheimi misviturra kenninga- smiða með alræðistilburði. Lítum einungis á kínverska númálverkið hvar hin klassíska tækni er í háveg- um, og ekki verður sagt að þau séu með áberandi alþjóðlegum blæ, öllu heldur sprottin upp úr umhverfi sínu. Og um leið segir það okkur sem fyrri daginn, og Krogh átti við í orða- leiknum, að öll gild list er alþjóðleg og eign heimsins jafnvel þótt hún beri staðbundin kennimörk. Allt frá stríðslokum 1945 hefurþað einkennt núhræringar,að talsmenn þeirra hafa vilj- að ryðja eldri gildum út af borðinu, og svo komið vilja hinir sömu einfald- lega ekki viðurkenna að þau hafi ver- ið til! Í upphafi var herhrópið að setja ætti jarðýtur á rústir fornaldar, hvort heldur Akropolis eða Forum Romanum, og byggja í þess stað vist- arverur hagnýtisgildis í anda Bau- haus. Kannski muna einhverjir eftir því að Le Corbusier vildi planta há- hýsum um alla Mýrina í París (le Marais), en því var hafnað og hann sagður aldrei hafa náð sér yfir þeirri forheimsku, en að fenginni seinni tíma reynslu þakka Parísarbúar máttarvöldum fyrir. En lítið geta sumir lært af fyrri mistökum ef marka má ummæli Bo Nilssons, hins nýja forstöðumans listhallarinnar. Sænski sýningarstjórinn vill meina að ekkert hafi skeð í sýningarsöl- unum frá upphafi fyrr en nú fyrst með sýningunni „Danskdjævler“, nafnið þó í reynd frekar kumpánleg ástarjátning en hitt. Stórt orð Hákot, því rýmið hefur hýst suma fremstu listhópa Danmerkur um áratuga- skeið og yfirlitssýningar á verkum ýmissa fremstu myndlistarmanna þjóðarinnar, til viðbótar þátttöku margra heimsþekktra stjörnulista- manna. En í dag virðast menn ein- getnir, bersýnilegt að þeir skuldi for- tíðinni ekki neitt og þess vegna skuli henni hafnað. Um leið álítur hinn stórorði Svíi að dönsk list hafi aldrei verið á viðlíka flugi og um þessar mundir, eru þá gullaldarmálararnir ekki undanskildir! Þegar valtað er yfir önnur gildi er Fleiri molar Bragi Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.