Morgunblaðið - 10.02.2008, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 10.02.2008, Qupperneq 76
SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 41. DAGUR ÁRSINS 2008 Heitast 2 °C | Kaldast -1 °C  SV, 13-18 m/s v-lands en hægari a-lands. Él s- og v- lands, annars skýjað með köflum. » 8 ÞETTA HELST» Foktjón víða um land  Töluvert var um foktjón víða um land af völdum óveðurs sem gekk yf- ir landið á föstudagskvöld og aðfara- nótt laugardags. Engin alvarleg slys urðu þó á fólki. Dælubílar slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fóru þá í 51 útkall vegna leysingavatns sem flæddi inn í hús. »2 Borgin vill Sundagöng  Borgarráð Reykjavíkur hefur ákveðið að fyrri hluti Sundaganga skuli vera í göngum frá Laugar- nestanga í Gufunes, en sam- gönguráðherra vill ekki gefa upp opinbera afstöðu sína. Gangaleiðin er töluvert dýrari kostur en eyjaleið- in, sem liggur á landfyllingum og brúm yfir Elliðaárvog að Gufunes- höfða. »Forsíða Laufás hugsanlega seldur  Komið hefur til umræðu innan kirkjunnar að selja prestssetrið Laufás í Eyjafirði og flytja það ann- að. Fari svo verður prestssetrið lík- legast flutt á Svalbarðsströnd eða Grenivík. Ekki eru allir sáttir við umræðuna. Í Laufási hefur verið prestssetur frá upphafi kristni hér og margir merkir prestar hafa setið staðinn. »6 Vekur spurningar  Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn Reykjavíkur, segir fyrstu viðbrögð sjálfstæðismanna við REI-skýrsl- unni vekja áleitnar spurningar og spyr hvort verjandi sé að hefja höf- uðpaurinn í málinu til æðstu virðing- arstöðu í borgarpólitíkinni. »2 SKOÐANIR» Staksteinar: Þessu má ekki klúðra Forystugreinar: Áhrif alþjóðlegra fjármálamarkaða | Reykjavíkurbréf Ljósvakinn: Geðvondur læknir UMRÆÐAN» Fleiri gistu á hótelum í desember Eftirlit með reykingabanni Ísland framleiðir mikið Vilja launahækkun og virðingu Skýjahæð yfir Hólmsheiði Við þurfum álver á Bakka Ekki eru allir ráðherrar herrar Gleymum ekki Hitaveitu Suðurnesja ATVINNA» KVIKMYNDIR» Ragnar Bragason er með- al verðlaunahafa í ár. » 75 Metal-hausar grúska saman í þungarokksfræðum og byggja upp gagnabanka um áhugamál sitt. » 69 NETIл Vefsafn um þungarokk TÓNLIST» Þórir dundar sér á þriðju plötunni. » 73 KVIKMYNDIR» Rolling Stones gengu eft- ir rauða dreglinum. » 68 Nýjasta plata Hot Chip inniheldur harðara danspopp en þær fyrri. Hljóð- færin eru orðin fleiri og dýrari. » 72 Búin til í myrkri TÓNLIST» reykjavíkreykjavík 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT Í LAUSASÖLU 300 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Lægðir og úrkoma út mars? 2. Flutningi úr flugvélum lokið 3. Yfir 300 útköll hjá björgunarsveitum 4. Fréttamynd ársins Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is MIKIÐ tjón varð í Egilshöll vegna vatns sem flæddi inn í húsið á föstu- dagskvöld og aðfaranótt laugardags. Hjörleifur Helgason, ráðsmaður Eg- ilshallar, sagði tjónið örugglega nema nokkrum milljónum króna. Allur kjallari hússins, 2-3 þúsund fermetar, fór undir 10-15 sentimetra djúpt vatn sem flæddi upp úr nið- urföllum. Þá barst mikill aur inn í húsið með vatninu. Slökkvilið höfuð- borgarsvæðisins, starfsmenn Reykjavíkurborgar og björgunar- sveitir dældu vatninu út. Í gærmorg- un unnu 20-30 manns við að þrífa kjallarann hátt og lágt. „Búningsklefar, sem eru níu tals- ins, speglasalur sem er notaður fyrir fimleika, fimleikasalurinn sjálfur, svæði Skotfélags Reykjavíkur, gangar og geymslur fóru undir vatn. Það eina sem slapp hér í kjallaranum var Heilsuakademían,“ sagði Hjör- leifur. Á gólfunum eru víða steinteppi, en svokallað fljótandi gólf, leikfimisgólf, á grind og púðum, er í stærri fim- leikasalnum. Hjörleifur kvaðst vona að það gólf myndi sleppa. Ef ekki tækist að þurrka fljótandi gólfið þyrfti að kaupa nýtt gólf fyrir millj- ónir. Hvernig gólfinu reiðir af verður ekki vitað fyrr en í dag. Hins vegar sagði Hjörleifur ljóst að parketgólf í minni fimleikasalnum væri ónýtt. Ráðgerðir voru tveir knattspyrnu- leikir í Egilshöll síðdegis í gær og var lagt kapp á að geta opnað bún- ingsklefana í tíma. Hjörleifur sagði að sótthreinsa þyrfti allan kjallar- ann. „Hér eru bæði börn og fullorðn- ir við æfingar og við hleypum engum inn í búningsklefana fyrr en búið er að sótthreinsa allt hátt og lágt. Þetta hleypur á milljónum,“ sagði Hjörleif- ur. Ýmis tæki og munir stóðu á gólf- um og sagði Hjörleifur alveg eftir að meta hvort þau hefðu skemmst. Áður hefur flætt inn í kjallara Eg- ilshallar en ekkert í líkingu við þetta, að sögn Hjörleifs. Hann sagði að hol- ræsabrunnar við húsið hefðu hrein- lega ekki ráðið við vatnsflauminn. Mikið tjón vegna vatnsflóðs í Egilshöll Árvakur/Kristinn Flóð Aurugt vatn flæddi upp úr niðurföllum og yfir stóran hluta kjallarans í Egilshöll í óveðrinu og þurfti að þrífa þar allt og sótthreinsa hátt og lágt. Ekki er enn búið að meta tjónið en talið víst að það hlaupi á milljónum króna. Fimleikasalir, bún- ingsklefar og skot- svæði undir vatn Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is UMFERÐARMYNDAVÉLUM Vegagerðar- innar fer fjölgandi. Nú þegar er hægt að sjá reglulega uppfærðar ljósmyndir af helstu heiðum og fjallvegum á vefsíðu hennar, en umferðarmyndavélar á höfuðborgarsvæðinu eru einnig að bætast við. Nú þegar hafa verið settar upp myndavélar á Arnarnesbrúnni við Hafnarfjarðarveg í Garðabæ og á Bústaðabrú yfir Kringlumýrar- braut. Þær myndavélar senda gögn um ljós- leiðara og uppfærist myndin á einnar sekúndu fresti. Það eru því í raun hreyfimyndir í beinni útsendingu, þar sem sjá má umferðina streyma um göturnar, eða umferðarteppur ef svo ber við. Að sögn Bjarna Stefánssonar, deildarstjóra viðhalds og þjónustu hjá Vegagerðinni á suð- vestursvæði, er líklegt að myndir frá þessum vélum verði komnar á netið innan skamms. Hann segir megintilgang þeirra að auðvelda Vegagerð, sveitarfélögum og lögreglu eftirlit með veðurfari, snjóalögum og umferð, en einnig geti þetta gagnast ökumönnum sem vilja velja sér ökuleið áður en farið er úr húsi, í samræmi við færð og umferðarþunga. Eitt af því sem þarf að aðgæta er hins veg- ar, að sögn Bjarna, að á myndunum sé ekki hægt að greina bílnúmer, og að fólk sé ekki þekkjanlegt á þeim, í samræmi við sjónarmið persónuverndar. „Það er innanhússumræða í gangi um hversu mikið eigi að birta á netinu og hvernig,“ segir Bjarni. „Mér finnst líklegt að myndir fari á netið á næstunni, en óvíst er hvort það verða kyrrmyndir eða lifandi myndir.“ Ráðgert er að fjölga myndavélunum á næst- unni, mögulega um tíu á næstu tveimur til þremur árum. Til að mynda verður sett upp myndavél við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar, þar sem oft hafa orðið harðir árekstrar. Umferð sýnd í beinni?  Hreyfimyndir af götum borgarinnar í útsendingu lík- lega á netið á næstunni  Stefnt að uppsetningu tíu véla Árvakur/Ómar Ófærð Margir gætu nýtt sér myndavélarnar til að ákveða akstursleið sína.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.