Morgunblaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 45. TBL. 96. ÁRG. FRIDAY 15. FEBRUARY 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is GRÆNMETISDAGAR MATLYSTUGIR KRAKKAR Á LEIKSKÓLANUM RAUÐHÓLI HÁMA Í SIG HOLLUSTUNA >> 22 FRÉTTASKÝRING Eftir Soffíu Haraldsdóttur soffia@mbl.is ÁLIT Seðlabankans um heimild til handa Kaup- þingi að gera upp í evr- um hafði ekki nein áhrif á ákvörðun ársreikn- ingaskrár um að meina Kaupþingi að gera upp í evrum. Þetta sagði Dav- íð Oddsson seðla- bankastjóri á fundi þar sem tilkynnt var stýrivaxtaákvörðun bank- ans í gær. Hann sagði fráleitt að ásaka Seðlabankann um að hafa haft áhrif þar á. Ársreikningaskrá hefði farið yfir þær tölur sem fyrir lágu og talið að Kaupþing upp- fyllti ekki skilyrði gildandi laga. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er ársreikningaskrá í engu bundin umsögn Seðlabankans í ákvörðun sinni. Einungis sé skylt að leita álitsins, en það eigi aðeins við þegar um fjármálafyrirtæki sé að ræða. Til þess að fá heimild til uppgjörs í er- lendri mynt þarf félag að uppfylla a.m.k. eitt eftirtalinna skilyrða: vera með meg- instarfsemi sína erlendis eða vera hluti er- lendrar samstæðu þar sem notaður er er- lendur starfrækslugjaldmiðill, að meginviðskipti félags séu við erlend dóttur- eða hlutdeildarfélög, vera með verulegan hluta tekna sinna frá erlendum aðilum í er- lendum starfrækslugjaldmiðli, eða hafa verulegan hluta fjárfestinga sinna í erlend- um fjárfestingarvörum og að skuldir þeim tengdar séu í erlendri mynt. Skilyrðin gilda um hvers kyns félög. Þó er þess getið í reglugerð um veitingu heim- ildarinnar, að þegar um fjármálafyrirtæki sé að ræða, sem skilgreint sé sem lánastofn- un, skuli ársreikningaskrá leita umsagnar Seðlabankans um umsóknina. Sem var gert hvað varðaði umsókn Kaupþings og sagði Seðlabankinn, í umsögn sinni, ekki for- sendur til að fallast á umsókn Kaupþings. Ákvörðun ársreikningaskrár hefur ekki verið birt en fram hefur komið að í heimild til Kaupþings hafi verið sett skilyrði um að kaupum á NIBC, sem nú hefur verið hætt við, yrði lokið fyrir síðustu áramót. Kaup- þing kærði þá niðurstöðu til fjármálaráðu- neytisins og fjallar ráðuneytið nú um málið. Skylt að leita um- sagnar Ársreikningaskrá bar ekki að fara að áliti Seðlabankans Vígaguðinn >> 41 Allir í leikhús Leikhúsin í landinui i í l i „ÞARNA sjáum við lægstu laun hjá Starfsgreinasambandinu hækka yfir 32% á samningstíman- um og byrjunarhækkunin er um 16%. Þarna eru miklir og góðir áfangar t.d. varðandi slysatrygg- ingamál verkafólks, sem hafa verið í miklum ólestri. Við sjáum einnig mikla aukningu á orlofi upp í 30 daga og jafnar það stöðu okkar gagnvart opinberum starfsmönn- um á samningstímanum,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, um það samkomulag sem tekist hefur við Samtök atvinnulífsins. Vonast er eftir að skrifað verði undir nýja kjarasamninga um helgina ef ekkert óvænt kemur upp á. Í dag verður leitað eftir fundi með stjórnvöldum varðandi þátt- töku þeirra í gerð kjarasamninga. Forystumenn aðila vinnumarkað- arins hafa verið í sambandi við for- menn stjórnarflokkanna eftir að ljóst varð að samningar myndu takast. Upphafshækkun verkafólks verður 18.000 krónur Áætlað er að heildarkostnaður við launabreytingarnar sé 3,8-4% á ári. Samkomulagið felur í sér að kjarasamningar gildi til nóvember- loka árið 2010. Allir launataxtar munu hækka um 18.000 kr. við undirskrift, 13.500 kr. árið 2009 og 6.500 kr. árið 2010. Launataxtar iðnaðarmanna munu hækka um 21.000 kr. við undirskrift, 17.500 kr. árið 2009 og 10.500 kr. árið 2010. Heimilt verður að lækka álagsgreiðslur á móti taxtabreyt- ingum. Samkomulagið gerir jafnframt ráð fyrir launaþróunartryggingu. Í því felst að allir sem starfað hafa hjá sama vinnuveitanda og ekki fengið að lágmarki 5,5% launa- hækkun frá 2. janúar 2007 til und- irritunar samninga fá það sem á vantar. Á árinu 2009 verður launaþróunartrygging 3,5%. Að sögn Kristjáns munu yfir 70% félagsmanna SGS á lands- byggðinni njóta góðs af taxta- hækkuninni einni og sér. „Þetta er allt saman á ágætri ferð,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins. Í gær hafi verið reynt að loka eins mörgum útistandandi málum og mögulegt var og hafi það gengið vel. Í dag verði reynt að ljúka allri vinnu er snýr að efnislegum ákvörðunum og á morgun taki við umfangsmikil vinna við að fara yfir skjöl og raða öllu saman. Þá komi í ljós hvort skrifað verður undir á laugardaginn. Hann segir myndina smám saman vera að skýrast en stærsti óvissuþátturinn sé aðgerð- ir ríkisstjórnarinnar. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir allt vera á réttri leið. Málum hafi miðað með viðunandi hætti í gær og óleystum sérkröfum fækkað. Árvakur/Árni Sæberg Samkomulag Það var létt yfir samningamönnum þegar þeir settust niður við samningaborðið í gærkvöldi. Samkomulag í höfn  Lægstu laun hækka um 32% á samningstímanum  Heildarkostnaður við kjarasamningana er 3,8-4% á ári  Orlofsdögum fjölgar og þeir verða 30 á ári Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is TILLAGA Graeme Massie frá Skotlandi varð hlutskörpust í hugmyndasamkeppni um upp- byggingu í Vatnsmýrinni. Verðlaunaafhending fór fram í Listasafni Reykjavíkur í gær. Massie er með hugmyndaauðgi sinni orðinn áhrifamik- ill í skipulagsmálum hér á landi, enda sigurveg- ari í svipaðri keppni sem fram fór um miðbæ Akureyrar árið 2005. Keppendum var gefið frjálst hvort flugvöll- urinn ætti að fara eða vera, en forsenda verð- launatillögunnar var að hann færi og þétt, blönduð en lágreist byggð tæki við ásamt stækkuðum Hljómskálagarði. Tvær Reykjavíkurtjarnir Samkvæmt tillögunni verður ný og stærri Reykjavíkurtjörn miðpunktur byggðar í Vatns- mýri. Dagur B. Eggertsson, formaður dóm- nefndar og upphafsmaður keppninnar, sagði í ræðu sinni að tillagan væri grunnur að því að hægt yrði að fullgera miðborg Reykjavíkur. Hægt að fullgera miðborgina Mýrin Svipmynd úr verðlaunaverkefninu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.