Morgunblaðið - 10.02.2008, Síða 53

Morgunblaðið - 10.02.2008, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2008 53 MINNINGAR ✝ Magnús KjartanGuðmundsson fæddist í Reykjavík 16. janúar 1924. Hann lést á Landa- kotsspítala hinn 2. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Guð- mundsson skipstjóri, f. 16.12. 1894, d. 26.4. 1963 og Guð- laug Grímsdóttir húsfreyja, f. 21.7. 1890, d. 28.3. 1982. Systkini Magnúsar eru Ásmundur, f. 1921, d. 2005, Guðmundur, f. 1923, Valtýr, f. 1925, d. 1991, og Sverrir, f. 1927, d. isson og Guðnýju Reynisdóttur. Barnabörnin eru 26, og barna- barnabörnin eru fjölmörg. Magnús ólst upp í Reykjavík en fór á sjó aðeins 14 ára gamall. Á ár- unum 1947-1948 stundaði hann nám í farmanna- og fiski- mannadeild Stýrimannaskólans. Hann stundaði síðan sjómennsku ýmist sem skipstjóri á bátum eða stýrimaður á togurum á árunum 1949-1963. Árið 1964 kemur hann alkominn í land. Hann byrjar að starfa hjá Verktakafyrirtækinu Véltækni sem vélamaður en síðar starfaði hann þar sem verkstjóri og sprengimaður. Á árunum 1982- 1985 starfar hann hjá Miðfelli sem sprengimaður. En á árunum 1986- 1990 var hann lagermaður hjá List- smiðjunni en síðustu árin starfaði hann á Hrafnistu. Magnús hætti störfum 70 ára að aldri. Útför Magnúsar fór fram frá Fríkirkjunni föstudaginn 8. febr- úar. 1965, Guðmundssynir og Ferdina Stefanía Bachman Ásmunds- dóttir (sammæðra), f. 1917, d. 1968. Sonur Magnúsar og Elínar Fanný Frið- riksdóttur, er Ágúst Jónsson Magnússon, kvæntur Kolbrúnu Lind Eiríksdóttur, dóttir þeirra er Krist- ín Magnúsdóttir. Magnús kvæntist 29. ágúst 1962 Hjör- dísi Erlu Péturs- dóttur, þau eiga tvö börn, Kjartan og Erlu Stefaníu. Fyrir átti Hjördís Hörð Oddgeirsson, Hauk Reyn- Mig langar í fáeinum orðum að minnast Magga hennar Dísu í Löngubrekku en þetta nafn var eitt af því sem virtist festast við hann eft- ir að hann kvæntist Hjördísi móður minni. Mínar fyrstu minningar um Magga voru þær fjölmörgu og skemmtilegu útilegur sem farið var í bæði á Opelnum og rússajeppanum hans. Þá skelltu menn sér með tjald í stórreisur út fyrir borgarmörkin og var oft heilmikið í það lagt að komast á áfangastað. Sprungin dekk voru einn af fyrirsjáanlegri pörtum ferða- lagsins og virtist það hreinlega til- heyra að taka tjakkinn upp úr skott- inu einu sinni eða tvisvar í hverju ferðalagi. Þegar ég var svo 14 ára gamall var ég svo lánsamur að fá sumarvinnu hjá Magga sem þá var verkstjóri hjá Véltækni. Allt frá þeim tíma mynd- aðist með okkur það traust og virð- ing sem við bjuggum að alla tíð síðan. Maggi var einstaklega góður verk- stjórnandi og hafði til að bera gott verklag og traust til þeirra manna sem unnu með honum. Ég get hins vegar ekki minnst Magga öðruvísi en að þakka honum þá hjálp og aðstoð sem hann hefur veitt mér við að koma þaki yfir höf- uðið. Bæði með því að veita mér og fjölskyldu minni húsaskjól í risinu á Löngubrekku en þar hafa margar fjölskyldurnar fengið að vera þegar á þurfti að halda. En Maggi rétti mér einnig hjálparhönd í bókstaflegri merkingu þegar hann með sína sér- fræðiþekkingu hjálpaði mér að sprengja fyrir grunninum á heimili mínu að Ljósabergi. Þar komu sam- an tveir einstakir trúleysingjar sem ákváðu að nýta páskahátíðina til hlít- ar og var því byrjað að sprengja fyrir húsinu á föstudaginn langa. Eitthvað lagðist þetta illa í nágrannana því í miðju sprengjuflóðinu var grjót farið að hlaupa til í hlíðinni og hefur ein- hver séð sig knúinn að hringja á lög- regluna sem kom galvösk að stoppa þessa heiðingja sem þarna voru. Það voru margar góðar stundir sem við Maggi áttum saman, hvort sem það var með verkfæri við hönd eða bara í góðu spjalli. Það voru heldur ófáar stundirnar sem við eyddum í kjallaranum á Löngu- brekku þar sem við tókum sameig- inlegt áhugamál okkar beggja á æðra svið og fullyrði ég að það voru fáir hér á landi sem stóðust okkur snúning í þeim efnum. Sjálfsagt hafa hins vegar einhverjir orðnir fegnir þegar þessu tímabili okkar í kjall- aranum lauk. Maggi var hins vegar fljótur að finna sér annað og ekki al- veg eins plássfrekt áhugamál og má segja að varla hafi verið sá veður- fréttatími sem slapp frá honum á síð- ustu árum. Kæri Maggi, þakka þér kærlega fyrir þá vináttu og traust sem þú sýndir mér alla tíð. Hvíl í friði, kveðja, Hörður. Magnús Kjartan Guðmundsson Elsku afi minn, þú varst góð- ur afi og ég mun alltaf sakna þín. Ég vil að þú verðir áfram stoltur af mér og næsta mark er fyrir þig. Sindri Geir Sveinsson. Elsku afi, það var alltaf notalegt að koma til þín og ömmu. Sauma og dúllast með ömmu og eiga gott spjall við afa sem gaf sér tíma fyrir litlu stelpurnar sínar. Við söknum þín mikið. Sóldís Guðný Sveinsdóttir, Margrét Þurý Sveinsdóttir. HINSTA KVEÐJA Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist val- kosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Co- unt). Minningargreinar Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919 ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRHALLUR KRISTINN ÁRNASON skipstjóri, frá Kolbeinsvík, lést á dvalarheimilinu Hrafnistu í Hafnarfirði mánudaginn 4. febrúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 12. febrúar kl. 13.00. Guðbjörg Sigrún Björnsdóttir, Árni Ólafur Þórhallsson, Anna Marta Valtýsdóttir, Halla Þórhallsdóttir, Magnús H. Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, VILBORG SIGURSTEINSDÓTTIR, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést miðvikudaginn 6. febrúar. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 12. febrúar kl. 14.00. Stefán Bjarnason, Sigrún Stefánsdóttir, Árni Björgvinsson, Viðar Stefánsson, Valdís Ragnheiður Ívarsdóttir, Bjarni Stefánsson, Anna María Ingólfsdóttir og ömmubörn. ✝ Eiginmaður minn, HJÁLMAR S. HJÁLMARSSON frá Bjargi, Bakkafirði, lést 3. febrúar. Útförin fer fram frá Digraneskirkju, Kópavogi, föstudaginn 15. febrúar kl. 15.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Sigríður Laufey Einarsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, bróðir og mágur, MAGNÚS SIGURÐUR HELGASON, Múla, Kollafirði, Reykhólahreppi, lést á Landspítalanum við Hringbraut, deild 11E, þriðjudaginn 5. febrúar. Útför hans fer fram frá Laugarneskirkju föstudaginn 22. febrúar kl. 13:00. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Heimaaðhlynninguna Karitas. Ingrid Ísafold Oddsdóttir, Oddur Hannes Magnússon, Guðrún Þ. Hallgrímsdóttir, Páll Sigurður Magnússon, Dagbjört Brynjarsdóttir, Ísleifur Helgi Magnússon, Hulda Líney Magnúsdóttir, Eggert Björgvinsson, Kristján Ingi Magnússon, Lilja Björk Andrésdóttir, Sesselja Guðný Helgadóttir, Stefán Jónsson og barnabörn. ✝ Ástkær móðir mín, amma, dóttir og systir, JÓNÍNA GUÐRÚN NJÁLSDÓTTIR, lést á heimili sínu í Kanada mánudaginn 4. febrúar. Elva Elíasdóttir, Anika, Justin og Joshua, Njáll Haraldsson, Ingigerður Karlsdóttir, Tinna Rut Njálsdóttir, Haraldur Njálsson, Þórunn Njálsdóttir. ✝ Móðir okkar og tengdamóðir, RAGNHEIÐUR K. BALDURSDÓTTIR, Snekkjuvogi 3, Reykjavík, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 31. janúar. Útför hennar fór fram frá Langholtskirkju 5. febrúar. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug. Steinunn P. Hafstað, Baldur Hafstað, Finna B. Steinsson Valgerður Hafstað, Björn Flygenring. ✝ Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, BÁRA HALLDÓRSDÓTTIR, Sæviðarsundi 32, andaðist þriðjudaginn 5. febrúar. Lárus Fjeldsted, Rúnar, Stefanía, Matthildur, Guðmundur, Sigurjón. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SOFFÍA ERLENDSDÓTTIR frá Eiðum, Miðvangi 22, Egilsstöðum, lést mánudaginn 4. febrúar. Útför hennar fer fram frá Egilsstaðakirkju mánudaginn 11. febrúar kl. 14.00. Þóra Vilbergsdóttir, Harpa Vilbergsdóttir, Hafsteinn Ólason, Hrafn Vilbergsson, Lára Vilbergsdóttir, Valgeir Skúlason, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.