Morgunblaðið - 10.02.2008, Page 40

Morgunblaðið - 10.02.2008, Page 40
Óráðnar tilfinningar „Styrkur verkanna er fólginn í afstöðu og efnistökum sem gefa færi á hreinni og beinni miðlun …“ Í HINU óvanalega en skemmtilega Lost Horse Gallery sem áður var geymslustaður óskilahrossa stendur nú yfir sýning Rakelar Gunnarsdóttur sem samanstendur af ljósmyndum teikningum og málverki. Verk Rakelar virðast hverfast hér um óráðnar tilfinningar og virðast jafnvel á köflum vera úrvinnsla bernskuáfalla af einhverju tagi. Í stóru málverki sem vísar beint í sög- urnar af Lísu í Undralandi má finna eins og í teikningunum andstæður hins góða og þess vonda án þess að skilin séu ljós. Absúrdheimur Lísu er heimur bernskunnar og ímyndunar- aflsins um leið og raunverulegar hætt- ur og hryllingur eru skammt undan. Óbærilegur sársauki gæti verið und- irliggjandi þema sýningarinnar þar sem verkin virðast hlaðin táknmáli í dulmáls eða gátuformi. Hvítt koddaver og blóðrautt sængurver útstungið blómaútsaumi gefa áhorfandanum færi á hugrenningartengslum um leið og verkin lokast inn í sig og tregðast við að gefa aðrar upplýsingar en þær að tjá ákveðna tilfinningu eða hugar- ástand. Sýningin lætur lítið yfir sér og henni fylgja engar upplýsingar um bakgrunn listamannsins. Styrkur verkanna er fólginn í afstöðu og efn- istökum sem gefa færi á hreinni og beinni miðlun um leið og slíkt virðist ótímabært eða jafnvel óhugsandi. Um leið og öll merking skreppur undan eins og í feluleik verður eftir slóð til- finninga og kennda sem bera verkin uppi, en einmitt þar vantar herslu- muninn til þess að verkin nái flugi. Tapað-fundið MYNDLIST Lost Horse Gallery Skólastræti 1 Reykjavík Sýningin stendur til 13. febrúar. Opið laug- ardaga og sunnudaga frá kl. 13–19, virka daga eftir samkomulagi í s. 8619887 eða 8575578 Rakel Gunnarsdóttir bbmnn Þóra Þórisdóttir MYNDLISTARSÝNINGIN Ljós- brot var opnuð á föstudag í Artó- teki Borgarbókasafns á 1. hæð Grófarhúss, Tryggvagötu 15. Á sýningunni eru listaverk sem Kristín Marja Baldursdóttir rit- höfundur valdi eftir listamenn í Artótekinu. Kristín Marja er landskunn fyr- ir ritstörf sín og hefur m.a. verið gerð kvikmynd eftir bók hennar Mávahlátri. Tvær síðustu skáldsögur hennar fjalla um myndlistarkonuna Karítas Jónsdóttur og var sú fyrri, Karítas án titils, tilnefnd til Bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs árið 2006. Sú síðari, Óreiða á striga, kom út fyrir jólin 2007. Listamenn sem eiga verk á sýningunni eru Aðalheiður Valgeirsdóttir, Björg Þorsteinsdóttir, Bryndís Brynjarsdóttir, Guðbjörg Lind Jónsdóttir og Valgerður Hauksdóttir. Það sem sameinar verkin er ljós, vatn og tími Á sýningunni er einnig verk eftir Magdalenu Margréti Kjartansdóttur þar sem hún dregur upp mynd af persónu úr bókum Kristínar Marju. Sýningin stendur til 9. mars. Ljósbrot Kristínar Marju Skáldið Kristín Marja Baldursdóttir valdi listamennina. SNJÓ og tónleikum kyngdi niður í Eyjafjörð um helgina. Í gegnum kófið komst ég á þrenna tónleika. Ef ég held mig við snjómyndmál í jákvæðri merkingu, var mesti snjó– og tónabylurinn á umrædd- um tónleikum. Veðrabrigði , engin lognmolla, enda gustar af Beetho- ven í sinfóníuham og Pastorals- infónía hans einkennist af miklum hamskiptum í veðri. Sú sjötta er vinsælasta sinfónía allra tíma, og m.a. hefur sveitarómantíkin í lýs- ingarorði Beethovens á þáttunum leitt áheyrendur inn í ríki náttúr- unnar, en vanmetin sem tíma- mótaverk. Með Pastorals- infóníunni risu tónleikarnir hæst. Norska gestastjórnandanum Bjarte Engeset tókst einstaklega vel að draga fram stóru línur sin- fóníunnar og hennar miklu kraft- birtingu um leið og hið ljóðræna, hlýja og glaðlega fékk að njóta sín í höndum hans. Óveðrið í 4. þætt- inum þar sem hálftónaflöktið milli Með meistarabrag TÓNLIST Glerárkirkja Sinfóníuhljómsveit Norðurlands lék verk eftir Johan Halvorsen, Harald Sæverud, Jaques Ibert og Ludwig van Einleikari á flautu var Áshildur Haraldsdóttir; Bjarte Engeset stjórnaði Sinfóníutónleikar bbbbn 40 SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is TALNABANDSSÓNÖTUR, hvað er nú það? Sónötur fyrir talnaband? Og hverslags grúppa er það nú? Þetta er ekkert grín, þær heita þetta sónöturnar 15 sem bæheimska tónskáldið Heinrich Ignaz Franz von Biber samdi, sennilega síðla á 17. öld. Biber er eitt þeirra tónskálda sem gleymdust öldum saman, en hafa not- ið þess á síðustu árum að rykið hefur verið dustað af handritum þeirra og nútímamaðurinn hefur fundið í þeim list sem fyrri kynslóðir kunnu ekki að meta – ja, eða vissu hreinlega ekki af. Svona er upplýsingaröldin hin nýja, og á tónleikum í Kammermús- íkklúbbnum í kvöld, þar sem Talna- bandssónötur Bibers, líka nefndar Leyndardómssónötur, verða leiknar, verður upplýsingin í hávegum höfð, og myndum úr fögru handriti verks- ins varpað á skjá. Þá ber að hafa í huga að Biber var á sinni tíð einn mesti fiðlusnillingur í Evrópu og mik- ils metið tónskáld. Um líf Krists og Maríu Í tónleikaskrá skrifar Valdemar Pálsson og lýsir Talnabandssón- ötunum fimmtán svo: „Hinir 15 leyndardómar eða hugleiðingar um líf Krists og Maríu Guðsmóður eru í þremur hlutum, með fimm sónötum í hverjum. Hinir gleðilegu leynd- ardómar (gleðisónöturnar) byggjast á atvikum í æsku Krists, frá boðun Maríu til Kyndilmessu (Kristur bor- inn til musterisins). Hinir þjáning- arfullu leyndardómar (sorgarsón- öturnar) segja frá þjáningunni í grasagarðinum á Olíufjalli fram að krossfestingunni, en hinir Dýrð- arríku leyndardómar (dýrðarsón- öturnar) ná frá upprisunni fram til krýningar Maríu. Það er tríó, sem kennir sig við Biber, sem leikur á tónleikunum í Kammermúsíkklúbbnum, en það skipa Martin Frewer fiðluleikari, Dean Ferrell, sem leikur á gömlu strengjahljóðfærin violone, basse de violon og selló, og Steingrímur Þór- hallsson, sem leikur á orgel og semb- al. Tónleikar Kammermúsíkklúbbs- ins verða í Bústaðakirkju kl. 20. Gleði, þjáning og dýrð Biber-tríóið Steingrímur Þórhallsson, Martin Frewer og Dean Ferrell. Biber-tríóið flytur Talnabandssónöt- urnar eftir Biber SAMTÍMAMYNDLIST og listasagan er heiti námskeiðs sem hefst í þessari viku á vegum myndlistardeildar Listaháskóla Íslands, í samvinnu við Listasjóð Dungals og Listasafn Íslands. Námskeiðið er fjögur fimmtudags- kvöld og verður fjallað um myndlist 20. aldar til dagsins í dag. Markmiðið er að auka þekk- ingu þátttakenda og dýpka skilning þeirra á samtímamyndlist. Fyrirlesarar eru Auður Ólafsdóttir, lektor í listfræði við Háskóla Íslands, Einar Garibaldi Eiríksson, prófessor við LHÍ, Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor við LHÍ, Þóra Þórisdóttir listfræðingur og Halldór Björn Runólfsson, forstöðumaður Listasafns Ís- lands. Skráning fer fram hjá Helgu Pálínu Brynj- ólfsdóttur í síma 848 2999. Námskeið um samtíma- myndlist BRYNDÍS Halla Gylfadóttir, sellóleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó- leikari halda tónleika í TÍBRÁ í Salnum í kvöld og hefjast tónleikarnir kl. 20. Þar frumflytja þær nýja sónötu fyrir selló og píanó eftir Atla Heimi Sveinsson, en auk þess leika þær verkin Myndir á þili eftir Jón Nordal, Eter eftir Hauk Tómasson og Sorgarfleyið, millispil úr óperunni Tungl- skinseyjan, einnig eftir Atla Heimi. Bryndís Halla lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1984 undir handleiðslu Gunnars Kvaran. Eftir það hélt hún til náms í Boston við New England Conservatory. Auk þess að leika hér heima kemur Bryndís Halla reglulega fram sem einleikari í Evrópu og Asíu. Anna Guðný Guðmundsdóttir brautskráðist frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík árið 1979 og stundaði Post Graduate- nám við Guildhall School of Music and Drama í London með sérstaka áherslu á kammertónlist og meðleik með söng. Hún var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2004 sem flytj- andi ársins. Hún kenndi við tónlistardeild Listaháskóla Íslands frá 2001 til 2005, en það haust var hún ráðin píanóleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Selló og píanó í Salnum í kvöld Anna Guðný Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.