Morgunblaðið - 10.02.2008, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 10.02.2008, Qupperneq 42
42 SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN STYRKIR VERÐA VEITTIR TIL BARNA Á ALDRINUM 6–16 ÁRA Ferðasjóður Vildarbarna er sameiginlegt átak Icelandair og viðskiptavina félagsins til að gera langveikum börnum og fjölskyldum þeirra, og börnum sem búa við sérstakar aðstæður vegna veikinda, kleift að ferðast. Ferðasjóður Vildarbarna hefur gert yfir 150 börnum og fjölskyldum þeirra mögulegt að fara í ógleymanlega og uppbyggjandi fjölskylduferð. Verndari Vildarbarna er frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands. Umsóknarfresturinn er til 7. mars 2008. Úthlutað verður úr sjóðnum sumardaginn fyrsta 24. apríl 2008. Þeir umsækjendur sem ekki hafa fengið úthlutað úr sjóðnum áður ganga fyrir. + Umsóknareyðublöð eru á www.vildarborn.is UMSÓKNIR UM FERÐASTYRKI VILDARBARNA ICELANDAIR Í S L E N S K A S IA .I S I C E 4 10 16 02 /2 00 8 M AD R ID BARCELO NA PARÍS LONDON MANCHESTER GLASGOW MÍLANÓ AMSTERDAM MÜNCHEN FRANKFURT BERLÍN KAUPMANNAHÖFN BERGEN GAUTABORG OSLÓ STOKKHÓLMUR HELSINKI HA LIF AX BO ST ONORL AND O MINNE APOLIS – ST. PAUL TORO NTO NE W YO RK REYKJAVÍK AKUREYRI ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 10 16 0 2 /0 8 ÍBÚAR í Þingeyjarsýslum og Norðausturlandi binda miklar vonir við væntanlegt álver Alcoa á Bakka við Húsavík. Við stefnum að sjálfbæru samfélagi í Þingeyj- arsýslum sem að veru- legu leyti snýst um uppbyggingu á stór- iðju á Bakka, stóriðju sem knúin verði með vistvænum gufuafls- virkjunum á svæðinu. Talið er að uppbygg- ingin muni skapa um 900-1000 störf á Norð- austurlandi sem munu renna styrkum stoðum undir atvinnu-, menn- ingar- og efnahagslíf svæðisins um ókomna framtíð. Undanfarinn áratug hefur annar raunveru- leiki blasað við íbúum Þingeyjarsýslna í at- vinnumálum en íbúum suðvesturhornsins. Í stað mikillar og stöð- ugrar uppbyggingar hefur ríkt samdráttur og fólksfækkun. Af- leiðingarnar eru meðal annars þær að íbúum á svæðinu frá Húsavík til Rauf- arhafnar hefur fækkað um 500 manns eða um 1000, sé tekið tillit til eðlilegrar fjölgunar síðastliðin tíu ár. Þetta er hátt hlutfall íbúa svæðisins en það sem gerir þessa þróun enn ískyggilegri er að fækkun í aldurs- hópnum 40 ára og yngri er um 25%. Til að gefa gleggri mynd af afturför- inni má segja að sú 500 íbúa fækkun á svæðinu sé sambæri- leg við það að íbúum Reykjavíkur hefði fækkað um 16.000 á síð- ustu tíu árum, í stað þess að fjölga um 17.000. Fyrirtæki hverfa af svæðinu Fyrir þessari fólks- fækkun eru væntanlega margar ástæður. Fjöldi fyrirtækja hefur horfið af svæðinu á síðustu ár- um, eins og Kaupfélag Þingeyinga, Kísiliðjan, Síldarbræðslan á Rauf- arhöfn, rækjuverk- smiðjurnar á Kópaskeri og Húsavík og áfram mætti lengi telja. Enn eitt áfallið var þegar þorskkvótinn var skor- inn niður sl. sumar. Sú aðgerð hefur þegar valdið enn frekari fækk- un starfa. Þær hefð- bundnu atvinnugreinar sem enn eru stundaðar í byggðarlaginu, sjávar- útvegur og landbúnaður, þurfa auk þess sífellt færra starfsfólk. Fækkun starfa hefur valdið því að ungt fólk hefur kosið að setjast að annars staðar en á heimaslóðum. Ekki skal dregið úr því að ýmislegt hefur vel gengið í atvinnulífi svæð- isins svo sem mikil aukning ferða- manna, en ferðatímabilið er stutt. Hins vegar þarf meira til en fjölgun ferðamanna, ef brjótast á úr þeim hlekkjum sem svæðið er í og það er klárlega stefna langflestra heima- manna. Uppbygging á orkufrekum iðnaði Nú er unnið að rannsóknum á hag- kvæmni þess að Alcoa reisi álver á Bakka. Tilraunaboranir hafa verið gerðar í Bjarnarflagi, Kröflu, Þeista- reykjum og Gjástykki til að kanna nýtanlega orku fyrir verkefnið. Nið- urstöður þessara rannsókna lofa afar góðu. Útlit er fyrir að meiri orka sé iðrum jarðar á svæðinu en menn hugðu í byrjun. Ef fram fer sem horfir og álver rís á Bakka er gert ráð fyrir að störfum fjölgi um 600- 700 í Þingeyjarsýslum og íbúum um 1000, eins og fyrr segir. Með þessu er líklegt að aldursdreifing íbúanna nái aftur jafnvægi og svæðið fyrri styrk sínum. Og ekki aðeins það heldur verði Norðausturland eitt öfl- ugasta efnahagssvæði landsins. Stuðningur íbúa við verkefnið Mikill stuðningur er við þessar fyrirætlanir í Þingeyjarsýslum enda sjá menn í þeim kærkomið tækifæri til að brjótast út úr þeirri stöðnun sem hefur ríkt í alltof mörg ár. Kannanir hafa sýnt að um 70% heimamanna styðja þessi áform og um 80% telja að þau muni hafa afar jákvæð áhrif á búsetuskilyrði. Þing- eyingum er það vel ljóst að útrás- arfyrirtækin, fjármálageirinn og önnur ört vaxandi fyrirtæki hafa ekki verið að setja upp starfsemi eða ráða til sín fólk í Þingeyjarsýslum. Það er því sanngjarnt að Þing- eyingar fái að nýta þá orku sem svæðið býr yfir og með því skjóta styrkari stoðum undir atvinnulífið til framtíðar þannig að svæðið verði sjálfbært og veiti íbúunum trausta atvinnu. Íbúar treysta því að stjórn- völd bretti upp ermar og tryggi að framkvæmdir við orku- og álver hefjist sem fyrst á þessu mikilvæga landsvæði. Við þurfum álver á Bakka Jón Helgi Björnsson rökstyður kröfur um álver á Bakka Jón Helgi Björnsson » Álver á Bakka við Húsavík er kær- komið tækifæri til að brjótast út úr þeirri stöðn- un sem hefur ríkt í Þingeyj- arsýslum í alltof mörg ár. Höfundur er oddviti Sjálfstæðis- flokksins í Norðurþingi. UMFJÖLLUN um lífeyrissjóði og sérstaklega fjárfestingar þeirra hefur verið óvenju mikil í fjöl- miðlum að undanförnu í ljósi mik- illa lækkana á verði hlutabréfa, bæði inn- anlands og utan. Oft er slík umfjöllun á misskilningi og van- kunnáttu byggð. Lífeyrissjóðir eru eign sjóðfélaganna sem til þeirra greiða og þeir hafa engan til- gang annan en að varðveita og ávaxta þá fjármuni sem til þeirra eru greiddir til þess að geta greitt sjóðfélögunum sem bestan lífeyri. Fjárfestingar sjóð- anna eru því eingöngu gerðar með hagsmuni sjóðfélaganna að leið- arljósi og um þær gilda strangar reglur. Um starfsemi lífeyrissjóða gilda sérstök lög, lög um skyldutrygg- ingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Í lögunum segir að starfsemi lífeyrissjóðs skuli lúta að móttöku, varðveislu og ávöxtun ið- gjalda og greiðslu lífeyris. Iðgjöld og annað ráðstöfunarfé lífeyr- issjóðs skal ávaxtað samkvæmt fyrirfram kunngerðri fjárfesting- arstefnu. Eftirlitsaðili lífeyrissjóðs skal hafa eftirlit með því að fjár- festingarstefnu sé fylgt og að ávöxtun eigna sé eðlileg. Um fjárfestingar lífeyrissjóða gilda ítarleg ákvæði nefndra laga og reglugerða sem sett eru á grundvelli laganna. Samkvæmt lögunum skal stjórn lífeyrissjóðs móta fjárfesting- arstefnu og ávaxta fé með hliðsjón af þeim kjörum sem best eru boðin á hverjum tíma með tilliti til ávöxt- unar og áhættu. Senda skal Fjármála- eftirlitinu fjárfesting- arstefnu lífeyrissjóðs einu sinni ári, en það hefur samkvæmt lög- um eftirlit með starf- semi lífeyrissjóða. Í fjárfestingarstefnu skulu koma fram þær forsendur sem stjórn lífeyrissjóðs- ins byggir á og að lágmarki skal vera umfjöllun um áhrif lífeyr- isbyrðar, réttindakerfis og áætlaðs framtíðargreiðsluflæðis vegna líf- eyrisskuldbindinga. Einnig skal fjalla um áhrif núverandi eigna- samsetningar á fjárfestingarstefn- una. Auk þess skal fjárfesting- arstefna kveða á um ýmis önnur atriði sem fram koma í lögunum og reglugerð, m.a. markmið og viðmið um ávöxtun og áhættu, hámarks- fjárfestingu í verðbréfum útgefn- um af sama aðila, hámarks- hlutdeild í hlutafé einstakra fyrirtækja, hlutfall fasteignaveð- tryggðra skuldabréfa og markmið um atvinnugreinaskiptingu verð- bréfasafns. Fjárfestingar lífeyrissjóða byggja á langtímasjónarmiðum þar sem litið er yfir langt tímabil þegar árangur er metinn, en ekki litið til einstakra fjárfestinga yfir stutt tímabil. Lífeyrissjóðir eru lang- tímafjárfestar sem nýta sér mark- aðsaðstæður við kaup og sölu verð- bréfa. Fjárfestingar lífeyrissjóða í hlutabréfum hafa skilað sjóðunum mjög góðri ávöxtun yfir langt tíma- bil þótt verðmæti hlutabréfa hafi lækkað mikið á undanförnum mán- uðum. Fjárfestingarstefna lífeyrissjóðs og fjárfestingar eru ekkert leynd- armál. Fjárfestingarstefnu skal kynna á ársfundi lífeyrissjóðs, gerð er grein fyrir henni í ársskýrslu og á heimasíðu. Fjárfestingarstefna Gildis-lífeyrissjóðs er aðgengileg öllum sem áhuga hafa á að kynna sér hana á www.gildi.is. Einnig er þar að finna ítarlega umfjöllun um fjárfestingarstefnu og fjárfestingar sjóðsins í ársskýrslum. Fjárfestingar lífeyris- sjóða í þágu sjóðfélaga Árni Guðmundsson gerir grein fyrir starfsreglum lífeyrissjóða » Fjárfestingarstefna lífeyrissjóðs og fjár- festingar eru ekkert leyndarmál. Árni Guðmundsson Höfundur er framkvæmdastjóri Gildis-lífeyrissjóðs.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.