Morgunblaðið - 10.02.2008, Page 72

Morgunblaðið - 10.02.2008, Page 72
72 SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ / ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA O S C A R ® T I L N E F N I N G A R ÞAR Á MEÐAL SÝND Á AKUREYRI OG KEFLAVÍK SPARBÍÓ 450kr á allar sýningar merktar með appelsínugulu Í SAMB VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á NO COUNTRY FOR OLD MEN kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.16 ára NO COUNTRY FOR OLD MEN kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 B.i.16 ára LÚXUS VIP P.S. I LOVE YOU kl. 5:30 - 8 - 10:30 SWEENEY TODD kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.16 ára UNTRACEABLE kl. 8 - 10:30 B.i.16 ára CHARLIE WILSON'S WAR kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 B.i.12 ára DEATH AT A FUNERAL kl. 2 - 4 - 6 - 8 B.i.7 ára THE GAME PLAN kl. 1 - 3:15 LEYFÐ NATIONAL TREASURE 2 kl. 10:30 B.i.12 ára TÖFRAPRINSESSAN m/ísl tali kl. 1 - 3:15 LEYFÐ BÝFLUGUMYNDIN m/ísl tali kl. 1:30 - 3:30 LEYFÐ NO COUNTRY FOR OLD MEN kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i.16 ára P.S. I LOVE YOU kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ SWEENEY TODD kl. 8D B.i.16 ára DIGITAL UNTRACEABLE kl. 10:30 B.i.16 ára THE GAME PLAN kl. 1:20 - 3:30 - 5:40 LEYFÐ TÖFRAPRINSESSAN m/ísl tali kl. 1:10 - 3:20 LEYFÐ BÝFLUGUMYNDIN m/ísl tali kl. 1:40D - 3:40D LEYFÐ DIGITAL ÚR BÝFLUGNABÚINU Í BULLANDI VANDRÆÐI ATH. SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG SELFOSSI SÝ NÚ VERÐUR ALLT VITLAUST! SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG SELFOSSI DWAYNE „THE ROCK“ JOHNSON eee - S.V, MBL 2 VIKUR Á TOPPNUM Í BANDARÍKJUNUM ÞRÆLFYNDIN GAMANMYND FRÁ WALT DISNEY SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI eee - S.V. FRÉTTABLAÐIÐ Breska sveitin Hot Chip,sem leikið hefur hér álandi nokkrum sinnum,sendi frá sér nýja skífu á dögunum, Made in the Dark, þar sem sveitin bryddar upp á nýjungum. Hot Chip er mörgum vel kunn hér á landi, en fyrst komu þeir Hot Chip-félagar hingað til lands fyrir fjórum árum, héldu þá magn- aða tónleika á Airwaves í og 12 tónum. Svo magnaðir voru Airwaves- tónleikarnir reyndar að sveitinni var boðinn útgáfusamningur í Bretlandi strax á eftir. Sá samn- ingur var reyndar sýnd veiði en ekki gefin, en segir sitt um það hve sveitin er mögnuð á tónleikum þegar sá gállinn er á henni, en hún kom einnig á hingað 2005 og hitaði svo upp fyrir Björk Guð- mundsdóttur í fyrra. Ódýr hljóðfæri Hot Chip skipa í dag Alexis Taylor, Joe Goddard, Al Doyle, Owen Clarke og Felix Martin, en allt byrjaði þetta með Taylor og Goddard, skólafélögum sem fóru að semja músík á rafgítara, ódýra hljóðgervla og trommuheila. Clarke slóst síðan í hópinn og þá varð til fyrsta breiðskífan Com- ing on Strong, sem Moshi Moshi gaf út 2004. Sú var tekin upp að mestu í heimahúsi og hrár hljóm- urinn gerði sitt til að gera plötuna eins skemmtilega og raun ber vitni. Hot Chip og Coming on Strong vakti hrifningu víðar er hér á landi og sveitin gerði útgáfusamn- ing við þá mögnuðu útgáfu DFA í Bandaríkjunum og við EMI Í Bretlandi. Það hafði þó ekki mikil áhrif á tónlistina og vinnuaðferðir sveitarinnar því næsta plata, The Warning, sem kom út á þarsíðasta ári, var unnin á áþekkan hátt, tek- in upp og fullunnin í heimahúsi; það eina sem unnið var í „alvöru“ hljóðveri var frumeintakið. Frjálslegir og óagaðir Eins og þeir muna sem sáu Hot Chip á Airwaves 2004 eða í Nasa 2005 þá voru þeir félagar í sveit- inni frjálslegir og óagaðir á svið- inu, enda var Hot Chip varla til sem tónleikaband. Í kjölfar The Warning breyttu þeir sér í tón- leikasveit og lögðu upp í gríð- armikla ferð um Bandaríkin þver og Evrópu alla. Þetta hafði áhrif á tónlist sveitarinnar, eins og heyra mátti þegar Hot Chip hitaði upp fyrir Björk sællar minningar. Tónleikahaldið dugði vel til að halda sveitinni í sviðsljósinu og eins það að The Warning var til- nefnd til ýmissa verðlauna og rat- aði á marga árslista. Þeir félagar tóku líka að sér að endurgera lög fyrir Rolling Stones, Scissor Sisters, The Go! Team og Gorillaz, en einnig gáfu þeir félagar út skemmtilega tólf- tommu með tveimur Kraftwerk- lögum, „Aerodynamik“ og „La Forme“, sem kom út í takmark- aðri útgáfu á síðasta ári, og einnig kom út DJ Kicks skífa með Hot Chip í vor. Harðara og vandaðra – og þó Framan af var hljóðfæraskipan Hot Cip einföld og jafnvel á mörk- um þess að vera naumhyggjuleg, en tónleikahald víða hefur haft sitt að segja, hljóðfærum fjölgar og þau eru ekki lengur ódýr og frum- stæð. Þegar við bætist að þeir félagar eru orðnir sjóaðri í hljóð- færaslætti og lagasmíðum kemur ekki á óvart að Made In The Dark sé um margt harðari en fyrri skíf- ur, þó alltaf sé skammt í dægilegt danspoppið sem er sveitinni svo eðlilegt. Fyrsta smáskífan af plötunni, „Shake A Fist“, sem notar meðal annars bút úr Todd Rungden-lagi, kom þannig mörgum á óvart, en síðan eru á skífunni rólyndislegar sykraðar og hárómantískar ball- öður eins og titillagið og allt þar á milli. Fyrir þessa plötu brugðu sveit- armenn sér í almennilegt hljóðver, en gættu að því að taka eins mikið og unnt var upp í einni töku, allir að spila samtímis, til að tryggja að Hot Chip-stemmningin væri aldrei langt undan. Dægilegt danspopp TÓNLIST Á SUNNUDEGI Árni Matthíasson Fjörkálfar Bresku sprelligosarnir í Hot Chip hafa róast aðeins með aldrinum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.