Morgunblaðið - 10.02.2008, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 10.02.2008, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2008 47 Árni Stefánsson, viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Verslunar- og þjónustuhúsnæði á besta stað á Akranesi. Húsnæðið er 848 fm, byggt árið 1984. Staðsetning eftirsótt og afar aðgengileg með 40 mal- bikuðum bílastæðum og vörumóttöku. Húsnæðið hefur verið nýtt undan- farin ár sem matvöruverslun og innréttað sem slíkt. Auðvelt er að breyta húsnæðinu að þörfum nýrrar starfsemi. Allar nánari uppl. hjá Hákoni í síma 898-9396 eða á skrifstofu Gimli, grensávegi 13, Reykjavík eða Kirkjubraut 5, Akranesi. Traust þjónusta í 30 ár M bl .9 68 58 9 TIL LEIGU KALMANSVELLIR 1, AKRANESI 28.900.000 LAUS VIÐ KAUPSAMNING. Falleg 110,8 fm 4ra herbergja íbúð á 1. hæð, í lyftuhúsi, með stórri sér afgirtri verönd og stæði í lokuðu 3ja bíla bílskýli. Íbúð 0102 (á bjöllu) Vilborg sölumaður Draumahúsa 895-0303 tekur á móti gestum. Andrésbrunnur 16 - 113 Rvk OPIÐ HÚS Í DAG KL. 13.30 - 14.00 32.900.000 Falleg 4ra herbergja 110,9 fm íbúð á 2. hæð í Vesturbænum. Húsið viðgert og málað 2002. (Margrét og Óskar á bjöllu) Vilborg sölumaður Draumahúsa 895-0303 tekur á móti gestum. Álagrandi 25 - 107 Rvk OPIÐ HÚS Í DAG KL. 14.30 - 15.00 23.500.000 111,5 fm, 4ra herb. íbúð á jarðh. með sólskála og um 35 fm sólpalli í klæddu húsi. Nýl. gólfefni að stórum hluta og eldhús. Petra sölumaður Draumahúsa tekur á móti gestum. Rjúpufell 23 - 111 Rvk OPIÐ HÚS Í DAG KL. 16.00 - 16.30 32.900.000 Glæsileg 96 fm 4ra herb. íbúð á jarðhæð, á góðum og rólegum stað. Verönd í suður og leiksvæði sunnan við húsið. Pálína tekur á móti gestum. Bauganes 39 - 107 Rvk OPIÐ HÚS Í DAG KL. 16.00 - 17.00 23.300.000 Falleg 88 fm 4ra herbergja endaíbúð á 2. hæð, auk ca 7 fm geymslu í kjallara, á mjög góðum og barnvænum stað í Efstahjalla. Petra sölumaður Draumahúsa tekur á móti gestum. Efstihjalli 25 - 200 Kóp. OPIÐ HÚS Í DAG KL. 15.30 - 16.00 26.900.000 Virkilega falleg 4ra herbergja, 101,4 fm íbúð með sérinngangi á þriðju og efstu hæð í fallegu húsi í Víkurhverfinu í Grafarvogi. Stutt í alla þjónustu eins og grunnskóla, leikskóla, íþróttastarfsemi, verslunar- miðstöð o.fl. 3. hæð til vinstri Þórarinn sölumaður Draumahúsa tekur á móti gestum. Breiðavík 10 - 112 Rvk OPIÐ HÚS Í DAG KL. 14.00 - 14.30 Draumahús ehf • Hjalti Pálmason hdl og Sigurður J. Sigurðsson, löggiltir fasteignasalar Mörkinni 4 • 108 Reykjavík • Sími 530 1800 • Fax 530 1801 • Strandgötu 41 • 220 Hafnarfjörður • Sími 530 1800 • Fax 530 1821 draumahus@draumahus.is • draumahus.is Síðastliðin misseri hef ég orðið mikið var við mikla spillingarlykt hvað varðar einkavæð- ingarferli hinna ýmsa almenningseigna og þá einna helst einkavæð- ingarferli orkuauðlind- arinnar. Fyrr á árinu var það ákveðið að hlutur rík- isins í Hitaveitu Suð- urnesja yrði seldur, sú ákvörðun var tekin með slíkum feluleik að það var ekki fyrr en þegar kom að sölunni sjálfri að umfjöllun hófst um málið. Strax þá fóru ýmsar spurningar að líta dagsins ljós. Af hverju var tekin ákvörðun um slíka umbreytingu í skjóli kosning- anna? Af hverju var ekkert rætt um þetta í fjölmiðlum? Af hverju þvertók Geir H. Haarde fyrir það í kastljósi að það stæði til þess að einkavæða í orkugeiranum? Hvernig var verð- matið gert á Hitaveitu Suðurnesja? Af hverju var sölunni háttað þannig að þeim ríku og fátækum sveit- arfélögum var stillt upp svipað og þegar auðlindir Rússlands fóru á uppboð og auðmönnum tókst að krækja í milljarða auðlindir fyrir fimmeyringa? Af hverju var Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra að beita sér fyrir því að hlutur ríkisins í Hita- veitu Suðurnesja yrði seldur? Hverjir fleiri voru það sem þrýstu á þessa sölu? Stuttu seinna var hlutur ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja seldur með rússnesku yfirbragði í skjóli sumars og stjórnmálaþreytu eftir kosningar en það var ekki það eina heldur ákváðu fjölmörg sveitafélög að fylgja fordæmi ríkisins og selja sinn hlut í Hitaveitunni. Á örskotsstundu var gullegg þjóð- arinnar komið að miklu leyti (32%) í eigu örfárra stórfyr- irtækja undir nafninu Geysir Green Energy. Gagnrýnisraddir voru því miður ekki há- værar enda var þessi sala eins og segir að of- anverðu gerð í skjóli sumars og stjórn- málaþreytu kosning- arinnar. Tímasetningin gat ekki verið betri fyr- ir auðlindaþjófnað af stórri stærðargráðu. Enn fleiri spurningar vöknuðu. Hverjir þrýstu á litlu sveit- arfélögin að selja sinn hlut í Hitaveitu Suðurnesja? Hvernig var sölunni hjá litlu sveitarfélögunum háttað? Hvernig var komið að verðmatinu á Hitaveitu Suðurnesja hvað varðar hluti sveitafélaganna? Af hverju var enn verið að standa í rússneskri brunaútsölu? Hvert er hlutverk Árna M. Mathiesen, Geirs Haarde og Árna Sigfússonar í því sem margir telja arðrán aldarinnar? Eru varðmenn þjóðarinnar viljandi að vinna gegn hagsmunum almennings? Eru hátt- settir stjórnmálamenn að stunda leynifundi með auðmönnum þjóð- arinnar? Mánuðirnir liðu, sumardagarnir fóru að syngja sitt síðasta, fólk fór að koma úr sumarfríum og fylgjast með stjórnmálum aftur eftir hvíld sum- arsins. Upp úr þurru fer fyrirtækið REI sem var þá að fullu í eigu Orkuveitu Reykjavíkur á lokaðan markað og örfáir útvaldir fá að kaupa í því hlut. Eftir heitar umræður í fjölmiðlum kom allt í einu í ljós að REI var ald- eilis ekki bara útrásarhluti Orkuveitu Reykjavíkur og inni í REI var 16% hlutur Orkuveitu Reykjavíkur í Hita- veitu Suðurnesja, með öðrum orðum þá var þarna stórtækur blekking- arleikur í gangi. Enn vöknuðu upp fleiri spurningar og eru þær orðnar margar. Hvað er hlutur Orkuveitu Reykja- víkur í Hitaveitu Suðurnesja að gera í fyrirtækinu REI sem á að vera útrás- arhluti Orkuveitu Reykjavíkur? Af hverju er Árni Sigfússon að þrýsta á uppskiptingu Hitaveitu Suðurnesja? Hvert er hlutverk Vilhjálms Vil- hjálmssonar í þessum vef og af hverju voru afdrifamiklir nætur- fundir haldnir á heimili hans? Tíminn leið og einkavæðing REI var dregin til baka. Enn er þó óljóst hvað verður um 16% hlut Orkuveitu Reykjavíkur í Hitaveitu Suðurnesja. Orkumálin róuðust niður en þá eins og skrattinn úr sauðarleggnum kom upp nýtt hitamál og enn kemur nafn núverandi fjármálaráðherra upp í fjölmiðlum í tengslum við mál sem svo sannarlega hefur sterka spilling- arlykt. Íbúðir varnarliðsins voru seldar í skjóli nætur á slíku und- irverði að í samanburði við fast- eignaverð eyðibyggða og draugabæi virðast eyðibyggðir og draugabæir vera með himinhátt fasteignaverð. Vöknuðu enn og aftur upp spurn- ingar. Af hverju fengu útvaldir auðmenn undir nafninu Háskólavellir að kaupa upp flestallar íbúðir varnarliðssvæð- isins? Af hverju voru 150 fermetra íbúðir seldar á um 8,6 milljónir króna þegar raunvirði þeirra er um 20 millj- ónir. Hvað með landið undir íbúð- unum? Er það eignarland? Verður það hugsanlega selt til Reykjanes- bæjar? Af hverju fékk almenningur ekki að kaupa á sömu kjörum og af hverju fékk almenningur yfir höfuð ekki að kaupa? Hver eru tengsl fjár- málaráðherra við söluna? Er það tal- ið siðferðislega rétt að bróðir núver- andi fjármálaráðherra Árna M. Mathiesen sé einn af eigendum í fyr- irtæki sem á hlut í Háskólavöllum? Er það talið siðferðislega rétt að bræður háttvirtra stjórnmálamanna séu óbeinir kaupendur að rík- iseignum? Hvert er hlutverk Árna Sigfússonar bæjarstjóra Reykjanes- bæjar í söluferlinu og af hverju finnst honum ekkert óeðlilegt við það að ríkiseignir voru þarna seldar á algeru gjafaverði? Ofangreindum spurningum verður sennilega aldrei svarað. Þó þætti mér gaman að sjá einhvern þingmann veita þessu máli athygli og þá sér- staklega málefnum Hitaveitu Suð- urnesja sem margir telja að geti hundraðfaldast í virði. Gleymum ekki Hitaveitu Suðurnesja Viðar H. Guðjohnsen skrifar um málefni Hitaveitu Suðurnesja » ...þó þætti mér gaman að sjá ein- hvern þingmann veita þessu máli athygli... Viðar H. Guðjohnsen Höfundur situr í miðstjórn Frjáls- lynda flokksins og er formaður Félags ungra frjálslyndra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.