Morgunblaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 16
16 FRIDAY 15. FEBRUARY 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING                                   !"         #   !"       $       %   #         &  '  &  (           #   )  &     **        $  , -    &  *    $      %  .  / 0        $          $!           !  !" $    $!    $123- .     &  !" 134/5,6741,.$68 9 :;<<                                                 !     !               #   $    %    &                "                  !  '(   (     !  )       < - kemur þér við Sérblað um mat fylgir blaðinu í dag Hvað ætlar þú að lesa í dag? Flest börn á Höfn fæðast heima Framhaldsskólanemar óttast um skólafélögin Hrafn Jökulsson segir frá fyrstu pólitísku afsögninni Húðflúr Íslendinga stækka og stækka Það besta í bænum um helgina MOZART-tónleikar eru fyrir löngu orðnir árviss viðburður hér á landi og algjörlega sjálfsagður hlutur er- lendis. Eins og venjan hefur verið hér undanfarin ár þá fylgir tón- leikunum létt spjall um Mozart og tónlistina sem á boðstólum er. Á umræddu kvöldi bar m.a. á góma stöðug ferðalög á ungdómsárum, mikinn aga í uppeldi, dónahúmor, ofvirkni og hugleiðingu um hvort þessi mikli snillingur tónlistarsög- unnar hafi jafnframt þjáðst af Tou- rette-heilkennum. Eftir hlé var að- eins velt upp fegurðinni í tónlistinni hans en þrátt fyrir ýms- ar meiningar manna virðast flestir vera á þeirri skoðun að tónlistin hans sé „fögur“ og allt að því „himnesk“. Fyrri hluti tónleikanna var til- einkaður tveimur fiðlusónötum Mozarts sömdum á tímabilinu 1781-1785. Spilamennska þeirra Laufeyjar og Krystynu var afar snyrtileg og ljúf. Ef til vill hefði snerpan mátt vera meiri í fyrstu tveimur köflum fyrri sónötunnar, en í lokakaflanum brá mjög til betri vegar, þar sem bjartur fiðlu- leikurinn varð miklu frjálslegri og djarfari. Í seinni sónötunni varð píanóröddin áberandi jafningi fiðl- unnar. Svo mikil var kúvendingin í skrifum Mozarts að fiðlan gegndi undirleikshlutverki í framsögu hæga miðkaflans, Adagio, og sjálft píanóið lék gullfallegu laglínuna. Ýmsar skemmtilegar tæknibrellur Mozarts komu stórskemmtilega út í samspili Laufeyjar og Krystinu og varð hin besta skemmtun fyrir áheyrendur. Tónlist Mozarts er þeim eig- inleikum gædd að hún er eiginlega aldrei þreytandi áheyrnar, a.m.k. ekki ef hún er ásættanlega spiluð og hennar helst notið á tónleikum. Tónlistin hans á það líka til að vera ein sú lúmskasta sinnar teg- undar því það sem heyrist og virð- ist lauflétt og leikandi, flæðandi og fyrirhafnarlaust er í raun aðeins á valdi hinna allra færustu hljóð- færaleikara sem kunna ekki síst góð skil á forminu og hafa langan samspilsferil. Eftir hlé tók við seinasta pí- anósónata sem tónskáldið skrifaði, frá árinu 1789. Hún þykir jafn- framt ein sú erfiðasta og eru til ófáar upptökur af henni með stærstu píanósnillingum 20. aldar. Valgerður Andrésdóttir lék af var- kárni og mildi og varð útkoman nokkuð fínleg miðað við fyrrheyrða flutninga. Í framvindu verksins bar aðeins á einstaka ójafnvægi í hröðum skala – og arpeggíurunum og e.t.v. of mikil rúbatísering í lok nokkurra hendinga þó að flutn- ingur hafi verið góður í heild. Í lok tónleika var farið aftur í tímann um þrjú ár þegar flutt var Kegelstatt-tríóið frá árinu 1786. Samleikur þeirra Valgerðar Andrésdóttur, Þórunnar Óskar Marinósdóttur og Einars Jóhann- essonar var vægast sagt stór- fenglegur. Þórunn lék með ástríðu- fullum og fallegum tón og mikilli sannfæringu og Einar hvikaði hvergi frá þeim gæðastimpli sem á hann hefur fest. Sjaldan hefur undirrituð upplifað jafn skemmti- legan Mozart á tónleikum. Hinn mikli Mozart TÓNLIST Kjarvalsstaðir Sónötur í F-dúr KV 376 og í Es-dúr KV 481 fyrir píanó og fiðlu, sónata í D-dúr KV 576 fyrir píanó og Kegelstatt-tríó KV 498 fyrir klarinett, víólu og píanó. Flytj- endur: Krystyna Cortes píanó, Laufey Sigurðardóttir fiðla, Valgerður Andr- ésdóttir píanó, Þórunn Ósk Mar- inósdóttir víóla, Einar Jóhannesson klar- inett. Helgi Jónsson tónlistarfræðingur spjallaði um tónskáldið og tónlistina sem flutt var. Sunnudaginn 27. janúar 2008 kl. 20. Mozart-tónleikar á 252. fæðingardegi tónskáldsins bbbnn Alexandra Kjeld FERSKLEIKI og framúrstefna var á dagskrá hjá Caput-hópnum að venju, en á tónleikum hópsins á Myrkum músíkdögum var ekk- ert verk eldra en tvævetur að undanskildu verki Þorkels Sig- urbjörnssonar, „Að vornóttum“ (1981). Eftir aðlaðandi og fjölstíl- brigðaskipt verk Hans-Henrik Nordström, „Tyst November“, tók við ofangreint verk Þorkels sem upphaflega var skrifað fyrir Manuelu Wiesler. Óaðfinnanlegur, seiðandi og fagur flautuleikur Kolbeins Bjarnasonar leiddi und- irritaða í trans frá töfrandi upp- hafsljóði yfir í hámarksóreiðu í fjórða og seinasta ljóðinu. Veglegasta og líklega aðgengi- legasta verkið á efnisskránni var glænýtt verk Þórðar Magn- ússonar, „Gylfaginning“, byggt á texta úr Snorra-Eddu. Þétt radd- skipan í kringum einsöng Ingi- bjargar Guðjónsdóttir var sér- staklega áhrifaríkt og virtist hljóðfæraútsetningin jafnan heiðra röddina og frásögnina full- komlega. Ekki skemmdi fyrir að söngur Ingibjargar var með afburðum og samspil strengja, píanós og tré- blásara frábært. Eftir hlé tók við mun akademískara verk Klaus Agers, „Breccia IV“, sem samið var út frá málverki ítalska mál- arans Pier Augusto Breccia. Þó að margar góðar hugmyndir hafi komið fram gátu samt samheng- islausar og kerfisbundnar óm- stríður í sundurleitum hljóðheimi ekki með nokkru móti gælt við eyrun né fangað athyglina. Sjálf- sagt er útkoman áhugaverðari á prenti. Eftir markvissa og stigvaxandi spennuuppbyggingu í verki Gunn- ars Andreass Kristinssonar, „Septet“, tók við áheyranleg þró- un efniviðarins í gegnum fjöl- breyttar kaflaskiptingar. Lengd verksins var nokkuð óhófleg mið- að við framvindu, einkum fyrir miðju, en á sama tíma hefði ekki mátt klippa ögn af lokamín- útunum með tindrandi píanósólói á efsta raddsviðinu. Íslands- frumflutningur á verki Steingríms Rohloffs, „The Sinus Experience“, var seinast á efnisskrá. Línulegt upphaf tvístraðist í gutlandi hljóð- heim sem svo byggðist upp of- urhægt. Úr glundroða og púls- lausum rytma safnaðist orkan loks aftur á sama stað uns sveitin end- aði samtaka á ekki meira en and- ardrætti. Caput–hópurinn lék að venju af mikilli fagmennsku og stóð drengilega vörð um kynningu nýrrar tónlistar. Ferskleiki að venju TÓNLIST Langholtskirkja Caput flutti verk eftir Hans-Henrik Nor- dström, Þorkel Sigurbjörnsson, Þórð Magnússon, Klaus Ager, Gunnar Andr- eas Kristinsson og Steingrím Rohloff. Flytjendur: Kolbeinn Bjarnason flauta, Rúnar Óskarsson klarinetta, Pétur Jón- asson gítar, Daníel Þorsteinsson pí- anó, Valgerður Andrésdóttir píanó, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðla, Guð- mundur Kristmundsson víóla, Sigurður Halldórsson selló. Einsöngvari: Ingi- björg Guðjónsdóttir sópran. Stjórnandi: Guðni Franzson. Miðvikudaginn 6. febr- úar 2008 kl. 20. Myrkir músíkdagar: Caput bbbnn Alexandra Kjeld DÚÓ fyrir klarínett og orgel hljóta að vera fá; sennilega færri en fyrir t.d. trompet og orgel. Hvers vegna er hins vegar stóra spurningin, því undraverð samhæfni klarínettsins sannaði sig enn og ótvírætt á laug- ardag þegar gestum MM gafst kostur á að heyra fjögur tvíleiks- verk fyrir konung hljóðfæranna og fyrrum frumstæðu sauða- skálmeiuna er Denner og Philidor húshæfðu á 18. öld. Fyrst var reyndar sólóklarínett- verkið Aubade [8’] eftir John Speight frá 1982. Nafnið vísar til riddaralegrar morgunlokku (ít. alba, sbr. albínó) í hvítri morg- unskímu. Ugglaust af sömu róm- antísku rót og samnefnt brjósta- haldaramerki er undirritaður óvart feiltengdi þessu heillandi blás- arastykki við fyrstu heyrn í árdaga. A.m.k. var þokki verksins óumdeil- anlegur og hafði frekar aukizt en hitt. Vier Stücke Op. 5 eftir Alban Berg var næst, al-atónalt verk frá 1913 eða rétt áður en höfundar Seinni Vínarskólans lögðu á tólf- tóna einstigi raðtækninnar. Þótt frumsamið væri fyrir píanó og klar- ínett gerði verkið sig ekki síður í orgelumgjörð við samstillta túlkun Einars og Douglasar og hélt með ólíkindum vel athygli, þrátt fyrir úrelta smíðaaðferð til höfuðs stef- rænum eftirminnileika. Exultavit Maria [9’], ýmist íhugult eða laung- lettið dúó eftir Jónas Tómasson, var eini frumflutningur kvöldsins. „Nánast sjálfsprottið“ verk að sögn tónskáldsins þar sem skiptust á hraðir og hægir tilbrugðnir A-B ör- kaflar. Stuttu síðar átti Jónas tvo þætti úr „Dýrð Krists“ fyrir orgel, Salt og ljós og Guðs lamb, og lauk hinu seinna með miðilsvænum tign- arbrag í traustri túlkun Brotchies. Á milli kom óvenjustrjált og svæf- andi dúó eftir Speight, Music when soft voices die [8’], er verkaði að sama skapi óinnblásið. Síðan gat fyrst að heyra á Íslandi tvíþætt dúó, Sonata da chiesa [18’] eða Kirkjusónötu, eftir Bæverjann Ro- bert M. Helmschrott (f. 1938); skemmtilegt verk með glæsilegri klarínettkadenzu í hægferðugt heimspekilegum „Ekloge“. II. þátt- ur, „Rondellus“, glampaði af djass- leitri nýklassík í gáskafullu síhreyfi á milli líðandi þjóðlegra barna- gælna. Utan dagskrár var bráðfallegt aukalag, „Redemptoris mater“ að mér heyrðist kynnt, og látlaust hljómsett af Svíanum Otto Olsen, er kórónaði sérlega hlustvæna MM tónleika í frábærri túlkun. Í hvítri morgunskímu TÓNLIST Langholtskirkja Verk eftir John A. Speight, Berg, Jónas Tómasson og Helmschrott. Einar Jóhann- esson klarínett og Douglas Brotchie org- el. Laugardaginn 9. febrúar kl. 20. Myrkir músíkdagar – Kammertónleikar bbbbn Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.