Morgunblaðið - 10.02.2008, Side 45

Morgunblaðið - 10.02.2008, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2008 45 HIN furðulega moðsuða hins svokall- aða stýrihóps um REI- málið liggur nú fyrir. Það er svo sem gott og blessað. Ljóst er að af- drifarík mistök voru gerð. Lykilmönnum varð alvarlega á í mess- unni. Þeir hafa misst trúnað borgarbúa. Fremstir eru auðvitað hinir pólitísku fulltrú- ar. Hlutur Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar og frænda míns Björns Inga Hrafns- sonar er sýnu verstur. Báðir hafa beðist afsökunar á gjörðum sínum. Björn Ingi er á brott úr borgarstjórn þó af öðrum ástæðum sé. Hlutur for- stjóranna, Guðmundar Þóroddssonar og Hjörleifs Kvaran, er ekki glæsi- legur né heldur Hauks Leóssonar og Bjarna Ármannssonar. Allt er þetta með en- demum. Stýrihópurinn kveðst vilja læra af mistökum en enginn á að axla ábyrgð. Það er sneypu- leg niðurstaða. Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson vill ekki segja af sér og hefur beðið Reykvík- inga um annað tækifæri. Það er ljóst að Vilhjálmi er brugðið – að vonum. Hans afstaða er mann- leg en það er ekki mikil reisn yfir þessum mikla reynslubolta. Vilhjálmur á kost á að ganga með reisn frá þessu borði. Hann getur sagt af sér embætti borgarfulltrúa; honum hafi orðið á mistök og hann axli ábyrgð. Með afsögn stæði Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson beinn í baki fremur en standa beygður frammi fyrir samborgurum sínum og biðja um annað tækifæri. Hans arfleifð í ís- lenskri pólitík skipti máli. Vilhjálmur setti pólitískt fordæmi öðrum til eft- irbreytni. Að axla ábyrgð Hallur Hallsson skrifar í tilefni af niðurstöðu stýrihóps um REI-málið »Með afsögn stæði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson beinn í baki fremur en standa beygður frammi fyrir samborgurum sínum og biðja um annað tækifæri. Hallur Hallsson. Höfundur er framkvæmdastjóri og fyrrverandi fréttamaður. Til sölu í Mjóddinni 210 fm skrifstofuhúsnæði Til sölu skrifstofuhúsnæði í þessu eftirsótta húsi í Mjóddinni. Afhending samkomulag. Nánari upplýsingar veitir Unnar Smári Ingimundarson, viðskiptafræðingur og löggiltur fasteignasali í síma 822-9812 Vorum að fá í sölu einn af þekktari veitingastöðum/börum, á afar góðum stað í 101 Reykjavík. Eignaskipti möguleg. Allar frekari upplýsingar á skrifstofu. VEITINGASTAÐUR Í MIÐBORGINNI FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali. Glæsilegar 4ja herb íbúðir fullbúnar án gólfefna með ískáp og upp- vottavél í 13 hæða fjölbýlishúsi. Glæsilegt útsýni er í allar áttir. Eignirn- ar eru upp í 127 fm. Stæði í bílageymslu fylgir. Örstutt er í leik og grunn- skóla, Salasundlaug, Íþróttaakademíu og aðra þjónustu. Nánari uppl veitir Heiðar Birnir sölumaður í síma 824 9092 eða heidar@eignamidlun.is HÖRÐUKÓR - GLÆSILEGAR ÍBÚÐIR M bl 9 65 29 6 Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Síðumúla 21 - www.eignamidlun.is - eignamidlun@eignamidlun.is - Fax: 588 9095 Sími: 588 9090 Höfum verið beðin um að útvega 300-800 fm húsnæði í Mosfellsbæ fyrir traustan aðila. Uppl. veitir Kjartan Hallgeirsson löggiltur fasteignasali í síma 824-9093. Atvinnuhúsnæði óskast til kaups eða leigu í Mosfellsbæ Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Síðumúla 21 - www.eignamidlun.is - eignamidlun@eignamidlun.is - Fax: 588 9095 Sími: 588 9090 M bl 9 66 83 6 Vorum að fá í sölu mjög fallegt og mikið standsett 208 fm ein- býlishús við Þinghólsbraut í Kópavogi. Þar af er 39,5 fm bíl- skúr. Húsið, sem er á pöllum, skiptist m.a. í stofu, borðstofu og fimm herbergi. Mikil lofthæð er að hluta til. Húsið hefur verið mikið standsett, m.a. eldhús, gólfefni, gluggar, lagnir, þak og fleira. Hagstæð lán geta fylgt. Eign á eftirsóttum stað í vesturbæ Kópavogs með sjávarútsýni. Þinghólsbraut - vesturbæ Kópavogs Nánari upplýsingar veitir Magnea Sverrisdóttir fasteingasali í síma 861-8511 ÁGÆT grein og tímabær eftir Sig- urlaugu Knudsen Stefánsdóttur birt- ist sl. laugardag í Morgunblaðinu og fjallaði um öryggi á leiksvæðum. Víst er því miður, að fleiri leikvelli megi finna á öllu höf- uðborgarsvæðinu og víðar sem svara til lýs- ingar í umræddri grein. Með reglugerð um ör- yggi leiksvæða og leik- vallatækja og eftirliti með þeim voru settar reglur til að stuðla að öryggi barna og ann- arra með því að tryggja að leikvallatæki og leik- svæði væru hönnuð, frágengin og þeim viðhaldið á öruggan og við- urkenndan hátt. Þessar reglur tóku gildi þann 27. desember 2002. Tvisv- ar var gildistíma reglnanna frestað um ár í hvort skifti, líklega að beiðni borgar og einhverra sveitarstjórna. Loks 1. janúar árið 2006 var ekki lengur undan vikist og reglugerðin tók gildi. Samkvæmt henni er kveðið á um skoðanir og eftirlit á öllum leik- svæðum og leikvallatækjum hvort sem um er að ræða tímabundna starfsemi eða til framtíðar. Reglu- gerðin kveður á um að árlegar að- alskoðanir fari fram að hámarki með 12 mánaða millibili og séu fram- kvæmdar af þeim einum sem hlotið hefur faggildingu til þess. Heilbrigð- isnefndum er gert að hafa eftirlit með að ákvæðum reglugerðarinnar sé fylgt. Við eftirlit heilbrigðisnefnda á að taka tillit til um- fangs og innra eftirlits rekstraraðila. Hvert leiksvæði á að hafa starfsleyfi og ber rekstraraðili ábyrgð á að innra eftirlit sé virkt. Við árlega aðalskoðun er leiksvæðið skoðað ásamt hverju leiktæki og undirlagi þess með tilliti til fallhættu. Þá eru gerðar ákveðnar kröfur til girðinga um- hverfis svæði og að- gengis t.d. vegna umferðarhættu. Ljóst er að við gerð reglugerð- arinnar hefur verið höfð hliðsjón af ástandi leiksvæða víða og ástæða þótt til að gera úrbætur í öryggi barna á leiksvæðum. Þá hefur við gerð hennar verið höfð hliðsjón af reglum Evrópubandalagsins og helstu nágrannalanda okkar. Það er því nánast ótrúlegt skeytingarleysi sem borgar- og ýmsar sveitarstjórnir hafa sýnt varðandi öryggi barna í þessu tilliti með því að hunsa al- gjörlega þessar reglur. Varla verður því borið við að aðilar viti ekki af reglunum því fjöldi bréfa og ýmiss konar upplýsingar hafa verið sendar borgar- og sveitarstjórnum. Þá hafa heilbrigðisnefndir víðast hvar, Um- hverfisstofnun og umhverfisráðu- neyti, gjörsamlega brugðist eftirlits- skyldu sinni. Ströng viðurlög eru við brotum á þessum reglum og geta ítrekuð brot varðað allt að fjögurra ára fangelsi. Þess ber að geta að all- mörg minni sveitarfélög hafa sinnt skyldum sínum og látið fara fram ár- legar skoðanir í samræmi við reglur. Flest sveitarfélög virðast þó telja sig í skjóli stóru sveitarfélaganna á SV- landi og telja óhætt að hunsa regl- urnar í skjóli þeirra. Vonandi verður þessi umræða til þess að aðilar vakni af löngum svefni og komi málum sín- um varðandi öryggi barna á leik- svæðum í það horf sem reglur kveða á um og að ekki þurfi slys til þess. Um slysagildrur á leiksvæðum barna Hálfdan Henrysson » Vonandi verður þessi umræða til þess að aðilar vakni af löngum svefni og komi málum sínum varðandi öryggi barna á leiksvæðum í það horf sem reglur kveða á um … Hálfdan Henrýsson Höfundur er framkvæmdastjóri Skipa- skoðunar Íslands ehf. sem er faggild skoðunarstofa skipa og leiksvæða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.