Morgunblaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2008 37 sjaldnast hugsað um afleiðingarnar og naum er sú trúa mín að Svíanum takist betur en landa hans Lars Nittve sem var eitt ár forstöðumaður Lousiana í Humlebæk og lánaðist að minnka aðsóknina svo um munaði. Samt eru þessir menn alltaf jafn borubrattir í fræðum sínum, yfirlæti og hinum marxíska strúktúralisma sem allt drepur í dróma. Gera sér í þá veru síður grein fyrir því að listin breytist allt eins án þeirra og þeirra líka, því allt fram streymir … Þetta er aldönsk framkvæmd, tíu sjálfstæðar sýningar að mati Horn- ungs frekar en heilsteypt samsýning, tíu góðar einkasýningar vel kunnra listamanna segir rýnirinn, en í heild boði hún í sjálfri sér ekkert nýtt og þannig litið á málin missi hún marks. Af tuttugu og einum texta í sýning- arskrá eru einungis þrír alfarið á dönsku en hinir á ensku, frönsku, þýsku og hollensku með útdráttum á móðurmálinu, „dönsku“. Væri mikils háttar upplifun að slíkum vinnu- brögðum í Frans og Vesturheimi hvar núlistir og hugmyndafræði eiga sín helstu vé, einkum að sjá texta á dönsku en útdrátt á máli viðkomandi lands, til að mynda frönsku eða ensku! Hið nýja og ferska í heimslistinni er raunar fjölbreytnin eins og allir mikilsháttar stórviðburðir eru til vitnis um, þótt þeir séu til sem telja hugmyndafræðina ennþá mál mál- anna, comme il faut … Um þessar mundir einkennirlofsverð fjölbreytni íslenzk-an listavettvang og einkar ánægjulegt að málverkið kemur sterkt út, Kristján Davíðsson og einkasafn Markúsar Ívarssonar á Listasafni Íslands, Mikines á Kjar- valsstöðum, einkasafn Sævars Karls Ólasonar og Erlu Þórarinsdóttur í Listasafni Kópavogs og myndverk úr einkasafni Bjarnveigar Bjarn- ardóttur í Listasafni Árnesinga, Hveragerði. Allt eru þetta fram- kvæmdir sem mælt skal með, einkum að yngri kynslóðir fjölmenni á þær, hlutirnir hafa snúist við því áður voru það ný viðhorf sem helst þurfti að kynna í þeirri viðvarandi fáfræði sem hér hefur verið landlæg. Vel að merkja, hvað vita ungir í dag um Bjarnveigu Bjarnadóttur, frænku Ásgríms Jónssonar, sem reyndist hinum nægjusama mein- lætamanni svo frábærlega allt lífið? Ferðaðist með honum um landið og annaðist um markaðssetningu verka hans, sendi þurfandi verk í viðgerð til Kaupmannahafnar og gaf út fjölda vandaðra póstkorta, loks hjúkraði hún honum í veikindum, en hann var með þrálátan astma og á stundum illa haldinn. Keypti myndverk fyrir sjálfa sig og var einnig send á vett- vang til að kaupa fyrir Ásgrím, þegar hann vissi málara í neyð og hátíð í nánd. Það er átakanleg vanræksla í skólakerfinu að halda fortíðinni lif- andi, bregða ljósi yfir hana, þótt ekki sé tekin bein afstaða, heitir að þá sé á ferð hlutlægt en þó engan veginn hlutlaust mat. Komin upp sú staða að fáfræðin vísar ekki síst til núlifandi listamanna af eldri kynslóð, inn- lendra sem erlendra, og er myndlist þar alveg í sérflokki. Um leið eru kenningasmiðir að rembast við að búa til nýja listasögu og einmitt í skjóli meintrar fáfræði sem virðist sumum þeirra kær og mikilvægur bandamaður … Danadjöflar Ekki verður sagt, að hin sígilda fagurfræði ríði feitum hesti í þessu listaverki á sýningunni „Dansk- djævler“ (Danadjöflar), í Listahöll Charlottenborgar í Kaupmannahöfn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.