Morgunblaðið - 10.02.2008, Page 66

Morgunblaðið - 10.02.2008, Page 66
Bíóguðirnir brostu til Ragnars í Transylvaníu og Baltasars í Karlovy Vary … 75 » reykjavíkreykjavík Kúrekinn fámáli, LlewelynMoss, virðist eiga fáttsameiginlegt með túlk-anda sínum, Josh Brolin, en á þeim síðarnefnda kjaftar hver tuska auk þess sem kúrakahatt- urinn er víðsfjarri. „Já ég er lítill kúreki í mér. Ég átti reyndar minn eigin búgarð en neyddist til að selja hann fyrir nokkrum árum vegna þess að ég hafði einfaldlega ekki efni á að eiga hann. Það var svolítið sorlegt því að um leið og ég var búinn að selja bú- garðinn fékk ég fullt af verkefnum. Aðalhlutverk í mynd eftir Coen- bræðurna hefur nefnilega ekki allt- af verið raunveruleikinn hjá Brolin og ferill hans hefur verið heldur brokkgengur síðan hann lék í fyrstu mynd sinni, ævintýramynd- inni Goonies frá árinu 1985. Síð- ustu misseri hafa þó verið honum hagstæð og hann leikið í mynd- um á borð við Grindhouse þeirra Quentins Tarantionos og Roberts Rodriquez og In the Valley of Elah auk No Country For Old Men sem hér er til umfjöllunar. En hlutverkin hafa hreint ekki komið til hans á silfurfati og Brolin þurfti til dæmis að sannfæra Coen- bræður um að hann væri rétti maðurinn í hlutverk Llewelyns Moss. „Ég var við tökur á Grind- house þegar áheyrnarprófin fyr- ir No Country For Old Men fóru fram og komst því ekki. Í einu há- degishléinu fékk ég Tarantino og Robert til að taka upp fyrir mig áheyrnarprufu sem ég gæti svo sent til Coen-bræðranna. Tarantino leikstýrði og Robert sá um upptökur. Það eina sem bræð- urnir sögðu þegar þeir sáu upptökuna var: „Vá, hver tók þetta upp!“ Ég fékk í fyrstu ekkert svar við prufunni og svo sögðu þeir nei. Það var ekki fyrr en ég hitti þá sem þeir fengust til að láta mig hafa hlut- verkið,“ upplýsir Brolin. Stærðin skiptir ekki máli Sjálfur segist Brolin ekki vita ástæðu þess hve mis- jöfn tækifæri hann hefur fengið á ferlinum. „Ég held að ég sé sami leikari og ég hef alltaf verið. Ég er mik- ill leikhúsmaður og hef gaman af því að vinna með persónur og þróa karaktera. Ég fann fyrir því á ákveðnum tímapunkti að Hollywood var búin að koma mér fyrir í ákveðnu hólfi leikara svo ég reyndi að brjótast út úr því og stofnaði minn eigin leikhóp í Los Angeles. Fyrir mér snýst leiklist fyrst og fremst um persónurnar sem verið er að skapa og söguna sem verið er að segja. Þess vegna er ég svo ánægður með að Coen- bræðurnir völdu mig í hlutverkið en ekki einhvern „frægan leikara“. Ég hef trú á að mér hafi tekist að skapa trúverðuga persónu úr Llewelyn og það þjóni sögunni vel,“ segir Brolin og heldur áfram: „Ég vil fyrst og fremst vinna með góðu fólki og set því ekki fyrir mig af hvaða stærðargráðu hlut- verk eru. Ég lék lítið hlutverk í Melinda Melinda eftir Woody Allen og það myndi ég endurtaka hiklaust í dag. Ég myndi aldrei af- þakka sam- starf við gott fólk vegna þess að hlutverkið er ekki nógu stórt. Ég hef bara verið svo heppinn í seinni tíð að þau hlutverk sem bjóðast eru í stærra lagi,“ segir Brolin en kveðst þó alltaf reyna að vera sam- kvæmur sjálfum sér í verkefnavali. „Ég er stoltur af því að taka ein- göngu þátt í verkefnum sem ég hef trú á. Það hefði verið auðvelt fyrir mig að taka að mér bara einhver verkefni til að eiga fyrir afborg- unum á búgarðinum mínum en ég ákvað að gera það ekki, einfaldlega vegna þess að þetta voru ekki hlut- verk sem heilluðu mig.“ Á sýru í heilt ár Á blaðamannafundinum fyrir myndina sátu leikstjórabræðurnir fremur þungir á brún á meðan Brolin og koll- egi hans Jav- ier Bardem léku á als oddi og er greinlega vel til vina. Áður en viðtalið fór fram var Bardem einnig á sveimi á hótelherberginu, sníkti sígarettur af Brolin og gerði óspart grín að honum. „Æ mér finnst hann ekkert sér- stakur,“ grínast Brolin um þennan nýja vin sinn. „Nei ég viðurkenni það, samband okkar er á nett sam- kynhneigðum nótum. Konan mín yrði trúlega afbrýðisöm út í hann ef hún væri ekki svona hrifin af hon- um sjálf,“ upplýsir Brolin en hann er giftur leikkonunni Diane Lane. „En að öllu gamin slepptu þá elska ég þennan mann af öllu hjarta. Hann er svo skemmtilegur og hæfileikaríkur að það er leitun að öðru eins.“ Eins ber hann samstarfi við Alvörukarlmaður snýr aftur Nýjustu myndar Coen- bræðranna, No Country For Old Men, hefur verið beðið með eftirvæntingu og virðist biðin hafa borgað sig því myndin hefur verið hlaðin lofi víða um heim og er meðal annars til- nefnd til Óskarsverð- launa sem besta mynd ársins. Myndin var for- sýnd á kvikmyndahá- tíðinni í Cannes í vor og þar hitti Birta Björns- dóttir Josh Brolin, leik- arann sem elskar Jav- ier Bardem, slagsmál og allar persónur Coen- bræðra. Ljósmynd/Dale Wilcox/BEI Grallararnir Brolin lék í einni þekktustu unglingamynd allra tíma, Goonies. Hér sést hann lengst til hægri með meðleikurum sínum, nokkrum árum síðar. Listamaður „Ég vil fyrst og fremst vinna með góðu fólki og set því ekki fyrir mig af hvaða stærðargráðu hlut- verk eru. Ég lék lítið hlutverk í Mel- inda Melinda eftir Woody Allen og það myndi ég endurtaka hiklaust í dag.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.