Morgunblaðið - 10.02.2008, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2008 43
www.utflutningsrad.is
Út vil ek
– er íslensk list í útrás?
Útflutningsráð Íslands í samvinnu við Bandalag íslenskra listamanna
efnir til málþings fimmtudaginn 14. febrúar, undir yfirskriftinni
„Út vil ek – er íslensk list í útrás?“ Helsta umfjöllunarefni mál-
þingsins er hvernig auka megi samstarf og gagnkvæma þekkingu lista
og viðskiptalífs og verður m.a. litið til reynslu Dana á þessu sviði.
Framsögumaður á fundinum verður Darriann Riber, ráðgjafi á alþjóða-
sviði listastofnunar danska ríkisins, en svið hennar vinnur markvisst að
því að koma danskri list á framfæri í öðrum löndum. Sjá nánar um
starfsemina á www.kunst.dk.
Stutt erindi flytja: Einar Bárðarson tónlistarfrömuður, Tinna Gunn-
laugsdóttir Þjóðleikhússtjóri, Kristján Björn Þórðarson myndlistar-
maður, Halldór Guðmundsson bókaútgefandi og rithöfundur ásamt
fulltrúa viðskiptalífsins. Að erindum loknum verða pallborðsumræður
og eru gestir hvattir til að líta á fundinn sem vettvang fyrir umræður og
stefnumótun.
Fundurinn fer fram í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 6. hæð og
stendur frá kl. 15–17. Að fundi loknum verður boðið upp á léttar
veitingar. Allir velkomnir. Enginn aðgangseyrir. Skráning fer fram hjá
Bergi Ebba Benediktssyni verkefnisstjóra hjá Útflutningsráði í
netfangið bergur@utflutningsrad.is.
Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • fax 511 4040 • utflutningsrad@utflutningsrad.is
PP
IP
AA
R
•
SS
ÍA
••
8
002
92
Er þér illt í bakinu?
Gáski sjúkraþjálfun býður nú upp á
skemmtilega bakleikfimi með
dansívafi fyrir alla þá sem þurfa að
styrkja bak og minnka tilhneigingu
til verkjakasta.
Alla virka daga eru í boði opnir tímar í hádeginu
þar sem þátttakendafjöldi er takmarkaður og
leiðbeiningar persónulegar. Kennt er í
björtum sal Karatefélagsins Þórshamars,
Brautarholti 22 og leiðbeinendur eru
Edda Blöndal og Kolbrún Vala Jónsdóttir,
sjúkraþjálfarar og þrautreyndir hópþjálfarar.
Kannaðu málið á www.leikfimi.is eða í síma 568-9009.
SÍMI: 599 6200 www.hr.is
Matstækni er hagnýtt og sérhæft nám sem er
sniðið fyrir sérfræðinga og þá sem hafa hug á
að starfa á sviði eignamats, s.s. kostnaðarmats
vegna viðhalds fasteigna, markaðsmats vegna
fasteignaviðskipta o.fl.
· Umsóknarfrestur er til 12. febrúar
· Námskeið hefjast í lok febrúar
Nánari upplýsingar má finna á www.hr.is og
hjá Guðmundi Borgþórssyni, gudmb@ru.is.
Námskeið í
Matstækni
við Háskólann í Reykjavík
ÞÚ Þorgerður Katrín hefur ekki
svarað fyrirspurnum Sólrúnar Ó
Siguroddsdóttur, formanns fótaað-
gerðafræðinga, frá 23. des. 2007.
Vil ég endurtaka
þær spurningar og
kem til með að ber þær
fram aftur og aftur þar
til þú svarar okkur.
Þar sem þú hefur
hunsað öll bréf frá fag-
legum aðilum, t.d. skól-
um erlendis, alþjóð-
legum félagsamtökum
læknum hérlendis og
erlendis sem hafa
reynt að sýna þér fram
á að nám í fótaaðgerð-
um á að vera á há-
skólastigi og er þróun
sem komin er á víða um Evrópu þar
sem fag okkar snýst að miklu leyti
um einstaklinga með skert ómæm-
iskerfi á marga vegu og má líkja við
starfssvið tannlækna enda sprottið
upp frá sömu rót í byrjun síðustu
aldar. Fótaaðgerð var aðskilin öllu
sem viðkom snyrtifræði 1990 með
löggildingu fagsins sem greinar inn-
an heilbrigðisstétta. Þetta var gert á
þeim forsendum að snyrtifræðingar
væru ekki að fara út fyrir sitt starfs-
svið. Má líkja því við sjúkraliða og
hjúkrunarfræðinga, hjúkrunarfræð-
inga og ljósmæður, sjúkraþjálfara
og íþróttakennara sem er líkastur
samanburður því það snýst um þjálf-
un á heilbrigðum einstaklingi og
þeim sem greindur er ekki heil-
brigður, með skert heilbrigði. Hér á
landi var lítil sem engin skilgreining
á fótsnyrtingu og fótaaðgerð, allir
kássuðust í verkinu með mismikinn
bakgrunn og læknar kvörtuðu og
óttuðust þessar stéttir þar sem inn-
grip þeirra orsökuðu ómældan
skaða, örorku, aflimun og fl. Nú í ár-
anna rás hefur traust áunnist milli
fótaaðgerðafræðinga og lækna. Nú
ert þú að gjöreyðileggja þessa þróun
með vanþekkingu þinni að mínu
mati og ert að koma okkur 30 til 50
ár aftur í tímann. Framtíðin mun
bera í skauti sér sömu vandamálin
sem voru áður og við börðumst fyrir
að útiloka. Með samkrulli því að þú
styður og styrkir snyrtiskóla sem
ætlar að koma náminu í gegn á
þeirra forsendum og á mettíma.
Snýst um „bisness“ meir en fag-
mennsku. Þú býrð til námskrá án
samþykkis fagfélagsins. Dregur upp
fulltrúa, fótaaðgerðafræðing sem
ekki hefur starfað við fagið í einn og
hálfan áratug, sem einn fulltrúa í
nefnd á vegum menntamálaráðu-
neytisins til að vinna í námskrá fyrir
fótaaðgerðir, leitar ekki eftir áliti
fagfélagsins, lítur framhjá alþjóð-
legum samskiptafull-
trúa félagsins sem veit
allt um þróum náms
innan alþjóðslegra
samtaka okkar fótaað-
gerðafræðinga, FIP.
Gerir þú þér grein fyrir
því að þú ert að eyði-
leggja félagsaðild til
þessara samtaka? Ger-
ir þú þér grein fyrir því
að þú ert að snúa þróun
50 ár aftur í tímann
með þessu. Þú sem
státar þér af í kastljósi
og víðar að búa til
bestu skóla í heimi. Nei, Þorgerður
Katrín. Ég hrópaði heyr fyrir þér í
byrjun starfsferils þíns, hélt þú vær-
ir heil, en einkavinavæðing, vináttu-
sambönd, klíkur urðu þér að falli
sem og fyrrverandi heilbrigð-
isráðherra.
1. Hefur skóli fótaaðgerða hafið
störf?
2. Hvaðan kemur skólastjórn skól-
ans sem er nú á framhalds-
skólastigi?
3. Hvernig getur ráðherra sam-
þykkt námskrá 22. okt. 2007 án
þess að láta nokkurn vita innan
fagfélagsins og er með nám-
skrána á netinu til umsagnar og
athugasemdar til 26. okt. 2007?
4. Stenst það lög?
5. Hvaða rök eru fyrir því að ein-
staklingur sem ekki hefur komið
nálægt starfinu í meir en áratug
og ekki sýnt áhuga né sótt nám-
skeið á vegum félagsins er valinn
í námsráðsnefnd fram yfir aðra,
t.d. samskiptafulltrúa félagsins
sem fylgist grannt með þróun
mála á alþjóðlegum vettvangi?
6. Alþjóðleg samtök fótaaðgerða-
fræðinga, FIB, voru með ráð-
stefnu í Danmörku síðastliðið ár.
Fulltrúi menntamálaráðuneyt-
isins sótti þann fund. Er það satt
að eftir þá ráðstefnu sé haft eftir
þeim fulltrúa að við þurfum nú
ekki að vera svona fullkomin í
okkar kröfum/námi?
7. Það er aukin þörf á fótaaðgerða-
fræðingum hér á landi. En er
metnaður þinn sá sami og á sér
stað í snyrtifræðinámi innan
skóla Snyrtiakademíunnar?
8. Hver fylgist með að kennt sé eft-
ir námskrá?
9. Að undanförum sé lokið?
10. Þurfa kennarar ekki að hafa
kennsluréttindi til að kenna á
framhaldsskólastigi?
11. Er leyfilegt samkvæmt lögum að
kenna á erlendum tungumálum á
framhaldsskólastigi?
Stór hluti nemenda Snyrtiakademí-
unnar sem útskrifar snyrtifræð-
inga útskrifast frá skólanum án
þess undanfara sem er krafist.
Einstaklingarnir fara síðan í
starfsþjálfun á stofur, verða
margir aldrei fullgildir fagmenn
með réttindi en starfa samt hér
og þar sem slíkir.
12. Er það sama þinn metnaður
gagnvart fótaaðgerðanámi?
13. Hver er þín sýn á starfsþjálfun í
fótaaðgerðanáminu?
Í snyrtinámi sem er meðhöndlun á
heilbrigðu fólki er krafist tæp-
lega árs starfsþjálfunar eftir að
skóla lýkur.
14. Sýnist þér þörf á skemmri tíma
starfsþjálfunar við fótaaðgerðir?
Eigum við að velja fulltrúa/
ráðherra til menntamála sem ekki
sinnir kröfum og ábendingum fag-
nefnda innanlands sem utan en læt-
ur aðrar hvatir stjórna ákvörðunum
sínum?
Ráðlegg ég ráðherra að lesa
greinina Fúsk í fræðslumálum
sunnudaginn 23. des. og svara okkar
fyrirspurnum.
Von mín er að ráðherra við-
urkenni mistök sín, svari okkur,
verði meiri maður af slíku og að fóta-
aðgerðafræðingar þurfi ekki að
teygja málið lengra. T.d. til umboðs-
manns Alþingis og með fleiri fyr-
irspurnum á Alþingi
Opið bréf til Þorgerðar Katrínar
Eygló Þorgeirsdóttir fjallar
um nám í fótaaðgerðum » Fótaaðgerðanám á
Íslandi. Er skylda að
kennarar á framhalds-
skólastigi tali okkar
tungumál og séu með
kennsluréttindi?
Eygló Þorgeirsdóttir
Höfundur er fyrsti formaður og
stofnandi Félags fótaaðgerða-
fræðinga á Íslandi.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn